Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1982 31 10. Reykjavíkurskákmótið: 20 erlendir stór- meistarar koma FINNSKI stórmeistarinn Westerinen hefur boðad komu sína á Reykjavík- urskákmótid í febrúar og auk þess Bandaríkjamaðurinn Kogan. Hann er alþjóðlegur meistari og hefur 2450 Klo stig. I>á er Ijóst að Friðrik Ólafsson mun taka þátt í mótinu og verður hann þriðji stigahæsti maður mótsins. Að vísu er enn ekki Ijóst, hvaða skákmenn koma frá Sovétríkjunum, en vonast til að það verði þekktir stórmeistarar. Kjartan Gunnarsson flytur erindi sitt í Átthagasal Hótel Sögu. Kjartan Gunnarsson á fundi Varðbergs og SVS: Krefjumst lagfæringa á ratsjárvarnakerfi landsins „ÁBYRGÐIN OG FRUMKVÆÐIÐ í öryggismálum þjóðar hlýtur og verð- ur ávallt að vera í höndum hennar sjálfrar. Þar er um slíkt fjöregg að ræða, að það er aldrei hægt að fela erlendum mönnum til ákvörðunar og mats. En án þekkingar, frumkvæðisvilja og óttaleysis við að viðurkenna staðreyndir stjórnmálalegs og herfræðilegs umhverfis okkar, verður ör yggisins aldrei gætt sem skyldi.“ Þannig lauk Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ræðu sinni á fundi Varðbergs og Sam- taka um vestræna samvinnu á laugardag. Fundurinn var fjölsóttur og var góður rómur gerður að framsöguerindinu í umræðum að því loknu. Erindi Kjartans Gunnarssonar bar yfirskriftina „íslenskt frum- kvæði í öryggismálum, aukin þátttaka íslendinga í vörnum landsins". Morgunblaðið mun síðar birta erindið í heild, en hér fer kafli úr því, er snerist um loftvarnir Islands: „Eitt af mikilvægustu verkefn- um varnarstöðvarinnar hér er að fylgjast með ókunnum flugvél- um, sem fljúga um varnarsvæðið eða nálgast Island. Er þessu eft- irliti bæði haldið uppi með rad- arstöðvum á jörðu niðri og fljúg- andi ratsjárstöðvum. Fyrir all- nokkrum árum fauk radarstöð varnarliðsins, sem verið hafði á Langanesi, og var hún ekki endurbyggð. Nú er það svo, að ókunnar flugvélar, sem nálgast ísland, koma oftast úr austri eða norðaustri niður eftir Islands- hafinu og fljúga annaðhvort um- hverfis landið eða niður í átt til Bretlands eða enn lengra suður eftir Atlantshafinu. Meðan ekki er radarstöð á Langanesi eða á svipuðum slóðum, er stórt svæði úti fyrir norður-, norðaustur- og austurlandi án radareftirlits nema þegar ratsjárflugvélar varnarliðsins eru á lofti, en það eru þær auðvitað ekki allan sól- arhringinn alla daga ársins, langt því frá. Þó var auðvitað mikil bót að fá hinar nýju AWACS-ratsjár- og eftirlits- flugvélar, sem stöðugt fljúga óreglubundið eftirlitsflug. Samt sem áður er vel mögulegt fyrir ókunnar flugvélar að laumast að landinu þessa leið, sérstaklega ef þeim tekst líka að komast fram- hjá ratsjárgæslu Norðmanna, t.d. með því að fljúga fyrst langt upp eftir Barentshafi og síðan inn yfir Ishafið og niður eftir íslandshafinu, þangað til þær koma að íslandi norðaustanmeg- in og geta þannig komist fast að landinu eða yfir landið, án þess að við þær verði vart. Þetta er, að mínum dómi, at- riði, sem Islendingar eiga að krefjast að lagfært verði. Það væri hægt að gera án mikilla eða nánast nokkurra aukinna um- svifa varnarliðsins, því vel mætti koma fyrir ómannaðri ratsjár- stöð þarna, sem sendi upplýs- ingar sínar annaðhvort til Hafn- ar í Hornafirði eða til aðalstöðva varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli.“ Alls hafa 40 erlendir. skákmeist- arar boðað komu sína, þar af 20 stórmeistarar. Þá hefur mexik- anski alþjóðlegi meistarinn Kenn- eth Frey, sem hefur 2480 Elo-stig, tilkynnt þátttöku. Eftirtaldir er- lendir skákmeistarar hafa til- kynnt þátttöku (SM = stórmeist- ari, AM = alþjóðlegur meistari og F = Fide-meistari): 1. A. Miles Eng. 2575 SM 2. L. Alburt USA 2550 SM 3.A. Adorjan Ung. 2515 SM 4. R. Byrne USA 2510 SM 5. B. Kurajica Ung. 2510 SM 6. Y. Grunfeld Isl. 2505 SM 7. B. Ivanovic Jug. 2485 SM 8. B. Ivkov Jug. 2480 SM 9. L. Shamkovic USA 2470 SM 10. E. Mednis USA 2470 SM 11. De Firmian USA 2470 AM 12. D. Gurevic USA 2470 F 13. A. Kuligowski Pol. 2465 SM 14. M. Knezevic Jug. 2465 SM 15. S. Kudrin USA 2465 SM 16. K. Spraggett Kan. 2465 AM 17. D. Rajkovic Jug. 2460 SM 18. M. Matulovic Jug. 2460 SM 19. D. Sahovic Jug. 2450 SM B. Kogan USA 2450 AM V erzlunarbankinn: Nýr útibússtjóri í Mosfellssveit VERZLllNARBANKINN opnaði nýtt útibú í Mosfellssveit þann II. desember sl. Einvarður Jósefsson, útibússtjóri í Grensásútibúi bankans í Reykjavík, var settur í starfið til bráðabirgða og staðan síðan auglýst innan bankakerfisins í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Á fundi bankaráðs þann 19. janúar sl. var samþykkt að veita stöðuna Geir Þórðarsyni, fulltrúa í aðalbanka. Geir Þórðarson er 28 ára gamall og hefur starfað í Verzlunarbankanum í rúmlega 9 ár. Að undanförnu hefur hann verið fulltrúi við ráðgjafarþjón- ustu bankans. Geir er kvæntur 20. B. Abramovic Jug. 2445 AM H. Westerinen Fin. 2440 SM 21. V. Raicevic Jug. 2430 SM 22. C. Höi Danm. 2425 AM 23. P. Ostojic Jug. 2420 SM 24. K. Burger USA 2420 AM 25. G. Forintos Ung. 2410 SM 26. W. Martz USA 2405 AM 27. V. Zaltsman USA 2405 AM 28. J. Plaskett Eng. 2405 F 29. L. Bass USA 2405 30. T. Manouck Frakkl. 2405 31. T. Horvath Ung. 2400 AM 32. G. Iskov Danm. 2380 AM 33. M. Uic Jug. 2380 34. D. Janosevic Jug. 2355 SM 35. M. Bajovic Jug. 2345 F 36. A. Savage USA 2310 37. R. Griinberg V-Þýskal. 2310 38. G. Kráhenbuh! Sviss 2305 Auk Friðriks er ljóst, að Guð- mundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Karl Þorsteins og Jóhann Hjartarson munu taka þátt í mótinu en þar sem enn er opið að tilkynna þátt- töku er nafnalisti íslensku þátt- takendanna ekki til búinn enn. Geir l>órðarson Gyðu Olversdóttur og eiga þau 2 börn. Hinn nýi útibússtjóri tekur við þann 1. febrúar nk. sparifjár er á undanhaldi — pen- ingamagn í umferð jókst um meira en 80% á árinu. Seðlabanki íslands var sem sé látinn prenta og gefa út nýja seðla fyrir tvöfalt meira verðgildi en nam rýrnun krónunnar á árinu. Fastgengisstefnan ? Alþýðubandalagið segist ekki viðurkenna gengisbreytingr sem efnahagsúrræði og því var það með miklu yfirlæti, sem sá flokkur hrósaði sér af því höfuðatriði í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar frá því í fyrra, að nú ætti að hætta slíkri ósvinnu og binda gengið fast. Fastgengisstefna var það kallað hvernig var hún fram- kvæmd? Frá því í maí í vor og fram á þennan dag hefur gengið fjórum sinnum veriðfellt. Fjórum sinnum á átta mánuðum. Annan hvorn mánuð að meðaltali! Þetta er köll- uð fastgengisstefna. Sé miðað við vísitölumælingar ríkisstjórnarinnar var nýja krón- an um sl. áramót orðin 31 eyri verðminni en þegar hún gekk í gildi tólf mánuðum fyrr. Sé miðað við gengi erlendra mynta er nýja krónan orðin jafnvel ennþá verð- minni. það mun taka núverandi ríkisstjórn aðeins fimmtán ár til viðbótar að gera nýju krónuna jafn verðlausa og sú gamla var orðin þegar myntbreytingin átti sér stáð. ;,t j(i;/. 'Ci I II í I M 'fi L‘Jrl' * 1 Í»J 11 Allt ber að sama brunni Af fjölmörgu fleiru má taka — t.d. að greiðslubyrði af erlendum lánum verður á yfirstandandi ári 19% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar þótt ríkisstjórnin segi í stjórnarsáttmála sínum, að þessi greiðslubyrði megi ekki fara yfir 15% gjaldeyristekna. Greiðsluby- rði erlendra lána í hlutfalli af gjaldeyristekjum þjóðarinnar er orðin jafn mikil og hún var á þeim árum 1967—1968, þegar síldveið- arnar hrundu, alvarlegur afla- brestur varð í þorksveiðum og út- flutningsafurðir okkar féllu í verði á Bandaríkjamarkaði niður í ýösk „Síðan 1. nóvember hefur hraði verðbólg- unnar ekki verið mæld- ur. En síðan þá hefur ríkisstjórnin gripið til ýmissra aðgerða, sem hún fullyrðir að séu óhjákvæmilegar, sem samtals hafa aukið hraða verðbólgunnar á árs- grundvelli um 23—25%. Hluti þeirrar auknu verðbólgu er þegar kominn fram. Nýjustu upplýsingar benda til, að hækkun framfærslu- vísitölu, sem mæla á þann 1. febrúar nk. verði a.m.k. 12,2%, sem samsvarar því, að verð- bólguhraðinn er nú þeg- ar kominn upp í 58% á ársgrundvelli.“ 19 cent pundið. Njótum við íslend- ingar þó nú mesta þorskafla, sem nokkru sinni hefur á land borið og hæsta, verðs fyrir afurðir okkar, sem fengist hefur. Hvernig halda menn að gangi fyrir þjóðina að standa undir erlendri skuldasöfn- un ríkisstjórnarinnar ef eitthvað bjátar á? Allt ber þetta að sama brunni. Þær upplýsingar, sem ríkisstjórn- inni hafa borist, og hún hraðað sér að stimpla sem trúnaðarmál, eru allar á eina lund. Þær segja aliar upp þá sögu, að ríkisstjórnin hafi engan vanda leyst og það, sem nýtt er í þeim upplýsingum, lýtur allt saman að viðbótarvanda, sem ríkisstjórnin hefur skapað. Kemur ekki á óvart Ekkert af þessu kemur í raun- inni á óvart. Það eiga ekki að vera nein tíðindi fyrir neinn, að afnám vísitölubóta, aukning niður- greiðslna úr ríkissjóði, mála- myndaverðstöðvun, gengiskukl og fleira af sama toga eru engin efna- hagsúrræði, sem vonir má við binda. Svo oft hefur slík drullu- kökugerð verið reynd á íslandi með engum árangri. Þegar forsætisráðherra boðaði um áramótin 1980—1981 að ríkis- stjórn hans hyggðist enn taka til við sömu grautargerðina sögðum við Alþýðuflokksmenn þá þegar, að með slíkum úrræðum yrði eng- inn vandi leystur. Menn gætu vissulega fleytt sér á slíkri graut- argerð um nokkurra mánaða skeið en að því búnu ræki allt aftur í str^nd því vandamálin v*ru ekki n., — ooiu OE ,.vr i i /i u tu > i " leyst, þeim bara skotið á frest í blekkingarskyni. Ymsir voru þeir, sem vildu ekki trúa þessu; sem vildu a.m.k fá að lifa í voninni. Og ekki urðu slétt- mæli forsætisráðherrans til þess að draga úr þeim vonum manna. En nú horfist þjóðin í augu við staðreyndirnar. Ríkisstjórnin ger- ir að vísu allt sem hún getur til þess að leyna þeim með því að stimpla allar upplýsingar trúnað- armál í bak og fyrir svo þjóðin fái sem minnstar fregnir af ástand- inu. Samt sem áður fer nú ekki lengur hjá því, að öllum almenn- ingi sé ljóst orðið, að í viðureign við vandamál efnahagslífsins hef- ur ríkisstjórnin ekkert spor stigið fram heldur staðið gersamlega í stað. Ég veit ekki hvort einhverjir þeir eru enn til, sem halda, að enn sé von. Þótt ekkert sé enn komið fram um áform ríkisstjórnarinnar þykist ég vita af reynslunni, að þaðan sé ekki annars að vænta an nýrra skammta af sömu lyfjagjöf — vísitölumöndl, gengiskukl og skollaleikur í verðlagsmálum. Af- leiðingarnar verða auðvitað þær sömu og ávallt áður — nokkurra vikna eða mánaða frestanir á vandanum með mörgum og fögr- um ræðum forsætisráðherra við mikinn fögnuð forystu ASI, sem þá loks kemur í leitirnar, og svo nýtt þrot, ný stöðvun atvinnulífs og ný verðbólguholskefla ef að lík- umjætur, ' V' ' V t'4> r;* i J ’jtx i r; .•< it"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.