Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Dani skipti fslenskum gömlum seðlum á réttu gengi: Sveik tugþúsundir úr dönskum bönkum DANSKA rannsóknarlögreglan í Gentofte hefur sent sérstakt dreifibref til danskra bankastofnana þar sem varað er við að skipta gömlum íslenskum peningaseðlum á gengi þar sem verðgildi þeirra sé aðeins 1/100. Var 16 ára piltur gripinn eftir að hafa skipt talsvert miklu af hinum gömlu seðlum í dönskum bankaútibúum og greitt fyrir það eftir gengi. Alls hafði piltur þessiá sé 9.300 íslenskar krónur í 500,100 og 1.000 króna seðlum. Voru Einari Ágústssyni sýndir þessir seðlar og hann staðfesti að hér væri um að ræða gamla seðla og nýir hefðu komið í þeirra stað sem væru 100 sinnum verðmeiri. Ljósrit af gömlu seðlunum fylgdi með bréfi lögreglunnar. Pilturinn kvaðst hafa keypt hina gömlu íslensku seðla hjá myntsala og hefðu þeir kostað sig 500 dkr., sléttir nýprentaðir og ónotaðir. Einnig tók hann fram, að dagana 1. til 4. mars hefði hann farið í 12 útibú banka og spari- sjóða, greint frá því að hann væri nýkominn úr leyfi frá íslandi og þyrfti að fá íslenskum peningun- um skipt í danska. Var honum vís- að frá á 3 stöðum en veitt af- greiðsla á 9 stöðum. Segir lögregl- an að svo virðist sem hann hafi haft um 28 þúsund d.kr. upp úr krafsinu. Einnig hefur lögreglan það eftir hinum danska pilti að hann sé ekki einn um að kunna þennan leik með gamla íslenska seðla. Þingflokkur Alþýðuflokksins um Helguvíkurmálið: Forsætisrádherra úr- skurði um ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins samþykkti á fundi sínum í gær, að óska eftir því að forsætisráðherra geri Alþingi grein fyrir úrskurði sínum um þann ágreining sem risið hefur í ríkisstjórninni um valdsvið og verkskiptingu ráðherra í svonefndu Helguvíkurmáli. Vitnar þingfiokkurinn í lög um Stjórnar- ráð íslands en þar eru ákvæði um þessi efni. Samþykkt þingflokksins er svo- hljóðandi: ágreining bandi við svonefnt „Heh'uvík- urmál". — I lögum um Stj ’ uar- ráð Islands eru ákvæði um þessi efni þar sem segir í 4. gr.: „Nú þykir vafi á leika undir hvert ráðuneyti málefni heyri og sker forsætisráðherra þá úr.“ Með tilvísun til þessarar laga- greinar hefur þingflokkur Al- þýðuflokksins samþykkt að óska eftir því að forsætisráðherra geri Alþingi grein fyrir úrskurði sín- um.“ Slökkviliðsmenn að starfi við Háteigsveg á laugardagskvöldið. Ljósm. Júlíus íkveikja að Háteigsvegi KVEIKT var í kjallaraíbúð í hús- inu nr. 24 við Háteigsveg í Reykja- vík sl. laugardagskvöld. Játaði 48 ára gömul kona á sig verknaðinn. íbúðareigandi var ekki heima og urðu talsverðar skemmdir á íbúð- inni. Eldsins varð vart kl. 23.22 og var slökkviliðinu þá tilkynnt um hann, en tveir piltar urðu varir við ferðir konunnar. Kom hún síðar að þegar unnið var að slökkvistarfi, en eldurinn hafði að mestu slokknað þegar slökkviliðið kom á vettvang. Nokkrar skemmdir urðu á inn- búi. Þá var slökkviliðið kallað að Kárastíg um kl. 15 á sunnudag, en þar hafði kviknað í potti á eldavél. Húsráðanda tókst að slökkva eldinn, en brenndist við það á andliti og höndum. „Ágreiningur hefur risið í rík- iSaskíuWuTtóh’ríf.ar Nv reglugerð um skipulagsmál á vamarsvæðunum: Grindavík: Nítján ára pilt- ur lést í bruna NÍTJÁN ára piltur lést aðfaranótt sl. sunnudags af völdum bruna er varð í íbúðarherbergi hans í verbúð í Grindavík. Hét hann Garðar Ingi Reynisson fæddur 3. október 1962, til heimilis að Aðalgötu 2 í Keflavík. Rannsóknarlögreglan í Keflavík tjáði Mbl. að yfirmaður Hafrenn- ingar hf. í Grindavík hefði orðið var við reyk er hann kom að ver- búðinni að morgni sl. sunnudags. Garðar Ingi var starfsmaður Haf- renningar og bjó einn í herberginu og er talinn hafa látist vegna reykeitrunar. Glóð fannst í einu af þremur rúmstæðum herbergisins, þó ekki Garðars Inga, og var það allt brunnið. Ekki er ljóst um upp- tök eldsins. Gert við rauf- ina við Geysi Menntamálaráðuneytið hefur fal- ið jarðhitadeild Orkustofnunar að ganga frá rauf þeirri við Geysi, sem höggvin var sl. sumar í skálina, en að þannig verði frá henni gengið að lækka mætti vatnsborð hversins til að kalla fram gos. Beiðni þessi er að tillögu Geysisnefndar. Runólfur Þórar- insson formaður nefndarinnar tjáði Mbl. að óskað væri eftir því að verkinu yrði lokið eigi síðar en 15. maí og var jarðhitadeild beðin að gera kostnaðaráætlun. Runólf- ur sagði hugmyndina að viðgerðin yrði á þann veg að raufinni yrði lokað með hverahrúðri og sett í hana rör svo hleypa mætti vatni úr skálinni til að fá fram gos. Utanríkisráduneytið treystir forræði sitt iríkisráðuneytið gaf í gær út reglugerð um skipulagsmál á varnarsvæðun- „Reglugerðin er sett til þess, að það liggi Ijóst fyrir, að utanríkisráðu- ið fer með þessi mál á varnarsvæðunum," sagði Hörður Helgason, neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, þegar Morgunblaðið spurði hann um it• knooarar rorfiiKtörAa r Vestmannaeyjar: Vinnuslys í ísfélaginu VINNUSLYS varð í frystiklefa í ís- félaginu í Vestmannaeyjum síðdegis í gær. Ungur maður á lyftara var að færa til bretti er fimm metra há kassastæða hrundi og lentu tugir freðfiskkassa á manninum. Hann slasaðist alvarlega að því að talið var, en er Morgunblaðið hafði síð- ast spurnir af var maðurinn enn í rannsókn á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. í 1. grein reglugerðarinnar segir, að utanríkisráðherra skipi fimm manna nefnd, sem fari með skipu- lags- og byggingarmál innan varn- arsvæðanna í samráði við varnar- máladeild. í nefndinni eiga sæti: húsameistari ríkisins, skipulags- stjóri ríkisins, flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar, maður til- nefndur af varnarmáladeild og formaður skipaður af utanríkis- ráðherra. Þá segir, að þessi nefnd skuli kallast bygginganefnd og eigi hún að fjalla um og álykta um öll skipu- lags- og byggingamál innan varn- arsvæðanna, bæði að því er varðar varnarliðið og aðra aðila. Varnar- máladeild á að leggja fyrir bygg- inganefndina upplýsingar um áform varnarliðsins í mannvirkja- gerð og upplýsingar um fyrirhug- aða staðsetningu bygginga og mannvirkja varnarliðsins. Aðrir aðilar eiga að senda erindi sín beint til nefndarinnar. I 4. grein reglugerðarinnar segir, að bygginganefndin skuli senda utanríkisráðherra álitsgerðir sínar, en ráðherrann hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum málum. Bygginganefndin á að gæta þess, að ákvæðum íslenskrar bygginga- og skipulagslöggjafar sé fylgt eftir því sem við á. Áður en hún afgreiðir mál, skal nefndin, ef um er að ræða mál, er varða skipulagsskyld svæði, sem liggja að varnarsvæðunum, ætíð hafa samráð við skipulags- stjórn ríkisins og forsvarsmenn þeirra sveitarfélaga, sem hlut geta átt að. Þá segir í 5. grein reglugerðar- innar, að hún sé sett samkvæmt heimild í lögum nr. 106 17. desemb- er 1954 um yfirstjórn mála á varn- arsvæðunum o. fl., sbr. auglýsingu um staðfestingu forseta Islands á reglugerð um stjórnarráð íslands nr. 96 31. desember 1969, sbr. I. kafla skipulagslaga nr. 19/ 1964. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu gaf Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, út reglur hinn 8. mars sl. fyrir samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum. I við- tali við blaðið í síðustu viku sagðist Ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra, hræddur um, að þær reglur væru markleysa. Athygli vekur, að í hinni nýju reglugerð utanríkisráðu- neytisins er hvergi minnst á sam- vinnunefnd félagsmálaráðherra, en hún var skipuð á svig við skipulags- stjórn ríkisins. Þvert á móti er í reglugerð utanríkisráðuneytisins mælt fyrir um beint samráð bygg- inganefndar við skipulagsstjórn ríkisins og forsvarsmenn þeirra sveitarfélaga, sem hlut eiga að máli. Athugasemd frá Páli Flygenring ráðuneytisstjóra Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá l’áli Flygenring, railunevtisstjora í iðn- aóarráðuneytinu: Blaðamaður Morgunblaðsins hringdi til mín sl. laugardag og spurði hvar hægt væri að ná í iðnaðarráðherra, Hjörleif Gutt- ormsson. í framhaldi af því vék hann að samningi milli Orku- stofnunar og Almennu verk- fræðistofunnar um rannsókn- arborun á Hólmsbergi. Spurði hann hvort algengt væri að ráð- herra gripi inn í samninga, sem Orkustofnun hefði gert. Eg kvað nei við því. Spurði hann þá hvort hér væri ekki um einsdæmi að ræða. Það orðalag vildi ég ekki fallast á þótt ég myndi að vísu ekki eftir að slíkt hefði skeð áð- ur. Það er því fráleitt að hafa það eftir mér í frétt á öftustu síðu Morgunblaðsins sl. sunnu- dag, að hér sé um einsdæmi að ræða og nota það í fyrirsögn á áberandi stað í blaðinu. Fyrir- sögn fréttarinnar og aðfaraorð eru því með þeim hætti að ekki verður við unað mótmælalaust. Þá er rétt að fram komi að „rifta samningi" kom ekki fyrir í samtalinu enda er hér aðeins gert ráð fyrir að um frestun á framkvæmd samnings sé að ræða. I’áll Flygenring Gunnar Thoroddsen um Helguvíkurmálið: „Ekki tímabært að ræða málið“ „ÉG TEL ekki tímabært og að það greiði ekki fyrir lausn mála að ræða málið á þessu stigi við Morg- unblaðið,” svaraði forsætisráð- herra, Gunnar Thoroddsen, spurn- ingum Mbl. í sambandi við Helgu- víkurmálið og ágreining innan rík- isstjórnarinnar vegna þess og ásakanir þær sem gengið hafa í milli ráðherra ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra var í fyrsta lagi spurður, hvort það væri ekki á verksviði forsætisráðherra að grípa í taumana, þegar ráðherr- ar ásaka hver annan um vald- níðslu eins og gerst hefur í Helguvíkurmálinu, og hvort hann muni þar grípa í taumana. Þá var hann einnig spurður álits á hvort ríkisstjórn hefði ekki verið búin í janúarmánuði sl. að taka ákvörðun um Helguvíkur- framkvæmdirnar. Forsætisráð- herra svaraði öllum spurningun- um á þá leið sem hér að framan greinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.