Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
Sverrir Hermannsson f vegamálaumræðu:
Ráðherra vefst tunga um höfuð
Framlag og lán Byggðasjóðs til vegaframkvæmda 1982
Sverrir Hermannsson (S) mælti í gær fyrir fnimvarpi sjálfstæðismanna til
breytingar á söluskattslögum, þess efnis, að á tímabilinu frá 1. raarz til 31.
desember 1982 skuli níu aurar af verði hvers benzínlítra, en það er sölu-
skatLshluti ríkissjóðs af síðustu benzinverðshækkun, renna til framkvæmda
( vegamálum á þessu ári. Sverrir minnti á hvorutveggja, máli sínu til stuðn-
ings: 1) að þrátt fyrir að erlendar verðhækkanir hafi verið notaðar í síaukn-
um mæli til fjáröflunar til ríkissjóðs hafi hlutur vegamála farið síminnkandi
í útsöluverði benzíns og 2) að 28 m.nýkr. skorti á til þess að fjármunir hafi
verið tryggðir til að standa við fyrirheit Alþingis um vegaframkvæmdir
samkvæmt vegaáætlun fyrir líðandi ár. Þetta frumvarp, ef samþykkt yrði, yki
vegaframkvæmdir ársins um 9 m.kr. Þá gerði Sverrir ennfremur grein fyrir
10 m.kr. fyrirhuguðu framlagi Byggðasjóðs til vegaframkvæmda 1982 og
líkum á 7 m.kr. lánveitingu að auki, ef rfkisstjórn féllist á þá tilhögun mála.
Gengid á hluta
vegaframkvæmda
Sverrir Hermannsson (S) sagði m.a.
að á árinu 1972 hefðu 50% af benzín-
verði runnið til vegaframkvæmda (í
vegasjóð) og 73% af heildarskatt-
heimtu í verðinu. Þetta hlutfall
vegaframkvæmda í verði og sköttun
benzínverðs hefði verið komið niður í
19% og 36% á árinu 1979, er Alþýðu-
bandalagiö átti samgönguráðherra
og Framsóknarfiokkur fjármálaráð-
herra.
Síðan gerði Sverrir grein fyrir
annarsvegar lofuðum vegafram-
kvæmdum 1982, samkvæmt vega-
áætlun, og hinsvegar tiltæku fjár-
magni. Þegar allt væri með reiknað
skorti 28 m.kr. (2,8 milljarða
g.króna) til að standa við vegaáætl-
un ársins, en að auki alla fjáröflun
til svokallaðra Ó-vega (en þar mun
m.a. átt við veg fyrir Ólafsfjarðar-
múla og Ólafsvíkurenni). Sverrir
taldi FÍB hafa verið verksmátt gagn-
vart þeirri þróun sem orðið hefði
annarsvegar í skattheimtu af um-
ferð en hinsvegar í ríkissjóðshluta
þessarar skattheimtu á kostnað
vegagerðar í landinu.
Endurskoðunar þörf
Steingrímur Hermannsson, sam-
Viðskiptajöfnuður 1981:
Óhagstæður um 1000 m.kr.
I SKÝKSLII utanríkisráðherra til Al-
þingis um utanríkismál kemur m.a.
frani að verðma-ti útflutnings 198] var
7% la-gra en árið áður, en verðmæti
innflutnings 14% hærra og vöruskipta-
jöfnuður óhagstæður um 196 m.kr. en
hafði verið hagstaður um 203 m.kr.
árið áður.
Verðmæti útflutningsbirgða jókst
um 253 m.kr. á móti 110 m.kr. árið
áður. Samkvæmt áætlun Seðlabanka
var þjónustujöfnuður óhagstæður
um 812 m.kr. en var óhagstæður um
639 m.kr. á sl. ári, en þessi aukning
stafar m.a. af hækkun vaxta á er-
lenuum lanum. Viðskipta-
jöfnuðurinn er því óhagstæður um
1000 m.kr. árið 1981, sem er nálægt
5% af þjóðarframleiðslu.
Sjávarafurðir vóru 78% af heild-
arútflutningi og vóru freðfiskflök,
eins og áður, stærsta útflutningsvar-
an.
Útflutningur iðnaðarvara var um
19%' af heildarútflutningi, en út-
flutningur á áli minnkaði nokkuð,
vegna sölutregðu, og söfnuðust
birgðir fyrir.
Útflutningu búvöru nam 4%. af
heildarútflutningi.
gönguráðherra, sagði sína skoðun og
hafa lengi verið, að endurskoðunar
væri þörf á söluskattheimtu af
benzínverði. Það ætti hinsvegar að
ná til verðhækkana á benzíni al-
mennt en ekki einstakrar hækkunar
eins og fælist í þessu frumvarpi.
Steingrímur sagði tölulega fram-
setningu Sverris rétta, en skýrði frá
því, að stjórn Framkvæmdastofnun-
ar hefði ákveðið 10 m.kr. framlag til
vegaframkvæmda, sem myndi að
hluta til ganga til Ó—vega.
Ráðherra sagði spár standa til
hálfrar til heillrar prósentu sam-
dráttar í þjóðarframleiöslu 1982 og
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
héldu vegaframkvæmdir sínum hlut.
Ráðgerður samdráttur þeirra væri
t.a.m. aðeins 3,6% á sama tíma sem
niðurskurður annarra framkvæmda-
þátta væri 6%. Hann sagði bundið
slitlag hafa verið lagt á 142 km. 1981
en áætlun 1982 næði til 155—160 km.
Dæmi ráðherfa gengur
ekkiupp
Sverrir Hermannsson (S) sagði fjár-
Skýrsla utanríkisráðherra:
Veiðiréttur Belga, Fær-
eyinga og Norðmanna
í skýrslu utanríkisráðherra um
utanríkismál segir svo um veiði-
rétt annarra þjóða við ísland:
Vamaröryggi Norðurlanda:
Gagnkvæmni í samn-
ingum og yfirlýsingum
í skýrslu utanríkisráðherra, Olafs
Jóhanncssonar, til Alþingis, um
utanríkismál, segir svo um
kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndum:
„Eitt er það mál, sem nokkuð
mikið hefur verið rætt á Norður-
löndum á undanförnu ári og veru-
lega snýr að öryggismálum ís-
lands. Þar á
ég við umræö-
urnar um
kjarnavopna-
laust svæði á
Norðurlönd-
um. Eg kýs að
fjalla um
þetta mál
fremur í þess-
um kafla en í
greinargerð minni um afvopnun-
armál, enda á umræðan varla
heima meðal afvopnunarmála svo
lengi sem hún beinist að Norður-
löndum eingöngu, þegar af þeirri
ástæðu að þar eru engin kjarna-
vo|»n í dag og því engin Kjarna-
vopn þar til að eyðileggja eða
flytja burtu.
í fyrirspurnartíma á Alþingi í
vetur gerði ég grein fyrir viðhorf-
um mínum til þessa máls og get
því verið fremur stuttorður nú.
Formlegur samningur um kjarna-
vopnalaust sva*ði á Norðurlönd-
um er aðeins hugsanlegur sem
hluti af samningi milli kjarna-
vopaveldanna um takmörkun
vígbúnaðar og afvopnun. Á sl.
sumri kom sú skoðun fram meðal
bandamanna okkar í Atlants-
hafsbandalaginu að yrði þessi
hugmynd tekin upp nú í tengslum
við nýhafnar viðræður Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna í Genf um
meðaldrægar eldflaugar í Evrópu
myndi hún geta flækt viðræðurn-
ar og tafið árangur af þeim. Á
hinn bóginn mætti vel hugsa sér
að umræður um þetta atriði
kæmu inn á síðara stigi viðræðna
eða jafnvel sem hluti af aðgerð-
um, sem ákveðnar kynnu að verða
þegar og ef að veruleika verður sú
tillaga, sem Frakkar upphaflega
settu fram, um að Madrid-ráð-
stefnan um öryggi og samvinnu í
Evrópu tæki ákvörðun um Af-
vopnunarráðstefnu Evrópu.
Hugmyndina um kjarnavopna-
laus svæði í Evrópu má vissulega
ræða nánar. Að því er norður-
hluta Evrópu varðar hlýtur þó að
vera alveg ljóst að ekki er unnt að
líta framhjá þeirri staðreynd að
kjarnavopn eru til staðar í stórum
stíl í næsta nágrenni við Norður-
lönd. Á það ekki síst við um víg-
hreiður Sovétríkjanna á Kola-
skaga og svo Eystrasaltið, eins og
kjarnavopnakafbátur Sovét-
manna, sem rak á fjörur Svía,
færði okkur áþreifanlega heim
sanninn um.
Það á við um ísland eins og
önnur Norðurlönd að þar eru eng-
in kjarnavopn og stefna stjórn-
valda er að slík vopn verði þar
ekki. Formlegur milliríkjasamn-
ingur varðandi þau málefni hlýt-
ur því eingöngu að koma til
greina í víðara samhengi, þar sem
fjallað eru um raunverulega
tryggingu þjóða Evrópu fyrir
auknu öryggi.“
„Hinn 10. júní 1981 voru gerð-
ar breytingar á samningi ís-
lands við Belgíu frá 1975 um
fiskveiðiheimildir við ísland. í
þeim fólst m.a. að eftirlit með
veiðum Belga var mjög hert,
veiðisvæði voru þrengd og lönd-
un á afla togaranna af ís-
landsmiðum var bönnuð utan
Belgíu. Frá 1. janúar 1982 er
árskvóti belgísku skipanna 4.400
lestir og hlutfall þorsks í heild-
arafla hvers skips í hverri veiði-
ferð má aldrei fara fram úr
25%.
Færeyingar hafa heimild til
veiða hér við land skv. samningi
frá 1976 með breytingum frá
1979 og 1981. Árskvóti af botn-
fiski er 17.000 lestir og þar af
má þorskafli ekki fara yfir 6.000
lestir. Á undanförnum árum
hefur auk þessa verið samið í
upphafi hvers árs um gagn-
kvæmar veiðiheimildir á kol-
munna, allt að 20.000 lestum, og
er um þessar mundir verið að
ganga frá endurnýjun sams kon-
ar veiðiheimilda fyrir árið 1982.
Loks hafa Norðmenn heimild
til línu- og handfæraveiða við
ísland, allt að 2.000 lestum, þó
þannig að þorskafli fari ekki
fram úr 300 lestum. Ennfremur
er nú ráðgert að semja um gagn-
kvæmar veiðiheimildir á kol-
munna við ísland og Noreg, allt
að 20.000 lestum á árinu 1982.“
máladæmi ráðherra ekki ganga upp.
Ráðherra hefði viðkurkennt þær
tölulegu upplýsingar réttar að 28
m.kr. skorti á framkvæmd vegaáætl-
unar 1982. Þó 10 m.kr. kæmu frá
Byggðasjóði væri enn vant 18 m.kr.,
eða tæpra tveggja milljarða g.króna.
Þetta væri mikið fé. Frumvarpið,
sem við sjálfstæðismenn flytjum nú,
lækkar fjárvöntunina um 9 m.kr., ef
samþykkt verður. Rætt hefur verið
um 7 m.kr. lán, auk framlags frá
Byggðasjóði. Þá fer nú að styttast í
að draga þessa herra í land! Það er
þvi von að ráðherra vefjist tunga um
höfuð þegar hann þumbast gegn
þessu frumvarpi. Honum ferst eins
og öðrum úrtöluráðherra, sem sífellt
notað orðtökin „í breiðara sam-
hengi" og „víðari merkingu" þegar
drepa á málum á dreif.
Ráðherra talaði enn um nauðsyn
endurskoðunar á söluskattálagningu
í benzínverði, en hér eins og víðar er
látið sitja við orðin ein.
Sókn í vegaframkvæmdum
Ragnar Arnalds, fjármálarádherra,
þakkaði Sverri samstarf um vega-
mál bæði fyrr og síðar. Þessi tillaga
sjálfstæðismanna væri hinsvegar
sýndartillaga og yfirboð. Búið væri
að ganga frá framlagi til vegamála í
fjárlögum og söluskattshluti ríkis-
sjóðs í benzínverði væri innan
ramma tekjuáætlunar fjárlaga, ef
mál væru skoðuð í „víðara sam-
hengi", þ.e. heildartekjuáætlunar-
dæmið. Ragnar sagði mikla sókn
hafa verið hafna í vegamálum 1979,
sem fyigt væri fast fram nú.
í grófum dráttum
Halldór Blöndal (S) spurði Ragnar
Arnalds, sem staðið hefði að vega-
áætlun 1971 sem samgönguráðherra,
hvort hann hefði siðan sem fjár-
málaráðherra staðið við fram-
kvæmdaloforð þessarar áætlunar.
Vill ráðherrann svara með jái eða
neii? (í grófum dráttum kallaði ráð-
herra fram i.) Samkvæmt upplýsing-
um Vegagerðar skortir fjórðu hverja
krónu til framkvæmda og fjórða
hvern metir á lofaða vegagerð, sagði
Halldór. Þannig standa ráðherrar
við framkvæmdaloforð „í grófum
dráttum" og „í víðara samhengi".
Stóra skrefid stigið
með samþykkt sl. þings
Sverrir Hermannsson (S) sagði
stóra skrefið í vegaáætlun hafa verið
stigið á sl. þingi, er fallizt var á
meginsjónarmið sjálfstæðismanna
um 12 ára áætlun á framkvæmda-
áætlun í vegamálum. Það hefði skort
sem við átti að eta 1979, þ.e. fjár-
mögnun framkvæmdanna. Þetta
frumvarp, til hliðar við framlög og
lánsfyrirgreiðslu Byggðasjóðs, væri
viðleitni til að tryggja fjármagn,
sem ráðherrum sæist oft yfir að
væri forsenda framkvæmda. Ef
ráðherrar vildu ekki fara þá leið,
sem frumvarpið vísaði, bæri þeim
skylda til að benda á aðra færari, en
á það skorti.
. í stuttu máli
• Samþykkt var sem lög frá
Alþingi breyting á Almanna-
tryggingalögum er varðar
lækkun á aldursákvæðum
varðandi ellilífeyri sjómanna,
ef ákveðnum fjölda starfsára á
sjó hefur verið skilað.
• Umræðu var haldið áfram
í efri deild um Sinfóníuhljóm-
sveit Islands en lauk ekki, þar
eð menntamálaráðherra hafði
óskað eftir að taka þátt í henni
en kom því ekki við að vera
viðstaddur þingdeildarfundinn.
• Guðmundur Karlsson (S)
sagði í efri deild í umræðu um
olíugjald til fiskiskipa, að í
hvert sinn sem sjávarútvegs-
ráðherra mælti fyrir breytingu
á tímabundnu olíugjaldi, sem
rokkað hafi upp og niður um
nokkur prósentustig, lýsi hann
yfir vilja til að breyta því eða
afnema í núverandi mynd.
Jafnoft höfum við lýst yfir
vilja til að samstarfs um það
efni, en því hefur ekki verið
sinnt. Við sjálfstæðismenn
munum ekki greiða atkvæði
gegn gjaldinu, 7% af aflaverð-
mæti, en sitja hjá við atkvæða-
greiðslu.
• Siggeir Björnsson (S) og
fjórir aðrir þingmenn Sunn-
lendinga hafa lagt fram tillögu
til þingsályktunar um fullnað-
arrannsókn á hafnargerð við
Dyrhólaey.
• Böðvar Bragason (F) hefur
lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um skipun nefndar
til að endurskoða mörk núgild-
andi lögsagnarumdæma.
Starfsskilyrði atvinnuveganna:
Forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu
Friðrik Sophusson og níu aðrir
þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa
lagt fram beiðni um skýrslu frá
forsætisráðherra um framkvæmd
jöfnunar á starfsskilyrðum at
vinnuveganna. Vísa þeir til 31.
greinar laga um þingsköp og setja
fram tilmæli um að forsætisráð-
herra flytji Alþingi skýrslu um
framkvæmd jöfnunar á starfsskil-
yrðum atvinnuvega.
Starfsskilyrðanefnd, sem
gerði samanburðarathugun á
starfsskiiyrðum atvinnuvega,
benti einróma á, að um umtals-
verða mismunun væri að ræða.
Þegar ríkisstjórnin efndi til
efnahagsráðstafana um áramót-
in 1980—81, segir í greinargerð,
var gefin út sérstök efnahags-
áætlun, þar sem segir í 13. grein:
„Hraðað verði samanburði á
starfsskilyrðum höfuðatvinnu-
veganna og þau samræmd.
Tryggt verði að starfsskilyrði
iðnaðarins verði ekki lakari en
annarra atvinnuvega."
Á sl. hausti skipaði ríkis-
stjórnin síðan embættismanna-
nefnd, sem vinna átti að fram-
kvæmd málsins.
I ljósi framgreinds virðist
tímabært að forsætisráðherra
flytji Alþingi skýrslu um fram-
kvæmd jöfnunar á starfsskilyrð-
um atvinnuveganna, þar sem tí-
undaðar verði þær aðgerðir sem
stjórnin hefur nú þegar efnt til
og ætlar sér að efna til á næst-
unni í þessu skyni.