Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 3 Stefnuskrárstefna — Frambjódendur SjálfsUedisflokksins tíó borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík héldu rád- stefnu í Borgarnesi um síðustu helgi. Var þar lögð síðasta hönd á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar í vor. Málefnanefndir höfðu unnið að undirbúningi og lágu fyrir drög frá þeim á ráðstefnunni. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar, borgarfulltrúa, sem tók þessa mynd af hluta þátttakenda á ráðstefnunni var þetta „gagnlegur og góður fundur". Samningar flestra lækna eru nú lausir SAMNINGAR flestra lækna eru nú lausir og hafa að undanförnu staðið yfir viðræður milli Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur og hinna ýmsu viðsemjenda þeirra. Hafa sumir læknar haft lausa samninga allt frá 1. nóvember 1979 og aðrir frá 1. mars sl. Sérfræðingar er starfa utan sjúkrahúsa og semja við Trygg- ingastofnun ríkisins og Sjúkra- samlag Reykjavíkur hafa sagt upp gildandi samningi frá 1. júlí nk. Hafa yfir 100 sérfræðingar sagt upp þeim samningi. Samn- ingar þeirra hafa verið lausir frá 1. nóv. 1979 og hafa þessir lækn- ar fengið vísitöluhækkanir á kaup þennan tíma en ekki grunn- kaupshækkanir. Viðræður standa yfir. Samningar sjúkrahúslækna voru lausir 1. mars sl. og er þar um heildarkjarasamning þeirra að ræða. Samningurinn er gerður var í júní sl. sumar var aðeins breyting á gildandi samningi. Viðræður LÍ og LR standa nú yf- ir við ríki og borg og er fundur í dag, þriðjudag. Þá hafa samningar heimilis- lækna verið lausir frá því í nóv- ember 1979 og hafa málsaðilar ræðst örlítið við. Eru það annars vegar heimilislæknar er starfa eftir svokölluðu númerakerfi, en mál þeirra hefur að nokkru verið í biðstöðu vegna breytinga sem nú er rætt um að gera á því kerfi. Hins vegar er um að ræða gjald- skrá lækna á heilsugæslustöðv- um, en laun þeirra lækna hafa tekið breytingum þennan tíma. Þá standa yfir viðræður við ýmsa aðra lækna, sem t.d. starfa við ýmsar stofnanir. V CITROÉN* GSA PALLAS — FRONSK FEGURÐ AÐ UTAN SEM INNAN Örfáum bílum óráðstafað á ótrúlega hagstæðu verði Kr. 127.000«—. Þetta er sama verö og viö sömdum um viö vérksmiðjuna í október 1981. • CITROÉN^ dregur ekki magann — Hin sjálfvirka hæöarstilling sér um sömu fjarlægð frá jöröu, óháö hleðslu auk þess þrjár hæðarstillingar. Ómetanlegt í snjó og ófærö. • Vökvafjöörunin (aöeins á CITROÉN^) skapar eiginleika og öryggi, sem enginn annar bíll getur boöiö upp á, t.d. þó hvellspringi á miklum hraöa er þaö hættulaust, enda má þá keyra bílinn á 3 hjólum. • Framhjóladrif eins og á öllum CITROÉN^-bílum síöan 1936. • Sænskar skýrslur sanna aö CITROÉN^ er einn af 4 endingarbestu bílum þar í landi. Komiö — Reynsluakið Sannfærist CITROÉN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.