Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Liverpool deildarbikarmeistari annað árið í röð Whelan jafnaði á elleftu stundu IJV'KKI’(K)L varð cnskur deildar bikarmeistari annað árið í röð, er liðið sigraði Tottenham 3—1 eftir framlengdan úrslitaleik á Wembley á laujrardaginn. Kins og íslenskir sjónvarpsáhorfendur gátu glöggt séð, var sigurinn ekki ósanngjarn þó framlengingu þyrfti til þess að útkljá leikinn. Tottenham náði forystunni í leiknum strax á 11. mínútu, Liver pool náði loks að jafna þremur mín- útum fyrir leikslok, því framlenging. Því miður misstu hinir íslensku áhorfendur af hinum örlagaríku lokamínútum leiksins, er Liverpool gerði út um leikinn, sjónvarpið hafði ekki afnot af gervitunglinu lengur og því urðu íslendingar að bíta í það gallsúra epli að glápa á skíðastökk meðan Liverpool bætti tveimur mörkum við og tryggi sér deildarbik- arinn. lletja Liverpool var öðrum fremur hinn 20 ára gamli Konnie Whelan. Þetta var aðeins önnur heimsókn hans til Wembley, í fyrra skiptið í fyrra og þá var hann áhorf- andi að leik Liverpool og West llam. Að þessu sinni klæddist hann Liver pool-peysu og skoraði tvívegis. Fyrra markið var hið dýrmæta jöfnunar- mark á 87. mínútu leiksins. Síðara markið skoraði hann í síðari hluta framlengingarinnar og gerði það mark að heita má út um leikinn. Liverpool hafði strax í upphafi leiksins talsverða yfirburði úti á vellinum. Glenn Hoddle og Mike Hazzard sáust varla á miðjunni og þó Osvaldo Ardiles gerði annað veifið góða hluti, þá var hann varla skugginn af því sem hann best getur. Framherjarnir Crook- es og Archibald supu nokkuð seið- ið af þessu og þriðji framherjinn, Tony Galvin varð snemma fyrir meiðslum og sást varla eftir það • Ken Dalglish lék stórt hlutverk hjá Liverpool. Hann skoraði ekki í Isiknum, en átti þátt í báðum mörkum Ronnie Whelan. þó hann léki með. Miðvallarlína Liverpool náði góðum tökum á því svæði og gerði það án þess að sýna sérstaka snilldartakta. Þó var það Tottenham sem náði forystunni snemma í leiknum nánar tiltekið á 11. mínútu leiksins. Steve Arci- bald náði þá að hemja erfiða sendingu frá Glenn Hoddle rétt fyrir utan vítateig, lék á Mark Lawrenson og skoraði síðan fram hjá úthlaupandi markverðinum sem verður ekki sakaður um eitt eða neitt. Vel gert hjá Archibald. Var nú á brattann að sækja fyrir Liverpool, en þrátt fyrir jafna og þunga sókn, var fátt um færi, því vörn Tottenham gaf á sér engin færi. Þó munaði litlu nærri miðj- um hálfleiknum, er Mike Hazzard missti knöttinn klaufalega frá sér inni í eigin vítateig. Dalglish náði knettinum og renndi honum til Ian Rush sem var frír á mark- teignum. En knötturinn rann á deildi og skrautlegi markvörður Liverpool. milli fótanna á Rush og allt rann út í sandinn. Besta færi Liverpool, ef fyrrgreint tækifæri er undan- skilið, átti Terry McDermott ein- um tíu mínútum síðar, er Ray Clemence varði meistaralega þrumuskot hans, að vísu úr frekar þröngu færi. Yfirburðir Liverpool úti á vell- inum jukust enn meira er leið á síðari hálfleikinn og sem sóknar- aðili var Tottenham hreinlega ekki með lang tímum saman. En Liverpool gekk sem fyrr illa að skapa sér færi. Um miðjan hálf- leikinn átti Iiðið þó hiklaust að fá víti eins og sjónvarpsáhorfendur gátu séð, er Paul Price ríghélt í Ken Dalglish sem var í þann mund að leika á hann við mark- teigshornið. Bæði liðin sendu inn varamenn sína um þessar mundir, Ricardo Villa kom inn á fyrir Hazzard og Dave Johnson tók stöðu Tery McDermott. Villa ger- breytti leiknum, enda leikmaður sem heldur knettinum afar vel og byfCg*r upp með löngum sending- um. Tottenham kom meira inn í dæmið við þessa breytingu og þeg- ar fimm mínútur voru til leiksloka munaði hársbreidd að Tottenham gerði út um leikinn. Bruce Grobbelaar varði þá fyrst meist- aralega þrumuskot Glenns Hoddle og er knötturinn hrökk út í víta- teiginn, kom Steve Archibald á fullri ferð og spyrnti í opið mark- ið. En á síðustu stundu kom Graeme Souness aðvífandi og bjargaði af marklínu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Liverpool, Whelan spyrnti viðstöðulaust að marki frá víta- teigslínu eftir fyrirgjöf frá hægri og Ray Clemence átti enga mögu- leika á því að verja. Það þurfti því að framlengja i 2x15 mínútur. Um einstefnu var að ræða í framlengingunni, leikmenn Tott- enham bersýnilega afar þreyttir, leikmenn Liverpool hins vegar fullir sjálfstrausts og eldmóði eft- ir hið síðbúna mark. Ekkert var þó skoraði í fyrri hálfleik framleng- ingarinnar, en sýnt, að Tottenham lagði nú alla áherslu á að halda út og knýja fram aukaleik, enda komin slagsíða á skip þeirra. En þeim varð ekki að ósk sinni, Osvaldo Ardiles missti knöttinn til Ken Dalglish á 6. mínútu síðari hálfleiks, Dalglish sendi knöttinn inn í teiginn til Ronnie Whelan og strákurinn ungi skoraði örugglega annað mark sitt og Liverpool. Þar með var öll mótstaða brotin á bak aftur og Liverpool bætti þriðja markinu við á síðustu sekúndun- um, er Ian Rush skoraði af stuttu færi. Efstu liðin léleg og töpuðu stigum á heimavöllum Á SAMA tíma og Tottenham og Liverpool áttust við á Wembley, voru margir leikir á dagskrá í I. deildarkeppninni. Þar bar hclst til 1. DEILD Soulhamplon 31 16 7 8 53 42 55 Swansca 9 16 5 8 43 34 53 Manchesler 1 Id. 27 14 H 5 40 20 50 Arsenal 2X 14 7 7 23 18 49 l.iverpool 27 14 6 7 51 24 48 Manchesler (’ily 30 13 9 8 43 22 48 Ipswich 20 13 2 9 47 37 47 Tollenham 24 11 1 6 12 23 46 Hrighion 2 II II 7 34 30 44 Nottingham For. 2ft II 9 N 30 32 42 KveMon 20 10 10 9 36 34 40 Wesl llam 2H 9 12 7 46 37 39 Aston \ illa 29 9 10 10 35 37 37 Nolls ( 'ounly 2H 9 7 12 41 42 34 Sioke ('ily 30 9 5 16 32 46 32 Wesl Kromwich 24 7 9 8 28 26 JÍ Hirminuham 27 6 9 12 38 43 27 lx*eds 26 7 6 13 21 39 27 ( ovenlry 29 6 7 16 36 52 25 W olverhamlpon 29 6 6 17 18 48 24 Sunderland 2X 5 7 16 20 41 22 Middleshrou(;h 2H 3 10 15 19 39 19 2. DEILD l.uton 27 17 7 3 53 25 58 Walford 2*4 15 8 6 50 32 53 Hlackhurn 31 14 9 8 39 27 51 Sheffield Wed. 31 14 8 9 41 37 50 Kolherham 30 15 4 II 44 34 49 ('harllon 31 12 10 9 44 41 46 Oldham 31 12 10 9 38 36 46 Newcastle 29 13 6 10 36 29 45 (Jueen’s l»ark K. 29 13 5 II 36 30 44 Harnslev 29 12 6 II 38 28 42 ('helsea 28 12 6 10 40 37 42 Ixicester 26 II 8 7 37 29 41 Norwich 29 12 4 13 38 41 40 ('amhridge 29 10 6 13 31 34 36 l)erhy ('ounly 30 9 7 14 41 56 34 Hollon 31 9 5 17 27 42 32 Shrewsbury 27 7 9 II 24 36 30 ('ryslal l'alace 25 8 5 12 18 24 29 Orienl 27 8 5 14 24 37 29 Wrexham 27 7 5 15 24 37 26 ( ardiff 29 7 5 17 25 41 26 (irimshy 25 4 10 II 26 41 22 tíðinda að tvö efstu liðin, Sout- hampton og Swansea, yrðu að gera sér marklaus jafnteli að góðu, þó að ba-ði liðin léku á heimavöllum. Hag- ur skugganna Man. Utd., Liverpool og fleiri liða vænkaðist því verulega, reyndar er staða Southampton á toppinum víðs fjarri því að vera sannfærandi. Kn lítum á úrslit leikja áður en lengra er haidið. Arsenal — Ipswirh 1—0 Aston Villa — Wolves 3—1 Birmingham — Stoke 2—1 Everton — Middlesbr. 2—0 N. Forest — Man. City 1 — 1 Southampton — WBA 0—0 Sunderland — Leeds 0—1 Swansea — Coventry 0—0 West Ham — N. County 1—0 Efsta liðiö Southampton lék sinn fjórða leik í röð án þess að merja sigur og var reyndar sjald- an náægt því að brjóta ísinn gegn WBA, sem lék mjög yfirvegaðan og sterkan varnarleik. A sama tíma var Swansea lúsheppið að tapa ekki fyrir Coventry sem átti meira skilið fyrir hlut sinn í leikn- um en eitt stig. Coventry var sterkara liðið og tvívegis átti til dæmis Steve Witton skot í mark- súlur Swansea-marksins. Undir lok leiksins hresstist lið Swansea dálítið, en Tony Sealy í marki Cov- entry, afgreiddi það sem á markið kom. A sama tíma tapaði Ispwich enn einum leiknum og þó liðið eigi enn ieiki til góða á efstu liðin virðist ekkert benda til þess að það blandi sér alvarlega í baráttuna, enda tapleikirnir orðnir níu talsins. Leikurinn gegn Arsenal var að sögn AP nokkuð fjörugur og er það nokkur nýlunda í vetur er Arsenal er annars vegar. Annars var það kornungur piltur, Stewart Robson að nafni, sem skoraði sig- urmark Arsenal á 18. mínútu leiksins. Ipswich fékk nóg af fær- um í leiknum, en þeim var öllum sóað. Ef litið er á aðra leiki, þá nældu Leeds og Birmingham í dýrmæt stig í fallbaráttunni. Leeds sótti Sundarland heim og sigraði í leiknum með eina marki leiksins. Það skoraði enginn annar en gamla kempan Frank Worthing- ton, sem liðið fékk nýlega að láni frá Birmingham. Worthington skoraði markið beint úr auka- spyrnu í fyrri hálfleik. Á sama tíma sigraði gamla lið Worthing- tons, Birmingham, lið Stoke á heimavelli sínum og hefur því ekki munað mikið um þann gamla. Al- an Curbishley og Phil Hawker komu Birmingham í 2—0 og hafði liðið mikla yfirburði framan af. Undir lokin slakaði liðið hins veg- ar á, Lee Chapman minnkaði mun- inn og litlu munaði síðan að Stoke jafnaði metin, en svo fór þó ekki. Ásamt Sunderland steyptust Middlesbrough og Wolverhamp- ton í enn meiri og verri fallhættu er þau töpuðu leikjum sínum um helgina. Úlfarnir sóttu Aston Villa heim og náðu forystunni með glæsimarki Wayn Clarke í fyrri hálfleik. Terry Donovan og Tony Morley svöruðu fyrir Villa fyrir hlé og Garry Shaw innsiglaði sig- urinn með marki á síðustu mínút- unum. Boro skrapp hins vegar til Liverpool og tapaði 0—2 fyrir Ev- erton. Heimaliðið hafði ekki skor- að mark í fjór.um síðustu leikjum sínum, en var ekki í vandræðum gegn slöku liði Boro. Mark Higg- • Steve Archibeld ekoraöi glæsilegt mark atrax á 11. mínútu ins skoraði fyrst með skalla i fyrri hálfleik og Graeme Sharp bætti öðru marki við í síðari hálfleik. Nottingham Forest jafnaði á elleftu stundu gegn Man. City, Kevin Reeves braut á Vib Anders- on innan teigs á 84. mínútu og Peter Ward skoraði úr vítinu. Áð- ur hafði City náð forystunni á 44. mínútu með marki Tommy Caton, sem lék þarna sinn 100. ieik fyrir City. Það var hart barist, bókstaf- lega, er West Ham sigraði N. County naumlega. Þetta var ekki skondinn dagur fyrir NC-leik- manninn Ian McCulloch. Hann felldi fyrst Alan Devonshire innan teigs þannig að Ray Stewart gat skorað fyrir West Ham úr víti, hann var síðan rekinn út af fyrir að fella annan leikmann West Ham og hófust þá talsverð slagsmál, bæði meðal leikmanna og áhorfenda. Lítt skemmtilegur leikur á Upton Park að þessu sinni. 2. deild: Blackburn 2 (Stonehouse, Garner) '— Grimsby 0 Sagt efftir leikinn London. AP. Ronnie Whelan: „Mér fannst það stórkostlegt þegar ég slapp í aðaliið Liverpool í haust, en að skora tvívegis í fyrsta leik sínum á Wembley, í svona leik, er nokkuð sem alla knattspyrnumenn dreymir um.“ Bob Paisley, framkvæmda- stjóri Liverpooi: „Þetta var góður lcikur að mínu mati, en það hefði ekki verið sanngjarnt ef við hefðum tapað miðað við gang leiksins. Þó mátti engu muna að svo færi.“ Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham: „Það var átakanlegt að tapa þegar sigurinn blasti við. Kg hélt að þetta yrði okkar dagur, en leikmenn Liverpool eru ótrúlcga seigir að bjarga sér með mörkum á elleftu stundu. I»eir voru síðan miklu betri í framlengingunni og ég óskaði þess þá einungis að mínir menn myndu halda út svo við gætum mætt þeim aftur í auka- leik.“ Cambridge 2 (Gibbins, O’Neil — Bolton 1 (Henry) Derby 4 (Buckley, Skivington, Wilson 2) — Cr. Palace 1 (McAlle sj.m.) Leicester 3 (Lynex, Young, Mel- rose) — QPR 2 (Currie, Stainrod) Norwich 4 (O’Neil, Watson, Dee- han, Bertchin) — Watford 2 (Barnes, Taylor) Oldham 0 - Sheffield W. 3 (Pear- son, Megson, Bannister) Rotherham 0 — Newcastle 0 Shrewsbury 1 (Dungworth) — Cardiff 1 (Bennett)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.