Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 27 Ungir og efnilegir afreksmenn í íþróttum Þeir vinna flesta sína leiki með 10 marka mun 5. flokkur KR í handbolta hefur veriö mjög atkvæða- mikill upp á síðkastiö, íslandsmeistarar í fyrra, unnu Fylki í úrslitaleik í Reykjavíkurmótinu 12—4, og þegar tvær umferðir höfðu verið leiknar í riðlinum voru þeir þegar orðnir öruggir í úrslit. Markatala þeirra er hreint stórkostleg, þeir hafa um 100 mörk í plús. Þjálfari þeirra er Ragnar Hermannsson meistaraflokksmaður hjá KR. Hefur hann náð sérdeilis frábærum árangri með strák- ana, og er án efa mikið honum að þakka hin frábæra frammistaða strákanna. Blaðamaður Mbl. gerði sér því ferð vestur í KR-hús til að líta á og rabba við þessi ungu efni. Teknir voru tali þeir Þorsieinn fyrirliði Guöjónsson, Gunnar Gíslason og Heimir Guðjónsson. f -; • Strákarnir í 5. flokki KR í handknattleik sem gera þaö svo gott í íslandsmótinu í ár. Liöiö er jafnframt íslandsmeistari frá því í fyrra og Reykjavíkurmeistari. • Gunnar, Þorsteinn og Heimir. Þeir eru mjög efnilegir handknatt- leiksmenn. Þorsteinn, hvað hefurðu æft handbolta lengi? Ég hef æft í tvö ár, eða síðan ég var 10 ára. Hvað æfið þið oft í viku? Við æfum svona frá 2—3 sinnum í viku eftir því hvort það sé stutt í keppni eða ekki. Býrðu hér í nágrenninu? Nei, ég bý úti á Nesi, en ég bjó hér í nágrenninu eins og flestir gera. Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila á miðjunni. Þið vinnið flesta ykkar leiki með 10 marka mun, hvað skorar þú mörg mörk í leik? Það er svo misjafnt, ætli það séu ekki svona 4—6 mörk í leik. Nú ert þú fyrirliði, er það ekki mikil ábyrgð- arstaða? Nei, nei, ekki svo mikil- vægt, en annars er ég næstum vanur að vera fyrirliði, því ég var fyrirliði í fyrra þegar við urðum Islandsmeistarar, og svo var ég líka fyrirliði í fótboltanum sein- asta sumar. Hvað eru margir eftir í 5. flokki sem voru í liðinu í fyrra? Það eru bara tveir, ég og Heimir. Hvernig er þjálfarinn? Hann er alveg frábær, án hans værum við ekki svona ofarlega. Telurðu ykkur vera góða í sókn eða í vörn eða eruð þið með svo góðan markmann? Bara allt, við erum sterkir í vörn og svo höfum við tvo góða markmenn. En Þor- steinn, hvaða lið finnst þér best í deildinni, og hvaða menn finnst þér bestir? Það er ekkert vafamál, það eru KR og Víkingur, og svo eru það Þorbergur Aðalsteinsson og Alfreð Gíslason. Og að lokum, verðið þið ofarlega í Islandsmót- inu? Við verðum allavega í verð- launasæti. Gunnar, hvað ertu gamall? Ég er nýorðinn 13 ára. Hvar býrðu? Ég bý úti á Nesi. Hvað hefur þú æft handbolta lengi? Ég hef æft í tvö ár og þá bæði árin með Gróttu, en ég gekk í KR í haust. Af hverju skiptirðu um félag og af hverju fórstu í KR? Það var bara miklu meira gert fyrir KR-strákana en okkur, svo er styst í KR. Hvað spilarðu? Ég spila vinstri bakk. Hvað skorar þú mörg mörk í leik? Svona um 4 mörk í leik. Hvernig finnst þér þjálfarinn? Hann er al- veg frábær, hann hefur náð okkur svo vel saman. Ertu í einhverju örðu en handbolta? Já, ég er í fótbolta á sumrin. Hvað ganga margir upp í 4. flokk næsta ár sem eru í liðinu núna? Það ganga ailir • Þorsteinn fyrirliöi skorar svona 4 til 6 mörk í hverjum leik. Ljótm. Karl Ingason upp nema einn. Er Þorsteinn góð- ur fyrirliði? Já, já, hann er ágæt- ur, hann stjórnar svolítið. Hvaða lið er best í fyrstu deild og hverjir eru bestir þar? Það eru KR og Víkingur og svo eru það Kristján Arason og Alfreð Gíslason. Stefn- irðu á að verða atvinnumaður í handbolta? Nei, frekar stefni ég á atvinnumennsku í fótbolta ef eitthvað er. Og að lokum, hverjir verða Islandsmeistarar í 5. flokki? Pottþétt við. Heimir, hvað ertu gamall? Ég er 12 ára. Hvar býrðu? Ég bý hér í KR-hverfinu, eða úti á Neshaga. Hefurðu æft lengi? Ég hef æft í 2 ár, alltaf með KR. Þú varst í liðinu í fyrra, skoraðir þú eitthvað af mörkum þá? Já, ég skoraði akkúr- at 81 mark. Hvað spilar þú? Ég spila hægri bakk, við erum þrír fyrir utan, ég, Þorsteinn og Gunn- ar. Hvernig finnst þér þjálfarinn? ; Hann er mjög góður, enda hefur hann alveg reddað þessu hjá ' okkur. Gerir þú eitthvað annað en að spila handbolta? Já, ég er í fótbolta á sumrin. En Heimir, hvaða lið er best í deildinni og hvaða menn eru bestir? Bestu lið- in eru alveg tvímælalaust KR og Víkingur, og bræðurnir Gunnar og Aifreð Gíslasynir eru bestir. Eftir hverju ferðu þegar þú segir að þeir séu bestir? Bara! Þeir skora mikið af mörkum og svo eru þeir báðir í landsliðinu. Hvernig heldur þú að ykkur muni ganga í Islandsmót- inu? Við verðum örugglega mjög ofarlega. igi ÍSÍ berst merkileg gjöf í tilefni 70 ára afmælis íþrótta- sambands íslands 28. janúar sl., færði frú Sigríður Sigurjónsdóttir ÍSÍ merkilega gjöf. Er hér um silfur skjöld að ræða, sem föður hennar, Sigurjóni Péturssyni, verksmiðjueig- anda að Alafossi, hafði verið gefinn 1919, en þá hafði Sigurjón verið ósigrandi í glímu frá 1910 og glímu- kóngur íslands í öll þessi ár. Skjöld- urinn er gerður úr sterlingsilfri og er eftirmynd af skildi þeim, sem prýðir „Grettisbeltið" svonefnda, en það eru verðlaun, farandgripur, sem glímukóngur íslands hlýtur hverju sinni og fyrst var keppt um 1906. Við afhendingu gjafarinnar voru frú Sigríði færðar sérstakar þakkir af forseta ÍSÍ, Sveini Björnssyni, og framkvæmdastjórninni. I árbók íþróttamanna árið 1951 ritaði Kjartan Bergmann Guðjóns- son, skjalavörður Alþingis, um nokkra glímukappa og m.a. eftirfar andi um Sigurjón Pétursson glímu- kappa íslands 1910—1919. fíprotllrl „Eftir hina frægu Þingvalla- glímu 1907, þar sem Sigurjón Pét- ursson, þá aðeins 19 ára gamall, vakti á sér mjög mikla athygli, hófst raunverulega frægðarferilí hans sem glímumanns, þar sem glíma þessi var svo mjög umtöluð í þá daga vegna þeirrar miklu keppni, er var á milli norðan- og sunnanmanna. Árið eftir var Sigurjón Péturs- son einn af sjö glímumönnum, sem þátt tóku í Olympíuförinni til Lundúna, og sumarið 1909 fór hann ásamt Guðmundi A. Stef- ánssyni norður til Akureyrar á ís- landsglímuna. í þeirri glímu sigr- aði Guðmundur Stefánsson, en Sigurjón gekk næstur honum. Þótti þetta ein hin mesta frægð- arför. Næsta vor var svo Islandsglím- an háð í Reykjavík í fyrsta skipti. Fór þá Sigurjón með sigur af hólmi. Hélt hann Grettisbeltinu og glímukappatitlinum þar til árið 1919, en árin 1915-1918 féll keppni niður. Á þessu timabili var Sigurjón talinn ósigrandi. Ármannskjöldinn vann Sigurjón fyrst árið 1910 og samfleytt í 6 ár í röð og tvo Ármannsskildi til eignar. Árið 1912 tók Sigurjón í annað sinn þátt í Ólympíuleikun- um, sem þá fóru fram í Stokk- hólmi. Auk ísl. glímunnar tók hann þátt í grísk-rómverskri glímu og stóð þar mjög framar- lega. Helstu brögð Sigurjóns voru: klofbragð, sniðglíma á lofti og krækja. Um íþróttaferil Sigurjóns væri vissulega ástæða til að skrifa langt mál, því þó hann sé sérstak- lega frægur sem glímumaður, þá var hann og frábær íþróttamaður í mörgum íþróttagreinum, svo sem skautaíþrótt, frjálsum íþróttum, róðri og sundmaður var hann góð- ur og forystumaður um sund- mennt. Ber íþróttaskóli hans á Álafossi því bezt vitni. Sigurjón var einn af aðalhvatamönnum að stofnun íþróttasambands ís- lands." Þess skal að lokum getið, að framkvæmdastjórn ÍSI hefur komið upp vísi að Minjasafni ÍÞróttasambands íslands. Eru þar geymdir margir gamlir verðlauna- gripir og gjafir. Einnig eru í því ýmsir gripir, sem voru í eigu Benedikts G. Waage fyrrum for- seta ISI. Allir gripir í safninu verða skráðir sérstaklega og kom- ið fyrir í skápum í húsakynnum ÍSÍ. • Hinn fagri skjöldur Mm frú Sigriöur fsarði ÍSf að gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.