Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 i yfirleitt í stórborgum ytra og hann gerði það um margt áður en kirkjan kom, þvi að opna svæðið þar bauð upp á dýrlegt útsýni á sumarkvöld- um er margir nýttu sér og þá ekki síst erlendir gestir. Nú er búið að loka þessu upphafna útsýni með jarðtengdri kirkju, sem er í hróp- andi ósamræmi við umhverfið og holtið. Hér hefði jafnvel mátt grafa og sprengja kirkjuna inn í holtið og skal vísað til þess, að ein fegursta og frægasta kirkja Helsingforsborgar, er sprengd inn í klöpp í miðri borg- inni. Það skiptir ekki máli hvort kirkja sé ofan jarðar eða neðan sé andrúmið upphafið og guðdómurinn borinn fram af eldmóði. Vísa vil ég einnig til þess, að til að rýma fyrir byggð í holtinu hefur Náttúruverndarráð gert undantekn- ingu á settum reglum um afstöðu náttúruverndarsvæða ef stefnt er að því að viðhalda sem mestri fjöl- breytni ósnortinnar náttúru. Hér er um að ræða gamalt fjöruborð þakið sérkennilegum gróðri og ísaldar- klöppum. Illar tungur vilja meina að allt þetta verði komið undir bílastæði fyrr en varir þvi að auðvitað þarf kirkjan fjölda bílastæða, eða álíta menn að íslendingar leggi á sig að ganga spottakorn til að þjóna Guði sínum á tyllidögum? Spyrja má einnig hvort það sé af trúarlegum ástæðum sem menn byggja háhýsi á hæðum en flathýsi á flötum? Merkileg árátta það. — Það mátti sjá svo margt hrifmikið og athyglisvert í hug- myndum Þórðar Ben. Sveinssonar á sýningu hans að Kjarvalsstöðum í haust. Hún var hugsuð sem innlegg i umræðu um framtíðarskipulag borgarinnar og var alls ekki óframkvæmanleg draumsýn. Dregið saman í hnotskurn má' telja að þétting byggðar sé vel fram- kvæmanleg án þess að við þessum þrem svæðum verði hróflað, — hækka má hús, rífa kvisti, stækka og nýta betur eldri svæði. Allt ann- að ber vott um skammsýni og vilji menn marka sér nafn í söguna, sem víðsýnir umbótamenn um umhverfi og fegurð, er það vænlegra allri húsavernd að falla frá öllum fyrri hugmyndum um að fylla upp í opin, áður skipulögð og jafnvel friðuð svæði. Bæjarstjórn ísafjardar skorar á ríkisstjórn: Hrint verdi í fram- kvæmd áformum um jöfnun orkuverðs Á FÞNDI bæjarstjórnar ísafjarðar í síd- ustu viku var samþykkt eftirfarandi ályktun um orkumái og fylgir henni einnig greinargerð: Bæjarstjórn ísafjarðar vill benda hæstvirtri ríkisstjórn á, að skipuleg nýting innlendra orkugjafa á hóflegu verði er forsenda fyrir bættum lífs- kjörum í landinu. Því skorar bæjar- stjórn ísafjarðar á ríkisstjórn íslands að hrinda í framkvæmd áætlunum um uppbyggingu innlendra orkugjafa þannig að allir landsmenn geti átt kost á nýtingu þeirra. Jafnframt skor- ar bæjarastjórn ísafjarðar á núver- andi stjórnvöld að hrinda í fram- kvæmd samþykktum áformum sínum um jöfnun orkuverðs um land allt. Bæjarstjórn ísafjarðar lítur svo á, að jöfnun orkuverðs sé forsenda fyrir jafnri búsetu í þessu landi og það verði að teljast eðlilegt réttlæti að jöfnun orkuverðs nái fram að ganga sem allra fyrst. Greinargerð Framangreind ályktun er fram komin vegna þess uggvænlega ástands sem nú ríkir í orkumálum þessa landshluta. Bæjarstjórn ísafjarðar vill vara við þeirri stefnu í verðlagningu orku til almennra nota er ríkir nú á þessu svæði og þeim afleiðingum sem það fyrirsjáanlega mun hafa á búsetu- þróun svæðisins. Með fyrirheiti núver- andi stjórnvalda í stjórnarsáttamála, vöknuðu vonir manna um að tekist yrði skelegglega á þessu mikilvæga máli. Þær vonir hafa brugðist veru- lega til þessa. Bæjarstjórn ísafjarðar vill nú vekja athygli hæstvirtrar ríkis- stjórnar á þeim mikla vanda sem sveitarstjórnir og allur almenningur hér á Vestfjörðum stendur frammi fyrir í þessum efnum. Nýr Mazda 929 þáttaskil í hönnun lúxusbíla. Af hverju ? Stílhrein innrétting Að innan er Mazda 929 bæði rúmgóður og þægi- legur og sker sig frá öðrum bílum í sama stærðar- flokki. Öll innréttingin er stílhrein og án skarpra brúna. Auk þess að auka þægindi, þá eykur slíkt öryggi farþega og ökumanns. ÖII sæti í bílnum eru klædd vönduðu tauáklæði, klæðning á hurðum, lofti og sætum er í samræmdum litum, til að gleðja augað og gætt er samræmis við liti á bílnum að utan. Að innan er Mazda 929 einn hljóðlátasti bíllinn í sínum stærðarflokki. Þykk hljóðeinangrun er notuð bæði í gólf og milli vélar og farþegarýmis til að billinn verði sem hljóðlátastur. Hljóð inni í bílnum mælist aðeins 64.5 decibel á 80 km. hraða. Innilýsingin er með tímarofa, þannig að ljós logar í nokkrar sekúndur eftir að hurðum er lokað meðan farþegar koma sér fyrir og öku- maður ræsir bifreiðina. Þægindi Er þú sest undir stýri, þá finnur þú strax hve öku- mannssætið er þægilegt. Það er stillanlegt á 8 mis- munandi vegu, og þvi auðvelt að stilla það þannig að það henti hverjum og einum án tillits til stærðar eða líkamsbyggingar. Höfuðpúðinn er þar að auki stillanlegur á 4 vegu, upp og niður og fram og aftur. Sætisbak ökumanns í LTD gerðum er tvískipt og hvor hluti stillanlegur fyrir sig. Sætissetan er stillanleg upp og niður að framan og hægt er að færa allt sætið upp og niður. Sérstök still- ing er í sætisbakinu fyrir stuðning við mjóhrygg. Allt sætið er svo auðvitað færanlegt fram og aftur, þannig að jafnvel þeir leggjalengstu hafa nóg fótarými. Farþegar í aftursæti taka lika strax eftir hve þægilegt sæti er. Það er lika læknis- fræðilega hannað, þannig að fólk þreytist síður, jafn- vel eftir margra klukku- stunda akstur. Vel útbúið mælaborð Mælaborðið í Mazda 929 er taugamiðstöð bílsins. Öll stjórntæki eru rétt staðsett og flestir rofar eru veltirofar, sem eru neðar- lega á mælaborði og í góðu sjónmáli ökumanns. Allir mælar eru með sjálf- lýsandi vísum og með still- anlegri lýsingu, þannig að ökumaðurinn les auðveld- lega á þá eftir að skyggja tekur. Nákvæm tölvu- klukka er í öllum gerðum. Auk venjulegra viðvör- unarljósa eru sérstök ör- yggisljós, sem gefa öku- manni til kynna nokkur atriði sem varða öryggi: hvort lítið bensín sé á bíln- um, hvort vanti vatn á raf- geymi, eða rúðusprautu, hvort bílbelti hafi ekki verið spennt, hurðir falli ekki vel að stöfum og hvort farangursgeymslan sé opin. Allt er því gert til að tryggja að ökumanninum verði aksturinn sem auðveldastur, öllum stjórn- tækjum og mælum er þannig fyrir komið að hann þurfi aldrei að teygja sig eða taka augun af veg- inum. Útlitshönnun Allir geta verið sammála um að Mazda 929 er falleg- ur bíll. En útlitshönnun bílsins þjónar einnig frekari tilgangi en bara að gera bílinn fallegan. Lág vélarhlíf, sléttur ljósa- búnaður, grannir glugga- póstar, ávalur fram högg- deyfír sem virkar eins og vindkljúfur og margt fleira orsakar að Mazda 929 hefur sérlega lágt loftmót- stöðuhlutfall, eða aðeins 0.39 Q. Þetta er eitt lægsta hlutfall, sem þekkist meðal fólksbíla af þessari stærð. Það veldur því, að Mazda 929 verður stöðugri í akstri og einnig minnkar bensín- eyðslan verulega. Stórir gluggar og grannir gluggapóstar auka öryggi, þvi ökumaðurinn hefur óhindrað útsýni til allra átta. Fyrst og fremst er Mazda 929 hannaður með það í huga að verða góður fjöl- skyldubíll. Rúmgott og þægilegt farþegarými, með margvíslegum búnaði, sem eykur þægindi og ánægju, er einmitt það sem gerir hann frábæran sem slikan. Mest seldi bíllinn á íslandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.