Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 16.03.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Angóraull hlýjar öllum Eftir dr. Karl Korts- son héraðsdýralœkni á Hellu Um árabil hef ég verið að benda leiðandi mönnum á það, hversu gagnlegt það gæti verið fyrir bændur, garðyrkjumenn og fleiri hér á landi að rækta angórakan- ínur, er legðu til ull, sem blanda mætti í íslensku ullina og fram- leiða síðan úr henni verðmætari vöru en ella. Landsmenn sýndu þessu máli þegar mikinn áhuga, en allar framkvæmdir drógust þó á langinn að vonum. Fyrir ári síðan eða 7. febrúar 1981, var þó stofnað félag áhuga- manna um angórakanínurækt. Formaður þess var kjörinn Hlöð- ver Diðriksson, bóndi í Litlu- Hildisey, en hann hafði sýnt þessu máli mikinn áhuga og kynnt sér það rækilega. Dagana 8.—19. júní í fyrra tóku fimm ís- lenskir bændur, auk túlks, þátt í námskeiði um kanínurækt í Ags- borg í Þýskalandi. Lærðu þeir þar undirstöðuatriði varðandi þessa búgrein, svo sem um fóðrun, með- ferð, afurðaeiginleika og fleira hjá þessum dýrum. Skulu þeim ís- l)r. Karl Kortsson „En angóraull hefur einn ókost. Hár úr henni gætu loðað við aðrar flíkur. Eiginkonan finnur því stundum peysuhár annarra kvenna á fötum manns síns. Slíkt ber að var- ast.“ landsvinunum, Herbert Dau og Erich Hartinger hér með færðar einlægar þakkir fyrir góða hand- leiðslu og dýrmæta aðstoð við að koma þessu í kring. Hinn 29. september 1981 komu svo fyrstu 38 angórakanínur til landsins, sem upphaf þeirrar ræktunar hér meðal okkar. Við innkaup og innflutning dýr- anna voru íslensku bændunum settir hinir ströngustu skilmálar af hálfu dr. Páls A. Pálssonar, yf- irdýralæknis og landbúnaðar- ráðuneytisins. Var það gert í því skyni að koma í veg fyrir að dýra- sjúkdómar bærust með þeim hingað. Fyrst eftir að dýrin höfðu verið í fimm mánuði í sóttkví, á Kjóastöðum í Biskupstungum, var leyft að flytja þau á þá staði, þar sem þau eiga að vera til frambúð- ar. Eiginleika hins langa og silki- mjúka hárs hafa ýmis húsdýr, svo sem kettir, sauðfé, geitur og einn- ig kanínur. Þessi hárgerð nefnist angóra og heitir svo eftir fornu nafni hinnar tyrknesku höfuborg- ar Ankara í Litlu-Asíu. Angórakanínur eru rúnar fjór- um sinnum á ári og mesti afrakst- ur af kvendýri er um 1700 grömm af ullarhárum. Þessi hár eru 5 til 7 cm löng og eiga að vera fínlega liðuð. Þessi ágæta ull er unnin í ullarverksmiðju, kembd og spunn- in saman við ullar- og gerviefnis- þræði. Nærfatnaður úr slíku efni, (þ.e. 50% angóraull, 30% togull og 20% ' polyamid) kostar um 100 þýsk mörk, en peysur og tísku- klæðnaður talsvert meira. Eftirspurn eftir angóraprjóna- vörum er afar mikil og þrátt fyrir hátt verð hafa þeir sem framleiða og versia með þessa vöru aldrei undan og má segja að ullin sé bókstaflega rifin út, þar sem hana er að finna, og vegna þessarar miklu eftirspurnar og takmark- aðs framboðs má segja að nýtt verð sé sett á angóraull á hverjum degi. Fyrir einu ári kostuðu 20 grömm af angóraull 9 mörk, en sama magn í dag er selt á 15 mörk. A ullarvörusýningunni „Pitti Filati" í Flórens reyndu verzlun- armenn að yfirbjóða hvern annan og þar voru t.d. gerðir kaupsamn- ingar á þessum vettvangi tíu ár fram í tímann. Japanir eru mjög áhugasamir í þessum viðskiptum, en einnig hafa Frakkar komið með í kapp- hlaupið, því að þeir hafa langa reynslu í þessum viðskiptum og í framleiðslu angóraullarinnar. Um 90% heimsframleiðslu angóraull- ar af kanínum kemur frá Kín- verska alþýðulýðveldinu. Þýska prjónastofan Medima í Maulburg kaupir t.d. mánaðarlega 40 þús- und kíló angóraullar frá Kínverj- um. Ég vil að lokum óska íslenskum kanínuræktarbændum allra heilla. Veit ég, að þessi nýja bú- grein á mikla framtíð fyrir sér og mörgum á þessi mjúka ull eftir að hlýja meðal okkar. En angóraull hefur einn ókost. Hár úr henni gætu loðað við aðrar flíkur. Eiginkonan finnur því stundum peysuhár annarra kvenna á fötum manns síns. Slíkt ber að varast. Athaftiamaðurinn og stjórnmálaaflið „Ekki er fráleitt ad halda því fram, að athafnamenn eins og Ingólf- ur í Útsýn og Pálmi í Hagkaupum hafi með athöfnum sínum veitt almenningi betri kjarabætur en hagsmunastreita áratuga verka- lýðsbaráttu.“ Fridrik Fridriks- son skrifar frá Bandaríkjunum Þær þjóðir sem búa við frjálst þjóðskipulag búa einnig við frjálst efnahagskerfi, að meira eða minna leyti. Þrátt fyrir svipuð efnahagskerfi, þá fer ekki á milli mála að almenningur mismunandi landa hefur ólík viðhorf til frjáls markaðskerfis, þar sem í einu landi er ekki deilt um mikilvægi frjáls viðskiptalífs en í öðru er hart deilt. Það er t.a.m. augljós viðhorfsmunur til markaðskerfis- ins í Bandaríkjunum eða á Islandi, þar sem í Bandaríkjunum hefur hefð frjálsræðis þróast á meira en 200 árum, jafnt í efnahagsmálum og á öðrum sviðum, en á íslandi hafa mál þróast á annan veg. Ekki er dregið í efa, að nær einhugur ríkir um gildi frjáls þjóðskipulags, í víðustu merkingu, þótt skoðanir séu skiptari um hversu stórt hlut- verk hinn frjálsi markaður á að skipa. Meginefni þessarar greinar er ekki útlistun á því hvers vegna slíkur viðhorfsmunur verður til, heldur að sýna fram á, að almenn- ingur hefur hag af því að menn hafi sem mest frjálsræði til at- hafna. Reynslusaga Islendinga á þess- ari öld er öðru fremur saga verð- lagshafta og ríkisafskipta, þannig að núlifandi Islendingar hafa alist upp við þann veruleika að ríkið hefur haft umsjón með ýmsum málaflokkum, sem víða í ná- grannalöndum okkar eru í hönd- um einstaklinga. Meðal annars vegna þessarar reynslu hefur deil- an um frjálsa viðskiptahætti orðið háværari en ella og þeir sem takmarka vilja frelsið hafa fundið jarðveg fyrir skoðanir sínar. Enda þótt segja megi, að aðeins einn íslenskur stjórnmálaflokkur hafi það á stefnuskrá sinni að líkja athafnamönnum við blóðsug- ur og kalla þá milliliði og brask- ara, þá má heyra ókvæðisorð sem þessi á vörum fleiri en stuðn- ingsmanna þessa stjórnmála- flokks. Þegar stjórnmálaaflið út- hrópar „milliliðagróða", þá er átt við innflytjendur og heildsala, braskarar eru umsvifamenn í fjár- málaheiminum o.s.frv., en með slagorðaflaumi er reynt að sýna fram á, að hagnaður sé í eðli sínu illa fenginn, — að óhugsandi sé að einn geti grætt án þess að annar tapi. Til þess að sanna að óréttlæti og spilling fylgi frjálsum viðskipt- um, minnir stjórnmálaaflið reglu- lega á stórar persónulegar eignir athafnamanna, — húsið í Laugar- ásnum, saumarbústaðinn og bát- inn, — með það fyrir augum að vekja tortryggni á frjálsum við- skiptum og ala á öfund í garð at- hafnamannsins. Fyrir utan áróð- urinn, þá minnkar ekki tortryggni manna þegar sumir þeirra, sem opinberlega þykjast vera málsvar- ar samkeppni og frjálsræðis, gleyma frjálsræðishjalinu ef sam- keppni beinist að þeim. Athafnamaður er samkvæmt mínum skilningi samheiti yfir þá, sem með einhverju móti leita hagnaðartækifæra, — leita leiða til að bjóða hagstæðari þjónustu en samkeppnisaðilinn. Athafna- maður er sá sem vonast eftir per- sónulegum hagnaði, en verður að bera ábyrgð á mögulegu tapi. Þráðurinn í mínu máli er sá, að athafnamaðurinn sé ómissandi hreyfiafl í öllum hagkerfum og persónulegur ábati hans og eignir séu af hinu góða, — minnisvarði um, að honum hafi vel tekist að þjóna viðskiptavinum sínum. Tökum dæmi af tveimur iands- kunnum athafnamönnum, þeim Ingólfi í Útsýn og Pálma í Hag- kaupum. Nöfnin gætu verið önnur, en mennirnir eiga það sameigin- legt að reka umfangsmikinn rekstur, vera vel efnum búnir og taka ákvarðanir á ágóðagrund- velli. Traustur efnahagur þeirra er hinsvegar grundvallaður á gagnkvæmum ábata þeirra og viðskiptavinanna, gagnstætt því sem stjórnmálaaflið áhrifamikla kennir. Ég þykist þess fullviss, að flestir taki það sem sjálfsagðan hlut, að mögulegt er að fljúga á sólarströnd og flatmaga þar í tvær til þrjár vikur fyrir jafnháa upp- hæð og kostar að fljúga með áætl- unarflugi til nærliggjandi höfuð- borgar. Ennfremur má ætla, að það séu ekki margir viðskiptavinir Hagkaupa, sem brjóta heilann um það hvers vegna þeir í Hagkaup- um bjóða lægra vöruverð og meira vöruúrval en víða þekkist, — viðskiptavinurinn hefur réttilega eingöngu áhuga á að fá sem mest fyrir aurana. Þrátt fyrir þetta eðlilega áhugaleysi viðskiptavin- arins á tilurð vörunnar, þá skiptir miklu að hann viti að lágt verð og góð þjónusta verður ekki til af sjálfu sér, aðstæður og umgjörð viðskiptaháttanna skiptir þar miklu. Lágt verð á sólarlandaferð- um er t.a.m. grundvallað á ára- tuga reynslu manna eins og Ing- ólfs í Útsýn, langtímasamning- unfsem þeir gera við hótel og aðra þjónustuaðila og neti viðskipta- sambanda, sem ekki verða til á einni nóttu. Hagnaðarvonin er hreyfiaflið, og standist allir út- reikningar þá verður hagnaður til í samvinnu við ánægða viðskipta- vini. Sömu sögu má segja um viðskipti Pálma í Hagkaupum og hans manna, sem stjórnuðu bylt- ingu í verslunarháttum á sínum tíma sem leiddi til þess að við- skiptavinir fengu meira fyrir pen- ingana. Það sem skiptir höfuðmáli varðandi þessi dæmi, er sú stað- reynd, að þeir Ingólfur og Pálmi hafa ekki hagnast vel persónulega á kostnað neins, heldur með því að þóknast viðskiptavinum sínum. Enda þótt ég hafi engar tölur á hraðbergi í þessu viðfangi, þá full- yrði ég að persónulegur ábati þeirra Ingólfs og Pálma yrði lít- ilfjörlegur í samanburði við sam- anlagðan ábata viðskiptavina þeirra. Það ætti því að vera aug- Ijóst, að hinn almenni neytandi nýtur góðs af athafnamönnum. En hvers vegna er þá svona auðvelt að ala á öfund í garð þeirra eins og reyndin virðist vera? Mér sýnist svarið felast í þeim eðlismun, sem er á því hvernig ábati athafnamannsins og ábati viðskiptavinarins kemur fram. Ábati athafnamannsins er oftast greinilegur, hann kemur fram í lifimáta eða annarri háttu, — hann er áþreifanlegur. Hið gagn- stæða er upp á teningnum hvað varðar hinn einstaka viðskiptavin. Hann nýtur jú lágs verðs og mikils vöruúrvals, — kaupmáttur hans er meiri en samt er erfitt að festa hendur á ábata hans, — hann er óáþreifanlegur. Fyrir þá sem trúa á gildi frjálsra viðskipta getur því reynst erfitt að afla stuðnings við málstaðinn. Þar sem það er eng- inn einn eða sammerktur hópur sem nýtur góðs af, heldur skiptist ábatinn á milli ótölulegs fjölda á ólíkum stöðum. Eðli málsins sam- kvæmt á því stjórnmálaaflið mun hægara um vik, með að ala á öf- und og vekja tortryggni en frjáls- lyndir menn að sannfæra hina um yfirburði frjáls markaðskerfis. Það er á brattann að sækja í þessum efnum, en því heldur er það verðugt verkefni, að vekja at- hygli á að auður eins er ekki á annarra kostnað og lítilmagninn á mesta von um betra iíf þegar mönnum er leyft að hagnast. Verði allt framtak drepið í dróma og hagnaðarvonin slökkt þá er lít- ilmagninn dæmdur til eilífrar fá- tæktar og hinn almenni borgari til lakari lífskjara. Hagnaðarvonin er aflgjafi framfara og vaxtar, og ekki er fráleitt að halda því fram, að at- hafnamenn eins og Ingólfur í Út- sýn og Pálmi í Hagkaupum hafi með athöfnum sínum veitt al- menningi betri kjarabætur en hagsmunastreita áratuga verka- lýðsbaráttu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.