Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 35 Hörkukeppni á afmælismóti Bridgefélags Reykjavíkur: Enginn réð við enda- sprett Dallas-Ásanna Arnór Ragnárss'on BANDARÍSKU Dallas-Ásarnir, Al- an Sontag og Peter Weichsel sigr uðu á afmælismóti Bridgefélags Keykjavíkur sem lauk sl. laugar dag. Hlutu þeir félagar 214 stig yfir meðalskor og 1500 dollara í verðlaun. I»eir höfðu aldrei forystu í mótinu en fyrri hluta mótsins leiddu Bretarnir Willie Coyle og Barnet Shenkin, en seinni hlutann norðmennirnir Tor Helness og Leif-Erik Stabell. Mótið hófst á föstudag með formálsorðum formanns Bridge- félags Reykjavíkur, Sigmundar Stefánssonar, en síðan setti borgarstjórinn í Reykjavík mót- ið og sagði fyrstu sögnina fyrir Irwing Rose, eitt hjarta. Að borgarstjórinn skyldi setja mót- ið kom undirrituðum nokkuð spánskt fyrir sjónir, þar sem Bridgefélagið hafði sótt um stuðning til borgarinnar og verið synjað. Trúlega hefði erindinu verið betur tekið ef um skákmót hefði verið að ræða. Eins og áður sagði tóku Coyle Norski spilarinn Tor Helness í þungum þönkum — en hann varð í ödru sæti í tvímenn- ingnum ásamt félaga sínum Leif-Erik Stabell. og Shenkin forystu í upphafi mótsins og eftir 7 umferðir höfðu þeir 125 stig. Jónas P. Erl- ingsson og Þórir Sigursteinsson voru í öðru sæti með 75 stig og Þorlákur Jónsson og Sævar Þorbjörnsson þriðju með 67 stig. Þegar upp var staðið á föstu- dagskvöldið voru Gísli Hafliða- son og Gylfi Baldursson orðnir efstir með 151 stig, en Coyle og Shenkin fylgdu þeim fast eftir með 148 stig. Jón Baldursson og Valur Sigurðsson voru með 136 stig, en önnur pör náðu ekki 100 stigum. Lítið bar á erlendu gest- unum enn sem komið var og voru 6 íslenzk pör í 7 efstu sætunum. Byrjað var að spila kl. 10 á iaugardagsmorguninn og bar þá mest á norsku strákunum Hel- ness og Stabell sem skoruðu lát- laust og urðu á tímabili langefst- ir. í þrítugustu umferðinni fór að halla undan fæti hjá þeim á meðan Sontag og Weichsel skor- uðu jafnt og þétt. Þá tóku Jón og Símon einnig stór stökk og voru orðnir langefstir fyrir síðustu umferðina en þá var staðan þessi: Jón — Símon 206 Sontag — Weichsel 189 Helness — Stabell 183 Rose — Sheehan 170 Ásmundur — Karl 141 Gísli — Gylfi 135 Guðm. Páll — Þórarinn 135 í síðustu umferðinni spiluðu Jón og Símon gegn bandaríska parinu Rubin og Becker og fengu þeir 23 í mínus og má segja að þar hafi Rubin og Becker unnið mótið fyrir félaga sína, Sontag og Weichsel, sem spiluðu gegn Magnúsi Aspelund og Steingrími Jónassyni í síðustu umferðinni og fengu Ásarnir 25 í plús. Hel- ness og Stabell spiluðu gegn Rose og Sheehan og fengu þeir fyrrnefndu 17 í plús og þar með annað sætið í mótinu og 1000 dollara í verðlaun. Jón og Símon urðu í þriðja sæti með 183 stig og fengu 750 dollara í verðlaun. Gísli Hafliðason og Gylfi Bald- ursson skoruðu 34 yfir meðal- skor í síðustu umferðinni og tryggðu sér þar með fjórða sætið með 169 stig og 500 dollara. Irw- ing Rose og Rob Sheehan urðu fimmtu með 153 stig. Gísli Haflidason og Gylfi Baldursson stóðu sig mjög vel og enduðu í fjórða sæti. Hér spila þeir gegn Vestfirðingunum Arnari Hinrikssyni og Kristjáni Haraldssyni. Talið frá vinstri: Kristján, Gísli, Gylfi og Arnar. Bandaríkjamennirnir Alan Sontag og Peter Weichsel náðu ekki forystunni í keppninni fyrr en upp var staðið og þá með dyggi- legri aðstoð sveitarfélaga sinna Kon Kubin og Mike Beckcr. Talið frá vinstri: Becker, Kubin, Weichsel, Sontag. Önnur pör sem hlutu gullstig: Willie Coyle — Barnet Shenkin 150 Ron Rubin — Mike Becker 141 Guðmundur P. Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 140 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 114 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 109 Röggsamur keppnisstjóri var Agnar Jörgenson og reiknimeist- ari Þorfinnur Karlsson. í undir- búningsnefnd voru Karl Sigur- hjartarson, Þorfinnur Karlsson og Guðmundur Eiríksson sem jafnframt var mótsstjóri. Á sunnudag hófst svo stórmót Flugleiða og að þremur umferð- um loknum hafði sveit Karls Sigurhjartarssonar unnið alla sína leiki með miklum yfirburð- um. Er sveitin með 60 stig og hefur rúllað andstæðingum sín- um upp. Er það með ólíkindum að vinna andstæðingana með mínusstigum í 20 spilaleikjum. Til marks um farsælni sveitar- innar, þá unnu þeir fyrri hálf- leikinn gegn Bretum 43—0. Sveit Karls spilaði í gærkvöldi gegn Norðmönnum og Bandaríkja- mönnum sem höfðu hlotið 31 stig eftir 3 umferðir. Nánar verður sagt frá stórmótinu síðar. Jón og Símon tvímennings- meistarar BR Aðaltvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk sl. þriðjudag. Sigurvegarar urðu þeir Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson, en þeir tóku forustu strax í upphafi mótsins og héldu henni til loka. Þeir hafa oft verið nærri titlinum á undanförnum árum og eru vel að sigrinum komnir nú. Röð efstu para á mótinu varð þessi: Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 504 Guðmundur Hermannsson — Jakob R. Möller 477 Sigurður Sverisson — Þorgeir Eyjólfsson 461 Ásmundur Pálsson - Karl Sigurhjartarson 438 Guðmundur Pétursson — Hörður Blöndal 396 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 334 Björn Eysteinsson — Gubrandur Sigurbergs. 324 Vigfús Pálsson — Karl Logason 255 Jón Hjaltason — Hörður Arnþórssön 225 Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 205 Næstkomandi miðvikudag hefst sveitakeppni með stuttum leikjum og stendur sú keppni í þrjú kvöld. Þátttökutilkynningar þurfa að berast einhverjum stjórnarmanni í síðasta lagi á mánudag. Láttu verðið ekki villa um fyrir þér, - Philips eldavélarnar eru afbragðsgóðar og fullkomnar þótt þær séu svona ódýrar! Sú ódýrari, ACH 047, hefur fjórar hellur, þar af eina með stiglausri hitastillingu; sjálfhreinsandi grillofn með tímastilli og hitahólf svo eitthvað sé nefnt. Hin fullkomna ACH 023 hefur einnig fjórar hellur, þar af tvær með stiglausri hitastillingu, sjálfhreinsandi blástursofn, hitahólf og eiektrón- iskan hita- og tímastilli, sem m.a. getur lækkað undir kartöflunum og stjórnað affrystingu á kjöti! Kannaðu málið! ' iSKÍtt " heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTUNI 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.