Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Metta Einarsdótt- ir — Minningarorð Fædd 16. septembcr 1904 Dáin 5. mars 1982 FöstudaKÍnn 5. marz lést á Landspítalanum amma okkar, Metta Kinarsdóttir. Langar okkur að minnast hennar í örfáum orð- um. Hún fæddist í Hlíðarhúsi í Vest- mannaeyjum 16. september 1904. Dóttir hjónanna Rinars Pálssonar konu hans, Jónínu Guðmunds- ' ittur. Var húi >in [)ri(ínja barna Jæirra hjóna. Hin eru Páll Júlíus, búsettur í Reykjavík ojr Hólmfríð- ur, búsett í Kaupmannahöfn. ÞrÍKKja ára fór hún í fóstur til hjónanna HelKu og Vigfúsar Sehewing að Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum og ólst hún þar upp. Ung giftist hún Oddi Guð- mundssyni, vélstjóra, og varð þeim þriggja barna auðið; Einar Borgþór f. 1923, vistmaður að Gunnarsholti, Rósmundur Theo- dór, f. 1924, hann fórst af slysför- um í Hafnarfirði aðeins átján ára gamall og Nína, f. 1926, húsmóðir í Reykjavík. Þau hjónin slitu sam- vistum. Arið 1934 gil'tist hún Jóhannesi Guðmundssyni. sjómanni, sem nú sér á bak konu sinni. Þau áttu einn son, Helga Schewing, f. 1934, brunavörð í Reykjavík. Að auki átti hún 7 barnabörn og 5 barna- barnabörn sem hún hafði mikla gleði af. Á þessari stundu birtast fyrir hugskotssjónum okkar ýmsar minningar um ömmu enda hefur hún verið hluti af lífi okkar frá því að við fyrst munum. Þá bjuggum við í sama húsi og hún í Grundar- gerðinu, við í risinu, amma og afi á miðhæðinni. Okkur þótti gaman að fara niður hvort sem var með leyfi eða í leyfisleysi, enda óneit- anlega stærri og skemmtilegri leikvöllur í stórum stofunum. Þar leyfði amma okkur að prakkarast og mátti mikið ganga á ef eltinga- leikirnir voru stöðvaðir. Kf skakka þurfti leikinn þá var það ósjaldan með sælgætismola í munn, var það ríkt í eðli hennar að reka að öðr- um. Stundum tók hún okkur einn eða fleiri með í styttri eða lengri bílferðir út um hvippinn og hvapp- inn. Þá var glatt á hjalla sem vonlegt var því að bíll hafði verið fjarlægur draumur þangað til amma eignaðist einn slíkan. Margar fleiri minningar koma úpp í hugann, ef til vill er minn- isstæðast það sem tengt er per- sónuleika og lífsviðhorfi hennar. Því er oft þannig háttað að gamalt fólk á erfitt með að átta sig á og viðurkenna þann lífsmáta og tíðaranda sem fylgir nýrri kynslóð, sérstaklega ýmis uppá- tæki ungdómsins. Svo var ekki háttað með ömmu. I lifsstíl hennar fólst viðurkenn- ing á nýjum viðhorfum. Henni gekk vel að lifa sig inn i tíðarand- ann og skilja æskuna. Síðhærðir unglingar og bítlamúsík voru ekki áhyggjuefni meðan sú tíska var og hét, hvað þá hún léti pönkið pirra sig. Ekki var hún yfirlýst rauð- sokka, en henni var mikið fagnað- arefni hin breyttu viðhorf kvenna til stöðu sinnar í samfélaginu einkum hvað varðar menntun og störf. Hún hafði oft orð á hversu súrt henni hefði þótt að fá ekki að læra náttúrufræði — þá ung stúlka — vcgna þess hversu ókvenlegt það þótti. Samt höfum við lúmskan grun um að hún hafi stundað þau fræði í laumi. Enda mótaðist lífs- viðhorf hennar af viðurkenningu á tilveru- og ákvörðunarrétti hvers einstaklings til orðs og æðis. Ef til vill má segja að eitthvað af þessum viðhorfum hafi hún sótt í það lesefni sem hún innbyrti á sinni lífstíð. Okkur eru mjög minnisstæðar tíðar ferðir á bóka- safnið til að sækja lesefni, þar kenndi ýmissa grasa. Amma var að eðlisfari hlédræg og gat virst sem henni væri ekki um að umgangast þá sem hún þekkti ekki. Svo var ekki í raun því undir niðri bjó sérstök gleði og kímnigáfa og í samkvæmum var hún hrókur alls fagnaðar. Síðustu ár ævinnar var hún mikill sjúklingur og nánast óferðafær. Bæði var þar um sjúk- dóma að ræða sem komu með aldrinum sem og það að hún slas- aðist á unga aldri er hún féll af hestbaki. Afleiðing þess var sú að hún átti við fötlun að stríða upp frá því. Bar hún það þó vel framan af ævinni. Undir lokin þurfti hún á alimikilli umönnun aö halda. Var hún þar vel í stakk búin þar sem hún bjó ásamt afa í íbúð sinni í sama húsi og sonur hennar og tengdadóttir. Liðsinnti tengda- dóttirin henni á allan máta og auðveldaði henni þannig síðustu æviárin. Einnig átti hún hauk í horni þar sem dóttir hennar var. Þegar við lítum til baka þá stendur persónuleiki ömmu upp úr minningunum, persónuleiki sem hafði áhrif og mótaði okkur ef til vill og er það gott veganesti. Um leið og við kveðjum ömmu þá sendum við afa samúðar- kveðjur. Dóttursynir. Nú er horfin okkar sjónum amma okkar. Hennar jarðneska líf tók enda af veikindum hennar þann 5. mars. Lengi hefur hún háð baráttu við dauðann, en með þeirri einstakri hörku og lífsvilja sigraði hún allt- af. Það eru fáir sem finna myndu þá sterku köllun til að lifa áfram, samhliða þeim miklu og erfiðu sjúkdómum sem stöðugt á hana sóttu, og sigruðu svo að lokum. Af okkur, sonarbörnum hennar, er skyndilega tekinn burtu einn af okkar dýrmætustu hlutum, svo dýrmætur að aldrei verður fyrir hann bætt allt okkar líf. Frá því að við fyrst litum þenn- an heim augum, var hún alltaf hjá okkur og deiidi lífi sínu með okkur uns nú að dauðinn skilur okkur að. Það sem okkur er minnistæðast og þótti þar með vænst um er að alla tíð var hún ein af okkur. Mildi hennar, gleði og örlætið áttu sér engin takmörk gagnv^rt okkur Jjyí henni þótti það allt réitlæí'a'tílegt. Raunveruleikinn er miskunnar- laus og tekur sinn skammt. En nú líður ömmu okkar vel og sála hennar er hólpin í höndum Guðs almáttugs. Erfiði er lokið hér á meðal okkar, en megi hún lifa heil og sæl á þeim stað er hún fór til þegar hún kvaddi okkur og megi sál hennar vera eilíf. Við minnumst og heiðrum minningu ömmu okkar um aldur og ævi. Jóhannes Helgason, Metta Helgadóttir, Hildur Kristín Helgadóttir. Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Mettu Einarsdóttur, en hún var fædd í Hlíðarhúsum í Vestmanna- eyjum 16. september 1904. For- eldrar hennar voru hjónin Jónína Guðmundsdóttir frá Hólabrekku í Laugardal og Einar Pálsson, löng- um kenndur við Miðhús í Vest- mannaeyjum. Metta fór ung að aldri í fóstur til hjónanna Helgu og Vigfúsar Scheving að Vilborg- arstöðum í Vestmannaeyjum. Lýstu frásagnir hennar frá þeim tíma best þeirri ástúð og virðingu er hún bar alla tíð fyrir þeim hjónum. Það er ekki ætlun mín með þess- um fátæklegu orðum að lýsa ævi- ferli hennar, heldur aðeins að minnast hennar eins og hún kom mér fyrir sjónir. Ég kom sem ung stúlka inn á heimili tengdafor- eidra minna og síðar þegar við hjónin stofnuðum okkar eigið heimili var það í sama húsi. í gegnum árin hefur hún þurft að berjast við heilsuleysi og ýmsa erfiðleika, en hún var sterk kona og dul og bar ekki tilfinningar sín- ar utan á sér og sást það best hennar síðustu ævidaga, en jafn- framt hafði hún létta lund og gat glaðst yfir því smáa ekki síður en því stóra. Hún unni heimili sínu og fjölskyldu og sýndi þar mikla alúð. Barnabörnin komu eitt af öðru og urðu samskipti hennar við þau mjög náin. Hún var þeim góða amma. Yndi hafði hún af að kom- ast út í náttúruna og meðan heils- an leyfði voru það hennar bestu stundir er hún gat ferðast eitt- hvað um, þó ekki væru það löng ferðalög. Hún var mikið fyrir hverskonar hljómlist og var það alveg ótrúlegt hvað hún þreyttist aldrei á að hlusta, jafnvel á þá hljómlist sem börnin spiluðu. Við munum alltaf minnast „ömmu uppi“ eins og við nefndum hana, þar sem hún sat brosandi og kát í stólnum sínum. Oft var hlaupið upp til hennar og talað smá stund og nú í seinni tíð voru það hennar gleðistundir. Ör- læti hennar var mikið, hvort held- ur við sína nánustu svo og aðra er hún kynntist. Hér á heimilinu hef- ur verið höggvið skarð. Nú er hún farin yfir móðuna miklu og jarðnesku stríði hennar lokið, en minningin um hana lifa á meðal okkar alla tíma. Ég bið almáttugan Guð að gefa henni góða heimkomu. Tengdaföð- ur mínum og öðrum ættingjum votta ég mína innilegustu samúð. „Far þú í fridi fridur (iutVs þiy tilrssi. Ilafúu þokk fyrir allt allt. (■t’kksl þú nn ú (iuúi (iuð þ< r nú f>lj»i hans dýrúarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Hrivm) Lára. Móöir min. + GRÓA GUÐJÓNSDÓTTIR fré Unnarholti, lést 13. mars. + Maöurinn minn og faðir okkar. KRISTJAN SIGURJÓNSSON, fyrrverandi yfirvélstjóri, Skaftahlíö 11, lést i Borgarspítalanum 13. mars. Ásta Einarsdóttir, Fríða Kristjénsdóttir, Ágúst Kristjénsson. t Sonur okkar og bróöir, GAROAR INGI REYNISSON, Aöalgötu 2, Keflavík, lést af slysförum, 14. mars. Jaröarförin auglýst síöar. Hulda Garöarsdóttir, Reynir Örn Leósson og systkini. + Móöir mín og amma, INGUNN MAGNÚSDÓTTIR, Hringbraut 97, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 17. mars kl. 15. Kristín H. Kristjénsdóttir, Erlendur J. Ólafsson. + ÓLAFUR PÁLSSON, Drépuhlíö 9, andaöist aöfaranótt sunnudags, 14. mars. Jaröarförin auglýst siö- Fyrir hönd vandamanna. Péll Ólafsson, Sveinbjörg Pélsdóttir, Hulda Pálsdóttir. + Faðir okkar, ANTON SÓFUS ANTONSSON, Hverfisgötu 114, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18. mars kl. 13.30. Börn hins létna. + Maöurinn minn, sonur og faöir okkar, GUDNI KRISTINN HÁKONARSON, Otrateig 42, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag, 16. mars, kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Edda Kaaber, Guöbjörg Eyvindsdóttir, Helga Guönadóttir, Garðar Guönason, Kristín Guönadóttir. + SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR fré Grjótnesi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 17. mars kl. 1.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Svanhvit Friöriksdóttir, Stefén Björnsson. + Kona mín og móöir okkar, DAGNY ÞÓRDARDÓTTIR, lést af slysförum, 12. mars. Reynir Ríkharósson og börn. Lokað frá kl. 2 í dag. vegna jaröarfarar GUÐNA K. HÁKONARSONAR. Nathan & Olsen hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.