Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
19
Eiginkona Moammars GaddaH Líbýuleiðtoga spássérar um Karntn-
ersstrasse í Vínarborg í verzlunarerindum, meðan eiginmaður hennar
ræðir við Bruno Kreisky kanzlara. Frúin heitir Aommar. Sveinninn ungi
er sonur hennar, en lífvörður fylgdi þeim vid hvert fótmál.
Málaliðaárás á
Ghana áformuð
London, 15. marz.
HÓPIIR málaliða hyggst myrða
þjóðhöfðingja Ghana, Jerry Kawlings
flugliðsforingja, og taka stjórn lands-
ins í sínar hendur með fjárhagslegum
stuðningi (’IA að sögn blaðsins News
of the World.
Blaðið segir að byltingin verði
gerð um næstu helgi og leiðtogi
hennar sé Nick Hall, fyrrverandi
brezkur hermaður, sem barðist sem
málaliði í Angola 1976.
Nýr aðstoðar-
yfirmaður KGB
Moskva, 15. mars. Al*.
GEORGY K. Tsinev hefur verid
skipaður aðstoðaryfirmaður sov-
ézku leynilögreglunnar KGB, í stað
Seymon Tsvigun sem lézt í janúar.
Engin formleg tilkynning var
gefin út um skipan Tsinevs í
starfið, en Tass taldi hann upp í
fréttum af yfirmönnum KGB.
Tsinevs er sjötíu og fjögurra ára
gamall og hefur verið í kommún-
istaflokknum í hálfa öld og gegnt
trúnaðarstörfum innan KGB.
Núverandi yfirmaður KGB er
Yuri Andropov.
Hall ræddi fyrirætlanir sinar í
síðustu viku við andófsmenn frá
Ghana — Kwesi Ofori, gjaldkera
Þjóðlega alþýðuflokksins (PNC),
sem er bannaður, og frænda Ofori,
Boakye Djan majór, sem er í útlegð.
Hall á að hafa sagt: „Ofori er ný-
kominn frá Washington með pen-
inga frá CIA.“ Blaðakonan Gloria
Stewart hafði eftir Djan að Rawl-
ings væri að búa þannig um hnút-
ana að Moammar Khadafy Líbýu-
leiðtogi tæki völdin í Ghana.
Auk þess að myrða Rawlings er
Hall sagður ætla að gera árás á
Kumasi með 30 stuðningsmönnum,
leggja undir sig helztu byggingar og
þjónustufyrirtæki og koma af stað
borgarastyrjöld með hergögnum
sem verður smyglað frá Suður-
Afríku. Síðan á að afla stuðnings
uppreisnarhermanna og lögreglu-
manna og gera árás á höfuðborgina
Accra.
Hall var rekinn úr hernum 1972
fyrir að selja vopn til mótmælenda á
Norður-írlandi og sat tvö ár í fang-
elsi. Rawlings steypti stjórn Hilla
Liman forseta á gamlaársdag og
sakaði hana um spillingu. Rawlings
kom stjórn Limans til valda 1979
eftir aðra byltingu.
Banna Rússar þorsk-
veiðar í Barentshafi?
Osló, 15. marz, frá Jan Krik Laure fréttaritara Mbl.
SOVÉTMENN munu banna all-
ar þorskveiðar í Barentshafi, ef
þorskstofninum þar er stefnt í
hættu, eins og nokkrir vísinda-
menn halda fram, sagði Vladim-
ir Kametsev sjávarútvegsráð-
herra Sovétríkjanna í viðtali við
norsk blöð.
Kametsev sagði að ljóst væri að
grípa þyrfti til sérstakra ráðstaf-
ana til verndunar þorskstofninum
í Barentshafi. Hann sagðist vona í
lengstu lög að ekki þyrfti að grípa
til algerrar stöðvunar, því það
mundi stefna afkomu íbúa
strandhéraðanna í nyrstu hlutum
Noregs og Sovétríkjanna í voða.
Ljóst mun vera, að gengið hefur
verið um of á hrygningarstofnana
í Barentshafi, og næstum hefur
tekist að útrýma vissum þorskár-
göngum bar. Fiskifræðingar full-
yrða að sjómenn séu á góðri leið
með að útrýma stofninum.
Norðmenn og Rússar eru ekki á
einu máli um með hvaða hætti
takmarka skuli veiðarnar í Bar-
entshafi. Vilja Rússar til dæmis
alls ekki fallast á að stækka
möskva, sem forðað gæti ungvið-
inu frá ótímabæru drápi.
Jenkins spáð ósigri
í aukakosningunum
London, 15. marz. Al*.
ROY Jenkins, frambjóðanda kosn-
ingabandalags Jafnaðarmanna-
flokksins og Frjálslynda flokksins,
er spáð ósigri í aukakosningunum í
Hillhead, samkvæmt úrslitum
tveggja skoðanakannana, er kunn-
gerð voru um helgina.
Osigur í þessum kosningum gæti
þýtt, að vonir Jenkins um að verða
leiðtogi kosningabandalagsins á
þingi yrðu að engu. Hann er hinn
eini fjögurra stofnenda Jafnaðar
mannaflokksins, sem ekki á sæti á
þingi.
Samkvæmt könnun blaðsins
Observer á afstöðu kjósenda í
Hillhead, naut Jenkins aðeins
fylgis 23% kjósenda og var í
þriðja sæti. David Wiseman,
frambjóðandi Verkamannaflokks-
ins, naut fylgis 33% og Gerry Mal-
one, frambjóðandi Ihaldsflokks-
ins, 30%.
í könnun, sem gerð var fyrir
skozka blaðið Sunday Standard og
BBC, var Malone efstur með fylgi
30% kjósenda, en Jenkins og
Wiseman voru jafnir að vinsæld-
um með 27% fylgi hvor.
Þeir sem framkvæmdu könnun-
ina sögðu, að Jenkins nyti ekki al-
mennrar hylli meðal kjósenda í
Hillhead, kjósendum þætti hann
ekki eftirsóknarverður fulltrúi
þeirra, eða, eins og einn aðspurðra
sagði: „Höfum lítið að gera við
einhverja druslu frá Englandi, og
hann er velskur í þokkabót."
Jenkins vildi engu spá sjálfur og
sagðist aldrei hafa lagt dóm á
niðurstöður skoðanakannana.
E1 Salvador:
Skæruliðar
ráðast á
lögreglustöð
San Salvador, 15. marz. Al*.
TIittUGU skæruliðar vinstri
manna í El Salvador réðust á
lögregluvarðstöð við borgina
Metapan á laugardag, drápu einn
lögregluþjón og særðu annan, að
sögn yfirvalda hersins.
A öðrum stað fundust tveir efn-
aðir bræður skotnir til dauða, sem
skæruliðar höfðu rænt nokkrum
dögum áður. Þá brenndu skærulið-
ar tvo almenningsvagna og nokkr-
ar bifreiðir þar sem þeir reyndu
að loka þjóðveginum til austur-
hluta landsins.
Að sögn hernaðaryfirvalda var
sókn hersins gegn skæruliðum í
San Vicente hætt á sunnudag, eft-
ir sjö daga bardaga. Engin yfirlýs-
ing var gefin út um árangur af
sókninni, né mannfall í röðum
hersins.
Erkibiskupinn í E1 Salvador
hvatti til þess t dag, að teknar
yrðu upp samningaviðræður við
skæruliða að loknum kosningum í
landinu 28. marz nk.
Gullhéraleitinni
er loksins lokið
FÓLK á öllum aldri hefur velt
vöngum yfir „Masquerade“-gull-
héranum í langan tíma og grafið
litlar holur út um allt England í
leit að honum. En nú getur það
andað rólegar því hérinn er fund-
inn.
48 ára gamall verkfræðingur
fann hann í Ampthill sem er lít-
ill bær um 50 km fyrir norðan
London í síðasta mánuði. Finn-
andinn varð gagntekinn af bók
listamannsins Kit Williams þeg-
ar hún kom út og hefur leitað
hérans, sem bókin fjallar um, í
18 mánuði en bókin er full af
ljósum og óljósum ábendingum
um hvar hérann væri að finna.
Williams gróf gullhérann, sem
þá var um 60.000 kr. virði, í
ágúst 1979 til að draga athygli
að barnabókinni „Masquerade"
og myndunum í henni. Hún fjall-
ar um hetjuna Jack Hare sem
stekkur um himininn og ber
mikilvæg skilaboð frá mánanum
til sólarinnar. Bókin hefur selst í
yfir milljón eintökum og verið
meðal best seldu bóka bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Nýliðum frá FBI var meðal ann-
ars sagt að lesa hana og spreyta
sig á gátunni um grafna gullhér-
ann.
Myndatextinn „One of six to
eight", sem er undir fyrstu
myndinni í bókinni, reyndist
mikilvægasti lykillinn að lausn
gátunnar. Þar er átt við Kathar-
ine frá Aragon sem var ein af
sex eiginkonum Hinriks VIII en
hérinn var grafinn nærri minn-
isvarða um hana. Nafn finnand-
ans hefur ekki verið látið uppi en
hann sagði London Times að
hann hefði fljótt áttað sig á
Katharine. Hann ætlaði þó
tvisvar að gefast upp og gaf sitt
eintak af bókinni. En í bæði
skiptin keypti hann sér hana aft-
ur.
Hann leitaði gullhérans lengi í
Kimbolton þar sem Katharine
lést en fór til Ampthill þegar
hann heyrði að Williams hefði
eytt hluta bernskuáranna þar.
Hundurinn hans kom honum
loks á rétta sporið þegar hann
var úti að ganga með kærust-
unni og hundurinn hljóp í burtu
og lyfti fætinum við stein, finn-
andinn sá þá minnismerkið um
Katharine sem á er letrað „Full
of thy richers" og sannfærðist
um að hérinn væri á næstu grös-
um. Hann leitaði í kringum
minnismerkið með skóflu að
nóttu til og rakst loks á gullhér-
ann 24. febrúar.
Hann ofreyndi sig á nætur-
bröltinu og var lagður á sjúkra-
hús með slæmt kvef í nokkra
daga, en hann lét það ekki á sig
fá og var himinlifandi yfir fund-
inum þótt hann segði að honum
fylgdi nokkur tómleikatilfinning
eftir svo langa leit. Williams
sagðist vera mjög ánægður með
að hérinn væri fundinn og fegn-
astur því að einhver hefði ekki
bara óvart rekist á hann á rölti
við minnismerkið.
Gunnar Gunnarsson
hefur um langt skeið
verið emn virtasti höfund
ur á Norðurlöndum
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
Saga Borgarættarinnar Vargur i véum
Svartfulg Sælir eru einfaldir
Fjallkirkjan I Jón Arason
Fjallkirkjan II Sálumessa
Fjallkrikjan III Fimm fræknisögur
Vikivaki Dimmufjöll
Heiðaharmur Fjandvinir
V
Almenna Bókafélagiö
Austuratraati 18,
•<mi 25544.
Sk«mmuv«gur 36
•ími 73055.