Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 41
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 21 Einokun Mahre- bræðranna í Tékkóslóvakíu Mahre-bræðurnir kunnu voru í miklum ham á heimsbikarkeppninni á skíðum um helgina, en að þessu sinni var keppt í Jasna í Tékkóslóv- akíu. Steve Mahre, heimsmeistar inn, hóf sigurgöngu fjölskyldunnar á laugardaginn er hann sigraði í stór sviginu, tími hans var samtals 2:15,07. Annar varð Hans Gnn frá Austurríki á 2:15,10, en heimsbik- arhafinn l’hil Mahre varð þriðji á 2:15,21. A sunnudaginn sneri Phil Mahre taflinu við og sigraði í svigkeppn- inni, tími hans var 1:27,92. Annar var Ingemar Stenmark, sem fékk tímann 1:29,51. Þriðji varð svo Steve Mahre, en Anton Steiner frá Austur rfki varð fjórði. Pétur valinn besti leikmaður Trailblazers • Pétur Guðmundsson var kjörinn besti maður Portland Trailblazers, er lið hans tapaði rétt einum leikn- um í NBA-deildinni um helgina, að þessu sinni gegn Houston Rockets 107—112. Pétur lék lengst af í vörn- inni og var þar teflt fram gegn ein- um af sterkustu sóknarmönnum NBA-deildarinnar, Moses Malone. Pétur þóti standa sig frábærlega vel og í sjónvarpslýsingu af leiknum var hann óspart lofaður fyrir framgöng- una, sem sögð var hans besta í bún- ingi Portland tii þessa. Þá bætti Pét- ur um betur er hann fékk að leika lausum hala í sókninni, skoraði 9 stig. FrétUritari Mbl. l'ortland. • Pétur Guðmundsson tekur víti I leik gegn Knicks á dtígunum. Eins og sjá má á Ijósatöflunni efst á myndinni er staðan 99—98 fyrir Blazers og var leiknum að Ijúka. Það var því mikilvægt að Pétri tækist vel upp í skotunum. Pétur skoraði úr skotinu. • Ronnie Whelan, til vinstri, fagnar öðru marki sínu í úrslitaleiknum I deildarbikarnum á Wembley á laugardag. Mark þetta kom í síðari hluta framlengingarinnar og kom Liverpool yfír (leiknum 2—1. Ray Clemence, markvörður Tottenham, getur greinilega ekki dulið vonbrigði sín þar sem hann liggur á jörðinni. Og bakvörðurinn Chris Houghton stendur hjá. Sjá bls. 28. Símamynd AP ísland gerði jafntefli við Kuwait fáum áhorfendum viðstöddum. Kuwait-menn sýndu talsverða leikni með knöttinn, en leikskipulagi og hörku var ábótavant. Tvö ný heimsmet ísland og Kuwait gerðu jafntefli í landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kuwait um helgina. Kuwait leikur sem kunnugt er í lokakeppni HM á Spáni í sumar og var leikurinn liður í undirbúningi liðsins. Gkkert mark var skorað í leiknum og er ekki að sjá á þeim úrslitum að mikið sé í Kuwait spunnið, þar sem íslensku leikmennirnir eru allir tiltölulega nýbyrjaðir að undirbúa sig fyrir sumarið og fjarri því að vera komnir í góða æfingu. Leikurinn fór fram á stórgóðum grasvelli, í miklum hita, en að frekar Sovéski sundmaðurinn Vladimir Salnikov setti um helgina tvö heims- met í 1500 og 400 metra skriðsundi, en hann keppti á móti í Moskvu. Tími Salnikovs í 1500 metrunum var 14:56,35 mínútur, en sjálfur átti hann gamla metið sem hljóðaði upp á 14:58,27 mínutúr. Á þessu sama móti setti AusturÞjóðverjinn Jurgen Wojthe Evrópumet í 100 metra skriðsundi, synti á 49,95 sekúndum. Teitur skoraði sitt 16. mark og færði Lens kærkominn sigur TEITIIR Þórðarson er enn að í frönsku knattspyrnunni. Hann skor aði sigurmark Lens gegn Nantes um helgina og hefur því skorað 6 mörk í fjórum síðustu leikjum Lens. í þeim hefur Lens tekið inn 7 stig af 8 mögulegum og er komið þremur stigum upp fyrir fallsætin. Góður kippur hjá liðinu, en lengst af í vetur hefur staða liðsins og gengi verið afar bágborin. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Monaco — Lyon 3—1 St. Etienne — Nice 2—0 Sochaux — Valenciennes 2—0 Paris St.G. — Nancy 1—2 Lens — Nantes 1—0 Brest — Auxerre 2—2 Tours — Lille 4—1 Laval — Montpellier 2—1 Metz — Bordeaux 1—1 Strasbourg — Bastia 0—0 Karl Þórðarson og félagar hjá • Teitur Þórðarson hefur skorað 16 mörk með Lens og leikið mjög vel. Laval sigruðu Montpellier frekar naumlega. Karl lék með en skoraði ekki. Laval er í sjötta sæti deildar- innar með 37 stig eins og Paris St.G., sem hefur aðeins betri markatölu. Sochaux er í fjórða sæti með 38 stig, St. Etienne er í þriðja sætinu með 41 stig, Bord- eaux í öðru sæti með 42 stig, en efst er Monaco með 43 stig. Laval berst því öðru fremur fyrir sæti í UEFA-keppninni að ári og vissu- lega á liðið möguleika á því að hreppa það. Lens hefur með fjör- kipp sínum skotist upp í 17. sæti, en liðið hefur nú 23 stig. Valenci- ennes hefur einnig 23 stig, en liðin í fallsætunum eru nú Montpellier með 20 stig og Nice með 17 stig. Næstu lið fyrir ofan Lens eru nú Metz og Lyon með 24 stig hvort, Auxerre og Strasbourg hafa 25 stig hvort félag. Þorvaldur setur íslandsmet í 110 metra grindahlaupi „ÞE'lTA small engan veginn saman,' svo ég tel líklegt að ég eigi meira inni, þótt metið hafi falíið að þessu sinni. Það er hálfgerður bægslagang- ur á manni ennþá, á ennþá töluvert í land með að fínpússa stílinn í hlaup- inu,“ sagði Þorvaldur Þórsson frjáls- íþróttamaður úr ÍR í spjalli við Mbl. í gær, en hann stóð sig með ágætum á frjálsíþróttamóti í San Jose í Kali- forníu um helgina, og setti nýtt ís- landsmet í 110 metra grindahlaupi, hljóp á 14,4 sekúndum. Gamla metið var í eigu Péturs Rögnvaldssonar, var 14,6 sekúndur, sett á Melavellin- um endur fyrir löngu. Þorvaldur Þórsson hefur um ára- bil verið efnilegasti grindahlaupari íslendinga, en oft hafa meiðsli hald- ið honum fjarri góðu gamni. Nú virð- ist hann hins vegar í góðu formi, og tæpast lætur hann staðar numið hér, heldur bætir metið enn frekar þegar líður á vorið, og íslandsmetið í 400 metra grindahlaupi er innan seil- ingar. „Kg varð annar í hlaupinu, hljóp við hlið stráks sem hljóp á 14,1 um fyrri helgi. /Etlaði að berjast við hann upp á líf og dauða, náði sæmi- legu starti og var undan honum allt þar til við vorum að fara yfir níundu grind. Þá krækti ég í grindina, hras- aði og missti hann fram úr mér, “ sagði Þorvaldur. Keppinautur hans hljóp á 14,3 sekúndum að þessu sinni. Meðvindur mældist 0,2 metr ar á sekúndu. Þorvaldur keppir nánast um hverja helgi fram í maí, um næstu helgi hleypur hann 110 og 400 metra grindahlaup á móti, sem sjónvarpað verður í Kaliforníu og Oregon-ríki, og hyggst hann standa sig vel á þessu móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.