Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 _______rwrn Lilja Hallgrímsdóttir GISELLE Kómantískur ballett í tveimur þátt- um. Saga: Théophile Gautier og Vernoy de St. George. Tónlist: Adolphe Adam. Danshörundur: Anton Dolin sem byggir á Jean ( oralli, Jules Perrot og Marius Petipa. Leikmynd og búningar: William ('happel. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Hljómsveitarstjóri: Jón Stefáns- son. Anton Dolin og John Gilpin æfðu og stjórnuðu uppfærslunni. Hvern hefði órað fyrir því, að um- ferðaröngþveiti skapaðist í Reykjavík vetjna þess að sama kvöld og verið væri að sýna óperu (í eigin húsnæði) væri verið að sýna ballettinn Giselle hinum megin götunnar. Og það sem meira er í báðum tilfellum alíslensk- ar sýningar. íslenski dansflokkurinn, sem barðist fyrir tilveru sinni og sigraði, hefur verið hvatning fyrir ís- lenska söngvara, það er ekki nokkur vafi. En enn eru óleyst húsnæðis- vandræði íslenska dansflokksins og verður að gera þar átak og auka fjár- veitingu til hans svo að allt sem áunnist hefur varðveitist. Ballettinn Giselle var fyrst sýndur í Parísaróperunni 1841. Skáldið Gautier fékk hugmynd um að semja ballett upp úr þjóðsögunni um Vili- urnar, sem Heiné hafði skráð og naut hann dyggilegrar aðstoðar St. Georg- es, sem var afar snjall að setja saman sögur fyrir balletta og óperur. Eftir frönsku byltinguna varð líf almúgans vinsælt yrkisefni. Sameinast í Giselle ballett og þjóðdansar, sem fram að þeim tíma höfðu dafnað hlið við hlið. En klassískur ballett miðast við þeg- ar táskór komu til sögunnar, snemma á nítjándu öld. Ballettinn er um sveitastúlkuna Giselle, sem verður ástfangin af Albrecht, pilti sem dul- býr sig sem almúgamann en er her- togi og heitbundinn prinsessunni Bathilde. Hilarion skógarvörður er ástfanginn af Giselle. Hann er af- brýðissamur út í Albrecht og kemst að því hver hann er í raun og veru og segir Giselle frá því. Hún örvilnast og reynir að svipta sig lífi, en Albrecht kemur í veg fyrir það. Móðir hennar reynir að stöðva hana í dansinum, þar sem Giselle er með veikt hjarta, m.a. með því að segja henni og vinum hennar söguna um Viliurnar, sem eru andar látinna stúlkna er létust fyrir brúðkaup sitt og heitmenn þeirra höfðu svikið. Eru þær dæmdar til að dansa allar nætur. En að lokum deyr Giselle af harmi. Annar þáttur er svið Viliannna. Þær leita uppi alla þá karlmenn er í skóginn koma og hefnd þeirra er fólg- in í því að láta þá dansa unz þeir deyja af þreytu. Þannig ná þær tök- um á Hilarion, sem kemur miður sín af leiði Giselle. En er Albrecht kemur að leiðinu yfirbugaður af sorg birtist Giselle honum og þau dansa saman. Hún getur síðan verndað hann fyrir Viliunum með ást sinni og afli kross- ins. Fyrst allra dansaði Carlotta Grisi Giselle en Lucien Petipa dansaði fyrstur aðalhlutverk Albrechts. Ball- ettinn barst fljótt til Rússlands og annarra landa og er enn í dag fastur liður á dagskrá beztu ballettflokka heims. Þetta er rómantískur ballett þar sem vel fer saman dans, leikur, tón- list og myndlist. Giselle er gífurlega krefjandi ballett fyrir dansarana, sérstaklega hvað látbragðsleik varð- ar. Giselle er einn af þeim ballettum þar sem „corps de ballett" (kórinn) er nauðsynlegur og gegnir miklu hlut- verki. Sólóhlutverkin eru einhver þau erfiðustu sem til eru. Þau útheimta gífurlega tækni í dansi og látbragðs- leik. Giselle er einnig erfiður ballett fyrir áhorfendur, hinn mikli lát- bragðsleikur, þar sem orð eru táknuð með hreyfingum t.d. dansarinn vefur höndunum í hringi fyrir ofan höfuð sér, það merkir dans. Eða leggur hönd á hjartastað og bendir á baug- fingur sér, það þýðir ást, og ef hann bætir við, eins og Albrecht gerir í fyrsta þætti, að benda með vísifingri og löngutöng til himins, þá sver hann ást sina, en Giselle stoppar hann af og vill láta baldursbrá — elskar hann mig — elskar hann mig ekki — skera úr. Sýning Þjóðleikhússins er nú sú fyrsta á Giselle í heild sem við fáum að sjá. Fyrir allmörgum árum var færður upp fyrsti þáttur og dansaði Guðbjörg Björgvinsdóttir þá Giselle og einnig María Gísladóttir, sem væntanlega dansar Giselle nú á næstu sýningum. Enskir og rússnesk- ir gestaflokkar hafa sýnt okkur atriði úr öðrum þætti. Anton Dolin og John Gilpin hafa æft og stjórnað uppfærslunni nú. Þjóðleikhússtjóri segir í leikskrá: „Auðvitað er það stórviðburður, þeg- ar einn fremsti fulltrúi danslistar- innar á þessari öld, Sir Anton Dolin, sem í lifanda lífi er orðinn bæði þjóð- saga og goðsögn, kemur hér til að vinna að verki, sem hann þekkir flestum betur og hefur hafið til vegs með stórþjóðum. Og ekki hefur spillt að honum til aðstoðar hefur verið einn fremsti dansari okkar tíma, John Gilpin.“ Þetta er í annað skipti, sem við fáum að njóta Dolins hér. Áður kom hann hingað 1976 og setti þá upp „Pas de Quatre" með íslenska dansflokknum á Listahátíð. Alicia Markova og Anton Dolin dönsuðu að- alhlutverkin í Giseile fyrst 1. janúar 1934 með Sadler’s Wells Ballet í London og endurvöktu hann til vegs og virðingar. Dolin á svo litríkan feril að baki að einsdæmi er. Að fá slíkan mann hingað er örvandi fyrir dansar- ana. Þeir félagar hafa unnið þrek- virki, því sýningin er svo vel færð upp að í henni er ekki að sjá neitt auka- hlutverk. Leikmynd og búningar eftir Willi- am Chappel eru í fullu samræmi við sýninguna. Eins er lýsing Kristins Daníelssonar í fyrsta þætti góð. Förðun skiptir miklu máli í ballett- sýningu og er hún ágæt, þó að glimm- er á kinnum Myrthu drottningar kæmi illa út. 10 hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Stefánssonar leika undir. Vantar þar tilfinnanlega blásturshljóðfærin. Sýningin tókst með eindæmum vel, allir lögðust á eitt. Hópatriðin í fyrsta þætti þar sem leikarar, dans- arar úr íslenska dansflokknum, nem- endur úr Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins og eini erlendi dansarinn í sýn- ingunni, Skotinn Ian Stewart, skiluðu sínu með ágætum. Einkum vil, ég nefna Örn Guðmundsson sem Hilar- ion, Sigmund Örn Arngrímsson sem Wilfrid og Þóri Steingrímsson sem Hertogann af Kúrlandi, túlkun þeirra var mjög góð. „Pas de Deux“ (ungt bændafólk) dönsuðu Ólafía Bjarn- leifsdóttir og Einar Sveinn Þórðar- son, sem dvalið hefur við nám í School of American Ballet í New York síðan 1978 að ráði Helga Tóm- assonar. Einar er mjög efnilegur dansari, hann hefur allt til brunns að bera, sem ballettdansari getur óskað sér. Á hann án efa glæsilega framtíð fyrir í sinni listgrein. Ólafía hefur um árabil dansað með íslenska dans- flokknum og oft sýnt góða hluti en núna vann hún stóran sigur. Þeim var ákaft fagnað á frumsýningu. 1 öðrum þætti, þar sem reynir mik- ið á „corps de ballet“, sást greinilega í beinum línum og nákvæmni hve sýningin er vel æfð. Guðrún Pálsdóttir sem Moyna og Ingibjörg Pálsdóttir sem Zulme stóðu sig vel, sem leiðandi Viliur. Guð- munda Jóhannesdóttir hefur verið einn traustasti dansari okkar undan- farin ár, þetta er hennar stærsta hlutverk til þessa. Hún var mjög góð og túlkaði Myrthu drottningu af ís- kulda. Sakleysi, gleði, hryggð, vitfirru, ást og fleira, allt þetta, fyrir utan öryggi í danslistinni, verður dansari, sem tekur að sér að dansa Giselle, að geta túlkað. Ásdís Magnúsdóttir er einn af okkar beztu dönsurum. Hefur alltaf unnið hér heima og gengið í gegn um öll tímabil íslenska dansflokksins. Hún hefur sýnt á sér margar hliðar t.d. dansaði hún tófuna í Tófuskinni og Cerrito í „Pas de Quatre“. Túlkun hennar á Giselle er það langbezta sem hún hefur sýnt. Nær hún einkar vel fyrsta atriði í fyrsta þætti, nær vel að sýna sakleysi og feimni þorpsstúlkunnar, einnig er túlkun hennar í öðrum þætti mjög góð. Danstæknilega stóð hún sig með ágætum og er ástæða til að óska henni til hamingju með glæsilegan listsigur. Við bjóðum velkominn enn einu sinni Helga Tómasson, hún er okkur mikils virði, tryggðin, sem hann sýnir með áhuga sínum og hjálpsemi í garð danslistarinnar hér. Það eitt að Helgi kemur heim til að dansa er viðburður hverju sinni. Hann á svo sannarlega hug og hjörtu íslenskra áhorfenda. Túlkun hans á Albrecht er eitt af þeim hlutverkum, sem hann hefur dansað víða um heim og hlotið lof- samlega dóma fyrir. Pavlova ráðlagði dönsurum: „Takið aldrei æfingarsal- inn inn á svið.“ Þetta gætu verið ein- kunnarorð Helga, því túlkun hans er svo eðlileg að maður gæti hugsað sér að hann þyrfti ekkert að æfa eða hafa fyrir þessu. Helgi hefur alla þræði danstækninnar í hendi sér og er glæsilegur í túlkun sinni í Albrecht. í lok sýningarinnar voru aðstand- endur hennar kallaðir fram hvað eft- ir annað, svo varla hefur maður orðið vitni að öðru eins, þó kalla ballett- áhorfendur hér ekki allt ömmu sína í þeim efnum. En nú var ástæða til að rísa úr sætum og hrópa bravo, eins og gert var. Að lokum vil ég þakka Sveini Einarssyni Þjóðleikhússtjóra. Bjartsýni hans og trú á tslenska dansflokknum er forsenda fyrir þess- ari frábæru sýningu á Giselle. Hrúgið þeim í kös hjá Verdum og Ypres Leiklist Jóhann Hjálmarsson læikfélag MR sýnir á Ilerranótt: (), þetta er indælt stríð Eftir Charles (’hilton, Joan Little- wood, Theatcr Workshop. Þýðandi: Indriði G. Þorsteinsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Söngva æfði: Edda Þórarinsdóttir. Ljósamaður: Iljálmar Theódórsson. Tæknimenn: Ásgeir Valur Snorrason og Ásgeir Eggertsson. I’íanóisti: Rúnar Emilsson. Skraparótarpredikun: Ásgeir Valur Snorrason. 0. þetta er indælt stríð fjallar um sóun mannslífa í fyrri heims- styrjöldinni. Carl Sandburg orti: lllaóid upp valköst vió Waterloo og Austerlitz, Verpió þá moldu ou gefíd mér lóm: Ég er graa og ég græ yfir allt. Oj» hlaóió þér líkunum hátt við íiettysbur^ oj» hrújfió þeim í kös hjá Verdun og Vpres. Verpid þau moldu og veitid mér tóm. Tvö ár, tíu ár, og rcrðalangur spyr fylj»darmann: Hvar erum við nú? Ilvaóa staður er þetta? Ég er gra-s. (iefið mér tóm. ((•ras í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.) Til þess að ekki' sannaðist að grasið hefði rétt fyrir sér sömdu þau Charles Chilton og Joan Littlewood í Theater Workshop Ó, þetta er indælt stríð. Theater Workshop var staðsett í úthverfi London og því var ætlað að vera leikhús alþýðunnar, kynna verka- mönnum list leikhússins og vekja þá til andmæla og kannski upp- reisnar gegn samfélagslegu órétt- læti. Svo fór engu að síður að það voru einkum borgararnir sem sóttu Theater Workshop; í stað lú- inna erfiðismanna voru sætin full af innifölum menntamönnum. Það kom ekki í veg fyrir að Theater Workshop kom ýmsu góðu til leið- ar, m.a. Ó, þetta er indælt stríð. Ó, þetta er indælt stríð er kennsluleikrit um fáránleika styrjalda, heimsku foringja sem stjórna stríðinu og lævísi þeirra sem standa á bak við stríðsæs- ingarnar og græða á öllu saman. Verkið er einfalt, en áhrifamikið. Undir stjórn Þórhildar Þor- leifsdóttur hefur sýning Herra- nætur orðið óvenju vel heppnuð skólasýning. Ekki verður gert upp Leikhópur Herranetur MR á milli einstakra leikenda þvi að allir stóðu þeir sig með prýði. Söngvararnir sem Edda Þórar- insdóttir æfði eru fyrirferðarmik- ill þáttur verksins og nutu sín ein- staklega vel. Þórhildur Þorleifs- dóttir er leikstjóri kunn af góðu, hugkvæmni og lifandi leikstjórn. Hér hefur hún enn einu sinni bætt rós í hnappagatið. Krakkarnir voru fullir leikgleði og mikill kraftur í túlkun þeicra og söng. Indriði G. Þorsteinsson þýddi á sínum tíma Ó, þetta er indælt stríð. Að þeirri þýðingu verður ekki fundið, enda er hún við hæfi og flestir söngtextarnir orðaðir af sæmilegum hagleik. Textarnir eru að vísu langt frá því að minna á skáldlegt innsæi Sandburgs og Magnúsar en það má vel raula þá eftir á, að minnsta kosti í rútu. Eg skal hreinskilnislega játa að þessi sýning kom mér á óvart. Það er ótrúlegt hve unnt er að ná langt með áhugasömu fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.