Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
Lítil skemmtun er FH lagði
KA léttilega að velli
FH VANN öruggan sigur á KA í 1.
dcildinni í handknattleik fyrir nord-
an á sunnudaginn. Lokatölur urdu
30—23, eftir að staðan hafi verið
jöfn, 13—13, í hálfleik.
í upphafi voru FH-ingar mun
ákveðnari og eftir tíu mínútna leik
voru þeir komnir með fjögurra
marka forystu, 8—4. KA-menn gáf-
ust ekki upp og er tuttugu mínútur
voru liðnar af leiknum náði Krlingur
Kristjánsson að jafna, 9—9. Síðan
var jafnt á öllum tölum upp í 13—13
eins og staðan var í hálflcik. Seinni
hluti hálfleiksins var nokkuð spenn-
andi, en ekki að sama skapi vel leik-
inn.
Hafi einhver gert sér vonir um
áframhaldandi spennu í leiknum
var því ekki að skipta. FH hafði
algera yfirburði í síðari hálfleik
og náði á tímabili níu marka for-
ystu. Þeir skoruðu tvö fyrstu mörk
hálfleiksins. KA minnkaði mun-
inn niður á eitt mark, en FH svar-
aði með þremur mörkum í röð og
var staðan þá orðin 18—14. Krist-
ján Arason skoraði 19. mark FH
ST 23:30
og Valgarður Valgarðsson það 20.
áður en Friðjón Jónsson skoraði
17. mark KH. Næstu mínútur gekk
hvorki né rak hjá heimamönnum,
sem klúðruðu hverri sókninni af
annari, mörgum hverjum mjög
klaufalega og FH skoraði sex
mörk í röð. Staðan breyttist því í
15—17 og stórsigur FH var í höfn.
KA náði að laga stöðuna aðeins
fyrir leikslok, en eins og áður
sagði sigraði FH með 30 mörkum
gegn 23.
Munurinn á liðunum var mjög
mikill í leiknum, KA-menn virtust
ekki hafa nóg úthaid er líða tók á
og FH-ingar, með hina sterku
skyttur Kristján Arason og Hans
Guðmundsson í fararbroddi, réðu
lögum og lofum á vellinum. KA-
mönnum gekk mjög illa að hemja
þessa tvo og þeir félagar áttu
einnig góðan leik í vörninni. KA-
vörnin var oft og tíðum eins og vel
smurð vængjahurð, sem FH-ingar
fóru í gegn um að vild og var Að-
alsteinn Jóhannesson ekki öfunds-
verður að þurfa að standa í KA-
markinu fyrir aftan slíka vörn.
KA-menn geta þó þakkað Aðal-
steini fyrir að tapa ekki enn
stærra, því hann varði með ágæt-
um í leiknum og er sá eini í liðinu
sem á hrós skilið. Dómarar voru
Jón Friðsteinsson og Hjálmur Sig-
urðsson.
Mörk KA: Þorleifur Ananíasson
5, Sigurður Sigurðsson 4, Friðjón
Jónsson 4, Jóhann Einarsson 4,
Erlingur Kristjánsson 4, 3 víti,
Magnús Birgisson 2.
Mörk FH: Kristján Arason 9, 1
víti, Hans Guðmundsson 7, Guð-
mundur Magnússon 6, Valgarður
Valgarðsson 3, Sveinn Bragason 2,
Sæmundur Stefánsson, Pálmi
Jónsson og Finnur Árnason eitt
hver.
Víti í súginn: Aðalsteinn varði
eitt víti frá Kristjáni Arasyni.
• Kristjin Arason, stórskyttan úr FH, skoraði 9 mörk gegn KA norður á
Akureyri.
Einkunnagioím
Lið KA:
Aðalsteinn Jóhannsson 8
Krlingur Kristjánsson 4
Sigurður Sigurðsson 4
Þorieifur Ananíasson 5
Friðjón Jónsson 5
Jóhann Kinarsson 5
Magnús Birgisson 4
Aðrir léku of lítið.
Lið FH:
Haraldur Kagnarsson 4
Gunnlaugur Gunnlaugsson 5
Sæmundur Stefánsson 6
Kristján Arason 8
Sveinn Bragason 4
Guðmundur Magnússon 6
Pálmi Jónsson 4
Finnur Árnason 5
Hans Guðmundsson 7
Valgarður Valgarðsson 6
Bayern og Köln
eru efst og
jöfn í þýsku
deildarkeppninni
BAYKRN Munchen og FC Köln eru
efst og jöfn í þýsku deildarkeppninni
í knattspyrnu eftir umferð helgar-
innar, en bæði liðin unnu góða sigra.
Bayern fékk Borussia Dortmund í
heimsókn og sigraði 3—1. Sá sigur
var alls ekki öruggur og það var ekki
fyrr en á 80. mínútu að Paul Breitn-
er skoraði úr víti og breytti stöðunni
úr 1 — 1 í 2—1 fyrir Bayern. Dieter
llöness hafði náð forystunni fyrir
Bayern, en Manfred Burgsmuller
jafnaði. Höness skoraði svo þriðja
mark Bayern rétt fyrir lcikslok. Úr
slit leikja urðu annars sem hér segir:
Armenia — FC Núrnberg 2—0
B. Leverkusen — FC Kaisersl. 0—1
Darmst. 98 — E. Braunschweig2—3
Werder Bremen — Karlsruhe 2—1
Duisburg — Hamburger SV 1—2
Stuttgart — Frankfurt 5—2
Mönchengl.bach — FC Köln 0—2
B. Múnchen — Bor. Dortmund 3—1
Bochum — Dússeldorf 3—0
Köln vann afar athyglisverðan
sigur á útivelli gegn Borussia
Mönchengladbach og liðið veitir
Bayern, HSV og hinum toppliðun-
um geysiharða keppni. Ekkert
mark var skorað í fyrri hálfleik,
en Engel og Littbaski skoruðu í
síðari hálfleik og tryggðu Köln
bæði stigin.
HSV sótti botnliðið Duisburg
heim og vann mun öruggari sigur
en 2—1 gefur til kynna. Yfirburðir
HSV voru miklir og þeir Willy
Hartwig og Manfred Kaltz komu
liðinu í 2—0. Slökuðu HSV-menn
síðan á og Rudi Seliger tókst að
minnka muninn fyrir Duisburg
undir lok leiksins.
Stuttgart er heldur betur að
rétta úr kútnum, liðið fékk
Frankfurt í heimsókn og gersigr-
aði gestina í miklum markaleik.
Kelsch náði forystunni fyrir
Stuttgart í fyrri hálfleik, en
Nachtweih jafnaði fyrir hlé. Diet-
er Muller endurnýjaði forystu
Stuttgart fyrir leikhlé og í síðari
hálfleik skoruðu Kelsch, Allgower
og Reichert. Stuttgart leiddi því
5—1 þar til undir lok leiksins, er
Harald Nickel náði að rétta aðeins
úr kútnum fyrir Frankfurt.
Atli Eðvaldsson og félagar hjá
Fortuna Dusseldorf áttu enga
möguleika gegn Bochum og liðið
er enn í nokkurri fallhættu.
Bochum-mörkin urðu þrjú áður en
upp var staðið, en Atli og strák-
arnir náðu ekki að svara fyrir sig.
Staðan í deildinni er nú þessi:
Haycrn Miinchen 24 16 2 6 59:35 34
K Koln 25 14 6 5 4X:21 34
llamburgcr SV 24 13 7 4 67:31 33
Bor. Mönchongl. 25 II 8 6 46:37 30
Werder Bremen 23 II 7 5 39:34 29
Hor. Dortmund 25 12 4 9 44:32 2X
KC Kai.MT.slautcrn 24 9 X 7 49:45 26
Kintr. Hraunschwcig 24 13 0 II 4X:44 26
VFB Stuttgart 23 9 6 X 3X:37 24
Kintr. Frankfurt 25 II 2 12 61:58 24
VFL Hochum 24 X 7 9 35:34 23
F(' Nurnberg 25 9 4 !2 39:54 22
Karlsruhc Sí' 23 7 5 II 3X:43 19
Fortuna Dusseld. 25 6 7 12 39:58 19
Hayer Ix'verku.sen 23 6 5 12 29:51 17
Arminia Bielefeld 24 6 5 13 24:38 17
Darmstadt 9X 25 4 X 13 32:58 16
MSV Duisburg 25 6 3 16 32:57 15
Ágæt frammistaða
Oskars og Odds
„Kg FÓR med þá von í brjósti að
verða í einu af þremur efstu sætun-
um, en það tókst ekki. Kg er senni-
lega enginn innanhússkastari, betur
gengur utanhúss, og það skiptir öllu
máli hvernig ég stend mig á utan-
hússmeistaramóti handarískra há-
skóla í sumar, “ sagði Óskar Jak-
obsson frjálsíþróttamaður úr ÍR í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Oskar varð fjórði á innanhússmeist-
aramóti bandarískra háskóla, sem
fram fór í borginni Pontiac í Michig-
an um helgina. Óskar varpaði 19,37
metra, og vann til þess heiðurstitils,
sem bandarískir kalla „All-Americ-
an“.
„Oddur Sigurðsson vann einnig
til þessarar viðurkenningar, þeir
stóðu sig með miklum sóma í
boðhlaupinu, urðu fimmtu á
3:12,22 mínútum, sem er nýtt
skólamet," sagði Óskar. Það gerir
frammistöðu Texas-sveitarinnar
Oddur Sigurðsson
athyglisverðari, að þegar til móts-
ins kom, hafði hún næstlakasta
árangur 35 boðhlaupssveita, sem
þar voru mættar.
Þá varð félagi Óskars, Kelly
Brooks, sjötti í kúluvarpinu með
19,22 metra og samtals urðu því
sex frjálsíþróttamenn af 13 frá
Texas „All-American“ á mótinu,
sem þykir góð frammistaða. Þriðji
kúluvarparinn frá Texas náði lág-
marki til mótsins, en komst ekki í
úrslit. Sigurvegari varð Mike Leh-
man með 20,50 metra, annar Kev-
in Atkins með 19,72 og þriðji Aug-
ust Wolf með 19,62. Atkins og
Lehman eiga báðir yfir 21 metra í
kúluvarpi og hafa báðir varpað yf-
ir 20,50 innanhúss í vetur. Alls
kepptu 27 kúluvarparar á mótinu.
Frjðlsar flirðltlr
• Dieter Sex skoraði mark í stóraigri Stuttgart gegn Frankfurt.