Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri á fundi í KEA: Framkvæmdir hljóta að stöðvast, er yfirstand- andi verkefnum lýkur - verði verðbólga og vaxtakjör svo óhagstæð sem nú „VERÐBÓLGAN setur eins og und- anlarin ár mikið svipmót á allar veltutölur og veldur sívaxandi erfid- leikum í fjármögnun rekstrarins og fjármögnun framkvæmda. Fram- kvæmdir hljóta að stöðvast að miklu leyti eftir að lokið er yfirstandandi verkefnum, verði verðbólga og vaxtakjör svo óhagstæð sem nú. Jafnframt kalla vaxtakjörin á sér stakar hagræðingaraðgerðir f rekstri félagsins." Þetta voru niðurlagsorð Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra KKA á nýafstöðnum félagsfundi í Kaupfélagi Eyfirðinga. Á fundinum lýsti Valur Arn- þórsson því að samkvæmt bráða- birgðatollum hefði velta félagsins á síðasta ári numið 770,8 milljón- um króna. Árið 1980 var veltan 508,8 milljónir króna, svo að aukn- ing milli ára varð 51,5%. Frá þessu er skýrt í nýútkomnum Sambandsfréttum, en þar segir ennfremur: Veltuaukningin er nokkuð mis- jöfn eftir greinum. í verslun er hún 56,8%, í iðnaði 57,4%, í þjón- ustu 66,4% og í sjávarútvegi 60,9%. I vinnslu og sölu landbún- aðarafurða var hún þó áberandi lægst, eða 34,2%, sem þó er eðli- legt miðað við ríkjandi aðstæður, þar sem búvöruframleiðsla hefur farið minnkandi í kjölfar kvóta- kerfis og kjarnfóðurskatts. Laun og launatengd gjöld hjá félaginu námu 101,9 millj. kr., og eru laun sláturhússreiknings þá ekki meðtaiin. Hækkun launa- kostnaðar á milli áranna er 50,1%. Vörubirgðir félagsins í árslok í verslun, iðnaði og þjónustu námu 62,7 millj. og hækkuðu um 43,2%. Nettó fjárfestingar félagsins á árinu námu 23,3 millj. Á móti þeim fékk félagið ný fjárfest- ingarlán að upphæð 13,7 millj., en greiðslubyrði afborgana og vaxta af eldri lánum var 15,4 millj. Opinber gjöld og innheimtur fyrir ríkissjóð námu 39,3 millj. á árinu. Fjölmenn leit að tveimur skátastúlkum MIKIL leit var gerð að tveimur 15 ára gömlum skátastúlkum á Hellis- heiði á laugardagskvöld og aðfara- nótt sunnudags. Stúlkurnar fundust um klukkan 2.30 um nóttina og höfðu þá búið um sig inni í stein- byrgi á heiðinni. Þær voru kaldar eftir 16 tíma hrakninga, en voru fljótar að ná sér og varð ekki meint af volkinu. Mikill fjöldi leitarmanna úr björgunarsveitum SVFÍ, Flug- björgunarsveitinni og Hjálparsveit- uni skáta tók þátt í leitinni frá því um klukkan 22.30 og voru þeir ýmist á bílum, vélsleðum, skíðum eða fót- gangandi. Þyrla Landhelgis- ga'/lunnar var einnig kölluð til að- stoðar. Þá leitaði sporhundur með leitarmönnum og átti hann 60 metra eftir ófarna að byrginu er menn á vélsleðum komu að stúlkunum. Stúlkurnar fóru með áætlun- arbifreið frá Umferðarmiðstöð- inni klukkan 8 á laugardagsmorg- un og ætluðu síðan að ganga frá þjóðveginum ofan við Hveradali í skátaskálann Jötunheima inni á heiðinni. Fljótlega eftir að þær lögðu af stað jókst snjókoman og hvessti, en eftir að hafa hugsað ráð sitt ákváðu stúlkurnar þó að halda áfram. Þær mættu eldri skáta á skíðum eftir talsverða göngu. Hann lánaði þeim áttavita, sýndi þeim stefnuna á skálann og loks lánaði hann þeim tvo álpoka. Enn bætti í veðrið og stúlkurnar villtust af leið. Þær komu að steinbyrginu um hádegisbilið, en héldu áfram eftir nokkra hvíld þar. Ekki tókst þeim að finna réttu leiðina og er þær komu á ný að byrginu ákváðu þær að láta fyrir berast þar þangað til þeim bærist hjálp. „Veðrið var orðið mjög vont og okkur var orðið kalt,“ sögðu stúlk- urnar, þær Sigurveig Halldórs- dóttir og Steinunn Sveinsdóttir, sem báðar eru 15 ára gamlar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við þéttum byrgið með snjó að utan og bjuggum síðan um okkur í svefnpokum og álpokum. Okkur hlýnaði lítið og fórum því í sama poka og sungum allt sem við kunn- um að syngja; skátasöngva og aðra söngva, til að reyna að halda á okkur hita. Um kvöldið tókst okkur síðan að sofna og vöknuðum ekki fyrr en við drunur vélsleð- anna er björgunarmennirnir komu. Þá höfðu þeir farið einu sinni rétt framhjá okkur, en við heyrðum ekki til þeirra. Við erum mjög þakklátar öllum þeim, sem leituðu okkar, og Helga Grímssyni, skáta í Landnemum, sem lánaði okkur álpokana og áttavitann," sögðu þær Steinunn og Sigurveig að lok'um. Steinunn Sveinsdóttir og Sigurveig Halldórsdóttir voni fljótar að jafna sig eftir hrakningana á heiðinni. (Ljósm. Kristján.) % 3U ' l- * 1 ... nrfe-. 1 zjit18 * itii 11ji3 r.l " • 4;' 1 ~. « mxi ,n 'ifi WfgZzr “ S sr j "X /r~a»r ~ i fk _3 ' _ . ffn "TM «,'-“• «■£ mil ■■ , V- I trr 7. ... ■'iiSc c ! !_ á: ;í:< ) ■> i li y 75.; ijÞn --•*—1*1 IV “1 I—, m£5£r*\ ^‘C'/’ A. f'J 4. __., sý' — k w----------------------- L ■■ < ■ " ,J(A> ■ .. é/S/Í0 =■ : .-viPöowoopoeSf-6^ r*1'ty • c / r 'lfö? t l. . ©~ * íbúðabyggð í Ártúnsholti Lóðaúthlutun í Ártúnsholti og Suðurhlíðum: Umsóknarfrestur rennur út þann 19. þessa mánaðar - áætluð gatnagerðargjöld á meðal einbýlishús um 150.000 NÍJ IIAFA á vegum borgarinnar verið auglýstar lóðir til úthlutunar í efsta hluta Huðurhlíða og Ártúns- holti. I Suðurhlíðum er um að ræða 4 einbýlishúsalóðir, 17 raðhúsalóð- ir með aukaíbúðum sumum hverj- um og atvinnustarfsemi á tveimur þeirra. í Ártúnsholtinu eru einbýl- ishúsalóðirnar 134, raðhúsalóðirn- ar 61 og íhúðir í fjölbýlishúsum 70. Einbýlishúsalóðirnar í Ártúnsholt- inu eru ferns konar og öll raðhúsin tveggja hæða. llmsóknarfrestur er til lostudagsins 19. þessa mánaðar. Reiknað er með því að gatnagerð- argjöld á meðal einbýlishúsi á þessum svæðum eftir hækkun byggingarvisitölu um næstu mánaðamót verði um 150.000 krónur. Gert er ráð fyrir því að lóðirn- ar í Suðurhlíðum verði bygg- ingarhæfar upp úr miðju þessu ári, það er götur malbikaðar og allar lagnir tilbúnar. í Ártúns- holtinu er gert ráð fyrir því að lóðirnar verði byggingarhæfar að hluta til seint í haust, en ekki er gert ráð fyrir því að bygg- ingar hefjist almennt þar fyrr en vorið og sumarið 1983. Stafar það að hluta til af því að fjár- veitingar til framkvæmda hafa verið skornar niður og einnig af því að á svæðinu eru miklar upp með uppgreftri frá öðrum gryfjur, sem ætlunin er að fylla stöðum á svæðinu. Sá hluti þessa uppdráttar, sem er ofan línunnar, er það svæði, sem nú kemur til úthlutunar í Suðurhlíðum. Prófkjörið í Grindavfk: Sjálfstæðisflokkurinn fékk 100 atkvæðum fleira en við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar SAMEIGINLEGT prófkjör allra flokka í Grindavík fór fram um heig- ina og hlaut Hjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði, 315, sem er 100 at- kvæðum meira en í síðustu sveitar- stjórnarkosningum. Alls kusu 690 manns. Alþýðuflokkurinn hlaut sam- tals 159 atkvæði, Framsóknarflokk- urinn 154 atkvæði og Alþýðubandal- agið 62. „EG er að sjálfsögðu mjög ánægð með þann stuðning, sem ég fékk í prófkjörinu um helgina, en mest er ég ánægð með það mikla fylgi, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í prófkjörinu, en flokkurinn fékk 315 atkvæði og er það ná- kvæmlega 100 átkvæðum fleira, en flokkurínn fékk í síðustu sveita- stjórnarkosningum," sagði Olína Ragnarsdóttir, húsmóðir í Grinda- vík, þegar Morgunblaðið ræddi við hana, en hún fékk flest atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Þrjú efstu sætin á lista Sjálf- stæðisflokksins voru bindandi og þau skipa: 1. Ólína Ragnarsdóttir húsmóðir, 2. Guðmundur Krist- jánsson framkvæmdastjóri og 3. Eðvarð Júlíusson útgerðarmaður. I 4. sæti í prófkjörinu var Viktóría Ketilsdóttir skrifstofumaður og í 5. sæti Stefán Tómasson útvarps- virki. Efstu sæti Alþýðuflokksins skipa Jón Hólmgeirsson, Magnús Olafsson og Sigurður Ólafsson. Hjá Framsókn urðu efstir Krist- inn Gamalíelsson, Bjarni Andr- ésson og Gunnar Vilbergsson. Hjá Alþýðubandalaginu urðu efst Kjartan Kristófersson, Hinrik Bergsson og Helga Enoksdóttir. Leiðrétting I FRÉITT um málverkasýningu Jóns Baldvinssonar í Keflavík var sagt að hún væri í Strandgötu. Hið rétta er að sýningin er í Hafnar- stræti 28, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.