Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982
7
Plasteinangrun
ARMAPLAST
Glerull — Steinull
- ^ Armúla 16 sími 38640
£$ Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Skrifstofustarf
Trésmíöafyrirtæki í austurbæ, óskar aö ráöa
starfskraft, til starfa sem felur þetta í sér:
1. Almenn skrifstofustörf.
2. Vinnu viö bókhald.
3. Sölumennsku.
Starf þetta krefst sálfstæöis, nokkurrar reynslu
viö almenn skrifstofustörf, bókhald og sam-
viskusemi. Nánari uþþl. gefur Kristjana.
Magnús Hreggviðsson, Síðumúla 33.
Símar 86868 og 86888.
Reið-
námskeið
fyrir
fatlaða
Reiðnámskeiö fyrir fatlaöa veröa haldin viö hesthús
Fáks viö Bústaöaveg og hefjast þriöjudaginn 23.
marz. Innritun og upplýsingar í síma 33679, daglega
kl. 13—13.30 og kl. 15.30—16.00.
Hestamannafélagið Fákur.
Reiðskóli
Námskeið fyrir börn og unglinga eru að hefjast.
Aldur 8—14 ára. Námskeiðin veröa á mánudögum
til föstudags.
Mæting tvisvar í viku, 2 klst. í senn, kl. 10—12,
13.30—15.30 og 16—18.
Kennari verður Kristbjörg Eyvindsdóttir.
Börnunum veröa útvegaðir hestar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, daglega
kl. 13—13.30 og 15—15.30, sími 33679.
Fáksfélagar
Afmælis og árshátíð félagsins veröur haldin aö
Hótel Sögu 26. marz nk.
Hestamannafélagið Fákur.
Ný plata komin
í verzlanir
Bodies
Heildsöludreifing
Sttiflorhf
Sími 85742.
Utgefandi
Sími85055.
Ufmílið <
Auglýst eftir lánsfjáráætlun I ^ ^/^Oherta
L œ Amarftfgsáfecargo tihmiræðuáA&k&ídag:
fii.fl / ....
>lafur Jóhannesson ulanríkisráðherrF®^"* ÆfmSSSQÆf
'SHSSg? Hiörleife í
Þaö er hávaöasamt á stjórnarheimilinu þessa dagana.
Utanríkisráöherra og iðnaðarráðherra heyja haröa glímu í
Helguvík, hvar sá síöarnefndi beitir a-þýzkum bolabrögö-
um, er hinn fyrrnefndi kallar valdníöslu. Fjármálaráðherra
og formaður þingnefndar úr Framsóknarflokki kenna
hvorir öörum um, að lánsfjáráætlun, sem afgreiða átti fyrir
áramót, er enn í felum. Formaöur þingflokks Framsóknar
og landbúnaöarráöherra standa sitt hvoru megin Blöndu-
víglínu á Eyvindarstaöaheiöi. Og samgönguráðherra er
borinn getsökum um verzlun meö flugrekstrarleyfi í tengsl-
um viö fréttnæm flugfélagaviðskipti.
Lognið á
undan
storminum
Koppalogn hefur verið á
Alþingi viku eftir viku og
mánuð eftir mánuð þó að
vindstrekkingur hafi stoku
sinnum staðið úr herbúð-
um stjórnarandstöðu í
svefnsali rikisstjórnar.
Margt bendir nú til þess að
þetta koppalogn hafi ekki
náð til þess sjöttungs þing-
manna sem skipa núver
andi ríkisstjóm. Lengi vel
fóru litlar fréttir af þeim
heimiliserjum I stjóraar
ráðinu, sem þó munu hafa
farið fram fyrir luktum
durum, en ráðherrar
ástunduðu kappsamlega
dyggð þagmælskunnar
gagnvart fjölmiðhim og aF
menningL
Nú er smám saman að
koma í Ijós að samstaðan á
stjórnarheimilinu var nsr
eingöngu um aðgerðarleys-
ið, sem vissulega er fyrir
ferðarmesti kapítuli stjóra-
arsögunnar. Strax og ein-
stakur ráðherra hóf að erja
garðinn sinn, stóðu öll
spjót samráðherra í bak
hans. Nýjasta dæmið er
ergelsi „ekkert má gera“
ráðherrans í iðnaðarráðu-
neytinu, sem þoldi alls
ekki að utanríkisráðherra
hugsaði sér til hreyfings á
eigin starfsvettvangi. Þessi
„ekkert má gera“ ráð-
herra, sem ekki er ver við
nokkurn hhit en ákvarð-
anatöku, tók loksins
ákvörðun, sem út af fyrir
sig er bæði nýhinda og
fréttaefni, sem fólst í því
að stöðva framkvæmdir
hjá öðrum ráðberra. Þá
stóðu ekki lengur ermar
fram af höndum, heldur
hið gagnstæða.
Logninu á undan storm-
inum virðist lokið.
Atvinna hér
og annars-
staðar
Lárus Jónsson fjallar í
nýlegri blaðagrein um
meint atvinnuöryggi hér
lendis, sem hafi veikzt
verulega hin síðari misser
in, eftir að rekstraröryggi í
undirstöðuatvinnugreinum
skekk'Jst verulega með
vaxandi taprekstri og
skuldasöfnun, sem rekja
megi til rangrar stjóraar
stefnu í skattamálum, í
verðlagsmáhim og í geng-
isstýringu.
Lárus bendir á tvennt,
sem ekki hafi verið metið
réttilega, þegar farið er
ofan í saumana á meintu
atvinnuöryggi hér á landi:
• 1) þýðingu útfærshi
fiskveiðilögsögunnar í 200
míhir, sem leitt hafi af sér
hvorki meira né minna en
200 þúsund tonna afia-
aukningu bolfisks frá 1978,
þar af aukningu þorskafia
um 130 þúsund tonn eða
40%, en þessi aukning
haldi því miður ekki áfram
næstu misseri, og
• 2) dulið atvinnuleysi og
skort á fjölbreytni í at-
vinnutækifærum, sem hafi
komið fram í verulega
meirí fólksfhitningum frá
fslandi en til landsins und-
anfarin nokkur ár, þ.e.
fjöldi íslendinga á vinnu-
aldri í störfum utan land-
steina!
Grein Lárusar lýkur á
þessum orðum:
„Þegar þessi mikla og
árvaxandi auðsuppspretta
okkar íslendinga er höfð í
huga, er það þá ekki meira
en IftU kokhreysti og
hræsni að láta í það skína
að það sé nánast fyrir
kraftaverk stjóravalda að
ekki sé skráð atvinnuleysi
á fslandi í stórum stfl —
eins og í nágrannalöndun-
um? Værí þeim sömu
mönnum ekki sæmra að
spyrja sig fremur eftirfar
andi spurninga:
• 1. Hvers vegna þverr
vöxtur þjóðarframleiðsl-
unnar á sama tíma og þessi
aflaaukning verður, svo
sem fram kemur á með-
fylgjandi mynd?
• 2. Hvers vegna „sígur“
kaupmáttur launa beimfl-
anna eins og formaður
Verkamannasambands ís-
lands og Dagsbrúnar orðar
það?
• 3. Hvers vegna er undir
stöðugreinum atvinnulífs-
ins fieytt dag frá degi með
auknum lántökum innan-
lands og utan?
• 4. Hvers vegna aukast
erlendar skuldir þjóðarinn-
ar hríkalega þótt gífúrlegur
samdráttur sé í orku- og
stóriðnaðarframkvæmd-
um?
Hvað hefur okkur ís-
lendingum orðið úr þeim
stórfellda búhnykk sem er
verðmætisaukning sjávar
vöruframleiðshinnar und-
anfarín ár? Getum við
bjargað okkur næstu ár
með nýrrí 200 mflna fisk-
veiðilögsögu.
Því miður liggur svarið
við þessum spurningum í
þeirrí bláköldu staðreynd
að við íslendingar höfum
búið við afturhaldssömustu
stefnu í efnahags- og at-
vinnumálum sem um getur
á Vesturlöndum frá 1978
— þann tíma sem Alþýðu-
bandalagið og framsókn-
armenn hafa haft tögl og
hagldir í stjórn landsins.
Þar liggur hundurínn graf-
inn “
BORGAR SIGAÐ LESA LENGRA!
Við erum nú þegar einkaumboðs-
menn tveggja stórfyrirtækja á sviði fram-
leiðslu átekinna myndbanda, Intervision
og VCL, og getum boðið yfir 300 titla
fyrir öll þrjú kerfin: VHS, V-2000 og
Betamax.
Við kaup á myndböndum frá okkur
færð þú í hendur fullkomlega löglegt
efni, en myndböndin eru sérstaklega
númeruð og merkt með heimild um
alhliða dreifingu á íslenskum markaði.
Höfundarlaun eru þannig greidd og
fylgja full leigu-skipta- og söluréttindi
myndböndunum.
Gerðu svo vel og settu þig í sam-
band við sölustjóra okkar, Hermann
Auðunsson, sem mun fúslega veita þér
allar upplýsingar um titla úrvalið,
afgreiðslumöguleika og verð sem okkur
virðist vera meira en helmingi lægra en
hjá öðrum seljendum löglegra mynd-
banda.
LAUGAVEGI10 SÍMI: 27788