Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.03.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1982 23 Hálf vængbrotið lið KR átti enga möguleika gegn Fram 79:95 FRAM sigraði KR örugglega 95—79 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöldið, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 42—31. Öruggur sigur og óþarfi að eyða mörgum orð- um í gang leiksins. KR lék án Stew- art Johnson og missti auk þess Ag- úst Líndal út af illa meiddan í síðari hálfleik. Það skipti þó ekki sköpum, sigur Fram var aldrei í hættu. Sem fyrr segir, var sigur Fram allan tímann mjög öruggur, stað- an eftir 10 mínútur var 24—13 og í hálfleik var staðan 42—31. Fram náði síðan 20 stiga forystu í upp- hafi síðari hálfleiks og skipti engu þó að Bracey væri kominn með fjórar villur strax í fyrri hálfleik og gat ekki beitt sér í vörninni sem skildi, hittni KR-inga stóð hittni Framara mjög á sporði og þeir bláklæddu voru auk þess miklu harðari í fráköstunum. í siðari hálfleik mátti sjá 56—36 og 68—52 er tíu mínútur voru til leiksloka. Þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka, var enn 20 stiga mun- ur, 82—62, en KR tókst að minnka muninn örlítið áður en blásið var til leiksloka. Lokatölur sem fyrr segir 95—79. Þetta var köflóttur leikur, góðir sprettir kryddaðir með ekki eins góðum sprettum. Stundum var allt saman á lágu plani, en siðan komu bara skemmtilegir kaflar og fal- legar körfur. Sem sagt bærilegur leikur. Hjá Fram var Bracey á köflum mjög góður, einkum í fyrri hálfleik, en hann fékk þá fjórar villur og hafði hægar um sig. Þorvaldur og Ómar voru mjög traustir og eftir fádæma rólegan fyrri hálfleik, rumskaði risinn Símon Ólafsson í þeim síðari, fór þá á kostum og skoraði 17 stig auk þess sem hann hirti sæg af frá- köstum. Hjá KR var Ágúst mjög góður uns hann varð fyrir slæm- um meiðslum í síðari hálfleik og Beina útsendingin átti hug leikmanna allan ÍS 98—97 í Úrvalsdeildinni á laugardag — þegar Valur vann ÞAÐ VORU ekki beint stórbrotin til- þrif, sem leikmenn Vals og ÍS sýndu I llrvalsdeildinni á laugardag. Enda e.Lv. ekki nema von. Leikurinn skipti liðin engu máli og leik- mönnum var mest í mun að Ijúka honum nógu tímanlega til að komast heim til að sjá beinu útsendinguna frá Wembley. Þrátt fyrir þetta var leikurinn æsispennandi undir lokin. Ef ekki hefði komið til kjarkleysi Inga Stefánssonar 6 sek. fyrir leiks- lok er næsta víst að ÍS hefði innbyrt sigur og slíkt gerist hreint ekki á hverjum degi í þeim herbúðum. En í stað þess að reyna körfuskot í upp- lögðu færí, gaf Ingi knöttinn út á völlinn og Valsmönnum tókst að verjast til leiksloka. Sigurinn var þeirra, 98—97. Það var fátt, sem benti til þess framan af, að ÍS myndi veita Vals- mönnum einhverja keppni og það þótt þeir síðarnefndu lékju illa. Valur hafði t.d. yfir, 16—10, eftir 5 mínútna leik, en góður sprettur ís þar sem liðið skoraði næstu 9 stig, færði þeim óvænt forystuna, 19—16. Valsmðnnum tókst fljótt að ná yfirhöndinni á nýjan leik og í hálfleik skildu 6 stig liðin að, 55—49. Mikið skorað, enda varn- arleikur nokkuð, sem ekki sást í leiknum lengi vel. ÍS hóf síðari hálfleikinn af krafti og tókst að jafna metin, 59—59. Eftir það munaði aldrei miklu á liðunum og þau skiptust á um að hafa forystuna. Valsmenn þó oftast nær yfir. Þegar aðeins 26 sek. voru til leiksloka kom Gísli Gíslason ÍS yfir, 97—96, með körfu eftir „lay-up“ en 12 sek. síð- ar hafði John Ramsey fært Val forystu með 2 stigum úr vítaskot- um. Tólf sekúndur eiga að nægja til að tryggja sér sigur, en ÍS tókst það nú ekki samt. Valsmenn leyfðu flestum leik- mönnum sínum að spreyta sig jafnt í leiknum og það gerði ÍS reyndar líka. Hins vegar segir það sína sögu um liðið og er reyndar móðgun við Úrvalsdeildina að tefla einungis fram 8 leikmönnum. Besti maður ÍS og reyndar sá langbesti var Pat Bock, sem er geysilega sterkur leikmaður og einhver sá besti, sem hér hefur leikið. Aðrir leikmenn voru sjálf- um sér samkvæmir, en bæði Arni og Gísli hafa leikið betur en þeir gerðu þarna. Þá kom Þórður Oskarsson á óvart og Bjarni Gunnar gerði margt gott í leikn- um. HJá Val báru þeir af John Ramsey, Torfi Magnússon og Leif- ur Gústafsson. Valdimar Guð- laugsson gerði fallega hluti loks þegar hann fékk að spreyta sig, en var stundum tæpur á skrefunum. í raun var mesta furða hvað þessi leikur var. Áhugi leikmanna lítill sen enginn, áhorfendur fáir, dómgæslan gloppótt, blaðamaður aðeins einn og annað eftir því. Bægslagangurinn í leikmönnum á stundum slíkur, að engu líkara var en þar færu tveir hópar kálfa úr sitt hvoru fjósinu í vorærslum í túnslakka. Stigin. Valur: John Ramsey 27, Torfi 22, Valdimar 14, Leifur 13, Kristján 9, Jón 6, Ríkharður 5, Bjartmar 2. ÍS: Pat Bock 34, Bjarni Gunnar 16, Árni 12, Gísli 10, Guðmundur 9, Ingi 8, Þórður 8. Síðari hluti ísl.-mótsins í judó: várð að hverfa af leikvelli, Guðjón Þorsteinsson byrjaði leikinn vel, Jón Sig. endaði hann prýðilega, en báðir voru slakir þar fyrir utan. Garðar átti sæmilegan leik. STIG KR: Garðar Jóhannsson 21, Ágúst Líndal 12, Guðjón Þor- steinsson og Jón Sigurðsson 9 hvor, Kristján Rafnsson og Birgir Mikaelsson 8 hvor, Páll Kolbeins- son 6, Stefán Jóhannsson 4 og Þorsteinn Gunnarsson 2 stig. STIG FRAM: Val Bracy 28, Símon Ólafsson og Ómar Þráinsson 17 hvor, Þorvaldur Geirsson 16, Við- ar Þorkelsson 10, Hörður Arnars- son 4, Lárus Thorlacius 2 og Björn Magnússon 1 stig. — gg. • Símon Ólafsson itti góðan leik með liði sínu Fram. Hér sést Símon skora körfu. Elnkunnagjðfln Lid Fram: Viðar Þorkelsson Þorvaldur Geirsson Símon Ólafsson Ómar Þráinsson Lárus Thorlacius Hörður Arnarsson Björn Magnússon Aðrir léku of lítið. 6 7 7 7 5 5 5 Lið KR: Garðar Jóhannsson Guðjón Þorsteinsson Kristján Rafnsson Jón Sigurðsson Agúst Líndal Stefán Jóhannsson Páll Kolbeinsson Birgir Mikaelsson Aðrir léku of lítið. Bjarni og Margret sigruðu í opnu flokkunum SEINNI hluti íslandsmótsins í judó fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans sl. sunnu- dag, 14. mars. Var þá keppt í opnum flokki karla, í flokk- un> kvenna og í þyngdar flokkum pilta 15—17 ára. Úr slit urðu sem hér segir: Opinn flokkur karla 1. Bjarni Friðriksson Árm. 2. Sigurður Hauksson UMFK 3. Ómar Sigurðsson UMFK, Kristján Valdimarsson Árm. Tveir riðlar voru í forkeppninni og urðu þar ýmis óvænt úrslit. Þeir Bjarni og Sigurður voru í sama riðli. Sigurður sigraði í riðl- inum og kastaði m.a. Bjarna ippon (10 stig). Hinn riðilinn vann Ómar og sigraði ýmsa þunga og sterka kappa. Tveir efstu í hvorum riðli fara i úrslitakeppni og þá náði Bjarni armiás á Sigurði og vann einnig á ippon. Konur, léttari flokkur 1. Kristín Hassing Á. 2. Sigrún Sveinsdóttir Á. 3. Birna Gunnlaugsdóttir Á. Konur, þyngri flokkur 1. Margrét Þráinsdóttir Á. 2. Eygló Sigurðardóttir Á. 3. Birgit Raschhofer Á. Piltar 15—17 ára * 45 kg 1. Viðar Utley Árm. 2. Guðmundur Sævarsson Árm. 3. Jóhann Kristmundsson UMFG -5-60 kg 1. Gunnar Jónasson Gerplu 2. Eymundur Einarsson Árm. 3. Hafsteinn Kristjánsson Árm. + 70 kg 1. Brynjólfur Sigurðsson UMFG 2. Rögnvaldur Guðmundsson Gerplu 3. Viktor Jónsson Árm., Karel Halldórsson Árm. + 70 kg 1. Árni Ingólfsson ÍBA 2. Sævar Kristjánsson Gerplu 3. Valbjörn Höskuldsson Árm. • Bjarni Friðriksson, Ármanni, sigurvegari I opnum flokki karla á judómótinu. Bjarni sigraði á ippon. Ljósm. Mbl. Þórarinn R. flokki kvenna. Þyngri flokki. Ljósm. Mbl. Þórarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.