Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Niels Jörgen Haagerup á fundi SVS og Varðbergs: Aukið pólitískt svipmót á Evrópubandalaginu — Ég tel ekki líkur á því, að aukið samstarf aðildarríkja Evrópu- bandalagsins (Efnahagsbandalags Evrópu) á sviði utanríkis- og ör- yggismála muni leiða til þess, að í náinni framtíð verði stofnað til sameiginlcgs varnarliðs á vegum bandalagsríkjanna, sagði Niels Jörgen Haagerup, sem situr á Evrópuþinginu, þingi Evrópubanda- lagsins, og er varaformaður stjórnmálanefndar þess með það sér- staka verkefni að semja skýrslu um þróun stjórnmála og öryggis- mála innan vébanda bandalagsins. Niels Jörgen Haagerup flutti erindi um pólitíska samvinnu í Evrópu og öryggismál á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs laugardaginn 20. mars sl. I upphafi máls síns minnti Niels Jörgen Haagerup á það, að 23. mars væru 25 ár liðin frá stofnun Efnahagsbandalags Evrópu. Rakti hann aðdraganda þess, að til bandalansins var stofnað. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefði huKsjónin um sameiningu átt ræt- ur að rekja til óska manna um að koma í veg fyrir aðra stórstyrjöld í álfunni ojí skipa Þýskalandi sess innan yfirríkjastofnunar. A þess- um árum var rætt um að stofna varnarbandalaj? Evrópu, en sú hugmynd leið undir lok 1954, þeg- ar henni var hafnað í atkvæða- greiðslu á franska þinginu, höfðu þó Frakkar áður verið helstu hvatamenn að stofnun slíks varnarbandalags. Evrópubúum hefði orðið ljóst, að öryggi þeirra væri best tryggt með þátttöku í NATO, sem stofnað var 1949. Mið- að við það, sem gerðist 1954, mætti ætla, að varnarbandalag sé það síðasta sem Evrópuþjóðirnar geti sameinast um, því að sam- vinna þeirra á öðrum sviðum þró- aðist áfram og 1967 var Efna- hagsbandalagið stofnað. Hugmyndasmiðir Evrópuhug- sjónarinnar voru þeirrar skoðun- ar, að pólitísk samvinna myndi leiða af efnahagssamvinnu — þetta hefur ekki gerst, sagði Haagerup. Efnahagssamvinnan hafi orðið að sjálfstæðu markmiði. Hún gekk vel fram á áttunda ára- tuginn, 1973 bættust Danmörk, Bretland og Irland í hóp stofnríkj- anna 6 og um svipað leyti varð olíuverðsprengingin. Hið 9 þjóða handalag var illa í stakk búið til að taka á sig áföllin vegna hækk- Niels Jörgen Haagerup flytur ræðu sína. unar á olíuverði með samræmdum aðgerðum. Afleiðingin hefur orðið sú, að í efnahagsmálum hafa ríkin orðið tregari til að líta á banda- lagið sem yfirríkjastofnun. Þau hafa kosið að líta sér nær og móta stefnu út frá skammtíma hags- munum sínum fremur en huga að langvinnum sameiginlegum hags- munum. Niels Jörgen Haagerup vék sér- staklega að Evrópuþinginu, en til þess var fyrst kosið með beinum kosningum 1979 og var hann þá kjörinn fyrir Venstre-flokkinn í Danmörku, sem skipar sér í fylk- ingu með frjálslyndum flokkum á Evrópuþinginu. Þar sitja 434 þing- menn og að sögn Haagerup hefur þingið ekki látið mikið til sín taka vegna skorts á pólitísku frum- kvæði og innbyrðis deilna á þing- inu. Þingmennirnir skipa sér í 6 fylkingar eftir skoðunum — frjálslyndir, íhaldsmenn, jafnað- armenn, kommúnistar, o.s.frv., en þingmennirnir sækja umboð til 60 stjórnmáiaflokka í löndunum 10, en Grikkland gerðist aðili að Evr- ópubandalaginu í ársbyrjun 1981. Haagerup sagði, að samhliða því sem dregið hefði úr áhuga á efnahagssamvinnu innan banda- lagsins hefði áhuginn á pólitískri samvinnu aukist. EPC eða European Political Cooperation, Evrópusamvinna um stjórnmál, setti nú æ meiri svip á starfsemi Evrópubandalagsins. Þessi sam- vinna hefði dafnað þrátt fyrir erf- iðleika í efnahagssamstarfinu. Evrópubandalagið væri að fá á sig pólitískt svipmót. Þjóðirnar töl- uðu ekki með einni rödd á alþjóða- vettvangi en samvinnan í alþjóða- málum væri meiri en áður. Póli- tíska samvinnan ætti ekki rætur að rekja til ákvæða í samningum heldur áhuga stefnumótandi aðila í EB-ríkjunum og aukins sam- starfs milli utanríkisráðuneyta þeirra. Minnir þetta nokkuð á þróunina á Norðurlöndunum, sagði Niels Jörgen Haagerup, en viðhorf EB-ríkjanna til utanríkis- og öryggismála eru mun líkari innbyrðis en Norðurlandanna, því af 9 aj þeim 10 eru í NATO og Irland, sem er hlutlaust, hefur ekki jafn mikla sérstöðu og Finn- land. Til marks um þróunina nefndi hann, að í síðustu ályktun frá fundi utanríkisráðherra EB- ríkjanna væri í fyrsta sinn sagt, að ráðherrarnir ætluðu að huga að pólitískri hlið öryggismála. Hvaða áhrif hefur þessi póli- tíska samvinna á stöðuna í örygg- ismálum og samstarfið innan NATO? spurði ræðumaður. Hann sagði, að við mótun stefnu á Madr- id-ráðstefnunni um öryggismál Evrópu hefðu EB-ríkin haft þann hátt á, að komast að sameiginlegri niðurstöðu á sérstökum fundi sín- um og síðan lagt hana fram á fundi innan NATO, þar sem hún hefði hlotið brautargengi. Væri þetta ekki jafn vel litið af öllum. EB-ríkin hefðu og mótað sína eig- in afstöðu til Mið-Austurlanda og deilna ísraelsmanna og Araba. Hagsmunir Bandaríkjanna og Evrópu væru ekki hinir sömu nú og 1949, þegar NATO var stofnað. Þetta leiddi til ólíkra sjónarmiða til dæmis vegna settra herlaga í Póllandi, innrásarinnar í Afgan- istan og gíslatökunnar í íran, svo að dæmi væru tekin, sem sýndu, að Evrópumenn og Bandaríkja- menn litu slökunarstefnuna — détente-stefnuna — ekki sömu augum. Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 LADA SAFÍR kr. 80.600.- LADA STATION kr. 84.500.- LADA SPORT kr. 129.800.- brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! f Verð fra kr.88.900 Góðir greiðsluskilmálar. Þorskveiði- bann báta- flotans hefst 5. apríl I»ORSKVEIÐIBANN báta- Dotans hefst þann 5. apríl næstkomandi, en ekki hinn 3. apríl, eins og gert var ráð fyrir við mörkun heildar- fiskveiðistefnunnar í byrjun ársins, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Sjávarút- vegsráðuneytinu. Þessi breyting er tilkomin vegna þess, að verkfall í upp- , hafi árs dró verulega úr afla og ennfremur hafa gæftir ver- ið slæmar eftir að veiðar hóf- ust á ný og þorskafli því minni en á sama tíma í fyrra. Eftir sem áður verður stefnt að því, að þorskafli bátaflotans á tímabilinu janúar til vertíð- arloka fari ekki yfir 155 þús- und lestir. Samkvæmt ákvörðun Sjáv- arútvegsráðuneytisins verður öllum skipum, öðrum en þeim er undir „skrapdagakerfið" falla, bannaðar þorskveiðar frá klukkan 18.00 mánudaginn 5. apríl nk. til klukkan 12.oo á hádegi þriðjudaginn 13. apríl næstkomandi. í tilkynningu ráðuneytisins segir, að það að þorskveiðar séu bannaðar merki, að hlut- fall þorsks í afla hverrar veiði- ferðar megi ekki nema meiru en 15%. Auk þess leggi ráðu- neytið sérstaka áherslu á, að á fyrrgreindu tímabili séu allar netaveiðar bannaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.