Morgunblaðið - 23.03.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.03.1982, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Steindir gluggar og kirkjubúnaður í Bústaðakirkju og Landspítalakapellu í VINNUSTOFIJ Leifs Breiðfjörð myndlistarmanns er verið að leygja síð- ustu hönd á listaverk í kirkju og kapellu, sem taka á í notkun fyrir og um páskana. Er þar um að ræða fyrsta hlutann af 56 fermetra kórglugga i Bústaðakirkju og glugga og allan kirkjubúnað, sem Leifur og kona hans, Sigríður Jóhannsdóttir veflistamaður, hafa unnið í litla kapellu í Kvenna- deild Landspítalans. Og þessa viku eru að auki til umræðu samningar við Leif um gerð stórra steindra glugga i nýja kapellu í Fossvogi. Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir að vinna í vinnustofu sinni að steinda glugganum í Bústaðakirkju. Ljósm. Mbl.: Krisiján Hinn stóri, steindi kórgluggi í Bústaðakirkju verður unninn í áföngum á 3 árum, fyrsti hlutinn settur í fyrir þessa páska og verður tilbúinn fyrir fermingarmessu í kirkjunni 4. apríl. Næsti áfangi svo á næstu jólum, sá þriðji á páskum 1983, fjórði á jólum 1983 og efstu gluggarnir á árinu 1984. Mun Leif- ur vinna verkið smám saman ásamt öðrum verkefnum, og hefur samist um mánaðarlegar jafnar afborganir til hans, sem er hag- kvæmt bæði fyrir listamanninn og söfnuðinn. Sigríður Jóhannsdóttir, kona hans, vinnur með honum að gluggagerðinni, annast blý- setninguna. Litla kapellan, sem verið er að vinna við í Kvennadeild Landspítal- ans, verður vígð á skírdag og hafa þau hjónin unnið að búnaði henn- ar, sem allur er íslenskur. Gerði Leifur lítinn steindan glugga í kap- elluna, og hannaði í framhaldi af því altari, skírnarfont og annan búnað innanstokks. En Sigríður, sem er veflistamaður, hefur ofið altarisdúk, kaleiksklæði og stólu, og mun einnig vinna hökulinn. Kapellan mun taka um 20 manns, auk þess sem aðstaða verður til sálgæsluviðtala. A sínum tíma barðist Þórunn Þorsteinsdóttir, sem iengi var deildarstjóri Fæð- ingardeildar, fyrir því, að bæna- staður yrði í nýju kvennadeildinni og átti Guðmundur Jóhannsson yfirlæknir síðan stærstan þátt í að stýra því máli í höfn. I Fossvogskapellu gerði Leifur Breiðfjörð 3 steinda glugga 1972, og fyrir tveimur árum einnig 16 litla glugga í litla 40—50 manna kapellu, sem þar var bætt við. En þrengsli eru orðin mjög mikil í Fossvogskapellunum, þar sem allt að 10 athafnir hafa farið þar fram daglega, bæði útfarir og bæna- stundir vegna kistulagninga. Þess- vegna er nú ný kapella í byggingu. Eru arkitektar Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Kr. Guðmundsson og er í ráði að Leifur Breiðfjörð vinni steinda glugga, sem eru stór- ir og miklir í þessa kapellu. En fundir eru um það í þessari viku. Steindir gluggar í breska kirkju Mikið er um að vera hjá Leifi Breiðfjörð myndlistarmanni um þessar mundir, ekki aðeins hér á landi, því honum hefur verið falið að gera tillögur að steindum glugg- um í St. Gills-kirkju í Edinborg, sem verða gerðir í minningu Rob- ert Burns. Fer Leifur utan til að fjalla um það innan skamms. Upp- haflega var verkið boðið út. 40 listamenn sendu inn tillögur, sem öllum var hafnað. Voru þá valdir úr 9 myndlistarmenn og beðnir um að senda inn myndir af verkum sínum, og hefur Leifur nú verið valinn úr þeim hópi og beðinn um tillögur að gluggunum. Herstöðvaandstæðingar á Keflavíkurflugvelli SAMTÓK herstöðvaandsta'ðinga efndu sl. laugardag til skoðunarferð- ar til Keflavíkurflugvallar. Fylgdi ís- lenska lögreglan þeim um vallar- sva-ðið. Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri þar tjáði Mbl. að hóp- urinn hefði komið á 3 langferðabíl- um og talið kringum 150 manns. — Þetta fór allt fram án skakkafalla, hópurinn kom hér um kl. 17 og dvaldi á vallarsvæðinu í hátt á aðra klukkustund. Lög- reglumaður var í hverjum bíl og við fórum með hópinn um völlinn og sýndum þeim áhugaverða staði hér, sagði lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, Þorgeir Þorsteinsson. Áður en hópurinn kom inn á vallarsvaeðið hafði hann viðkomu á H—1 svonefndu Rock- will-svæði.og þar munu einhverjir hafa rjátlað eitthvað við girðing- una og jafnvel farið yfir, en frekar var ekki aðhafst, sagði Þorsteinn og sagði ráðherra hafa fallist á þessa heimsókn herstöðva- andstæðinga og íslenska lögreglan tekið að sér að ábyrgjast að allt færi þar vel fram. Bíóhöllin sýnir „Klæði dauðans“ BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Klæði dauðans" eða „Dressed to Kill“ eins og myndin heitir á máli framleiðandans. Með aðalhlutverk fara Michael Caine og Angie Dirkinson. Myndin er sögð mjög spennandi, enda er leikarinn Michael Caine þekktur fyrir leik sinn í spennandi myndum. Myndin er gerð í sam- ráði við Samuel Z. Arkoff, fram- leidd af George Littpo Production og Brian De Palma Film. Lögreglan fylgdi herstöðvaandstæðingum á ferð þeirra um Keflavíkurflug- völl sl. laugardag. LjAsm. Júlíus. Bókasýning í Félagsstofnun Á VEGUM Bóksölu stúdenta er nú haldin bókasýning á nýjum vís- inda- og fræðiritum, sem Springer Verlag hefur gefið út. Sýningin er í hliðarsal Félagsstofnunar stúd- enta og verður opin til og með 26. marz á tímabilinu frá 10.30 til 17 daglega. Fulltrúi forlagsins, David Anderson, verður á staðnum. Sjö innbrot en litlu var stolið SJÖ innbrot voru framin í Reykjavík og nágrenni um síðustu helgi, en svo virðist sem litlu sem engu hafi verið stolið, en skemmdir unnar á nokkr- um stöðum: Brotist var inn í Breiðagerðisskóla og hurðir þar skemmdar, fyrir- tækið Varmaplast við Ármúla, „Allt“ í Fellagörðum, Nesval við Melabraut, bátinn Jón Helgason við Bátanaust og farið þar í gúm- bát, Austurborg og stolið þaðan 500 krónum og tilraun var gerð í Sindrastáli við Borgartún til að logskera upp peningaskáp, sem tókst þó ekki. Kosningar 22. maí: Breyting á sveit- arstjórnarlögum ÖRSTIJTTUR fundur var i efri dcild Alþingis á föstudag þar sem saniþykkt var breyting á sveitar- sljórnarlögum: • 1) Tilkynning um aðseturs- skipti, sem berast sveitarstjórn- um eftir að kjörskrá er samin, skal fara með sem kjörskrár- ka-rur. • 2) Kjörseðlar við kosningu sýslunefndarmanna skulu gerðir með sama hætti og kjörseðlar við hreppsnefndarkosningar, en með öðrum lit. • 3) I ákvæði til bráðabirgða segir: „Við hinar almennu sveit- arstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara 22. maí 1982, skal leggja kjörskrá fram einum mánuði fyrir kjördag, og skal hún liggja frammi í 2 vikur." Iðnaðarráðuneytið um samning Qrkustofnunar og Almennu verkfræðistofunnar: Gera þarf breytingar eigi vinna að hefjast 0 INNLENT IIÉR FER á eftir fréttatilkynning iðn- aóarráðuneytisins um satnninga Orku- stofnunar og Almennu verkfræðistof- unnar um jarðfræðirannsóknir í llelgu- vík: „Iðnaðarráðuneytið lauk hinn 18. mars sl. við athugun á samningum, sem gerðir voru milli Almennu verk- fræðistofunnar og Orkustofnunar. í framhaldi af því hefur iðnaðarráð- herra falið Orkustofnun að safna saman öllum tiltækum upplýsingum um jarðfræði, grunnvatnsrennsli og1 mengunarhættu í nágrenni Kefla- vikurflugvallar og gera tillögur til iðnaðarráðuneytisins um frekari rannsóknir er æskilegar geti talist. Þann 10. mars sl. voru gerðir samningar milli Almennu verk- fræðistofunnar og Orkustofnunar um jarðfræðirannsóknir í Helguvík í Keflavíkurkaupstað, og jarðboranir á Hólmsbergi í Gerðahreppi. Iðnað- arráðuneytið taldi nauðsynlegt að athuga lögmæti þessara samninga í Ijósi margháttaðrar óvissu varðandi skipulags- og byggingamál o.fl. í Helguvík og grennd. Hefur gagna verið aflað frá öðrum ráðuneytum og stofnunum og umrædd samninga- gerð verið metin. Niðurstöður ráðuneytisins eru þær, að samningarnir séu haldnir þessháttar annmörkum, að gera þurfi á þeim breytingar eða auka við þá, áður en Orkustofnun er unnt að hefjast handa um vinnu samkvæmt þeim. Annmarkar þessir felast m.a. í því, að greiðslur samkvæmt samn- ingunum skulu fara fram í erlendri mynt, en til þess skortir lagaheimild og er því andstætt lögum nr. 13/1979 um verðlagsmál o.fl., svonefndum Olafslögum. Áhersla er jafnframt á það lögð af hálfu ráðuneytisins, að opinberar stofnanir gangi ekki á undan öðrum og áskilji sér greiðslur I erlendri mynt í samningum við ís- lenska aðila. Þá þykir og rétt að setja í samn- ingana fyrirvara, sem fela það í sér að Almcnna verkfræðistofan hf. og viðsemjandi hennar geti ekki byggt neinn rétt á því síðar, að opinber stofnun hefur tekið að sér rannsókn- ir á hafnarstæði í Helguvík og svæði fyrir olíutanka á Hólmsbergi. í því felist engin fyrirheit af hálfu ís- lenskra stjórnvalda um að veita leyfi til byggingaframkvæmda síðar. Einnig er talið rétt að kveða á um það í samningum aðila, að verk- kaupa, Almennu verkfræðistofunni hf., sé Ijóst, að með samningunum er engin afstaða tekin til ágreinings, sem uppi er um skipulag á umrædd- um svæðum. Jafnframt er lögð sú skylda á Al- mennu verkfræðistofuna hf., að kynna hinum erlenda viðsemjanda sínum framangreint, svo og að afla leyfis réttra umráðamanna til um- ferðar um rannsóknarsvæðin. Fallist er á að Orkustofnun byrji vinnu samkvæmt samningunum, þegar Almenna verkfræðistofan hef- ur samþykkt framangreindar breyt- ingar á samningunum og viðauka við þá. Bréf ráðuneytisins til Orkustofn- unar er dagsett 18. mars sl., en var ekki sent Orkustofnun fyrr en í dag vegna framkominna krafna og ein- daga af hálfu bandaríska sjóhersins, er fram komu sl. fimmtudag, en eru nú liðnir hjá. I tilefni af ásökunum í garð iðnað- arráðherra um valdníðslu vegna at- hugunar á samningum þessum þykir rétt að taka fram, að Orkustofnun heyrir stjórnarfarslega undir iðnað- arráðherra og hann hefur eftirlits- skyldu með þeirri stofnun eins og öðrum undirstofnunum ráðuneytis- ins. Framangreind athugun og breytingar á samningunum og við- auka við þá, sem af henni leiða, sýna að slíkrar athugunar var full þörf.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.