Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 37 Landakoti. En sterk innri hvöt til listrænnar sköpunar fór sínu fram og alla ævina var hún að mála, sauma, hekla og prjóna allt fram til hins síðasta, að heilsa og kraft- ar voru á þrotum. Það gilti einu, hvort það var veggteppi, dúkur eða prjónadúkka fyrir litla ömmu- dóttur, — á öllu var sama snilld- arhandbragðið, í sterkum per- sónulegum stíl, sem gæddur var hugkvæmni og smekkvísi. Mér fannst prjónadúkarnir hennar margir hreint kraftaverk. I list- sköpun sinni fór Ingunn eigin leið- ir eins og raunar í dagfari sínu öllu og lífsviðhorfum. Hún var óvenjulega sjálfstæð í skoðunum og hélt þeim ótrauð fram, þótt þær gengju þvert á skoðanir fjöld- ans. Hún sá einfaldlega og skoðaði hlutina frá dálítið ólíku sjónar- horni því sem almennt gengur og gerist. Ingunn var afar bókhneigð og ritfær vel, orti mikið af ljóðum, sem nokkur hafa birst á prenti, mér er nær að ætla að henni nauð- ugri, svo mjög sem henni var um geð að flíka einu eða neinu af slík- um verkum. Einnig skrifað hún á síðari árum margar þykkar möpp- ur, minningar frá liðinni ævi, að- allega frá bernsku- og æskuárun- um. Þar er að finna feikimikinn fróðleik og margar skemmtilegar frásagnir og kímnisögur af atvik- um og mönnum, en Ingunn kunni vel að meta allt sem skrítið var og skemmtilegt og gat hlegið dátt og innilega, þótt sennilega sé henni rétt lýst sem alvörukonu. Þegar Ingunn var lögst á sjúkrabeð, var henni ekki annað betur gert en að lesa úr þessum minningabókum hennar. Hún hlustaði og meðtók hvert orð og upplifði í minning- unni marga þá atburði, er henni stóðu hjarta nær og hún sá nú í hillingum liðinnar tíðar. Mörgum kann að virðast það með ólíkindum að húsmóðir með þungt heimili, sjö barna hóp, og áður en nútíma heimilisþægindi voru komin til sögunnar, skyldi komast yfir allt sem Ingunn tók sér fyrir hendur, utan hinna eig- inlegu heimilisstarfa, og að við- bættu því ræktunarstarfi, sem hún vann af miklum áhuga og alúð í garðinum sínum á Fjölnisvegi 1. Enda mun það hafa verið svo í reynd, að hinum margvíslegu hugðarefnum varð ekki sinnt nema að nóttu til. Vafalaust hafa þó allir hjálpast að, ekki síst Oskar eiginmaður hennar, sem var einstakur heimilisfaðir. Börn þeirra sjö eru: Eggert forstjóri BSR, kvæntur Kristbjörgu Guð- mundsdóttur, Guðrún gjaldkeri Borgarfógeta, ógift, Þorsteinn rit- höfundur, kvæntur Sigurlaugu Bjarnadóttur menntaskólakenn- ara, Skúli lögfræðingur, sem lést árið 1969, eftirlifandi kona hans er Guðrún Ingimundardóttir, búsett á Selfossi, Oddur tvíburabróðir Skúla, fyrrum prestur, kvæntur Helgu Jónsdóttur en þau hafa slit- ið samvistum, Sólveig mennta- skólakennari, gift Sturlu Eiríks- syni forstjóra Fjölva, og Ásta Guðrún skrifstofumaður, gift Jó- hannesi Ástvaldssyni forstjóra. Barna- og barnabarnabörn eru 20 talsins. Margar sögur hafa fyrr og síðar verið sagðar af tengdamæðrum, ýmist í gamni eða alvöru, en fleiri en ekki þeim til hnjóðs. Kannski er það eins og hver önnur heppni í lífinu að „lenda á“ góðri tengda- mömmu og tengdafjölskyldu. Þá hef ég verið stálheppin, því að all- ar minningar mínar um Ingunni tengdamóður mína, sem við í dag kveðjum hinstu kveðju, eru á einn veg, — af ást og virðingu. Okkur kom frá upphafi mæta vel saman. Hún tók mér alókunnugri opnum örmum inn í fjölskyldu sína af ástúð og elskusemi, sem aldrei brást, og ég fæ ekki fullþakkað. Ótal margar bjartar og hlýjar minningar frá heimili hennar á Fjölnisveginum leita fram í hug- ann og ylja um hjartarætur nú, þegar leiðir skiljast. Við eigum henni öll, — börnin hennar og tengdabörn og barnabörn, svo margt og mikið að þakka. Sjálfri var henni alla tíð tamara að þakka , það sem henni var vel gert, fremur en að taka við þökkum fyrir það sem hún gaf öðrum. Einnig skulu þakkir færðar öll- um þeim sem veittu henni að- hlynningu og hjúkrun á meðan hún beið þess að kallið kæmi, kon- unum frá heimilishjúkrun borgar- innar, sem komu daglega á Fjöln- isveginn, þegar hún dvaldi heima, starfsliði Landspítalans og síðast en ekki síst þeim systkinum Oddi og Rúnu, sem héldu heimili með móður sinni síðustu árin og önn- uðust hana af óþreytandi um- hyggju og kærleika, sem hún vissulega átti skilið, og þeirra var von og vísa. Sem þá á vori sunna hlý sólgeislum lauka na*rir og nnikolli innan í óvöknud hlöóin hrærir, svo vermir Tögur minning manns margt eitt smáblóm um sveitir lands, frjóvgar og blessun færir. (J. Hur.) Guð blessi hina látnu merkis- konu. Siguriaug Bjarnadóttir Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar, Ing- unnar Eggertsdóttur Thoraren- sen, og þakka henni og hennar fólki órofa tryggð og vináttu í rúma hálfa öld. Allt frá því að ég kom á heimili hennar sumarið 1931, sem vinkona Guðrúnar dótt- ur hennar, hef ég verið sem hluti af fjölskyldu hennar. Ingunn var svo litríkur persónu- leiki og fjölhæf, að fágætt var. Ákaflega listræn, sama hvað var, allt lék í höndum hennar. Hann- yrðirnar urðu ef til vill mest áber- andi. Eftir nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík naut hún tilsagnar nunnanna í Landakoti, og ávaxt- aði þann lærdóm vel. Ótal myndir saumaði hún af stakri smekkvísi, litaði allt band sem til þeirra þurfti og eru þær margar mikið augnayndi, en eina uppáhalds- mynd á ég, það er vetrarmynd, nakin tré, snjór yfir öllu og öll myndin frá hvítu yfir í grátt og nær svart, iitaskilin í skuggunum á snjónum og trjánum svo blæ- brigðarík að ótrúlegt er að hægt sé að ná þeim með nál og enda. Henni lét líka vel að fara með liti, málaði t.d. margar myndir úr Fljótshlíðinni, þó ekki viti ég til að hún hafi notið tilsagnar þar. Ótaldir eru dúkarnir sem hún prjónaði, og prýða heimili vina og ættingja og margir fóru líka vest- ur um haf og allir vildu eiga. — Það var ekki einungis að allt léki í höndum hennar hvað hannyrðir snerti, heldur var hún mjög hag- mælt, þó ekki héldi hún því á lofti. Það er ótrúlegt að húsmóðir með sjö börn og mannmargt heim- ili skyldi sjá út fyrir daglegar annir og gefa sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum, og vísast er að ekki hefur svefntíminn alltaf verið langur. Skemmtilegast af öllu fannst henni, að eigin sögn, að skapa eitthvað úr engu, en þar átti hún við að rekja upp gamlar flíkur, spretta öðrum upp og lita og minnist ég þá að á stríðsárunum, þegar erfitt var að fá ýmislegt og ekki efni til að kaupa, að hún tók sig til og litaði og gerði mottur og dregla á alla stiga og ganga, allt úr fötum sem henda átti, og þar var sama smekkvísin á ferðinni. Of ómaði söngur og hljóðfæra- leikur á móti manni, þegar inní húsið var komið. Þá settist hún við píanóið ef stund gafst; eitthvert barnanna var komið heim úr skóla og beðið eftir öðrum í matinn, þá var tekið lagið, oft var sungið tvíraddað úr lögum Jóns Laxdal og fleira, og allir, sem heima voru þá stundina, tóku undir. Alltaf voru ný hugðarefni, hvert tók við af öðru, allt var áhugavert. Einn veturinn hafði hún orðið sér úti um kennslubók í rússnesku og lék sér að því að læra öll föllin. Annan vetur átti stjörnufræðin huga hennar og endalaust miðlaði hún manni, þó ekki skiluðu áhrifin sér oft fyrr en árum seinna. Mikið varð henni tíðrætt um Hlíðina sína, og var ég farin að sjá hana í dýrðarljóma, löngu áður en ég átti þess kost að líta hana aug- um, og þá var hamingjan mér svo hliðholl, að ég fékk að fylgjast með þeim mæðgum nokkra daga og upplifa hana með þeirra aug- um. Mér eru minnisstæð fyrstu áhrifin, en það var öll þessi gróska upp á heiðarbrúnir, og ég sá fyrir mér túnbleðlana fyrir vestan, tæp- ast vélgenga, og hugsaði með mér að hér hlytu allir bændur að vera ríkir. Fyrst var gist að Núpi, síðan gengið að Sámsstöðum, lækjar- sprænur vaðnar og nógur tími til að hlusta á náttúru- og sögulýs- ingar, þar sem nútíð og fortíð runnu í eitt og opnuðu fyrir mér rrýja veröld. Síðan var ferðinni haldið áfram allt inn í Fljótsdal og allsstaðar nutum við gistivin- áttu ættmenna og vina hennar og allt var sama ævintýrið og að mig minnir sól allan tímann. Ferðinni lauk svo á Móeiðarhvoli, ættaróð- ali Thorarensenanna, hjá Ástu fóstursystur hennar og Skúla og er ekki að orðlengja móttökurnar þar. Ekki má gleyma komunni að Breiðabólstað, Staðnum, æsku- heimili hennar, þar sem elskaður faðir hennar hafði þjónað um ára- bil meðfram þingstörfum. Hálf öld er langur tími, og að eiga vináttu slíkrar konu óbreytta, á hverju sem gekk, ekki sízt þegar erfiðleikar steðjuðu að, alltaf var þar skjól að fá og skilning. Sama viðmótið hvort komið var daglega eða lengra leið á milli, finna alltaf að maður var aufúsugestur. Mér finnst hún hafi verið gæfu- kona, umvafin ástúð alla tíð, varin af sínum nánustu, fyrst móður sinni og ástríkum eiginmanni, síð- an börnum og öðrum afkomendum og þeirra mökum, borin á höndum til hinztu stundar, þó enginn geti annan varið að öllu mótlæti, þá var það gert eins léttbært og verða mátti. Öll unnu þau henni, kunnu að meta hæfileika hennar og mannkosti, og gerðu allt til að hún gæti notið þeirra á sinn hátt. Það er hollt að staldra við á slíkum stundum sem i dag, og hugleiða á þessum velgengis- og fjáraflatímum, hvað það er sem gefur lífinu gildi, er það þetta kapphlaup, svo fáir gefa sér tíma til að njóta þess sem nærtækast er og hlúa að því. Kannski er dýr- mætast af öllu að hlotnast þessi ómælda vinátta, sem ég hef notið, ekki einungis frá henni, heldur öllu hennar fólki, fólki sem þekkir mann, kosti og galla og umber mann þrátt fyrir þá. Blessuð sé minning hennar. Soffia Jónsdóttir Glugginn Rýmingarsala mikil verðlækkun Glugginn Laugavegi 49 /VfoCM FRÁ tíur Kornakúnst blómapottar og vasar GRUnDIO 'Kj GÖÐ KJÖR- EINSTÖK GÆÐI LAUGAVEGID, SÍMI2 7788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.