Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 17 150. ártíð Goethes Eftir dr. Gylfa Þ. Gislason ,,Ks bildet ein Talent sich in der Stille, Sich ein ( harakter in dem Strom der Welt“. Svo mælti Goethe, snillinRur- inn, sem hlýtur ekki aðeins að teljast mestur skáldjöfur á þýzka tungu, heldur jafnframt einn ör- fárra afreksmanna vestrænnar menningar, sem kikna ekki undir því að vera nefndir ofurmenni. Hvað var það, sem gerði Goethe að því, sem hann var sam- tíð sinni, hvers vegna varð svo að segja hvert orð, sem hann ritaði, fleygt um víða veröld, hvað olli því, að hann var virtur af öllum menntuðum mönnum, tilbeðinn af vinum og elskaður af konum? Hvað veldur því, að skáldskapur hans og lífsspeki á jafnmikið er- indi til okkar, sem lifum á kald- rifjaðri kjarnorkuöld, og samtíð- armanna hans, sem mótuðust af frakkneskri upplýsingastefnu og þýzkri hugsæisstefnu? Og hvers vegna munu rit hans án efa geta orðið niðjum okkar til gagns og gleði, hvað sem kann að bíða þeirra í verkmenningu og sið- menningu? „Das erste und letzte, was vom Genie gefordert wird, ist Wahr- heitsliebe," sagði Goethe. Hann breytti eftir þessu boðorði. Goethe var sannur, sannur mað- ur. Verk hans voru hvort tveggja í senn nýtízkuleg og sigild, þau voru mótuð gullnu jafnvægi, glæstu samræmi, fögru formi. En þau voru áreiðanlega ekki aðeins árangur ósjálfsráðs innblásturs, fyrirhafnarlaust sköpunarverk guðlegrar náðargáfu, og þó vant- aði hvorki innblásturinn né náð- argáfuna. Hin æðsta snilld, svo sem hún birtist í verkum Goethes og Bachs, Shakespeares og Beet- hovens, grundvallast ekki ein- vörðungu á innblæstri eða náð- argáfu. Fegurð getur gert það — og gerir það líklega oftast. En fagurt verk verður því aðeins snilldarverk, að innblásturinn sé beizlaður af vilja, að náðargáf- unni sé beitt af andlegum þroska. Snilldarverk Goethes eru stór- kostlegt afrek, árangur andlegrar baráttu, sálrænna átaka, þar sem skuggaleg, tryllt öfl hafa verið beizluð, bætt og siðuð og knúin í þjónustu hins góða og fagra. Skáldskapur Goethes er ekki að- eins stórkostlegur vegna hins guðdómlega, sem í honum felst, heldur einnig vegna hins djöful- lega. Getur nokkrum, sem lesið hefur Faust, dulizt, að orð Meph- istopfelesar eru sprottin úr djúpi sömu sálar og orð Fausts? Goethe er jafnsannur, þegar hann mælir fyrir munn guðs og djöfulsins. Hann var jafneinlægur í ástúð sinni, tign sinni og gæzku og hann var í ástríðum sínum, ofsa sínum, hæðni sinni. Sú heiðríkja, sem yfir honum var, og það jafn- vægi hugans, sem hann bjó yfir, áttu ekkert skylt við skapleysi. Jafnvel á elliárum gat hann reiðst svo, að allt skalf í kringum hann. En þeim mun dýpri var sú ró, sem hann breiddi út frá sér, þegar hann vildi svo vera láta. Þetta tvíeðli hugans, þetta víðfeðmi persónuleikans, er eitt megineinkenni allra stórmenna. Hið góða er ekki gott nema í ljósi hins vonda, hið fagra ekki fagurt nema í krafti hins Ijóta, hið rétta ekki rétt nema vegna hins ranga. Goethe í gær, 22. mars, var 150. ártíð Goethes. — Fyrir 25 árum var haldin samkoma í hátíðarsal Háskólans, þar sem 125. ártíðar hans var minnst. Dr. Gylfi Þ. Gísla- son hélt þá meðfylgjandi ræðu, og vlll Morgunblaðið nú minnast 150. ártíðar snillingsins með birtingu hennar, þar sem hún hefur ekki áður komið fyrir al- menningssjónir. Af þessum sökum er ekki aðeins skáldskapur Goethes, hlaðinn andstæðum, heldur líf hans einn- ig. Hann, sem sagði: „Die Weis- heit ist nur in der Wahrheit," sagði einnig: „Erlaubt ist, was gefállt." Hann sagði: „Ein edler Mensch zieht edle Menschen an,“ en jafnframt: „Die Irrthúmer des Menschen machen ihn eigentlich liebenswúrdig." Sá hinn sami, sem mælti: „Grau, teurer Freund, ist alle Theorie, und grún des Lebens goldner Baum,“ sagði einnig: „Wenn ich die Meinung eines anderen anhören soll, so muss sie pOsitiv ausgesprochen werden. Problematisches hab ich in mir selbst genug.“ Og hann, sem var hamingubarn frá vöggu til grafar, orti: „Wer nie sein Brot mit Thránen ass Wer nie die kummervollen Náchte Auf seinem Bette weinend sass, lh*r kennt eurh nicht, ihr himmlischen Máchte.** Hvers virði er það mannkyni að eignast snilling eins og Goethe? Verk hans munu að sjálfsögðu lifa og reynast þeim, sem koma, eins og okkur og þeim, sem á und- an fóru, uppspretta nýrrar feg- urðar, aukins skilnings og fjórri lífsnautnar. En gildi stórmennis- ins er ekki aðeins fólgið í verkum þess, heldur einnig í því sjálfu, í því, hvernig það varð stórmenni. Náðargáfa ein nægir ekki. Þar á ofan verður að bætast sú þrot- lausa viðleitni, sem var inntakið í lífi Fausts, og barátta við þá kaldhæðnislegu lífsafneitun, sem var boðskapur Mephistopfelesar. A þennan hátt verður stórmennið okkur fyrirmynd. Snilld Goethes grundvallaðist á því, að hann fléttaði saman töfrandi skáld- skap og leiftrandi skynsemi, tengdi ljósa hugsun við ljúfan leyndardóm, batt heitar ástríður hreinu siðgæði. Af þessu megum við læra, að í farsælu mannlífi veröa skynsemi og skáldskapur að haldast í hendur, að það er jafnheilbrigt að vilja kryfja alla hluti til mergjar og láta heillast af lokkandi leyndardómi, að við getum hvorki verið án ástríðna né siðgæðis. Hin æðsta hugsjón Goethes var einstaklingsþroskinn, einstakl- ingsmenningin. Sjálfur var hann glæst fyrirmynd. Hann skildi gildi kyrrlátrar einveru fyrir efl- ingu hæfileikanna ekki síður en hitt, hvernig skaphöfnin styrkist í ölduróti lífsins. Kjarni þess, sem hann boðaði í lífi sínu og verkum er í rauninni þetta: Að við skulum reyna að vera menn, sannir menn. En minnumst jafnframt þessara orða hans: „Lass uns, geliebter Bruder, nicht vergessen, dass von sich selbst der Mensch nicht scheiden kann.“ Fjölnir hf. — nýtt útgáfu- félag í Reykjavík Fjölnir hf. — útgáfufélag var stofnað í Reykjavík sl. haust og hyggst það hasla sér völl á sviði bókaútgáfu og annarrar fjölmiðlunar. Eigendur þess eru Hreinn Loftsson laganemi, Pét- ur J. Eiríksson framkvæmda- stjóri, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson framkvæmdastjóri, Anders llansen blaðamaður og Haldur (íuðlaugsson lögmaður og er hann jafnframt stjórnar- formaður. Baldur var heðinn að greina nánar frá hinu nýja út- gáfufélagi: — Tilgangur þessa félags er hvers kyns útgáfustarfsemi og önnur fjölmiðlun og er m.a. til- greind í lögum þess útgáfa bóka, blaða, tímarita, hljómplatna og myndbanda, einnig kvikmynda- gerð og gerð annars myndefnis, en fyrsta kastið munum við ein- beita okkur að bókaútgáfu. Við höfum í hyggju að gefa út í haust 5 til 10 titla af ýmsu tagi, þýddar bækur sem íslenskar. En þótt við hefjum starfsemina með bókaútgáfu viljum við halda öðrum möguleikum opn- um og hugsanlegt er að við myndum síðar snúa okkur að öðrum verkefnum, sem ég gat um áður, því fjölmiðlun er nú að taka ýmsum breytingum og ým- islegt sem keppir við bókina, sagði Baldur Guðlaugsson. Aðspurður um hvort hann teldi að markaður væri hér fyrir enn nýtt útgáfufyrirtæki sagði Baldur Guðlaugsson að eigendur Fjölnis hf. teldu svo vera, svo framarlega sem þeim tækist að gefa út áhugavert lesefni. U f.l.YSIM, XSIMINN KR: 22480 JBorjjtmblflbib Iðnaðarbankmn -tveir áóðir sem leggja saman Dæml um nokkmvalkDSti af mörgum sem bjóóast. Hámark mánaðarlegra innborgana hjá Iðnaðarbankanum er nú 4.000 kr í öllum flokkum. Eftir 3 mánaða sparnað áttu þannig 12.000 kr. á IB reikningi þínum. Að viðbættum vöxtum þínum og IB-láni frá Iðnaðarbankanum hefurðu í höndunum kr. 24.500 til þinnar ráðstöfunar. - Þremur mánuðum eftir að þú hófst sparnað. Þetta er hámarksupphæð, en velja má aðrar lægri. Möguleikarnireru margir. Þú mátt hækka innborganirog lengja sparnað. Einnig getur þú geymt þér lánarétt þinn, - ef þér hentar. Við höfum sagt það áður, - og við segjum það enn: Þad býdur enginn annar IB-lán. BanMjþenTa sem hyggja aö framtíóinnl lönaðaitankinn Akureyri: Glerárgata 7 Hafnarfjörður: Strandgata 1 Reykjavík:Dalbraut 1, Drafnarfell 14-18 Háaleitisbraut 58-60. Lækjargata 12 Selfoss: Austurvegur 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.