Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
27
• Kristjana Aradóttir, fyrirliði FH-liðsins lyftir fslandsbikarnum hátt á loft
eftir verðlaunaafhendinguna. Bikarinn í höfn annað árið í röð hjá hinu
sterka liði FH í kvennahandknattleik. Ljósm. Emilía B.
Þráinn náði sínu
bezta í tuaþraut
Prainn Hafsteinsson frjálsíþrótta-
maður úr ÍR bætti sig um tæp 80 stig
á frjálsíþróttamóti í Alabama i
Bandaríkjunum um helgina, hlaut
7343 stig. Þráinn átti bezt 7266 stig
áður, frá 1980. A sama móti sigraði
Þórdis Gísladóttir ÍR í hástökki,
stökk 1,78 metra.
Þráinn náði ágætum árangri í
hinum ýmsu greinum þrautarinn-
ar, þó er við meiru að búast frá
honum í hástökki, stangarstökki
og 1500 metra hlaupi. Er ekki
fjarri lagi að ætla að Þráinn geti
bætt þennan þrautarárangur í um
7500 stig, og þá er orðið stutt í
íslandsmet Stefáns Hallgrímsson-
ar, sem er 7539 stig.
Fyrri dag þrautarinnar hljóp
Þráinn 100 metra á 11,6 sekúnd-
um, stökk 6,42 metra í langstökki,
varpaði kúlu 15,10 metra, stökk
1,85 metra í hástökki og hljóp 400
metra á 51,3 sekúndum.
Seinni daginn hljóp Þráinn 110
m grindahlaup á 15,6 sekúndum,
kastaði kringlu 48,06 metra, stökk
4,00 í stangarstökki, kastaði spjóti
55,34 metra og hljóp 1500 metra á
4:31,7 mínútum.
Þróttur í úrslit
Þróttur sigraði ÍS í undanrúrslit-
um í bikarkeppninni í blaki um helg-
ina með þremur hrinum gegn einni,
og eru þar með komnir í úrslit.
Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum
krafti og það gerðu reyndar ÍS-menn
líka, en frábær hávörn Þróttar stopp-
aði allar sóknir fS og sigurinn var
öruggur 15—4. í annarri hrinu kom-
ust Þróttarar i 3—0 og virtust þeir
ákveðnir i þvi að sigra örugglega
eins og í þeirri fyrstu, en ÍS jafnaði
3—3 og komst yfir 12—3 og vann að
lokum 15—12 eftir rúmlega 20 mín.
skemmtilegan leik. Næsta hrina leið
einhvern vegin áfram án þess að
nokkuð markvert gerðist og þegar
góður dómari leiksins, Björgólfur
Jóhannson, flautaði hrinuna af, var
staðan 15—7 fyrir Þrótt og staðan í
leiknum 2—1. f fjórðu hrinu komst
Þróttur í 11—1 og allt útlit fyrir að
þeir væru búnir að gera út um leik-
inn, en ÍS var á öðru máli. Með mjög
góðum kafla og mikilli baráttu tókst
þeim að saxa á forskotið og jafna
11—11, en þá tóku Þróttarar til sinn
ráða og fengu næstu fjögur stig og
unnu 15—11.
Bestu menn ÍS í þessum leik
voru þeir Friðbert Traustason og
Kjartan P. Einarsson en hjá
Þrótti þeir Gunnar Arnason og
Lárentsínus H. Ágústsson. Þess
má að lokum geta að Þróttur hef-
ur nú leikið fjörutíu leiki í röð án
taps þ.e.a.s. ef ieikirnir tveir í
Evrópukeppninni eru ekki taldir
með.
Annar leikur var í bikarkeppn-
inni um helgina og áttust þar við
Samhygð og IBV og var leikið á
Selfossi. ÍBV sigraði í jöfnum og
skemmtilegum leik með þremur
hrinum gegn tveimur (15—4,
15- 3,12-15,11-15 og 15-11) og
leika þeir því við Bjarma í undan-
úrslitunum nk. fimmtudag úti í
Eyjum. Það lið sem sigrar í þeirri
viðureign leikur til úrslita við
Þrótt og eru allar líkur á að sá
leikur verði leikinn á sunnudag-
inn.
Einn leikur var í fyrstu deild
kvenna á milli Þróttar og ÍS og
sigruðu stúdínur í þremur hrinum
16- 14, 16—14 og 15—11.
sus
FH-stúlkurnar
íslandsmeistarar
FH-stúlkurnar í meistaraflokki
kvenna í handknattleik tryggðu sér
fslandsmeistaratitilinn í handknatt-
leik á laugardag er þær sigruðu lið
Vikings i síðasta leik sínum í ís-
landsmótinu mjög örugglega 18—13.
Staðan í hálfleik var 7—6. Frekar
var leikur liðanna daufur á að horfa,
sér í lagi fyrri hálfleikurinn.
í síðari hálfleik lifnaði verulega
yfir liði FH og náðu þá stulkurnar
öruggri forystu, komust í 11—6.
Skoruðu FH-stúlkurnar flest
mörk sín úr hraðaupphlaupum.
Mótstaða Víkings var ekki mikil í
leiknum. Lið FH er vel að sigrin-
um í mótinu komið. Bestu leik-
menn liðsins eru þær Kristjana
Aradóttir, Margrét Theódórsdótt-
ir og Gyða Ulfarsdóttir. Þjálfari
stúlknanna er hinn kunni hand-
knattleikskappi úr FH hér á árum
áður, Ragnar Jónsson. Er hann
búinn að ná góðum árangri með
liðið.
Lokastaðan í Islandmótinu 1.
deild kvenna varð þessi:
FH 14 11 2 1 264:176 24
Fram 14 9 4 1 243:195 22
Valur 14 7 4 3 216:179 18
KR 14 6 2 6 220:197 14
Víkingur 14 7 0 7 231:221 14
ÍR 14 6 0 8 226:231 12
ÍA 14 4 0 10 173:258 7
Þróttur 14 0 0 14 161:287 0
Úrslit leikja í lokaumferð móts-
ins urðu sem hér segir:
FH — Víkingur 18—13
KR-ÍR 18-13
ÍA — Fram 9—17
Valur — Þróttur 17—14
— ÞR.
• fslandsmeistarar FH I 1. deild kvenna, annað árið í röð. Efri röð frá vinstri: Gyða Úlfarsdóttir, Guðrún
Gunnlaugsdóttir, Björg Gilsdóttir, Arndís Aradóttir, Hafdís Sveinsdóttir, Ellý Erlingsdóttir, Sigurborg Evjólfsdóttir,
Katrín Danivalsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Margrét Theódórsdóttir, Kristjana Aradóttir, fyrirliði, Anna Olafsdóttir,
Kristín Pétursdóttir og Hildur Harðardóttir. Ljósm. Emiiía B.
Keppni yngri flokkanna er
að komast á lokastig
KEPPNI yngri flokkanna i hand-
knattleik er nú senn að komast á
lokastig. Úrslitin í riðlum liggja
fyrir, og því komið á hreint hvaða lið
hafa komist í úrslit. Úrslitin hjá öll-
um flokkunum, nema 2. flokki
karla, verða leikin helgina 27. og 28.
mars, en hjá 2. flokki karla verða
leiknar 2 umferðir til að knýja fram
úrslit.
Verður leikið helgarnar 2., 3.
og 4. apríl í Hafnarfirði og svo 16.,
17. og 18. april, í Vestmannaeyjum.
Þau lið sem komust i úrslit í öðrum
flokki karla eru ÍR, Þór Ve., Fram,
KR, FH og Víkingur.
Úrslitin hjá 3. flokki karla verða
leikin í Reykjavík. Þau lið sem þar
keppa eru IR, Þór Ak., Njarðvík,
Valur, HK, KR og Víkingur.
Úrslitin hjá 4. flokki karla verða
leikin á Akranesi. Þau lið sem
komust í úrslit eru FH, Selfoss,
ÍA, KR, Víkingur, Haukar og KA.
Hjá 5. flokki karla verða úrslit-
in leikin í Reykjavík og munu þar
keppa Þróttur, Fylkir, Týr Ve.,
Haukar, KR, HK og KA.
I úrslitum hjá öðrum flokki
kvenna eru ÍR, FH, KR, Víkingur,
Huginn, Stjarnan og Haukar.
Verður leikið í Hafnarfirði.
Loks munu svo stelpurnar í 3.
flokki leika í Reykjavík. Þar munu
leika Víkingur, IR, Huginn, Sel-
foss, FH, KR, Þór Ak. og Haukar.
Verður örugglega gaman að
fylgjast með leikjunum hjá unga
fólkinu, þar sem mörg lið í hverj-
um flokki eru svipuð að styrkleika
og erfitt að spá um úrslit.
•R'-
Bikarkeppni HSÍ:
Valur sló KA út
VALIIR sló KA út úr bikarkeppni
HSÍ er liðin mættust í feluleik að
Varmá á sunnudaginn. Sigur Vals
var mjög öruggur, en tíu mörk
skildu er upp var staðið. Lokatölur
leiksins 28—18, en staðan í hálfleik
var 13—11 fyrir Val.
Valur byrjaði miklu betur í
þessum leik, liðið komst í 5—1 og
8—3 áður en KA-menn fóru að
veita mótspyrnu. Sigu þeir á hægt
og bítandi og náðu að minnka
muninn niður í tvö mörk áður en
fyrri hálfleik lauk. Sami barning-
urinn var framan af síðari hálf-
leik og eftir um tíu mínútur var
staðan 17—16 fyrir Val. En þá tók
leikurinn gerbreytta stefnu Vals-
mönnum í hag. Þeir skoruðu átta
mörk í röð, mörg eftir hraðaupp-
hlaup og gerðu endanlega út um
leikinn. Stöðunni breyttu þeir úr
17—16 í 25—16 og var þá aðeins
formsatriði að ljúka leiknum.
Þorlákur Kjartansson var maður-
inn á bak við þennan mikla fjör-
kipp Vals, hann hafði lítið varið í
fyrri hálfleik og Jón Gunnarsson
sömuleiðis framan af þeim síðari.
En er staðan var 17—16 kom Þor-
lákur inn á aftur og nú bar svo við
að hann varði hvert skotið af öðru,
hreinlega lokaði markinu meðan
félagar hans voru að tryggja sig-
urinn.
Mörk Vals: Gunnar Lúðvíksson
8, Þorbjörn Guðmundsson 6. Jón
Pétur Jónsson 4, Brynjar Harð-
arson 4, 4 víti, Guðni Bergsson og
Jakob Sigurðsson 2 hvor, Theodór
Guðfinnsson og Þorbjörn Jensson
eitt hvor.
Mörk KA: Erlingur Kristjáns-
son 4, 1 víti, Þorleifur Ananíasson
4,1 víti, Friðjón Jónsson 4, Sigurð-
ur Sigurðsson 3, Guðmundur Guð-
mundsson 2 og Jóhann Einarsson
1 mark. Víðir/— gg.