Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 45 seiko’82 Geysir hættulegur eins og hann er nú Til Velvakanda. Mér þykir rétt að vara ferða- menn við Geysi eins og hann er nú eftir að raufin var dýpkuð sl. haust. Leiðsögumönnum, sem hafa farið með ferðamannahópa um svæðið, ber saman um að eftir aðgerðina eigi Geysir það til að skvetta vatni upp í loftið, mjög óvænt, þótt ekki sé um eiginlegt gos að ræða. Þessar skvettur gera ekki boð á undan sér, eins og gos- in gerðu, og það er mesti mis- skilningur að nú megi sjá Geysi gjósa hvenær sem er. Eftir sem áður verður oftast að framkalla þau með sápugjöf og síðan geta menn þurft að bíða klukkustund- um saman eftir gosi. Hræðilegt er að sjá þau spjöll, sem unnin hafa verið á hvernum, og erfitt fyrir leiðsögumenn að útskýra þau fyrir erlendum ferðamönnum um leið og þeir brýna fyrir þeim að svæðið sé friðað og þar megi ekki hreyfa við — skiltið eitt cítir. Þó að hún væri ekki mikil að rúmmáli, hefir fjöldi manns sótt þangað mestallt lesefni sitt, ef til vill það, sem af er ævinnar, en nú sækir enginn sér framar bók inn fyrir þessar dyr. hverahrúðri. Aðkallandi er að Geysisnefnd láti þegar gera við skemmdirnar, svo að þær blasi ekki svona við þeim, sem um svæðið fara. Ég endurtek einnig þá hættu, sem ferðamönnum stafar af hvernum, eins og hann er, og vara alla þá sem um svæðið fara við þeim skvettum sem hver- inn sendir frá sér fyrirvaralaust. Það má ekki gleyma því að vatnið er brennandi heitt. Einnig er hræðilegt til þess að vita, að Geysir hefur sætt smánar meðferð og beitt hefur verið frumstæðum verkfærum, en sér- fræðingar hefðu getað leyst mál- ið í smekklegri og fagmannlegri hátt með þeim fullkomna útbún- aði og tækjum, sem nú er völ á. Eftir því sem Gísli Sigurðsson fullyrðir í Lesbók Morgunblaðs- ins nýlega, hefði mátt bora lárétt í gegnum skálina og koma fyrir lokunarbúnaði til hliðar, án þess að höggva eða skerða kísilhrúðrið á yfirborði skálarinnar. Verknað- ur Þóris eru því hrottaleg nátt- úruspjöll, hvernig sem á málið er litið, og geta þau, ef ekki koma sektir fyrir, vakið slíkt fordæmi að einstaklingar, innlendir sem erlendir, sem finna sig ósátta við eitthvað í íslenskri náttúru, telja sig frjálsa til athafna. Þeir sem hrósa slíkum verkn- aði og vilja launa með fálkaorðu, leggja um leið blessun sína yfir t.d. að andstæðingar furutrjánna á Þingvöllum geti höggvið þau að eigin vild, athugasemdalaust, breytt farvegi Öxarár, ef þeim sýnist svo, dýpkað Gullfossgljúfr- ið, ef einhverjum skyldi detta það í hug, og jafnvel sprengt Teigar- hornsnámuna með dýnamíti og svo mætti lengi telja. En þið í Geysisnefnd, sofið ekki á verðinum! Bætið sem fyrst úr því sem brotið hefur verið. Leiðsöguniaður I>essir hringdu . . . Innheimtuauglýs- ing sjónvarpsins — eru þessi skrípa- læti nauðsynleg? 6643—5830 hringdi. „Þessi inn- heimtuauglýsing sjónvarpsins, sem er á skjánum nærri því hvert kvöld, fer alveg óskaplega í taugarnar á mér“, sagði hún. „Það eru margir sem eru mjög óánægðir með þessa auglýsingu og vilja vera lausir við svona skrípalæti. Þessi auglýsing er síst skárri en sú sem var bönnuð, og finnst mér að þeir bæti gráu ofan á svart með því að vera með hana. Eg sé heldur enga ástæðu til að vera með svona fíflalæti — það getur ekki verið neitt vanda- mál fyrir sjónvarpið að ná inn sínum peningum þar sem hægt er að innsigla sjónvörp þeirra sem ekki greiða sín gjöld. Mig langar til að spyrja hvort menntamálaráðherra, sem yfir- maður ríkisútvarpsins, getur ekki stöðvað þessa auglýsingu og komið í veg fyrir að framvegis verði almanna fé bruðlað í gerð svona auglýsinga." Er mögulegt að hafa samband við vitsmunaverur á öðrum hnöttum? H.J. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Heldur þóttu mér það kaldar kveðjur sem Þ.G. sendi mér er ég spurðist fyrir um Nýalssinna hér á dögunum. Ég ætlaði að láta málið niður falla og hugsa ekki um þetta frekar en á dögunum komst ég yfir nokkr- ar bækur eftir Helga Pjeturss og hef ég haft mjög gaman af að lesa í þeim. Helgi skrifar alveg sérstaklega gott mál og á mjög létt með að koma hugsunum sín- um á blað. Eitt er það þó sem ég get ómögulega skilið, það hvernig Helgi Pjeturss getur verið sann- færður um að líf sé á öðrum hnöttum og að eitthvert sam- band sé á milli hnatta. í sjón- varpsþættinum „Alheimurinn" kom fram, að jafnvel þó hnettir byggðir vitsmunaverum í okkar vetrarbraut skipti þúsundum, sé eiginlega alveg útilokað fyrir okkur jarðarbúa að ná við þá sambandi. Jafnvel radíóbylgjur sem fara eins og örskot yrðu í besta falli 200 ár að fara héðan frá jörðinni til næsta „byggða hnattar". Og svo er spurningin hvort þeir hefðu nokkuð opna stöð þar þegar þær loksins kæm- ust á leiðarenda. Jafnvel þótt samband kæmist á er hætt við að samræðurnar gengu stirt þegar 400 ár liðu á milli tjáskipta. Helgi Pjeturss virðist halda því fram, að hægt sé að ná sam- bandi við verur á öðrum plánet- um með því að einbeita huganum á einhvern tiltekin hátt, og eins að menn geti ferðast milli stjarn- anna í svefni með margföldum Ijóshraða. En er þetta nokkuð nema draumar og blekking — hvernig getur maður verið viss um að maður hafi heimsótt aðra stjörnu í svefni en ekki bara ein- faldlega verið að dreyma? Ef til vill er ég of mikill „flatjörðung- ur“ til að skilja þessi vísindi en gaman þætti mér að sjá hvernir þeir sem hafa kynnt sér kenning- ar Helga Pjeturss útskýra þessa hluti. Varla ætti þetta að vera neitt launungarmál og óþarfi að vera með skæting þótt á það sé minnst. ný sending - ný módel. Seiko úrin frábæru í miklu úrvali. Garðar Ólafsson, úrsmiöur, Lækjartorgi, sími 10081. VEISLA FTRIRAIIGII, MUNN OG MAGA. DAGSKRA Húsið opnar kC. 7. Boðið verður uppá Cjúf- Jenganfordrykk á bamum við komuna. Gesúr fœra sig síðan niður í aðaíveitinga- saÚnn, par sem borðfiaíd fvefst kí. 8. MAT5EÐILL FyCCt (ambsfijarta með rósmarínsosu Hangikjötsseyði Lambaífrarpaté með madeirahCaupi Kampavmskraum (sorbet) Heiísteikt Cambainnícm með kraftsósu LpCapie 5KEMMTIATRÐI: Að máísverði Coknum er tiívaÚð að Cáta (iða úrsérí þœgifegum básum i Korúakstofunni, )ar sem öodngamir Páími Gunnarsson, nus Kjartansson ogjofiann Heígason, aðframCeiða þá Cjúftistu tona sem þeim er Cagið. KABARETT5KVÖLD1Ð Á MIÐVIKIÍDAGINN verður sérstök uppCáfunfrá byrjun tiC enda. Pví borgar sig að panta borð timanCega. ARMARIiÓLL Hverfisgötu 8-10, Borðapantanir i sima 18838.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.