Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 29 ri lát- unni“ - sagði Kristín Bjarnadóttir sem var með 5 og 6 ára börn sín í skemmtiferð íristiii Bjarnadóttir ásamt börnum ínum, Viktori og Ernu, sem voru ngstu farþegarnir í flugvélinni. Ljósmynd Mbl. KAX. Fokker-vélin hefur rétt stöðvast eftir nauölendinguna, flugstjórinn er kominn út og flugfreyjan er að hlaupa fri afturdyrunum eftir að hafa aðstoðað alla farþegana út úr vélinni. Slökkviliðsmenn af Keflavíkurfhigvelli eru komnir á vettvang, en þeir fylgdu vélinni í nauðlendingunni á mörgum bílum. Ljósmynd Mbl. Kaj»nar Axolsson. ekki hafa verið hrædd, enda hafi vélin flogið eins og hún átti að fljúga, en Viktor, sem er 5 ára, kvaðst hafa verið mikið hræddur. „Ég var svo hræddur um að deyja,“ sagði hann, „en svo dó enginn og* þetta er allt í lagi og bráðum fer ég aftur heim í flugvél." ,,1'akklát farþej(unum fyrir góða samvinnu“ „Farþegarnir voru almennt mjög rólegir á meðan þetta stóð yfir, við fórum í rólegheitum ytir öll atriði í sambandi við nauðlendingu og ræddum málin og ég fékk hjálp frá farþegum, sérstaklega einum sem ég veit nú að er svifflugmaður. Ég talaði stanzlaust við fólkið í lend- ingunni og allir gerðu eins og ráð- gert hafði verið og þetta gekk því allt vel. Við vissum fyrirfram hvor- um megin við áttum að fara út úr vélinni eftir lendinguna og við í áhöfninni erum mjög þakklát far- þegunum fyrir yfirvegun og góða samvinnu í sambandi við þetta óhapp.“ Athyglin beinist að bilun í forþjöppu Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði í samtali við Mbl. að menn frá Flugleiðum væru nú farnir til Noregs til þess að skoða Fokker-vél sem er til leigu og er reiknað með að verði komin til landsins eftir nokkra daga, en á meðan verður Boeing 727, sem Flug- leiðir eru með á leigu frá Afganist- an, í innanlandsflugi milli Akureyr- ar og Reykjavíkur, Mótorinn, sem bilaði í Fokkern- um frá Isafirði, kom til landsins sem varamótor með vélinni þegar hún var keypt frá Japan 1972. Búið var að fljúga með mótornum 10 þús- und tíma hér, en mótorinn fór í endurnýjun til Rolls Royce sl. haust og þá var m.a. skipt um það stykki sem athyglin beinist nú að í sam- bandi við sprenginguna. Síðan mót- orinn kom úr endurnýjun hefur hann verið í notkun í um það bil 600 klukkustundir. Það stykki sem ath.vglin beinist að er fremri forþjappa, sem virðist hafa brotnað með fyrrgreindum af- leiðingum, að sögn Sveins Sæm- undssonar. íslenzka loftferðaeftirlitið hefur óskað aðstoðar frá brezka loftferða- eftirlitinu og mun maður koma það- an næstu daga, menn frá Rolls Royce koma á morgun og einnig menn frá Fokker-verksmiðjunum. — á.j. flugstjóri, en við hlið hans eru Guðrún ir Viktorsson, aðstoðarflugmaður. Mynd- na. Ljósmynd Mbl. KAX. Þessi mynd er tekin á sömu mínútunni og sprengingin varð i vinstri hreyfli Fokker-vélarinnar yfir ísafirði sl. laugardag, en flugmönnum vélarinnar tókst að slökkva strax eldinn sem varð laus og sést á myndinni að það hefur tekist en reykjarmökkurinn situr eftir. Ljósm. Yestfirska fréltablaóió. Vinstri hreyfill Fokker-vélarinnar var illa farinn eftir sprenginguna og fremsti hluti hans var nær brotinn af eins og sjá má. ijésm.vnd Mbi. kav. í/ ■■ „i* £ i m * á ÆwM -'t * v % r I U í J f ■ * I Brúðuleikhúshátíð á Kjarvalsstöðum Brúðuleikhúshátið hófst að Kjar- valsstöðum um helgina og stendur alla þessa viku. Það er IINIMA á íslandi sem stendur fyrir hátíðinni, en IINIMA eru samtök brúðuleik- húsmanna og áhugafólks um brúðu- leikhús um allan heim. Tvö íslensk brúðuleikhús taka þátt í hátíðinni, Islenska brúðu- Myndin var tekin á brúðuleik- húshátíöinni um helgina á Kjar- valsstöðum. leikhúsið og Leikbrúðuland, og frumsýndu þau bæði ný verk að Kjarvalsstöðum um helgina. Þá sýndi einnig hópur frá Kanada og kenndi pappírsbrúðugerð. í vik- unni verða einkum sýningar síð- degis og á kvöldin. Þýski brúðuleikhúsmaðurinn Albrecht Roser sýnir í kvöld, þriðjudaginn 23. mars, kl. 20.30 að Kjarvalsstöðum leikinn Gústaf og félaga hans. Sýning þessi hefur þá sérstöðu að hún er bönnuð börnum yngri en 15 ára. Auk þess mun Roser halda fyrirlestur í dag kl. 15 að Kjarvalsstöðum. Franski leikflokkurinn Theatre du Fust sýnir kl. 17 í da'g, mið- vikudag, og fimmtudag Söguna um Melampous. Þetta verk er byggt á grískri sögn. Leikbrúðuland sýnir þrjár þjóð- sögur á fimmtudagskvöld, en föstudagskvöld sýnir bandaríski leikhúsmaðurinn Eric Bass. Hann mun endurtaka sýningu sýna kl. 16 á laugardag. Má geta þess, að íslenskir leik- arar túlka allar erlendu sýn- ingarnar. Brúðuleikhúshátíðinni lýkur síðan um næstu helgi. Verða sýningar allan laugardag og sunnudag í fjórum sölurn að Kjarvalsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.