Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreiösiunni er 83033 Jfltjrjjimljlíifcúfo Ólafur Jóhannesson um samning Orkustofnunar og Almennu verkfræðistofunnar: Var rift á föstudaginn Veit ekki hvað utanríkisráðherra er að fara, segir iðnaðarráðherra Bandarískir og kanadískir saltfiskframleiðendur: Rætt við íslenzkt fyrir- tæki um sölu í Evrópu „Éc; VKIT ekki hvart ulanríkisrárt- ht rra er art fara met) |>essum orAum. Ég veit ekki meA hvaða hætti utan- ríkisráAuneytiA er aðili aA málinu og veit ekki til þess art þaA hafi komirt fram aA samnini'niim hafi verið rift. Sprengingin í Fokkernum: Rannsóknin beinist að forþjöppu MIKIIj skelfinj; (jreip um sig mt rtal sjónarvotta á IsafirAi sl. laugardag þegar sprenging varð í vinstri hreyfli Fokker larþegavt lar í flug- taki og mikill eldur varð laus í hreyflinum. Töldu sjónarvottar allar líkur á að vélin myndi hrapa, en flufrmennirnir höfðu fulla stjórn á vélinni þrátt f.vrir óhappið. Kinn sjónarvotta, Finnbogi Her- mannsson, kvaðst í samtali við Mhl. hafa verið staddur niðri á hryggju, þegar sprengingin varð, og kvaðst hann hafa tekið á rás með tveggja ára dóttur sína, því hann hefði talið að flugvélin væri að hrapa niður í byggðina, svo mikill hefði eldurinn virzt. Athygli rannsóknarmanna beinist að fremri forþjöppu í hreyflinum, hugsanlega efnis- galla, en skipt var um hana í endurnýjun hreyfilsins hjá Rolls Royce-verksmiðjunum sl. haust. Menn frá Rolls Royce, Fokker- verksmiðjunum og brezka loft- ferðaeftirlitinu munu aðstoða heimamenn við rannsókn máls- ins. Sjá á miðsíðu: ,.Kg bjosl við mc iri lálum í nauðk'ndingunni“. Mér er það hulin ráðgáta hvernig utanríki.sráðuneytið er aðili að mál- inu. Mér hefur einnig knmið undar- lega fyrir sjónir þaA innlegg, sem þaðan hefur komið í siðustu viku. Ég veit ekki betur en þetta sé mál á milli vcrktaka, sem rekja sig til bandaríska sjóhersins," sagði iðnað- arráðherra, lljörleifur Cíuttormsson, er Morgunblaðið leitaði álits hans á þeim umma'lum Olafs Jóhanncsson- ar, utanríkisráðherra, að hann líti svo á, að þar scm ekki var staðið við tímafrestinn sl. fóstudag varðandi samning Orkustofnunar og Almennu verkfræðistofunnar um jarðvegs- rannsóknir í llelguvík, hafi samn- ingnum verið rift og því ekki hægt að tala um leiðréttingar á honum. Sagði Olafur, að málið væri nú að hans mati í höndum Ilandarikja- manna. Iðnaðarráðuneytið segir í svari sínu til Orkustofnunar, sem barst í gær, að annmarkar séu á samn- ingnum og því sé það ekki heimilt að hefja þar framkvæmdir fyrr en gerðar hafa verið breytingar á honum. Meðal þess sem iðnaðar- ráðuneytið telur að þurfi að leið- rétta er að í samningnum sé gert ráð fyrir greiðslu í dollurum, en það sé óheimilt samkvæmt lögum um verðlagsmál, svonefndum Ólafslögum. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið ósk Orkustofnunar að greiðslan væri í dollurum. Um tilvísun iðnaðarráðher'-a til Ólafslaga sagði utanríkisráðherra, að hann hefði ekki kannað þann lagabók- staf af því tilefni. Sjá bLs. 4f>: „(irra þarf brcytingar cij»i vinna að hcfjasl" ojj bl.s. 3: „Okunnujrt um stöðuna í I lclguvíkurmálinu", umma-li orkumálastjóra oj» forstjóra Almcnnu vcrkfræðistofunnar. bRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 TVO stór fyrirtæki á austurströnd- um Bandaríkjanna og Kanada hafa fariA þess á lcit viA íslenzku útflutn- ingsmiAstöAina hf., aA fyrirtækiA taki aA sér sölu á bandarískum og kandadískum saltfiski á Evrópu- mörkuAum. Fulltrúar þessara fyrir- tækja eru væntanlegir á næstunni til íslands til viAræAna við óttar Yngvason framkvæmdastjóra ís- lenzku útflutningsmiAstöAvarinnar. I samtali við Morgunblaðið sagði Óttar Yngvason, að umrædd fyrirtæki í Bandaríkjunum og Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við nýja bún- ingsklefa við Laugardalslaug, eins og sjá má á meðfylgjandi loftmynd Kristjáns Einarssonar, Samkvæmt verksamningum verður viðbyggingin fokheld og fullgerð að utan næstkomandi haust, en vonast er til að hægt verði að taka viðbygginguna að einhverju leyti í notkun á næsta ári. Kanada væru að fara út í mikla saltfiskverkun og væru þau með stór og loftkæld hús til þessarar starfsemi. Fyrirtækin vildu bæði fá framleiðslu- og söluleiðbein- ingar frá íslenzkum aðilum, „og er þetta mjög svipað því þegar fyrir- tæki í sjávarútvegi vestanhafs eru að leita að íslenzkum fram- kvæmdastjórum og verkstjórum," sagði Óttar. „Ástæðan fyrir því að við.ætlum okkur að ræða við fulltrúa þessara fyrirtækja er einfaldlega sú, að við höfum ekki starfsgrundvöll fyrir okkar sérsvið, sem er sala sjávarafurða hérlendis, og því leit- um við út fyrir landið. Okkur hef- ur einfaldlega verið meinað að selja íslenzkan fisk um hríð,“ sagði Óttar. Friðjón I>órðarson á fundi í Borgarnesi: Stjórnarsamstarfinu þarf að slíta fyrir kosningar - svo sjálfstædismenn geti gengið til kosninga í einum flokki Horgariu’si, 21. mars. HV'ERNIC; fer hjá Sjálfstæöis- flokknum á Yesturlandi i næstu al- þingiskosningum, annar þingmaAur- inn í stjórn en hinn í stjórnarand- stöAu? VerAur ekki aA slita stjórnar- samstarfinu fyrir kosningarnar? FriAjón hórAarson, dómsmálaráA- herra, svaraAi þessum spurningum á þá leiA aA hann teldi að ekki yrði um stórvanda aA ræAa. Ilann sagAist reikna meA prófkjöti og væri hann þá ákvcAinn aA fara fram. SíAan yrAi hann aA sæta þeirri útkomu sem hann fengi í sliku prófkjöri eins og aArir. Ilann gæti alls ekki hætt í stjórnmálum undir þeim kringum- stæAum sem nú væru. llm aAild sína aA ríkisstjórninni sagAi FriAjón aA þaA væri hverju orAi sannara aA stjórnarsamstarfinu yrAi aA slíta fyrir kosningarnar svo sjálfstæðis- menn ga*tu gengiA til kosninga í ein- um flokki. Friðjón Þórðarson gaf þcssar yfir- lýsingar á aðalfundi Sjálfstæðisfé- lags Mýrasýslu nú um helgina. Hann ræddi einnig hreinskilnislega um helstu ágreiningsmálin sem hafa verið uppi í þingi og ríkisstjórn. Um álmálin sagðist ráðherrann telja að árangursríkara væri að fjalla um þau mál í ráðherranefnd- inni og að hún ræddi við Svisslend- ingana. Sérstaklega væri brýnt að fá fram hækkun á raforkuverðinu til álversins. Hann sagðist vera fylgj- andi Blönduvirkjun sem næstu stór- virkjun og staðsetningu steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki, sagði að hjarta sitt slægi með Norð- lendingum í þessum málum. Varðandi Helguvíkurmálið og flugskýlin á Keflavíkurflugvelli sagðist ráðherrann styðja utanrík- isráðherra. Þetta væru tvímælalaust hvorutveggja mál utanríkisráðherra. Hann væri ráðherra ailra mála á varnarsvæðunum. Friðjón sagði að það væri vissuiega vont að hafa sér- ákvæði um flugstöðina á Keflavíkur- flugvelli í stjórnarsáttmálanum en það væri þó skárra en að fela hinum ýmsu ráðherrum að fjalla um sína málaflokka innan Vallarins og taka þá undan valdsviði utanríkisráð- herra eins og Alþýðubandalagið hefði rætt um í upphafi. Dómsmálaráðherra sagðist ekki vera að öllu leyti ánægður með hvernig flugmálin hefðu þróast, sér- staklega nú í seinni tíð. Hann væri þó ákaflega ánægður yfir því að tek- ist hefði að bjarga Flugleiðum. At- hyglisvert væri að alþýðubanda- iagsmenn með Ólaf Ragnar Gríms- son í broddi fylkingar, sem höfðu látið illa yfir vandamálum Flugleiða, steinþegðu nú yfir kaupum Arnar- flugs á Iscargó. Varðandi húsakaup sovéska sendi- ráðsins sagði ráðherra að hann hefði í fyrstu hugsað sér að stöðva þau kaup en síðan að vel yfirveguðu máli eftir gaumgæfilega athugun ákveðið að heimila kaupin. M.a. byggi hið 70 manna setulið Sovétmanna hér á landi ótrúlega þröngt og gætu hreinlega ekki fengið leigt. Eins væru miklir viðskiptahagsmunir í veði. Friðjón sagði að á meðan á um- fjöllun á máli Frakkans Gervasoni stóð og síðan hafi hann fengið meiri þakkir og stuðning fyrir málsmeð- ferð sína á því máli en í nokkru öðru. Ólíklegustu menn væru enn að þakka sér hvernig hann hefði staðið að því máli. II Bj. Vík í Mýrdal: Loðna silfraði allar fjörur ÞAI) BAR heldur vel í veiði, þeg- ar íbúar í Vík í Mýrdal fóru i sunnudagsgönguferðina sl. sunnudag, því öll fjaran, allt frá Reynisdröngum og alllangt austur meA ströndinni var silfurlit vegna loðnureks. Fóru Víkurbúar unnvörpum með potta og kirnur á fjöru og hirtu nýrekna loðnu ýmist til matar, fóðurgjafar eða til áburðar á garða og innanum fannst ein og ein væn síld sem fór að öllu jöfnu beint á pönnu viðkomandi og fengu margir glænýja soðningu upp úr krafs- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.