Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
23
Árni Indriöason:
• Páll Björgvinsson fyrirliði Vfkingsliösina msð sigurlaunin að loiks-
lokum. Ljó»m. Emilia.
„Er ákveðinn í
því að
skónaá
„Þetta er síðasta keppnistímabilið
sem ég leik með Víking. Ég hætti
alveg þegar bikarkeppninni lýkur.
Ég er nú búinn að standa í þessu i 18
ár og er því búinn að fá nóg. Það
kostaði talsvert átak hjá mér að
hefja æfingar síðastliðið haust. Við
höfum lagt mikla vinnu í veturinn og
því hefði verið agalegt ef við hefðum
tapað leiknum gegn FH hér i dag.
Kn sem betur fer sigruðum við og
þriðji íslandsmeistaratitillinn í röð
er í höfn. Ég get því hætt rólegur.
leggja
hilluna"
Leikurinn gegn FH var mjög
erfiður. Ég átti að visu von á mik-
illi baráttu af þeirra hálfu, en ekki
svona mikilli. Mér fannst athygl-
isvert hversu vel þeir léku undir
pressu. Þetta var sannkallaður úr-
slitaleikur og verður mér eftir-
minnilegur", sagði Árni Indriða-
son sem nú er ákveðinn i því að
leggja skóna á hilluna eftir að
hafa leikið handknattleik í 18 ár.
Árni verður 32 ára á þessu ári.
— ÞR.
Páll Björgvinsson:
„Þetta var stórkostlegur
leikur hjá báðum liðum"
„Þetta var stórkostlegur leikur
hjá báðum liðum. Leikmenn léku
hreint ótrúlega vel undir þeirri
miklu pressu sem á þeim var. Sér-
staklega þó hinir ungu leikmenn
FH-liðsins. Ég verð þó að segja eins
og er að mér fannst við alltaf hafa
góð tök á leiknum, og stjórna ferð-
inni í honum,“ sagði hinn mjög svo
leikreyndi leikmaður og fyrirliði
Víkingsliðsins, Páll Björgvinsson.
Páll sagði að það væri staðreynd
að Víkingum þætti verra að leika í
Hafnarfirði en í Laugardalshöll-
inni. Völlurinn í Hafnarfirði væri
þrengri og erfiðara væri að útfæra
leikkerfi liðsins á litlum velli. Þá
hefði það ekki hjálpað upp á sak-
irnar að áhorfendur hefðu bók-
staflega staðið inni á vellinum í
leiknum og verið alveg ofan í leik-
mönnum.
Þegar Páll var spurður að því
hvort hann hefði í hyggju að halda
áfram að leika með liði Víkings
sagði hann:
„Það er erfitt að segja nokkuð
til um það á þessu stigi málsins.
Maður verður að skoða framhaldið
í haust, ekki fyrr. Ljúka þessu
keppnistímabili og fá að hvíla sig
og sjá síðan hvað setur.“
— ÞR
Sæmundur Stefánsson:
„Ég er ánægður með okkar
frammistöðu í úrslitaleiknum"
„Ég er ánægður með okkar fram-
mistöðu í leiknum þrátt fyrir að við
skildum tapa. Við erum með ungt lið
sem á svo sannarlega framtíðina
fyrir sér. Og við getum vel við unað
að hafa unnið silfurverðlaunin i ís-
landsmótinu að þessu sinni og sett
• Árni Indriðason ákvoðinn ( þv(
að hætta að leíka handknattleik.
sterk lið eins og Þrótt, KR og Val
fyrir neðan okkur, sagði Sæmundur
Stefánsson fyrirliði FH-liðsins eftir
úrslitaleikinn.
— Þetta var fyrsti alvöruúrslit-
aleikurinn sem strákarnir léku.
Nú hafa þeir fengið nasaþefinn af
því hvílík spenna og harka fylgir
úrslitum. Leikmenn Víkings
þekkja þetta allt saman og þeirra
reynsla var þung á metunum í
dag.
„Þetta var leikur sem reyndi á
taugarnar. Ilarður og spennandi,"
sagði þjálfari Víkinga Bogdan.
„Betra liðið vann. Að mínum
dómi á lið Víkings að vinna
FH-liðið í hverjum fjórum leikj-
um af fimm sem liðin leika. Og
það munaði ekki miklu að þessi
fimmti leikur sæi dagsins ljós í
dag. FH-liðið barðist og lék vel. í
sjálfu sér var ég ekkert smeykur
við leikinn. Við höfðum æft mjög
vel fyrir leikinn og allur undir-
— En það sem að mínu mati
gerði útslagið í leiknum voru ódýr
mörk sem við fengum á okkur í
hornunum. Sér í lagi var Ólafur
Jónsson illa passaður. Þá misstum
við líka boltann í þrígang klaufa-
lega og við því má ekkert lið í
svona leik.
— Lið Víkings er vel að titlinum
komið, og ég óska þeim til ha-
mingju. Þeir eru með mjög sterkt
lið sem erfitt er að sigra. ÞR
búningur var eins góður og hugs-
ast gat. En völlurinn í Hafnarfirði
er þröngur og ekki gott að leika á
honum. Það gerði okkur erfitt
fyrir. Þá var mikið leikið af kröft-
um og því erfitt að dæma leikinn
vel,“ sagði Bogdan.
Bogdan sagði að nú væri það
frágengið að hann myndi þjálfa lið
Víkinga áfram. Hann myndi í það
minnsta verða hér eitt keppnis-
tímabil til viðbótar.
- ÞR.
Bogdan þjálfari Víkings:
„Betra liðið sigraói“
Geir Hallsteinsson:
„Er stoltur af
mínum leikmönnum“
• Geir Hallateinsson þjálfari FH
áhyggjufullur ó svipinn gefur sín-
um mönnum fyrirskipanir (leikn-
um.
„Ég er stoltur af mínum mönnum.
Þeir héldu vel út allan leikinn og
það vantaði grátlega lítið uppá að við
hefðum sigrað. Það gerði útslagið að
okkur vantaði illilega hinn snjalla
línuspilara okkar Þorgils Óttar. Við
erum með lið framtíðarinnar. Hinir
reyndu leikmenn Víkings voru
greinilega hræddir við okkur. Og
þeir urðu svo sannarlega að taka á
Áður en úrslitaleikur FH og Vík-
ings í íslandsmótinu hófst afhenti
Sparisjóður Hafnarfjarðar íþrótta-
húsinu að gjöf mjög veglega nýja
markatöflu.Tafla þessi er íslensk
framleiðsla og er kölluð Timo 600.
Framleiðandi er Á. Óskarsson &
co., Ásholti 7, Mosfellssveit. Tafl-
an er 4,20 m x lm, þar af eru tvö
ljósaskilti lxl m. Timo 600 er fjar-
honum stóra sinum til þess að sigra í
leiknum," sagði þjálfari FH-inga
Geir Hallstcinsson.
“Þetta var gífurlega spennandi
leikur og mikil pressa á leik-
mönnum. Stemmningin í húsinu
var ólýsanleg. Svona eiga úrslita-
leikir að vera,“ bætti Geir við.
stýrð, það er að segja, henni er
stjórnað með smá tæki sem fela
má í lófa sér. Hægt er að stjórna
klukkunni hvar sem er í salnum.
Tölvuheila klukkunnar er komið
fyrir í litlum skáp neðan við sjálfa
klukkuna. Þennan tölvuheila þarf
að stilla (prógrammera) fyrir
kappleiki, hvað leikur á að vera
langur o.s.frv.
— ÞR.
Sparisjóðurinn
gaf töflu
• Bogdan fremstur ( flokki talar til ainna manna. Greinilegt er aö
eitthvað hefur gengiö Víkingum ( haginn í leiknum, slík eru tilþrifin á
bekknum.