Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Hjónaminning: Stefania Guðmundsdótt- ir og Theódór Kristjáns- son Blönduósi Fædd 1. febrúar 1904 Dáin 12. janúar 1982 Fæddur 29. ágú.st 1900 Dáinn 21. febrúar 1966 Stefanía var fædd að Litlu-Giljá í Þingi, þar voru foreldrar hennar í húsmennsku. Síðan flytjast þau til Blönduóss og byggðu bæ, sem þau nefndu Brúarland. Theodór var fæddur að Svan- grund í Refasveit. Þaðan fer hann með foreldrum sínum að Ytra- Hóli í Vindhælishreppi. Theodói fór snemma að vinna eins og tíð- kaðist í þá daga. Fór á vertíð suð- ur á land á vetrum, bæði til Vest- mannaeyja og Suðurnesja. Theodór og Stefanía bjuggu nær allan sinn búskap á Blönduósi. Theodór vann um árabil hjá Pósti og síma á vetrum og í vegavinnu á sumrin, allt þar til hann gerðist starfsmaður við mjólkurstöðina á Blönduósi þegar hún var stofnsett og vann þar til dauðadags. Þau hjón höfðu smá búskap, nokkrar kindur og 1 til 2 kýr, enda voru þau miklir dýravinir. Mér er ljúft að minnast tengda- foreldra minna með þakklæti fyrir þá umhyggjusemi, sem þau sýndu mér og börnum mínum. Það er óhætt að segja að þau væru vak- andi yfir velferð barna, tengda- barna og barnabarna. Þær eru ógleymanlegar stund- irnar er við dvöldum á sumrum að , Brúarlandi, þar ríkti ávallt glað- værð á heimilinu. Húsmóðirin var bæði ljóð- og söngelsk og reglu- semi var þar í fyrirrúmi. Stefanía átti við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu 12 ár ævi sinnar, og dvaldi á sjúkrahúsi allan tímann. Samt hélt hún óskertri hugsun til dauðadags, fylgdist vel með, en fyrst og fremst var hugurinn hjá börnum og barnabörnum. Stefanía og Theodór eignuðust fimm börn og þeirra æðsti draum- ur var að koma þeim til manns, án aðstoðar annarra, og sá draumur þeirra rættist fullkomlega. Börn þeirra voru: Guðmann, andaðist á öðru ári, Guðmundur, Alda, ísa- bella, er andaðist árið 1976, 42ja ára, og Ragnhildur Anna. Eg kveð þessi góðu hjón og þakka samfylgdina. Blessuð sé minning þeirra. Tengdasonur t Bróöir okkar, GUÐGEIR ÓLAFSSON, lést aö vistheimilinu Kumbaravogi, 19. marz. Systkinin. t Broöir okkar, KJARTAN BJARNASON, andaöist á elliheimilinu Grund þann 21. mars. Ásgeir Bjarnason, Jóhanna Bjarnadóttir, Torfi Bjarnason. t Eiginkona min og móöir okkar, PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR, Grund, Eyjafirði, lést i Borgarspítalanum 21. mars. Snæbjörn Sigurðsson, Sigurður Snæbjörnsson, Hólmfríður Snæbjörnsdóttir, Sighvatur Snæbjörnsson, Jón Snæbjörnsson, Ormar Snæbjörnsson, Þórður Sturluson. Sturla Snæbjörnsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HELGI TRYGGVASON, bókbandsmeistari, Langholtsvegi 206, lést 20. mars Ingigerður Einarsdóttir og börn. t BJORN JONSSON, Sogavegi 138, Reykjavík, áður bóndi Torfastööum, Miöfiröi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 24. þ.m. kl. 10.30 f.h. Guölaug Gísladóttir og vandamenn. t Útför elsku föður okkar, sonar og bróöur, JÓNS GUDLAUGS SIGURÐSSONAR, sveitarstjóra, Búöahrepp, Fáskrúösfirði, fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir. en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóö Víkings, sem stofnaöur hefur verið i minningu Jóns Guölaugs Sigurður Sv. Jónsson, Ástbjörg Rut Jónsdóttír, Rakel Víggósdóttir. Sigurður Sv. Jónsson, Edda Björg Sigurðardóttir, Unnur Kristín Siguröardóttir. Viggó V. Sigurösson, Dagný Þórðardótt- ir — Minningarorð F'ædd 10. mar.s 1945 Dáin 12. mars 1982 Drt'giA hafa droltins hcndur dökku (joldin fyrir glugga.“ Þessar ljóðlínur komu mér í hug, þegar ég þann 12. þ.m. frétti að hún Dagný hefði látist í um- ferðarslysi fyrir stuttri stundu. Hún sem var svo hraust og táp- mikil, aðeins 37 ára gömul. Svo hastarlega knúði sorgin dyra að myrkur varð um miðjan dag, skuggar sorgárinnar fylltu hugi eiginmanns og barnanna hennar. Maður hennar var Reynir Rík- harðsson, trésmíðameistari og börn þeirra eru Ríkharður, Sigrún og Árný. Þau syrgja látinn ástvin og móður. Dagný var stórbrotin glæsileg persóna bæði í sjón og reynd en ekki fljót til vináttu, en þegar tókst að rjúfa skel fjarlægð- arinnar reyndist hún traustur vin- ur, einlæg og hjartahlý. Hún var yngsta dóttir móður sinnar, Sig- rúnar Guðmundsdóttur, Njálsgötu 43a. Með þessum fáu orðum ætla ég ekki að rekja æviferil Dagnýj- ar, heldur aðeins að þakka fyrir þau góðu kynni sem ég hafði af henni og heimili þeirra hjóna. Þau höfðu búið sér fallegt heimili af miklum dugnaði og myndarskap, enda bæði kappsöm og góðum kostum búin, en kveðjustundin var komin og ekki þýðir að deila við dómarann þann, sem dóminum öllum ræður. En hugljúf minning geymist í hjörtum ástvina hennar, minning sem ekki gleymist þó að árin líði. Megi drottins hönd draga hin dökku tjöld sorgarinnar frá glugg- um hjá manni hennar og börnum, hjá móður hennar og systkinum, svo að Ijós himinsins nái að senda geisla birtu og gleði og yls í hjörtu þeirra, sem syrgja horfinn vin, og hugga vota brá. Karöu sa*l í friðarlöndin hjörlu, faömur drollins geymi þína sál. í lára dalnum bíAa linípin hjörlu herrann mildi skilur þeirra mál.“ Blessuð sé minning Dagnýjar. Jón Bjarnason Alltof oft heyrum við í fréttum, að slys hafi orðið, einhver sem við þekkjum ekki hafi látist, en áttum okkur ekki á hvílíkur harmleikur hefur skeð, nema þegar nærri sjálfum okkur er höggvið. Föstudaginn 12. mars sl. varð umferðarslys á gatnamótum Víf- ilstaðavegar og Hafnarfjarðarveg- ar með þeim afleiðingum að Dagný mágkona mín lét þar lífið. Útför hennar fer fram í dag kl. 14 frá Garðakirkju. Orð megna lítils þegar ung kona er hrifin burt frá börnum og eig- inmanni. Undirritaður og hálfsystir hennar, Fanney, viljum nú við leiðarlok færa henni þakkir fyrir ómetanlega hjálpsemi hennar í okkar garð og þannig reyndist hún einnig öðrum systkinum sínum, sem gjarnan vilja undir þessi orð okkar taka. Snemma kom í Ijós að Dagný hafði einstaklega gott lag á börn- um, enda leituðum við gjarnan til hennar ef tímabundið heilsuleysi steðjaði að heimili okkar og við þurftum hjálpar við. Hún var ætíð reiðubúin að rétta okkur hjálpar- hönd og gátum við með litlum fyrirvara beðið hana að annast börn okkar og heimili. Allt þetta gerði hún með glöðu geði og mik- illi prýði, þótt hún hafi þá verið innan við tvítugsaldur. Á þessum árum myndaðist náinn kærleikur með þeim systrum, sem hélst alla tíð síðan, en þær höfðu lítið þekkst áður, þar sem þær ólust ekki upp saman. Árið 1966 giftist Dagný eftirlif- andi eiginmanni sínum, Reyni Ríkarðssyni, húsasmíðameistara og áttu þau saman 3 börn, sem nú eru á aldrinum 9 til 15 ára. Fyrir nokkrum árum hófu Reynir og Dagný byggingu einbýl- ishúss.við Hæðabyggð 8 í Garða- bæ. Um leið og húsið varð að hluta hæft til íbúðar fluttu þau þar inn með fjölskyldu sína, en fyrir síð- ustu áramót mátti segja að húsið væri fullbúið og komið að því að njóta erfiðisins. Dagný lagði allan sinn metnað í störf sín sem húsmóðir, annaðist af kostgæfni uppeldi barna sinna og var þeim bæði félagi og móðir. Hún var á leið í verslun að gera innkaup til helgarinnar fyrir fjöl- skyldu sína þegar kallið kom skjótt og óvænt. „Eigi má sköpum renna,“ og biðjum við góðan Guð að gefa börnum hennar og eiginmanni styrk til að standast þá raun, sem nú er á þau lögð. Jón Hólmgeirsson Mig langar með nokkrum orðum að minnast Dagnýjar, ungrar konu, sem lést á hörmulegan hátt í bílslysi þ. 12. mars sl. Ég kynnt- ist Dagnýju þegar hún giftist Reyni frænda mínum. Kynni okkar urðu meiri vegna þess hversu hjálpleg hún reyndist allt- af hans nánasta skyldfólki. Þar kynntist ég glæsilegri konu, sem fyrst og fremst var góð eig- inkona og móðir. Þau hjónin voru sérstaklega samheldin við að hlúa að heimilinu og börnunum sínum þremur. Það eru því þung forlög þegar slík kona er svo skyndilega kölluð burt. Það er erfitt að sætta sig við að þetta séu endalokin; ég trúi því að henni hafi verið ætlað hlutverk annars staðar. Hún giftist Reyni Ríkarðssyni 15. 10. 1966. Þau eignuðust 3 börn: Ríkarð 15 ára, Sigrúnu 14 ára, en hún á að fermast á sunnudaginn kemur, og Árnýju 9 ára. Guð gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg. Ég sendi Reyni og börnunum, móður hennar, systkinum og tengdafólki mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Við þökkum elsku Dagnýju allt, og ekki hvað síst fyrir að hún skyldi alltaf hafa haft tíma fyrir þá sem erfitt áttu. Stefanía Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.