Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Norður-Noregur: Slasaðist við tilraun til brúarsprengingar Osló, 22. mars, frá frótaritara Mbl. SAIVII nokkur frá Karasjok hefur verið handtekinn og annar frá Tana hefur verið lagður inn á sjúkrahús með sundurrifinn handlegg og svo illa farinn á augum, að hann mun trúlega missa sjónina á báðum. Slysið átti sér stað þegar þeir félag- arnir reyndu að sprengja í loft upp brúna yfir Tverr-elfi við Stilla í Alta með stolnu dýnamiti. Samarnir tveir hafa staðið handlegginn af Somby og að hann framarlega í baráttunni gegn Alta-orkuverinu á Pinnmörku. Sá, sem slasaðist í sprengingunni er Nols A. Somby, 34 ára gamall, en hinn er John Reiert Martinsen, 27 ára að aldri. Talið er, að þeir hafi stolið sprengiefninu frá hernum. Engar skemmdir urðu á brúnni við sprenginguna og segir lögregl- an, að Samarnir hafi ekkert kunn- að með sprengiefnin að fara. Það var um klukkan fjögur á láugardagsmorgni sem þeir félag- arnir komu á heilsugæslustöðina í Alta og er mönnum það enn ráð- gaía hvernig þeir komust þangað, alllangan veg, jafn illa slasaður og Somby var. Þar var pöntuð sjúkraflugvél til að fara með Somby til Tromsö en meðan beðið var eftir henni, heyrði maður nokkur á tal þeirra félaganna og skildi hvernig í öllu lá. Var þá kallað á lögregluna og Martinsen handtekinn. Talið er víst, að taka verði muni missa sjón á báðum augum. Hann og Martinsen hafa fyrr komist í kast við lögregluna vegna orkuversins í Alta og verið sektað- ir fyrir ólögleg mótmæli. Tvisvar áður hefur verið reynt að sprengja upp brýr í Norður-Noregi. „Dagur Afganistan“: 99 VINÁTTA 82“ AP-MÍmamynd. Myndin var tekin á heræfingum, sem nýlokið er í Norðvestur-Póllandi, en í þeim tóku þátt sovéskir, austur- þýskir og pólskir hermenn. Heræfingarnar hófust 13. mars sl., á þriggja mánaða afmæli herlaganna í Póllandi, og nefndust „Vinátta ’82“. Hvatt til aukins stuðnings við frelsisbaráttu Afgana Kirilenko er kominn fram Moskvu, 22. marz. Al*. ANDRKI KIRII.KNKO, fulltrúi í sovézka stjórnmálaráðinu, sem hefur ekki sézt opinberlega síðan 9. febrúar, kom fram í sjónvarpi í gær, sunnudag, og undirritaði minningargrejn, sem birtist i flestum sovézkum dagblöðum. Þar með hefur dregið úr vanga- veltum um að hann sé fallinn í ónáð. Kirilenko undirritaði, ásamt 12 öðrum stjórnmálaráðs- fulltrúum, minningargrein um Vasily I. Chuikov marskálk, hetjuna frá Stalíngrad, sem lézt á fimmtudaginn, 82 ára að aldri. Hann kom fram í sjón- varpinu í tilefni af afmæli kommúnistaflokksins í Chile. Sérfræðingar segja að ólíklegt sé að maður, sem sé fallinn í ónáð, komi fram í sjónvarpi. Kirilenko var meðal þeirra sem sátu kvöldverðarboð 1. marz til heiðurs Jaruzelski hershöfðingja frá Póllandi, en hefur ekki komið fram ásamt öðrum leiðtogum við önnur opinber tækifæri, t. d. ekki á meiriháttar verkalýðsþingi í síðustu viku. 22. mars. Al‘ INNRÁS Sovétmanna i Afganistan var mótmælt viða um heim í gær, sunnudaginn 21. mars, sem er þjóð- hátíðardagur Afgana. Leiðtogar vest- rænna þjóða beggja vegna Atlants- hafs skoruðu á Rússa að draga her- lið sitt frá landinu og að sest yrði að samningaborðinu til að binda enda á „afganska harmlcikinn". Leiðtogar margra annarra ríkja hafa tekið undir þessar áskoranir og Saudi- Arabar t.d. hvöttu til stóraukins stuðnings við baráttu afgönsku þjóð- arinnar gegn rússneskri kúgun. „Síðan Sovétmenn réðust inn í land mitt, hafa tugir þúsunda manna verið drepnir. Þetta er viðbjóðslegasti glæpur aldarinn- ar,“ sagði Wahid Karim, fyrrver- andi sendiherra Afganistan hjá Sameinuðu þjóðunum, á útifundi í Washington, sem hundruð manna sóttu. I yfirlýsingu frá Gasto Thorn, forseta framkvæmda- nefndar EBE, sagði, að innrásin í Afganistan hefði valdið mesta flóttamannavandamáli sögunnar, samtals tvær og hálf milljón hefði orðið að flýja heimili sín. Carrington lávarður, utanrík- isráðherra Breta, sagði í gær, að refsiaðgerðir vestrænna þjóða gegn Sovétmönnum vegna innrás- arinnar í Afganistan hefðu trú- lega komið í veg fyrir innrás þeirra í Pólland. Hann bætti því þó við, að refsiaðgerðirnar hefðu komið afgönsku þjóðinni að litlu Frakkland: Stjórnarflokkarnir tapa í sveitarstjórnarkosningum Fylgishrun kommúnista olli mestu um ósigurinn 1'arÍN, 22. mars. Al’. KRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, átti í dag klukkustund- arlangan fund með Pierre Mauroy, forsætisráðherra, þar sem þeir ra'ddu stöðuna í stjórnmálum lands- ins eftir sigur hægrimanna í sveitar- stjórnarkosningunum um helgina. Osigur stjórnarflokkanna olli því m.a., að frankinn féll og hefur hann ekki fyrr verið lægri gagnvart dollar- anum. Mauroy lét ekkert eftir sér hafa eftir fundinn, en aðstoðarmenn hans sögðu, að stjórnin mundi hvorki draga í land né hraða þeim breytingum, sem hún ætlar að beita sér fyrir á frönsku samfé- lagi. Þar er m.a. átt við lög um valddreifingu, sem gefa þeim sveitarstjórnum, sem kosnar voru nú, meira ákvörðunarvald í eigin málum. Þótt stjórnarflokkarnir, sósíal- istar og kommúnistar, hafi tapað sem heild í kosningunum eru þær engu að síður sigur fyrir sósíalista Varað við klofningi eftir kosningaósigur eina, sem ekki hafa fyrr fengið jafn góða útkomu úr sveitar- stjórnarkosningum og eru lang- stærsti flokkurinn. Þeir fengu 35,36% atkvæða, flokkur Jacques Chiracs, borgarstjóra í París, fékk 22,51%, Miðflokkasamband Gisc- ard d’Estaing, fyrrum forseta, 15,54% og kommúnistar 13,76%. Hjá þeim síðastnefndu er um stórkostlegt fylgishrun að ræða því í sveitarstjórnarkosningum 1976 fengu þeir 22,8% atkvæða. I Frakklandi sjálfu ráða nú hægrimenn 58 sveitarstjórnum af 96, sjö fleiri en áður, en vinstri- menn fara með stjórn í 35, höfðu 44. Stjórnarflokkarnir í Frakk- landi játuðu í dag vonbrigði sín með kosningarnar og töldu, að miklu hefði ráðið ótti fólks við of skjótar og róttækar þjóðfélags- breytingar. haldi. I bandarískum borgum var víða efnt til mótmæla og í yfirlýs- ingu frá Reagan forseta er skorað á Rússa að hætta „þessu tilgangs- lausa stríði" gegn Afgönum. Ennfremur sagði, að útvarpsstöð- in „Rödd Ameríku" myndi senn hefja sendingar til Afganistan á tveimur helstu tungunum. Saudi-Arabar, Egyptar, Sómal- íumenn og leiðtogar fleiri ríkja múhameðstrúarmanna hafa hvatt til stuðnings við trúbræður sína í AfganÍ3tan og í Kína voru ráða- menn í Sovétríkjunum kallaðir „mesta ógnunin við frið í heimin- um nú á dögum“. í þeim ríkjum, sem kommúnist- ar ráða, kvað við annan tón. Þar er „Dagur Afganistan" kallaður „áróðursbragð heimsvaldasinna" og í málgagni Rauða hersins segir, að Rússar hafi aðeins orðið við eindregnum óskum Afgana um takmarkaðan fjölda hermanna til að reka af höndum sér gagnbylt- ingarmenn, sem njóta stuðnings Bandaríkjanna. Sterkir jarð- skjálftar á Italíu og í Japan Napólí, 22. mars. Al’. SNARPliR jarðskjálftakippur, sem mældist um 5 á Rirhter skala, skemmdi hundruö húsa sunnan viA Napóli um helgina. Knginn týndi þó lífi en meira en eitt þúsund manns eru heimilislaus. Þá varð mjög snarpur skjálfti á Hokkaido, stærstu eynni í Japans- eyjaklasanum. Mældist hann 7,3 á Richter-skala. Rúmlega 100 manns slösuðust og fjöldi húsa eyðilagðist. Rafmagnslínur slitnuðu, vatns- leiðslur hrukku í sundur og landsig varð á nokkrum stöðum. Engar fregnir voru af dauðsföllum. Ilonn, 22. marz. AF. WILLY BRANDT, formaður vestur-þýzkra sósíaldemókrata (SPD), varaði við því í dag að aukið fylgi flokks umhverfisverndunartnanna, „græningjanna”, mundi auðvelda valdatöku hægrimanna. Ilann sagði þetta í kjölfar kosninganna í Neðra Saxlandi þar sem umhverfisverndunarmenn fengu fylgi frá sósíaldemókrötum og sæti á fylkisþinginu í fyrsta sinn. Þeir stóðu sig jafnvel betur en flokkur frjálsra demókrata (FDP) — fengu 11 sæti en FDP 10. Kristilegir demókratar (CDU) fengu hreinan meirihluta í fyrsta skipti í Neðra Saxlandi, 50,7% at- kvæða, en fylgi SPD minnkaði um 5,7%, í 36,5%. Brandt sagði, að úrslitin „sköð- uðu aðeins framfarasinnuð öfl í landinu og væru vatn á myllu íhaldsmanna". Hann sakaði CDU um að vinna gegn þjóðarhagsmun- um erlendis með því að ýkja andúð á Bandaríkjamönnum í landinu og ráðast gegn hagsmunum verka- manna og velferðarríkinu með til- lögum sínum um ráð gegn áhrifum samdráttarins í heiminum. Vinstrisinnar í SPD eru óánægðir með niðurskurð á út- gjöldum til velferðarmála. Skoð- anakannanir sýna að innanflokks- deilur spilla fyrir flokknuin. Brandt sagði að flokkurinn mundi sanna einingu sína á flokksþingi í Múnchen í næsta mánuði. Helmut Schmidt kanzlari, sagði í viðtali við blaðið „Bild“ að deilur í flokknum væru skýringin á fylg- istapinu. Hann kvaðst viss um að SPD héldi völdunum í Hamborg í kosningum þar í júní. Einnig verð- ur kosið í Hessen. Tap á báðum stöðum yrði til þess að CDU stjórnaði 10 af 11 fylkjum lands- ins. Helmut Kohl, formaður CDU, sagði að úrslitin hlytu að leiða til þess að FDP íhugaði úrsögn úr stjórninni. Miklar vangaveltur hafa verið um slíkt og bandalag FDP og CDU í margar vikur. Þó er óvíst að svo verði og vinstrisinnar í flokknum hafa lagzt gegn því. Óvíst er hver yrði kanzlari slíkrar stjórnar. Allt að 30 ára fang- elsisdóma er krafist Vcróna, ftalíu, 22. mars. Al’. í KYRSTA sinn frá því réttarhöldin yfir mannræningjum James L. Doziers, hershöfðingja, hófust, var einhver hræðslumerki að sjá á sakborningunum er ríkissaksókn- arinn, Guido Papalia, krafðist fangelsisdóma yfir þeirn. Papalia fór fram á væga refs- ingu, 32 mánuði, handa Ruggero Volinia, sem leiddi lögregluna á slóð mannræningjanna. Þá fór hann fram á 12—14 ára fangels- isvist handa þeim sakborning- um, sem borið hafa vitni við réttarhöldin. Þá var þyngstu refsingar, 28—30 ár, krafist yfir þeim, sem enn ganga lausir, og þeim tveimur, sem eru í haldi en hafa neitað allri samvinnu við lögregluna. Samkvæmt ^ítölskum lögum má stytta refsitíma sakborninga um helming veiti þeir upplýs- ingar sem leiða til annarra sam- sekra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.