Morgunblaðið - 23.03.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.03.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Eyjólfur Konráö Jónsson flutti á Alþingi í síð- ustu viku um úthafsveiði Færeyinga á laxi: Herra forseti! Enda þótt ég eins og aðrir nefnd- armenn í utanríkismálanefnd mæli með samþykkt þessarar tillögu til þingsályktunar, tel ég óhjákvæmi- legt að við þessa umræðu komi fram nokkrar athugasemdir og ábendingar. Það er að mínu mati eðlilegt að staðfesta þennan samn- ing, einungis af einni ástæðu — eða fyrst og fremst af einni ástæðu — þ.e.a.s. þeirri, að samkvæmt honum er algert bann lagt við laxveiðum utan efnahagslögsögu, utan 200 mílnanna. Að öðru leyti er samn- ingur þessi heldur lítilfjörlegur og hefði kannske mátt búast við að ast þar venjuréttur, að greinin sé lög de facto eða í raun þó að kannske megi segja, að hún sé ekki orðin að aðþjóðalögum de jure, þar sem samningurinn hefur ekki form- lega verið samþykktur eða staðfest- ur. Ég styð þetta þeim rökum, að a.m.k. þann tíma sem ég hef setið fundi hafréttarráðstefnu, hefur engin þjóð reynt að hreyfa við ákvæðum þessarar greinar. Hafa allir með þögninni samþykkt, að hún skyldi standa eins og hún væri. Það má segja um aðrar greinar haf- réttarsáttmálans, eins og t.d. hafs- botnsréttindi sem verið er að deila um, að það sé kannske ekki hægt að halda því fram, að þar séu orðin alþjóðalög í raun eða venjuréttur, en að því er þessa grein varðar, þá er það alveg ótvírætt að mínu mati. Og í þessari grein er beinlínis tekið fram, að það sé ekki einungis réttur Kvjólfur Konráð Jónsson geti aukið veiðarnar með þeim hætti, sem þeir hafa gert, þ.e. með ólögmætum hætti eða þeim haldist uppi slíkar gífurlegar veiðar til frambúðar. Það er lögbrot sam- kvæmt þessari grein og okkur ber skylda til að hindra það í samvinnu við aðrar þjóðir, sem hagsmuna hafa að gæta af þessum veiðum, hindra að þessum veiðum sé haldið áfram. Ég býst ekki við að neinn væni mig um það að vilja vera með ósanngirni í garð frændþjóðar okkar, Færeyja. Ég hef staðið að tillöguflutningum um aukið sam- starf við þá á mörgum sviðum, ekki síst á sviði fiskveiða og fiskverndar, en hér er um þvílíkt athæfi að ræða, að það getur ekki verið að þeir komist upp með þessar veiðar til frambúðar. Og ég hygg, að Is- lendingar allir séu sammála því að Því er stundum haldið fram, að engar sannanir séu fyrir því að lax frá íslandi veiðist við Færeyjar. Þetta er fásinna. Fyrir einum og hálfum áratug eða svo vissi ég til þess, að Snorri heitinn Hallgríms- son prófessor merkti örfáa laxa og sleppti þeim á Skaftársvæðinu. Og eina merkið, sem til baka kom, var einmitt frá Færeyjum. Það þarf enginn að segja manni, að Færey- ingar, sem stunda þessa rányrkju, séu sérstaklega áfjáðir í að halda til haga merkjum úr fiski, sem þeir veiða með þessum hætti. Það er ís- lenskur lax á þessum slóðum og hann er fiskaður af Færeyingum. Þá hefur því verið haldið fram, að ekki væri óeðlilegt að Færeyingar fengju það sem kallað hefur verið beitartollur, vegna þess að laxinn fer þarna um skamman tíma úr ári. Ég veit ekki hver hefur fundið Laxveiðar Færeyinga eru siðlaust athæfí og brot á alþjóðalögum hann yrði okkur hagstæðari en raun ber vitni. Og sérstaklega verð- ur að vekja á því athygli, að í 2. grein samningsins er gert ráð fyrir því, að Færeyingar megi veiða á svæði Norður-Atlantshafsnefndar- innar eins og það er nefnt, innan fiskveiðilögsögu Færeyja og ekki takmarkað, hve mikil svæði innan fiskveiðilögsögunnar hér er um að ræða. Hins vegar eru í greininni, þar sem fjallað er um Vestur- Grænlandsnefndina, tilgreindar einungis 40 sjómílur frá grunnlín- um. Ég vil vekja á því athygli hér og vona að ummæli mín fái staðist ómótmælt af öllum háttvirtum al- þingismönnum — vekja á því at- hygli að samkvæmt 66. gr. upp- kastsins að hafréttarsáttmála eiga upprunaríki slíkra fiska eins og lax- ins miklu meiri réttindi en í þessum samningi eru tilgreind. Ég vil leyfa mér að fullyrða, að 66. gr. uppkasts- ins að hafréttarsáttmála sé nú þeg- ar orðin alþjóðalög, það hafi skap- strandríkis eða upprunaríkisins að vernda slíka fiskistofna, heldur er það skylda þess ríkis. Það skal gera það, bæði innan eigin lögsögu og eins utan hennar. Og réttindi yf- ir þessum fiskistofnum eru miklu meiri og víðtækari en nokkrum öðr- um, sem byggist auðvitað á eðli málsins, að það er upprunaríkið, sem á þessi réttindi og á að gæta þeirra. Undanþágur frá þessu eru mjög veigalitlar. Upprunaríkið getur t.d. ákveðið heildarafla á þessum fisk- tegundum. Og eins og ég sagði áðan, ber því að tryggja að ekki sé gengið á þessa stofna. Það er skylda þeirra samkvæmt þessum alþjóðalögum. En á þeim tíma sem þessi grein hef- ur staðið óbreytt í uppkastinu að hafréttarsáttmála, hafa Færey- ingar stöðugt verið að auka afla sinn á laxi í hafinu. Ég held, að það sé varla hægt að nota um þetta framferði vægara orð en það sé sið- laust athæfi og lögbrot að auki. Það er brot á alþjóðalögum og mér - sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í þingræðu finnst raunar furðulegt, að bæði við og ekki síður kannske Norðmenn, Svíar, Irar, Bretar og aðrir þeir, sem þarna hafa hagsmuna að gæta, skuli ekki taka fastara á þessum málum og fylgja fram þeim ský- lausa rétti, sem þessar þjóðir hafa samkvæmt þessari nefndu grein í hafréttarsáttmálanum — og ekki einungis rétti, heldur líka skyldu. Það er hugsanlegt, að það megi færa að því einhver rök, að Færey- ingar mættu veiða eins og 100—200 tonn vegna þess að þeir byrjuðu víst einhverjar laxveiðar um 1960. En það eru engin rök fyrir' því að þeir þetta verði að stöðva. Það er algert hámark að þeir gætu kannske veitt, eins og ég sagði áðan, 100—200 tonn, sem þeir munu hafa gert áður en þessi grein í hafréttarsáttmála var samin og komst inn í þau upp- köst, sem síðan hafa staðið óbreytt fund frá fundi, en þeir hafa engan rétt af neinu tagi til að stórauka veiðarnar á meðan þessi grein verð- ur að teljast lögformleg eins og áð- ur segir, margra ára venjuréttur. Hún er lög í raun. Þess vegna var það óviðurkvæmilegt að taka þessa heimild inn í samninginn, sem hér er til samþykktar um að Færey- ingar hefðu heimild til veiða á þessu svæði, þ.e. fiskveiðilögsögu Færeyja, án þess þá að takmarka það mjög rækilega. En auðvitað verður þessi samningur endurskoð- aður og samkvæmt honum á raunar að fjalla um veiðar frá ári til árs og verður auðvitað gert á þeim fund- um, sem þessar þjóðir halda með sér, þá verður þetta mál auðvitað sérstaklega upp tekið. þessa endileysu upp, hvort það er íslensk framleiðsla eða komin frá Færeyjum. Auðvitað er lífið í sjón- um ekkert síður komið frá íslandi inn á Færeyjamið heldur en öfugt. Ætli það sé ekki frekar meira um það að ýmiss konar fæðutegundir fiskstofna berist af okkar miðum inn á þau færeysku heldur en öfugt. En hvað sem um það er, þá er þetta fávíslegt tal og réttlætir rányrkj- una með engum hætti. Ég vildi koma þessum athuga- semdum hér að, herra forseti, nú við þessa umræðu, áður en til at- kvæða er gengið og vænti þess, að allir háttvirtir þingmenn séu mér sammála um það, að eðlilegt sé, að þessar athugasemdir komi hér fram og að enginn muni andmæla þvl sem ég hér hef sagt, að þarna sé um lögbrot af hálfu Færeyinga að ræða og rányrkju og að Alþingi muni halda til haga íslenskum réttindum í þessu efni og þetta fáist fest í þingskjöl sem samdóma álit allra háttvirtra alþingismanna. Steinullarfárið Minnisatriði vegna síðasta farsa í aðalleikhúsi borgarinnar 1. Reisa skal 5000—6000 tonna steinullarverksmiðju fyrir inn- lendan markað, sem þó er að- eins 900 tonn á ári. Viðkvæðið er því augljóst: Þetta skal í ykkur, hvað svo sem þið segið. Stóri bróðir veit nefnilega allt bezt. Curt Nicolin sagði: „Stjórnmálamenn hafa vax- andi tilhneigingu til þess að skipta sér af hversdagslífi fólks. Afleiðing af þessu er sú, að lögin eru ofvaxin okkar skilningi. Við verðum að finna skilgreiningu á lýðræði, sem takmarkar heimildir stjórn- málamannanna við meirihátt- ar málefni þjóðfélagsins og lætur einstaklingana um að ráða fram úr öðrum málum. Að öðrum kosti er sennilegt, að stóri bróðir verði að raunveru- leika.“ 2. Kostnaðarsýnishorn á steinull hérlendis: Markaðsverð erl. 1.000.000 Flutn.kostn. ca. 2.000.000 Uppskipun, tollar ca. 1.000.000 Kostnaðarverð 4.000.000 Ef við gerum ráð fyrir sama kostnaði í báðar áttir, þá þýðir þetta að íslenzka verksmiðjan fær í sinn hlut aðeins 25% af því, sem erlenda steinullar- verksmiðjan fær, þegar báðar selja á sama markaði. 3. Steinullarmenn segja, að Gottfreð Árnason Bretland, V-Þýzkaland og Holland séu „lang álitlegastir útflutningsmarkaðir". í Bret- landi er um 115 þúsund tonna árlegur markaður fyrir bæði glerull og steinull. Fram- leiðslugetan í Bretlandi sjálfu er þó talin 186 þúsund tonn. Þetta samsvarar því, að 5 ísl. steinullarverksmiðjur af stærri gerð, 14,4 þús. tonna, sem eingöngu færi á erlendan markað, stæðu ónotaðar í Bretlandi sjálfu. Bretar eiga þó sjálfir markaðinn, verk- smiðjurnar fjármagnið og vinnuaflið, og nóg af því, sem bíður eftir vinnu. Hvernig ætla svo íslenzkir steinullarmenn að ná „álitlegri" sölu til Bret- lands? Má biðja um skýringu? 4. Á íslandi hafa verið reistar 3 steinullarverksmiðjur. Þær hafa allar hætt rekstri, vænt- anlega ekki vegna þess, að reksturinn væri svo álitlegur eða gæfi svo ríkulegan arð? En þær hættu þó allar rekstri án þess að almenningur væri krafinn um fjármuni til að borga brúsann. Nú skal hins vegar hafður annar háttur á og notuð „gegnumþingmenn"- aðferðin svo tryggt sé, að al- menningur sleppi ekki í þetta sinn. En ætla ekki þingmenn Reyknesinga að taka þátt í leiknum? Allar 3 verksmiðj- urnar voru þó í þeirra kjör- dæmi og því eiga þeir væntan- lega sögulegan rétt á því fram yfir aðra þingmenn? 5. Togstreitan milli Sauðkræk- ingsins og Sunnlendingsins minnir á 2 stráka, sem báðir hafa sett gaffal sinn í feita bit- ann í kjötkatlinum (veskjum okkar) og slást nú um bitann vegna „virðingar" Alþingis væntanlega. Fáum við að sjá lyktir málsins í næsta Löður- þætti frá aðalleikhúsinu í þessari viku? Þetta er spurn- ing vikunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.