Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982 47 Vígsla Fjarhitunar Vestmannaeyja: „Með agaðri þekkingu vísindamanna og harð- fylgi framkvæmdamannau Sveinn Tómasson forseti b*jarstjórnar hleypir vatni á varmaskiptana. I.jósmyndir Mhl. Torfi llaraldsson Vid vígslu Fjarhitunar Vestmannaeyja. Frá hægri: Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, Gísli Guðlaugsson bæjarfulltrúi sem hefur verið einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir hraðri uppbyggingu hraunhitaveitunnar, Sigurður Þ. Jónsson bæjarfulltrúi, Arnar Sigurmundsson bæjarfulltrúi, Guðmundur Karlsson alþingismaður, Georg Þ. Kristjánsson bæjarfulltrúi, Tryggvi Gunn- arsson starfsmaður Fjarhitaveitunnar og Áki Haraldsson bæjarritari. „MEÐ AGAÐRI þekkingu vísinda- manna og harðfylgi framkvæmda- manna hefur undrið í ævintýrinu orðið að veruleika, Hitaveita Vest- mannaeyja er staðreynd, í uppbygg- ingu eftir eldgosið 1973,“ sagði Páll Flygenring ráðuneytisstjóri í iðnað- arráðuneytinu við formlega vígslu Fjarhitunar Vestmannaeyja sl. sunnudag, en viðstaddir formlega opnun voru forráðamenn Vest- mannaeyjabæjar, ýmsir gestir af fastalandinu, þingmenn, embætt- ismenn og aðrir gestir. Sveinn Tómasson forseti bæjar- stjórnar rakti nokkuð sögu hraun- HoSnl Sigurðsson forstoðumaður Fjarhitunar Vestmannaeyja ræðir malm við hitaveitunnar sem er einstæð í sinni prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson. röð. Að ræðu lokinni hleypti Sveinn vatni á varmaskipta og var form- legri athöfn þar með lokið. Til máls tóku ýmsir, bæði úr röðum heima- manna og gesta. Már Karlsson tæknifræðingur lýsti mannvirkjum Fjarhitunarinnar, Jakob Björnsson orkumálastjóri tók til máls, Jóhann- es Zoega hitaveitustjóri í Reykjavík og fleiri gestir fluttu Eyjamönnum heillaóskir í tilefni dagsins. Fyrsta tilraun með hitaveituna var gerð fyrir forgöngu Sveinbjörns heitins Jónssonar í Ofnasmiðjunni og Hlöðvers Johnsen í Vestmanna- eyjum, en ári síðar, eða 1975, tók Raunvísindastofnun að sér stjórn virkjunarrannsókna. Meðal þeirra vísindamanna sem lögðu hönd á plóginn við fæðingu hinnar sérstæðu hitaveitu var prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson, þá lét Sigmund Jó- hannsson uppfyndingamaður ekki sinn hlut eftir liggja og úr röðum heimamanna var Guðlaugur Gísla- son fyrrverandi alþingismaður ötull baráttumaður hraunhitaveitunnar, en styr stóð um framkvæmdir lengi vel meðal forráðamanna bæjarins. Þá hefur fjöldi heimamanna sem starfað hafa á vegum Fjarhitaveit- unnar unnið við uppbygginguna af mikilli elju og fórnfýsi þegar upp komu erfið vandamál. Fjöldi húsa sem tengjast munu hitaveitunni er um 1000 en þar af er lokið við að tengja 900 hús. Aætluð vatnssala er 1,1 millj. m3 á ári, en samanlögð lengd lagna er um 80 km og varmaskiptar, sem gerðir eru úr Vi“ rörum eru samanlagt yfir 40 km að lengd. Stofnkostnaður á verðlagi í árslok 1981 er 93 millj. kr. Hitaveitan framleiðir um 20 Mw og er áætlað að hún dugi a.m.k. í 15—20 ár í viðbót. Dreifikerfi Fjarhitaveit- unnar er lokað og því koma ýmsir aðrir möguleikar til greina í orku- notkun, en þó á eftir að kanna ýmsa möguleika í virkjun hitaæða í eld- stöðvunum, borun eftir heitu vatni, nýtingu vindorku og sitthvað fleira. Rekstur hraunhitaveitunnar hefur gengið vel utan það að tíðar bilanir urðu á asbeströrum á árinu 1980 að- allega en hætt var að nota þá rör- gerð og síðan hefur gengið betur. Að lokinni hátíðlegri athöfn aust- ur á hrauni var aðkomnum gestum og forráðamönnum Vestmannaeyja- bæjar boðið til hádegisveizlu en hins vegar var starfsmönnum Fjarhita- veitunnar ekki boðið. Dælistöð Fjarhitunar Vestmannaeyja OIKIM TKAP NORDMENDE FYRSTIR MEÐ HÍS Á ÍSLANDI Langmest úrval af myndefni fyrir hefur nú 80% — áj. markaðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.