Morgunblaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1982
AlgflQ UfiiverMl ‘ ;n Svndicof_______________‘f'ZH
.^Fwrst koupirðu niíoa kiápu handa mfer;
Oc nú fer&u rr\eö m\g í L~jónaga.rbinn.
Hvcá> KePur komi'o yfrr þig?"
iÍCGA/vllfl
Ó8Í er...
... ai) muna
Tld Reo U.S. Pat. Ofí—a* rlgMs rss«fved
•1882 Loa Angoles Tlrnm Syndlcate
VO//
ltles.saAur náðu heldur i við-
Ccrðarmenn, þú getur alltaf
náð búrfiskunum!
Éf> ætla að skrifa um kynlíf
okkar — áttu lítið póstkort?
HÖGNI HREKKVÍSI
Bolabrögð:
„Hér er tækifæri aliaballa
til að sýna vilja sinn í verki“
Ágæti Velvakandi.
Einu sinni var flokkur sem hét
Kommúnistaflokkur íslands.
Hann var stofnaður 1930. En
1938 var nafninu breytt í Sam-
einingarflokkur alþýðu — sósíal-
istaflokkurinn. Loks fékk þessi
sami flokkur nafnið Alþýðu-
bandalag og var hann stofnaður
undir því nafni 1956.
Tilgangur þessarar upprifjun-
ar er að minna á það, að ekkert
er nýtt undir sólinni. Þar á ég við
hver fortíð Alþýðubandalagsins
er en nú er þessi flokkur einn
þriggja aðila í núverandi ríkis-
stjórn. Framkoma Alþýðuandá-
lagsins í ríkisstjórn í sambandi
við svonefnt Helguvíkurmál er
athyglisverð, vegna þess að þar
kemur hið rétta eðli Alþýðu-
bandalagsins — og raunar
heimskommúnismans einnig — í
Ijós, — samanber Pólland þessa
dagana.
I þessu Helguvíkurmáli hefur
Alþýðubandalagið enn sýnt sitt
rétta andlit. Þegar ekki tekst að
fá sitt fram í ríkisstjórn er gripið
til hótana. Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins
lét að því liggja í blaðaviðtali, að
ef sú ákvörðun hæstvirts utan-
ríkisráðherra, Ólafs Jóhannes-
sonar næði fram að ganga, að
flytja olíugeyma varnarliðsins til
Helguvíkur gæti það jafnvel þýtt
að Alþýðubandalagið gengi úr
ríkisstjórninni.
Og hvers vegna? Vegna þess,
að í þessu máli hefur Ólafur Jó-
hannesson utanríkisráðherra
ekki hug á að láta að kröfum Al-
þýðubandalagsins, sem er and-
vígt þessum áformum — eins og
reyndar öllu öðru sem miðar að
því að gera Islendinga óháðari
varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli. I þessu sambandi er rétt að
hafa það hugfast, að í málinu
styðst utanríkisráðherra við
ályktun Alþingis frá því í maí
1981, þar sem honum er falið að
beita sér fyrir framkvæmdum
við olíuhöfn í Helguvík. Hvað
varðar formann Alþýðubanda-
iagsins, Svavar Gestsson ráð-
herra skipulagsmála í núverandi
ríkisstjórn, um vilja Alþingis í
þessu máii? Er von nema spurt
sé. Það er eðlilegt að sú spurning
vakni, þegar Svavar Gestsson
ætlar að bregða fæti fyrir fram-
kvæmdir í þessu máli, með reglu-
gerð um skipulagsbreytingu á
framkvæmd skipulagsmála fyrir
Keflavíkurflugvöll. Omótmælt er
að skipulagsmál Keflavíkur-
flugvallar heyri undir utanrík-
Rétti þeim hvorki kinnma
né knékrýp á nokkurn hatt
isráðherrann einan, en ekki ráð-
herra skipulagsmála.
Flokksbróðir Svavars, Hjör-
leifur Guttormsson, iðnaðarráð-
herra, hefur nú ákveðið að fylgja
fordæmi Svavars, með að bregða
fæti fyrir utanríkisráðherra í
þessu máli, með því að banna
Orkustofnun að eiga hlutdeild í
jarðvegsathugunum í Helguvík.
En fram hefur komið að Orku-
stofnun er eini aðilinn hér á
landi sem hefur yfir tækjum að
ráða til að framkvæma þessar
jarðvegsrannsóknir af innlend-
um aðilum. Síðan hvenær hafa
framkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli heyrt undir iðnaðarráð-
herra? Spyr sá sem ekki veit.
En nú hlýtur spurning að
vakna? Hvers vegna hamast Al-
þýðubandalagið svona á móti
þessum framkvæmdum í Helgu-
vík? Fram kemur í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar að
engir fyrirvarar eru gerðir í
þessu máli, sem þýðir væntan-
lega að valdsvið utanríkisráð-
herra í því er óskorað. Hann
styðst auk þess við ályktanir Al-
þingis. í þessu máli kemur
greinilega fram að Alþýðubanda-
laginu er ekkert um neitt það
gefið, sem til framfara horfir í
varnarmálum íslands. Það skipt-
ir engu máli hvort um er að ræða
nýja flugstöð eða olíugeyma í
Helguvík. í flugstöðvarmálinu
leggst Alþýðubandalagið gegn
þátttöku Bandaríkjamanna í
byggingu flugstöðvarinnar, þó sú
staðreynd sé viðurkennd, að sú
hyKKÍng myndi aðskilja íslend-
inga til muna frá samgangi við
varnarliðið. Hingað til hefur
slíkur aðskilnaður verið stefna
Alþýðubandalagsins.
Nú hefur Alþýðubandalagið
verið allra flokka ötulast við að
sjá skrattan í hverju horni í öllu
sem snertir varnarliðið á ein-
hvern hátt. Það verður fróðlegt
að sjá hvort allaballar verða
sannfæringu sinni trúir og sam-
þykkja þessar framkvæmdir sem
á döfinni eru — byggingu nýrrar
flugstöðvar í Keflavík og nýja
olíugeyma í Helguvík. Hér er um
framkvæmdir að ræða sem báðar
miða að því að auka sjálfstæði
íslendinga gagnvart varnarlið-
inu.
Ef allaballar vilja yfirleitt láta
taka sig alvarlega í utanríkis-
málum, er hér með skorað á þá
að bregða ekki fæti fyrir þessar
framkvæmdir sem stuðla að að-
skilnaði varnarliðsins frá ís-
lenzku þjóðlífi. Ef þeir gera þetta
engu að síður, hlýtur maður að
verða að álykta að þessi andstaða
þeirra sé hrein áróðursbrella, til
að geta flaggað sérstöðu sinni í
utanríkismálum varðandi Kefla-
víkurflugvöll. Hér er tækifæri
allaballa til að sýna vilja sinn í
verki og sporna ekki við þessum
framkvæmdum, því þær miða að
því að aðskilja varnarlið og þjóð-
líf enn meir en nú er.
Að lokum skal tekið undir það
sjónarmið utanríkisráðherra í
Helguvíkurmálinu, að ef Svavar
Gestsson ætlar að koma í veg
fyrir það með einhverjum bola-
brögðum að utanríkisráðherra
hafi starfsfrið í þessu máli — þá
er það ekkert annað en hrein
valdníðsla. Að lokum er skorað á
utanríkisráðherra að halda fast
við sína ákvörðun í þessu máli,
og láta ekki samráðherra sína,
þá Hjörleif og Svavar bregða
fæti fyrir sig í málinu með því að
misbeita ráðherravaldi sínu. Sá
ráðherra sem notar vald sitt í
máli sem ekki heyrir undir hann,
misbeitir valdi sínu. Alþingi á að
standa fast með utanríkisráð-
herra í þessu máli og sporna
gegn ofstjórnartilhneigingum
Alþýðubandalagsins í því.
Sigurður G. Haraldsson
í Velvakanda fyrir 30 árum
Skozkur fslandsvinur
EGNA 85 ára afmælis hins
heimskunna fræðimanns og
íslandsvinar Williams Craigies á
að gefa út í Bretlandi ritskrá um
verk hans. Safnað er áskrifendum
víðs vegar m.a. hér á landi. Hefir
Daglega lífinu borizt eftirfarandi
bréf:
Afmæliskveðjurnar
til Craigies
YRST af öllu vil ég þakka
Morgunblaðinu fyrir að það
fiéfir gert okkur mögulegt að
senda honum kveðjur á þann hátt,
sem nú er kostur á. Fleiri en ég
munu því þakklátir fyrir að það
stóð þarna á verði. — I öðru lagi
vil ég mega láta í ljósi ánægju
mína yfir því, að birzt hefir utan-
aðkomandi hvatningtil manna um
að gæta sín að verða ekki of seinir
að innrita sig. — í þriðja lagi tel
ég ástæðu að skjóta því til út-
varpsins að það segi hlustendum
frá þessu tækifæri, því það er
naumast rétt að útilokaðir séu
möguleikar fyrir fólk úti um land,
einkum ef fást skyldi sá frestur,
sem sagt er, að beðið hafi verið
um.
Metnaðarmál
AD má vera okkur nokkurt
þjóðmetnaðarmál, að sæmileg
verði hluttaka héðan eftir fólks-
fjölda og að bókin komi til að
geyma nokkuð mörg íslenzk nöfn.
Fyrir þá, sem ekki greiða nema
lágmarksgjaldið, hálfa gíneu (24
kr.), eru útlánin ekki mikil, en
hálfleiðinlegt væri það, ef Clar-
endon Press sæi engan íslending
með heila gíneu, því vitanlega eru
margir þeim efnum búnir að þeir
finni lítt til þess að láta 48 kr. En
það mál gerir hver upp við sjálfan
sig. Munum bara að með þátttöku
okkar í þessu máli erum við að
koma fram gagnvart umheimin-
um. — Þökk fyrir birtinguna.
Studiosus.“
Gömul verzlun kvödd
AR, sem þúsundir Reykvík-
inga hafa undanfarna áratugi
keypt bækur sínar, minnir nú ekk-
ert framar á þau viðskipti annað
en eitt skilti.
Fyrir 20—30 árum hófst verzlun
í Bókabúð Austurbæjar við
Laugaveg, en nú hefir hún verið
lögð niður.