Morgunblaðið - 03.07.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 03.07.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 Frekari kaup á freðfiski til athugunar í viðskiptaviðræðum íslendinga og Sovétmanna, sem staðið hafa yfír síðustu daga i Reykjavík, var lögð á það mest áherzla af hálfu íslendinga að Sovétmenn keyptu meira af fryst- um fískflökum héðan og að gengið yrði frá samningi um kaup á saltsíld. Sovéska nefndin lofaði að athuga vandlega hvort hægt væri að hcimila frekari freðfískkaup fljótlega, segir í frétt frá viðskiptaráðuneytinu. Þess er hins vegar ekki getið hverjar urðu lyktir umræðna um saltsíldarsamn- ing. „Undanfarna daga hafa staðið yfir í Reykjavík viðskiptaviðræður við Sovétríkin um framkvæmd viðskiptasamnings Islands og So- vétríkjanna. Sá samningur gildir fyrir 5 ára tímabilið 1981—1985. í viðræðunum voru báðir aðilar sammála um að viðskiptin hafi yf- irleitt gengið vel síðan samningur- inn var gerður. Útflutningur salts- íldar til Sovétríkjanna hefur þre- faldast og útflutningur á frystum fiskflökum, einkum karfaflökum, hefur orðið tvöfalt meiri en á næstu árum á undan. Sala á lag- meti hefur einnig aukist, enda þótt kvóti samningsins hafi ekki verið uppfylltur. Ekki hefur tekist að selja eins mikið af ullarvörum og málningu og gert hafði verið ráð fyrir í samningnum. Innflutningur á sovéskum vör- um hefur ekki tekið miklum breyt- ingum frá því sem var áður, en olíuvörur eru yfir 90% af inn- flutningsverðmæti. Vegna aukningar á sölu saltsíld- ar og freðfisks hefur hallinn á viðskiptunum við Sovétríkin farið minnkandi. Árið 1981 voru fluttar út vörur fyrir liðlega 400 milljónir króna, en inn fyrir 600 millj. kr. Hlutur Sovétríkjanna árið 1981 í utanríkisviðskiptum landsmanna var 6,2% af útflutningnum en 8% af innflutningnum, og hefur oft verið mun hærri. í viðræðunum var af hálfu ís- lensku nefndarinnar lögð mest áhersla á að Sovétríkin keyptu meira af freðfiskflökum á síðara helmingi þessa árs og gengið yrði frá samningi um kaup á saltsíld. Þegar hafa verið seld 17.500 tonn af freðfiskflökum og er það magn að mestu afgreitt. Þetta er meiri sala en viðskiptasamningurinn gerir ráð fyrir og er því erfiðleik- um bundið að fá samþykki fyrir enn meira magni. Samt lofaði sov- éska nefndin aö athuga vandlega, þegar heim kæmi, hvort hægt væri að heimila einhver frekari freðfiskkaup fljótlega. Samningurinn um efnahags- samvinnu var ekki til umræðu á fundum nefndanna nú, en þær höfðu fjallað um samningsdrögin í Moskvu í september 1981. Formaður íslensku nefndarinn- ar var Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri, en formaður sovésku nefndarinnar var A.N. Manzhulo, aðstoðarutanríkisviðskiptaráð- herra Sovétríkjanna og varafor- maður V. Simakov, yfirmaður Vesturlandadeildar utanríkis- viðskiptaráðuneytis Sovétríkj- Félag íslenzkra iðnrekenda: Ólafur Davíðsson ráð- inn framkvæmdastjóri STJÓRN Félags íslcnzkra iðnrek- enda hefur ráðið Olaf Davíðsson, hagfræðing og forstöðumann Þjóð- hagsstofnunar, framkvæmdastjóra félagsins frá næstu áramótum, en í haust lætur Valur Valsson af því starfí og tekur við starfí bankastjóra Iðnaðarbanka íslands. Ólafur réðst til Efnahagsstofn- unar árið 1969, sem síðar varð Hagrannsóknadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Árið 1974 réðst Ólafur til Þjóðhags- stofnunar, sem þá var stofnsett og í nóvember 1980 var Ólafi falið að gegna starfi forstjóra Þjóðhags- stofnunar um tveggja ára skeið. Ólafur Davíðsson er giftur Helgu Einarsdóttur, viðskipta- fræðingi. Jón Sigurðsson, hagfræðingur, sem starfað hefur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um tveggja ára skeið, tekur við starfi forstjóra Þjóðhagsstofnunar að nýju um áramótin. Séð ofan af brekkubrúninni, en bifreiðin þeyttist niður lengst tU vinstri. Aðalgatan er framar og lengra frá er Eyrargatan, en yfír báðar göturnar þeyttist bfllinn áður en hann lenti út i fjöru. Giftusamlegur endir á háskalegri bílferð Tvö lítil börn sluppu ómeidd eftir að hendast í bifreið niöur 40 metra brekku og hafna í stórgrýti í fjörunni „ÉG VAR auðvitað skelfingu lost- inn þegar ég hljóp í átt til bílsins. Ég bjóst við eins og aðrir sem horfðu á þetta að orðið hefði stór- slys. Blessuð börnin voru auðvitað skelfíngu lostin en svo til óslösuð, litli drengurinn var aðeins með spningna vör og svolítið blóðugur, en stúlkan slapp með skrekkinn. Það má segja að þetta hafí verið mikið lán í óláni. Það eru allir mjög fegnir yfír giftusamlegum endi,“ sagði Guðjón Jónsson á Suðureyri við Súgandafjörð, er Mbl. ræddi við hann í gær, en hann var áhorfandi að þegar stór amerísk bifreið rann af stað á Hjallaveginum á Suðureyri með tvö lítil börn, 2 og 5 ára, innan- borðs, hentist síðan niður snar- bratta brekku, smaug fram hjá húsum og öðrum hindrunum, þeyttist yfír aðalgötu bæjarins og Eyrargötu og hafnaði að lokum úti í stórgrýttri fjörunni. Atburður þessi átti sér stað laust eftir klukkan sjö sl. mið- vikudagskvöld. Ekki er ljóst hver tildrögin voru, en móðir barn- anna hafði brugðið sér inn í hús við Hjallaveginn og er talið lík- legast að börnin hafi eitthvað fiktað við stjórntæki bílsins, sem er af gerðinni Buick og sjálf- skiptur. Guðjón var fyrstur á vettvang og fylgdist með ferð bílsins niður brekkuna skelfingu lostinn ásamt fleirum. Hann lýsti at- burðinum svo: „Bíllinn rann af Brekkan sem bifreiðin fór niður. Efst til vinstri á myndinni glittir í þakið á húsinu sem bifreiðin stóð við áður en hún rann af stað og ef rayndin prentast vel má sjá verksummerki eftir för bifreiðarinnar í brekkunni á miðri myndinni. stað niður Hjallaveginn og fór skáhallt út af veginum og andar- tak leit út fyrir að hann myndi velta niður snarbratta brekkuna. Um leið og hann fór að lyftast rann hann utan í stóra grastorfu sem varð til þess að bíllinn snér- ist og fór síðan á fullri ferð áfram á réttum kili niður brekk- una. Síðan rennur hann i um 30 til 40 centimetra fjarlægð fram hjá húsi, lendir þar á smá upp- hækkun sem er hallandi niður að kjallarahurð á húsinu, tekst þar á loft yfir aðalgötuna og klippir á leiðinni sundur tvö umferðar- merki sitt hvoru megin við göt- una. Þaðan þeyttist bíllinn áfram yfir Eyrargötuna og stöðvaðist ekki fyrr en í stór- grýtinu úti í fjöru." Brekkan sem bíllinn snérist í og rann síðan niður er um 30—40 metra há og snarbrött eins og fyrr segir. Talin er mikil mildi, að bifreiðin skyldi ekki velta og sagði Guðjón að þá hefði ekki verið að leikslokum að spyrja. Eins er það talin mikil mildi að bifreiðin skyldi sleppa fram hjá húsum og öðrum hindrunum en yfirleitt er mikil umferð bíla og gangandi vegfarenda um aðal- götuna. Kona stórslösuð eftir að skriða féll á bifreið í Óshlíð Ólafur Davíðsson er fæddur ár- ið 1942, en hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og síðan hagfræði- prófi frá háskólanum í Kiel í Vestur-Þýzkalandi árið 1968. ELDRI HJÓN lentu í bifreið sinni undir skriðu á Oshlíðarvegi um kl. 14.30 í gær. Konan slasaðist mikið og var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Teljast má lán að ekki fór verr því hifreiðin lagðist saman og er gjörónýt. Tók það aðkomumenn nokkurn tíma að ná konunni úr flakinu. Eiginmann hennar sakaði ekki að undanskildum einhverjum skrámum, að sögn fréttaritara Mbl. í Bolungarvík, Gunnars Hallssonar, en hann kom fyrstur á slysstað í gær. 0 INNLENT Gunnar sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að atburður þessi hefði sett mikinn óhug að Bolvíkingum og hann vakið upp ótta. Háværar kröfur væru nú hvarvetna um Víkina um að nú þegar verði gerð- ar meiriháttar varúðarráðstafanir til að auka umferðaröryggi á óshlíðarvegi, en um veginn þarf að fara ef fóik ætlar landleiðina til eða frá Bolungarvík. Hjónin voru á ferð í bifreið sinni undir klettabelti rétt innan við krossinn á Hlíðinni, en vegur- inn liggur þar undir snarbröttum 15—20 metra háum hömrum. Maðurinn varð var við að steinar voru byrjaðir að hrynja úr hamr- inum og ætlaði að reyna að bakka, en þá skall stór steinn ofan á vél- arhlíf bifreiðarinnar þannig að vélinn brotnaði niður og bíllinn varð ógangfær. Maðurinn fór þá út úr bifreiðinni og ætlaði að forða sér en sá þá að konan komst ekki út, hurðin hennar megin hafði skekkst er steinninn skall á vél- arhlífinni. Hann sneri því við og lagðist inn í bifreiðina til að reyna að hlífa konunni, en þá rigndi yfir bílinn steinum og aur og lagðist bifreiðin alveg saman. Þegar hrinunni linnti komst hann út úr bifreiðinni á ný en um líkt leyti hófst önnur hrina, eða í sömu mund og Gunnar bar að, en hann var að koma frá ísafirði. Fólksflutningabifreið Flugleiða kom á staðinn innan frá um sama leiti og tókst að ná talstöðvarsam- bandi við Bolungarvík og kalla eft- ir sjúkrabíl og lækni. Þá voru gerðar ráðstafanir til að ná bílum af mesta hættusvæðinu. Sjúkra- bifreið og lækni frá Bolungarvík bar að um 15 til 20 mínútum síðar og hafði þá tekist að ná konunni úr bílnum. Hún var flutt rakleiðis til ísafjarðar og þaðan eftir að- hlynningu til Reykjavíkur. Vitað var að konan var beinbrotin, bæði handleggs- og höfuðkúpubrotin. Hún var þó ekki talin í lífshættu í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.