Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 13

Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 13 fundið út, að þingmenn Reykjavík- ur — Reykjaness yrðu aldrei fleiri en 2/5 af heildartölu þingmanna þjóðarinnar. Svarið er, að hér sé ekki beitt tölfræðilegum aðferð- um, heldur sé mælirinn nú fullur. Síðan falla þeir í þá gryfju að vísa til hrópandi misréttis í kosninga- réttarmálum í Bandaríkjunum, þessu landi lýðræðisins. Þetta er vond röksemdafærsla, þ.e. að rétt- læta misrétti hér á landi með því að vísa til enn meira misréttis, sem kann að viðgangast í öðrum löndum. Að lokum segjast svo „áhuga- menn“ reiðubúnir að samþykkja sama atkvæðavægi, hvar sem er á landinu, þegar lífskjör hafa verið fulikomlega jöfnuð. Þetta er svona til að staðfesta, að þeir eru tilbún- ir að versla með mannréttindin, en það er ég ekki. Spurningum svaraö Þá kem ég að spurningum „áhugamanna". • 1. Eg tel ekki „að fjölgun þing- manna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu sé einhver almenn lausn á vandamálum þjóðarinn- ar“. En með vísun til þess, sem ég hef áður sagt, tel ég jöfnun atkvæðavægis, og þar með kosningaréttar, vera mikilvæg- an lið í því að tryggja skyn- samlega ákvarðanatöku á Al- þingi. • 2. Auðvelt er að nefna dæmi þess, að Stór-Reykjavíkursvæð- ið situr ekki við sama borð og landsbyggðin, að því er varðar lán úr ýmsum sjóðum til at- vinnuuppbyggingar. Enginn Reykvíkingur fær 100% lán til að kaupa togara, enginn íbúi þar fær lán úr Byggðasjóði til að setja upp rakarastofu, bók- haldsstofu eða annað þess hátt- ar. Það fá menn úti á landi. Dæmi eru um, að menn hafi flutt atvinnurekstur sinn frá Reykjavík út á land þegar þeir hafa þurft að endurskipuleggja hann, vegna þess að það var skilyrði fyrir lánveitingu. Þess- ir sjóðir, sem þannig lána, hafa ekkert síður fengið fjármagn sitt frá Reykjavíkursvæðinu en öðrum iandshlutum. • 3. Spurt er, hversu margir þing- menn yrðu í a) Árbæjarhverfi, b) Breiðholti, ef vægi atkvæða yrði alveg jafnað. Þau hverfi myndu ekki fá sérstaka þingmenn, nema e.t.v. ef þeirri skipan yrði komið á, að brjóta allt landið niður í ein- menningskjördæmi. Að óbreyttri kjördæmaskipan fengju þessi hverfi því aðeins hlutdeild í fleiri þingmönnum Reykjavíkur við jafnt eða aukið atkvæðavægi. • 4. Spurt er, hvað ég telji „að valdið hafi hinum mikla fólks- flótta úr dreifbýlinu til Stór- Reykjavíkursvæðisins á ára- tugnum 1960—1970“. Megineinkenni byggðaþróun- ar undanfarna áratugi er vax- andi þéttbýlismyndun samfara fækkun íbúa í sveitum. Þetta er eðlileg afleiðing breyttra at- vinnuhátta, stöðugt fleiri vinna nú við úrvinnslu- og þjónustu- greinar, en færri við frumfram- leiðslu. Jafn eðlilegt er að fjölg- un íbúa verði mest á Reykjavík- ursvæðinu vegna þessara breyt- inga á atvinnuháttum, þótt ekki sé litið nema til veðurskilyrða. Af spurningunni mætti ætla, að fjölgun á þessu svæði hafi orðið eitthvað sérstaklega mikii á áratugnum ’60—’70. Stað- reyndin er hins vegar sú, að fjölgunin var ekkert minni næstu tvo áratugina þar á und- an, ’40—’50 og ’50-’60. Þetta svar verður að duga, ég bæti því þó við, að tala þing- ■ manna Reykjavíkur og Reykja- ness frá árinu 1959 hefur ekkert með þetta að gera. • 5. Ég tel mjög æskilegt „að viðhalda beri byggð eins og hún er nú í landinu". Það markmið næst best með eflingu atvinnu- lífsins, og umfram allt bættum samgöngum. • 6. Að lokum er svo spurt, hvað ég telji mikið hafa orðið eftir af síldargróðanum í Siglufirði, á Raufarhöfn og í Reyðarfirði. Nú get ég ekki svarað með tölum, enda sjálfsagt ekki til þess ætlast. En meðan síldin veiddist hleypti hún miklu lífi í þessa staði og íbúarnir bjuggu við góðan hag. Þegar svo síldin hvarf fór allt á hinn verri veg og þekki ég það best um Siglu- fjörð vegna þess að þaðan er ég. Ég get líka fullyrt, að allt of lítið varð eftir af hagnaði þjóð- arbúsins á þessum stöðum. Ástæðan er fyrst og síðast sú, að þarna var ríkisreksturinn fyrirferðarmestur, ríkið átti síldarverksmiðjurnar, ekki efn- staklingarnir á stöðunum, að Rauðku í Siglufirði undanskil- inni. Á þessum tíma taldi ríkið sig ekki hafa neinar sérstakar skyldur við þessa staði, þótt það hafi um áratugi fleytt rjómann af starfi þess fólks, sem þar bjó. Skuld ríkisins við þessa staði hefur ekki verið greidd. Lokaorð Þá hef ég svarað þeim spurning- um, sem beint var til mín frá þeim „áhugamönnum í V-Hún.“. Ég þakka þeim fyrir að endur- vekja umræðuna um kjördæma- málið. A því var þörf vegna þess að of hljótt er um málið, of seint gengur starfið hjá stjórnarskrár- nefnd, of lítill skilningur hjá of mörgum á nauðsynlegum úrbót- um. Og nú berast þær fregnir að hafin sé undirskriftasöfnun í Vestur-Húnavatnssýslu, undir forystu þessara „áhugamanna um stjórnarskrármálið", gegn úrbót- um á sviði kosningaréttar. Ekki er að efa að margir munu ljá nafn sitt á skjalið. Að því leyti munu „áhugamenn" sjá nokkurn árang- ur baráttu sinnar. 27.06. ’82. Arftakar Ástralíunegranna Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbajarbíó: Villti Max („Mad-Max II“) Leikstjórn: George Miller. Handrit: Miller, ásamt Terry Hayes og Brian Hannant. Kvikmyndataka: Dean Semier. Tónlist: Brian May. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Bruce Spence, Vernon Wells. Frá Warner Bros. Áströlsk, 1982. Þeir sem sáu MAD MAX, á sín- um tíma í Tónabíói, kippa sér sjálfsagt lítið upp við framhaldið sem nú stendur gestum Austur- bæjarbíós til boða. Líklegt er að efnið og atburðarásin virki hálf geðveikisleg á aðra. Sem vonlegt er. Villti Max er fyrrverandi lög- reglumaður á auðnum Ástralíu náinnar framtíðar. í fyrri mynd- inni fékkst hann við löggæslu á því rakkarapakki sem lifað hafði af styrjaldir og óáran og bjó við þröngan kost á þjóðveginum. Þegar hér er komið sögu er mis- kunnarlaust ofbeldið eina lífsfyll- ing þess sem fyrr, og lýðurinn tæt- ir um á afdönkuðum, „upptjúnuð- um“ tryllitækjum og bifhjólum. Bensín er blóði dýrmætara enda fer það síðarnefnda ólíkt meira í súginn. I MAD MAX II, er hlutverk kempunnar nokkuð á reiki. Það hvarflar að engum að gæta lag- anna lengur, Max stendur tæpast uppúr hópi þeirra óhrjálegu fram- tíðarpönkara sem geysast um Onlv one man »~.MaO8$0N K0«EWMIUð?>.,.,H.'¥AOMAX2’ þjóðvegina rænandi og drepandi. í myndarbyrjun er hann í eldsneyt- isránsferð hvar hann hittir hinn forkostulegasta „þyrlu“-flugmann (einskonar skopútgáfu af Max Von Sydow!). Saman lenda þeir í blóði drifnum ævintýrum, er þeir gerast málaliðar olíulindareigenda. Herja þeir saman á bensínsveltan óþjóðalýðinn. Nóg um það. Sem sjá má er nokkuð snúið að flokka VILLTA MAX, I og II í ákveðinn hóp mynda. Pönk-sjó- ræningjamynd kæmi til greina, annað mál hvort einhver skilur mig. En í þessari „framtíðarsýn" klæðast nefnilega flestir ámóta og pönkarar í grimmri martröð og slagsmálaútfærslur, sviftingar og bardagaaðferðir minna á gömlu, góðu sjóræningjamyndirnar. Nema að hér flýtur tómatsósan ómæld og drápsaðferðir eru mun fjölbreyttari en maður átti að venjast af Kidd karlinum kaftein og þeim köppum öllum. VILLTI MAX er óhugnanlega þrungin ofbeldi, enda hafa dæmin sannað að hvarvetna í henni ver- öld bíða menn í ofvæni eftir að fá það keypt í sem stærstum skömmtum. Fá útrás fyrir árás- arhvöt og aðra lesti. Myndin er ekki nema rétt þokkalega gerð að sumu leyti og kemur það talsvert á óvart því líkt og flestir vita, eiga Ástralir á að skipa frábærum mannskap í öll hlutverk kvikmyndagerðar. Dolby-upptakan er slæm og klipp- ingin stundum illa af hendi leyst. En dirfskuleikur gerist ekki betri og ýmis tæknibrögð eru með ólík- indum góð og raunverulega út- færð. Því er ekki að neita að ógnþrungin spenna og stemmning heldur áhorfandanum glaðvak- andi og ekki er ólíklegt að VILLTI MAX mali gull hér sem annars staðar, þrátt fyrir þunnan þráð og hrátt yfirbragð. Ár aldraðra 1982 Þórir S. Guöbergsson Vernd Virkni — Vellíðan A efri árum eiga sér ýmsar breytingar stað hjá öllum, bœði líffrœðUegar, félags- legar og sálrœnar en þœr gerast mishratt eftir aðstœðum og einstaklingum. Hvað er öldrun? Frá alda öðli hafa menn velt fyrir sér málefnum aldraðra í ýmsum myndum. Skoðanir og viðhorf til ellinnar eru misjöfn og margvísleg og um aldaraðir hefur verið spurt: Hver er gam- all? Hvað er elli? Þó að margt hafi verið ritað og rætt um ellina í þúsundir ára er það þó aðeins á síðustu áratug- um sem öldrun hefur verið gerð að sérstakri fræðigrein. Þessi tegund vísindagreinar fjallar um og rannsakar lifeðlisfræðilega öldrun (öldrunarfræði). Ársæll Jónsson, læknir, skrif- ar m.a. í fréttabréfi um heil- brigðismál: Á tímum háþróaðra læknavísinda nútímans hafa menn komist að raun um að vandamál öldrunarsjúkdóma eru í dag flóknustu og jafnframt mest vanræktu svið heilsugæslu meðal vestrænna þjóða." Hugtakið elli eða öldrun hefur óljósa merkingu í hugum fólks enda ekki verið nægilega skil- greint. Af eftirfarandi dæmum má sjá að öldrun er í raun af- stætt hugtak sem erfitt er að skilgreina svo vel sé, enda marg- þætt og flókið. Við getum tekið sem dæmi tvo einstaklinga um sextugt. Vegna slæms aðbúnaðar og heilsu- brests lítur annar þeirra út eins og hann væri um áttrætt en hinn sem notið hefur góðrar heilsu og haft möguleika til þess að „halda sér við“ og lifað við góðar að- stæður lítur út eins og fimmtug- ur maður. I fljótu bragði kann því að virðast svo, að fyrir hinn fyrrnefnda sé „of seint" að kom- ast á eftirlaun um 67 ára aldur (heilsa hans er í raun brostin miklu fyrr) en fyrir hinn síðar- nefnda sé það e.t.v. „of snemmt" að hætta að vinna um sjötugt. Stundum er haft að orði að við séum ekki eldri en okkur finnst við vera hverju sinni. Nokkur sannleikur felst í þessum orðum og Iýsir þessi skoðun viðhorfi margra til öldrunar. Kona nokkur um nírætt spurði eitt sinn um sólarlandaferðir fyrir aldraða og bætti síðan við spurningu sína: „Heldurðu ann- ars að þessar ferðir séu nokkuð fyrir mig? Er þetta ekki allt saman gamalt fólk sem ferðast á þennan hátt?“ Maður um sextugt getur haft jafn sterkt hjarta og lungu og fimmtugur maður en meltingu og meltingarfæri eins og hann væri sjötugur. Hjá öðrum gæti þessu verið öfugt farið. Ef við hugsum fyrst og fremst um líkamlegt þol og þrek höfum við náð líkamlegum hámarks- þroska um 25—30 ára aldur. Eft- ir það fer að halla undan fæti á flestum sviðum líkamlegs þreks. Hinn svokallaði eftirlaunaald- ur er mjög misjafn eftir löndum og þjóðum og mun Bismarck, kanslari Þýskalands, fyrstur hafa komið fram með hugmynd- ir um eftirlaun þegar hann ákvað að þýskir hermenn fengju eftirlaun eftir 65 ára aldur. Lík- legt er talið að fáir hermenn hafi náð svo háum aldri á þeim tím- um en samt sem áður hafa þessi aldursmörk verið höfð til hlið- sjónar í mati vestrænna þjóða á eftirlaunaldri og mörkin ákveðin á bilinu 60—70 ára. Þó að ekki komi fram nákvæm skilgreining á öldrun eða elli er það víst að því lengur sem við lifum eiga sér stað ýmsar breyt- ingar í líkama okkar, vefjum hans, líffærum og líffærakerf- um. Breyting á sér stað hjá öll- um en hún gerist mishratt eftir aðstæðum og einstaklingum. Talið er að erfðir skipti miklu máli um endingu líffæra, en um leið og þessar breytingar eiga sér stað minnkar einnig við- námsþróttur gagnvart sjúkdóm- um. Ymsir umhverfisþættir skipta mjög miklu ináii svo sem félagslegt öryggi, tryggur fjár- hagur, virkni til hugar og handa o.s.frv. Aukin þekking almennings er því frumskilyrði þess að vellíðan okkar aukist á efri árum. Rally-cross á sunnudag Önnur umferð íslandsmeistarakeppninnar í rally-cross hefst á sunnudaginn kl. 14.00 í landi Móa á Kjalarnesi. Allar líkur benda til skemmtilegrar keppni, en sigurvegari síðustu keppni, Þórður Valdi- marsson á VW mun vera líklegur til sigurs. Heppn- um áhorfanda gefst kostur á að aka rally-cross-bíl í keppninni, en það er vinningur í happdrætti sem fylgir aðgöngumiðanum. Sá er vann síðast í happ- drættinu gerði sér lítið fyrir og náði þriðja sæti. Spurningin er hvort einhver geri betur nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.