Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 LANDSMÓT ’82 Fjölskyldubúðir verzlanir, banka- þjónusta, dansleik- ir og góð þjónusta Þessi mynd er tekin eftir úrtðkukeppni fyrir KvrópumótiA 79 þegar Ijóst var hverjir færu til Hollands. Var það skoðun margra að þetta væri sterkasta lið sem íslands befði sent á Evrópumót en það reyndist þegar út kom vera „veikasta" lið sem við höfum sent. Nýstárlegt fyrirkomulag á „Evrópumóti“: Keppendur draga um keppnishesta Á síðasta ári var ákveðið að freista þess að efna til nokkurs konar Evrópumóts i hestaíþróttum hér á landi. Þessi hugmynd, sem oft hefur skotið upp kollinum, fékk byr undir báða vængi á Evrópu- mótinu í Hollandi 1979 þegar sú óvænta staða kom upp að öll ís- lenzku keppnishrossin veiktust. Þá var gripið til þess ráðs að fá lánuð hross fyrir ísienzku sveitina sem þannig keppti öll á lánshestum sem hún fékk í hendur nokkrum klukkustundum fyrir keppni. Þrátt fyrir að hér væri ekki um úrvalið af hrossunum að ræða, tókst ótrú- lega vel til með keppni íslenzku sveitarinnar og varð m.a. Ragnar Hinriksson stigahæsti knapi mót-' sins á hestinum Fróða frá Ás- geirsbrekku. Ekki tókst að ljúka undirbún- ingi eða skráningu keppenda áður en mótsskráin færi í prentun, en þó er talið ljóst að a.m.k. 8 erlend- ar þjóðir senda fulltrúa í keppni, tvo fulltrúa hver þjóð. Aðeins Holland og Belgía senda ekki keppendur af þeim 10 þjóðum sem boðið var, en það voru öll aðildar- félög FEIF. Fyrir íslands hönd hafá valist til keppni Reynir Aðal- steinsson og Sigurbjörn Bárðar- Ekki verður keppt í hlýðniæf- ingum eða skeiði að þessu sinni. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig keppendum tekst að undirbúa og sýna í harðri keppni hesta sem þeir hafa aðeins haft undir höndum í nokkrar klukkustundir. Kannski er þetta hin mesta prófraun á hæfileika hestamannsins hvernig honum gengur að laða gæðingskosti fram á stuttum tíma svo sigurs megi vænta. Að sjálfsögðu er þá for- senda að nokkurt jafnræði sé með keppendum hvað snertir „gæði“ gæðinganna sem útvegaðir hafa verið. R.T. Tólf stóðhestar sýndir með afkvæmum, þar af keppa tveir til heiðursverðlauna Mótssvæði þeirra Skagfiróinga á Vindheimamelum er án vafa eitt hið allra bezta á landinu. Öll aðstaða þar til mótshalds er eins og hún ger- ist best og sama gildir um aðbúnað móLsgesta. Skal nú vikið aðeins nán- ar að því helzta. Aðgangseyrir: Aðgangseyrir að mótinu hefur verið ákveðinn sem hér segir: a) Fyrir alla daga mótsins, þ.e. frá komudegi til loka mótsins, kr. 350,-. b) Fyrir þá sem einungis eru sunnudaginn 11. júií kr. 200,-. c) Börn 12 ára og yngri fá frían aðgang. Mótssvæðið: Miklar endurbætur hafa- verið gerðar á mótssvæðinu. Helst er að nefna stækkun áhorf- endasvæða til austurs og stórbætta hreinlætisaðstöður. Nýr 200 m hringvöllur hefur verið gerður sem fyrst og fremst er ætlaður fyrir unglingakeppni, en til staðar er 300 m hringvöllur og 800 m hlaupa- braut. Gerður hefur verið nýr upp- hitunarvöllur (hringvöllur + bein braut) sunnan skeiðvallarins. Verzlanir og þjónusta: Á staðnum verður nýlenduvöruverzlun, þar sem á boðstólum verða allar helztu nauðsynjavörur. Mjólk og brauði verður ekið daglega inn á svæðið og selt þar á auglýstum tímum á degi hverjum. Verzlunin Ástund verður með reiðtygi og reiðfatnað á boð- stóium auk þess sem hún annast minniháttar viðgerðir á reiðtygj- um. Minjagripir verða seldir (könn- ur, plattar, fánar og plaköt) á sann- gjörnu verði, en Baltasar annaðist myndskreytingu. Stór veitingaskáli er á staðnum þar sem boðið verður upp á mat og kaffi og verður verð- inu mjög stillt í hóf. Búnaðarbank- inn á Sauðárkróki opnar afgreiðslu á staðnum til þjónustu við móts- gesti (gjaldeyrisskipti, ávísanir o.fl.). Auk þess verða síðan nokkrar sælgætis-, öl- og pylsusölur. Vegna fjölda útlendinga sem vit- að er að á mótið koma hefur verið ákveðið að það helzta í dagskránni verði túlkað á þýzku og eitthvert norðurlandamálið jafn harðan. Tjaldstæði: Ágæt tjaldbúðahverfi verða skipulögð á bökkum Svartár og verður vel séð fyrir vatni og að- stöðu til þvotta, svo og salernisað- stöðu. Sunnan undir Skiphól er gert ráð fyrir fjölskyldubúðum og verð- ur lögð rík áherzla á að þar hafi mótsgestir sem þar tjalda friðsam- ar nætur. Hjólhýsahverfi verður síðan staðsett uppi á melunum fyrir ofan almennu tjaldstæðin. öll þestaumferð um tjaldstæðin verður stranglega bönnuð og óheimilt verður að leggja bifreiðum inni á tjaldstæðunum. Hagar: Nægir hagar eru til að taka við öltum þeim hrossum sem á mótið koma, en trúlegt er að þau gætu orðið um 2000 talsins. Hag- arnir eru áborið valllendi og nægt rennandi vatn er í hverju hólfi, en þau eru 9. Hvert hólf hefur aðgang að rétt. Talið er að hólfin séu 70 hektarar að flatarmáli. Keppnis- hestar verða í sérstöku hólfi en þau verða sennilega á bilinu 550—600. Hagagjöld fyrir ferðahesta og sýn- ingarhross hafa verið ákveðin kr. 80,- fyrir hvert hross sem kemur í haga fyrir kl. 24 fimmtudaginn 8. júlí, en kr. 50,- fyrir þau hross sem koma eftir þann tíma. Hestamót- taka hefst laugardaginn 3. júlí kl. 16.00. Ferðir: Flugleiðir munu fljúga alla mótsdagana á Sauðárkrók en á mismunandi tímum dagsins. Far- þegum skal bent á að láta félagið vita ef óskað er eftir að fá flutning áfram á mótsstað. Fólksflutningar verða alla daga á leiðinni Sauðár- krókur — Varmahlíð — Vindheimamelar, bæði kvölds og morgna. Frá BSI í Reykjavík eru ferðir alla morgna norður kl. 8 (Akureyrarbifreið). Dansleikir: Dansleikir verða haldnir föstudags- og laugar- dagskvöld í Miðgarði, Árgarði og Húnaveri. Sætaferðir verða frá mótsstað á dansieikina. Hnakkageymslur: Tvær hnakka- geymslur verða reknar á mótsstað. Önnur í Borgareyju þar sem ferða- hross verða og hin í tengslum við haga sýningarhrossa. Eitthvert gjald mun verða tekið fyrir geymsl- una sem jafnframt þjónar sem trygging á hinu geymda. Verðmætageymsla: Hægt er að koma ýmsum verðmætum öðrum í sérstaka geymslu sem Flugbjörgun- arsveitin frá Akureyri mun annast, en sveitin verður á vöktum allan sólarhringinn, m.a. með neyðar- þjónustu ef slysatilfelli koma upp. NÚ ER Ijóst að rúmlega 100 kyn- bótahross hafa náð þeirri viðurkenn- ingu að teljast gjaldgeng til þátttöku á landsmóti. Skiptast þau sem hér segir: 23 stóðhestar sem einstakl- ingar, 64 hryssur sem einstaklingar, 12 stóðhestar m. afkvæmum, 9 hryssur m. afkvæmum. Alls 108. Til að komast á landsmót þurfa kynbótahrossin að fá þessar ein- kunnir í forskoðun: 4 v. stóðhestar og hryssur 7,80 5 v. stóðhestar 7,90 6 v. stóðhestar og 5 v. hryssur og eldri 8,00 Afkvæmasýnd hross þurfa að hafa náð 1. verðl. með afkvæma- hóp sinn. Hryssur mæta oftast með fjórum en stóðhestar með sex afkvæmum. Tveir stóðhestanna keppa til heiðursverðlauna, þ.e. Hrafn 802 frá Holtsmúla og Þátt- ur 722 frá Kirkjubæ. í þeim tilfell- um þurfa 12 afkvæmi þeirra að ná meðaleinkunn 8,10. Alls byggjast dómar afkvæmasýndra kynbóta- hrossa á 130 afkvæmum sem mæld hafa verið og metin. Eftir- taldir stóðhestar koma fram með afkvæmahópum á landsmóti: Hrafn 802 frá Holtsmúla, Þáttur 722 frá Kirkjubæ, Borgfjörð 909 frá Hvanneyri, Fákur 807 frá Akureyri, Glaður 852 frá Reykj- um, Glóblesi 700 frá Hindisvík, Gustur 923 frá Sauðárkróki, Júpit- er 851 frá Reykjum, Kolbakur 730 frá Gufunesi, Ófeigur 818 frá Hvanneyri, Penni 702 frá Árgerði og Sveipur 874 frá Rauðsbakka. Þá munu 6 ræktunarhópar verða sýndir á landsmóti. Rækt- unarhópar þurfa annað tveggja að vera fæddir á sama stað og með vissum ættartengslum eða að hrossin séu fædd félagsmönnum í sérstökum ræktunarfélögum. Þau félög eru sömuleiðis byggð á rækt- un hrossa með ákveðnum ættar- tengslum. Sýnendur ræktunar- hópa eru: 1. Fjalla-Blesi (hross út af Öðni frá Núpakoti). 2. Hólabúið (austanvatnahross, Svaðastaðahross). 3. Laugvetningar (hross út af Fjöður 2826 frá Tungufelli). 4. Skeifuvinafélagið (hross út af Skeifu 2799 frá Hvanneyri). 5. Skuggafélagið (hross út af Skugga 201 frá Bjarnarnesi). 6. Sveinn Guðmundsson, Sauð- árkróki (hross út af Ragnars- Brúnku). Þessi sýning er kynning á rækt- unarstarfi en ekki keppni til verð- launa. Sýningarnefnd Búnaðarfél. ísl. og LH lagði mat á umsóknir um sýningu ræktunarhópa. Með því að Þáttur 722 frá Kirkjubæ verður afkvæmasýndur með 12 af- kvæmum lét Sigurður Haraldsson þar við sitja, jafn sjálfsagt og mönnum þykir að Kirkjubæjarbú- ið sé kynnt á Landsmóti, þegar efnt er til sýningar af þessu tagi. Ekki er nokkur vafi á því að mikil eftirvænting muni ríkja hjá áhugafólki um hross og hrossa- rækt að sjá hina mörgu afkvæma- og ræktunarhópa sýnda á einni sýningu. Svona tækifæri eru ómetanleg og víst má telja að vel verði vandað til alls undirbúnings. Áhrif sýninga af þessu tagi verða seint ofmetin. Vonandi er, fyrir framtíðina, að teknar verði vand- aðar kvikmyndir af þessum sýn- ingum. Með síhertum kröfum er erfitt að bera saman einkunnir á milli móta, hvað þá heldur að meta út frá þeim þróun á milli áratuga. Góðar kvikmyndir af góðum sýningum segja flest sem segja þarf. Kostagripir og kvenhylli Steinþór Gestsson á Hæli er af fleiru kunnur en þingmennsku og söng. Um langt árabil var hann í forystusveit íslenzkra hestamanna, þ.á m. sem formaður LH. Við hitt- um Steinþór að máli þar sem hann fylgdist með kappreiðum á Murn- eyri fyrir skemmstu. Talið barst að hestamennsk- unni í dag og því sem áður var. Steinþór taldi til mikilla bóta hvað miklu meira væri af ungu fólki í hestamennskunni núna. Sjálfur hefur hann verið á hestbaki frá því hann man eftir sér. Hann rifjar m.a. upp hvern- ig hann fann fyrst fyrir töltspori í hesti 1922, þá aðeins 9 ára. Hann var sendur á klárhesti til næsta bæjar. Á heimreiðinni að bænum var hann að fikta við taumhaldið og fann gang hests- ins breytast. Þegar í hlaðið kom var hann ávarpaður með þessum orðum: „Bærilega gekk hann hjá þér.“ Ekki var Steinþór viss um að beztu hestarnir í dag stæðu framar þeim beztu frá fyrri tíð, en breiddin væri þó meiri í dag á toppnum. Við ræddum verðlag á hestum og Steinþór gat þess að verð á dýrustu hestum í dag væri sennilega lægra hlutfallslega en áður. Þannig hefði t.d. vinnu- maður hjá föður hans keypt sér hest sem kostað hefði hann árs- tekjur. Gæðingur þess tíma var sá sem fram úr skaraði að dugn- aði, fjöri og vekurð. Auk þeirrar ánægju sem gæðingurinn veitti eiganda sínum var það ekkert vafamál að það hafði veruleg áhrif á hug kvenna til manna ef þeir áttu afburða gæðing! Rifjar það upp frásögn Þorgeirs í Gufu- nesi, sem segir þá bræður flesta hafa náð í sínar eiginkonur út á Flugu! Fræðslumálin bárust í tal og Steinþór rifjaði upp hvernig áður hefði hver búið að sínu og lítt flíkað sinni þekkingu. Snjall hestamaður var spurður að því hvernig maður ætti að fara að því að fá hest til að tiggja vel á skeiðinu. „Maður finnur það og ef þú finnur það ekki þá þýðir lítið fyrir þig að reyna það!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.