Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 23

Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 LANDSMÓT ’82 Hér er spennan og keppnisgleðin í fyrirrúmi. Myndin er tekin á Skógarhólum 78. Hestar og knapar eru frí vinstri talið Ágúst Oddsson á Flaum, Erling Sigurðsson á Storm, Reynir Aðalsteinsson á Trausta og Eyjólfur ísólfsson á Hofstaða-Jarp. Falla íslandsmetin á Vindheimamelum? Sá þáttur Landsmóts sem telja má vekja mesta spennu fjölmargra eru kappreiðarnar. Til leiks ma ta nú eins og alltaf áður fremstu hlaupa- hross landsins. Er hér um að ræða nokkurs konar uppgjör milli hrossa sem sjaldan eða aldrei mætast i keppni vegna fjarlægðar og mikils flutningskostnaðar. Á Landsmóti setja menn ekki fyrir sig fjarlægð- irnar og mæta með hesta sína til að reyna ágæti þeirra. Ekki er nein goðgá að ætla að ný íslandsmet kunni að líta dagsins ljós, en þess ber þó að gæta að veður og vindar hafa þar mikið að segja. Ef litið er á einstakar greinar kappreiða, þá er það skeiðið sem mestum vinsældum á að fagna og þá sér í lagi 250 metrarnir. Þar eru skráðir til leiks flestu fljót- ustu vekringar landsins. Þó vant- ar tvo af þeim fljótustu, þá Skjóna og Fannar. Fannar mun þó mæta til leiks sem gæðingur. Villingur hefur náð bestum tíma í ár, eða 22,3 sek. og er hann jafnframt sá eini sem hefur náð tíma undir 23,0 sek. Aðrir kunnir hestar sem til leiks eru skráðir eru m.a. Þór, Börkur, Snarfari og Lyftingu. Alls eru 27 hross skráð til leiks í þess- ari grein. I 150 metra skeiðinu er keppt eftir nýjum reglum sem samþykktar voru á síðasta LH-þingi sem mælir fyrir um að 150 m skeið sé ætlað hrossum 5—7 vetra. Á þeim kappreiðum sem haldnar hafa verið á þessu ári eru einkum þrjú nöfn sem koma upp í huga manns fyrir góða frammi- stööu en það eru Freisting, Fjölnir og Torfi. í stökkgreinum má segja að sé valinn hestur uhverju rúmi ef þannig má að orði komast. í 250 m unghrossahlaupi ber hæst, það sem af er þessu keppnistímabili, Hyllingu, sem hefur verið sigur- sæl. Skúli hefur fylgt Hyllingu fast á eftir og virðist eiga alla möguleika á að ná langt. Einnig er vert að minnast á hryssu, Brynju að nafni, sem hefur náð besta tíma sumarsins fram til þessa. í 350 metra stökkinu eru mörg þekkt nöfn sem vert er að minnast á svo sem eins og Mannsi og Túrbína sem virðast hvað sterkust um þessar mundir. Tvistur er náði bestum tíma á þessari vegalengd í fyrra mætir nú til leiks og verða þetta hans fyrstu kappreiðar á ár- inu. Loka, sem hefur verið frá keppni um árabil, mætir nú á nýj- an leik og þrátt fyrir keppnis- reynslu og góð afrek má segja að hún sé óþekkt stærð eftir svo langa hvíld. Islandsmethafinn í 400 metra stökki, Örvar, verður með í baráttunni, skyldi enginn vanmeta hann þótt ekki hafi hon- um tekist að bera sigurorð af þeim Nös frá Urriðavatni setur nýtt fslandsmet á Vindheimamelum 74, knapi er Jón Ólafsson, önnur er Loka frá Útgörðum, knapi Sigurbjörn Bárðarson. Þriðji er Öðinn frá Hvarfi, knapi Jóhann Tómasson. Fjórði er Sörli frá Laugarvatni, knapi Gylfi Þorkelsson, og fimmti er svo Muggur frá Rauðalæk en ekki berura við kennsl á knapann. Mannsa og Túrbínu ennþá. Önnur sem líkleg eru til að blanda sér í baráttuna eru Gjálp, Óli og Skessa. í þessari grein eru 21 hross skráð til keppni. Alls eru 10 hross skráð í 800 metrana og eru það allt þekkt hlaupahross. Má þar nefna hesta eins og Cesar, Reyk, Þrótt, Don og tveir Mórar verða með í leiknum. Ekki er ósennilegt að hart verði barist og óvarlegt að vera með einhverja spádóma því allt eru þetta sterkir hlauparar. Að síðustu er það svo brokkið en það verða aðeins 300 metrar í stað 800 metra eins og áður hefur ver- ið. Er hér um að ræða nýja keppn- isgrein. Meðal 20 hesta sem skráð- ir eru eru tveir fljótustu brokkar- ar undanfarinna ára, Funi frá Búðardal, margfaldur methafi, og Léttir frá Stóru-Lág, núverandi methafi í bæði 1500 og 800 metra brokki. Oft hefur gengið illa að hemja Létti á hlaupabrautinni en þegar það hefur tekist þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ekki er ósennilegt að í þessari nýju keppn- isgrein verði sett íslandsmet. Af framanskráðu má ætla að engum þurfi að leiðast á meðan á kappreiðum stendur. Þegar 102 bestu hlaupahross mæta til leiks á bestu hlaupabraut landsins vakn- ar spurningin: „Hversu mörg fs- landsmet standa óhögguð eftir Landsmótskappreiðar?" VK íslandsmetið í 250 metra skeiði á Skjóni frá Móeiðarhvoli, sett á Vindheimamelum 79, 21,6 sek. Nú verður Skjóni fjarri góðu gamni en spurningin er hvort metið standi óhaggað eftir landsmót. Myndin hér að ofan er tekin á kappreiðum hjá Fák og knapi er sá kunni skeiðreið- armaður Aðalsteinn Aðalsteinsson. 1 Fjölbreytt blað um hesta og hestamennsku Askrif t ?> Eitt símtal, -eda miðanní póst. Þannig verður þú áskrifandi að Eiðfaxa: Hringir í síma (91)85316. eða (91)85111 Þú getur líka fyllt út hjálagðan miða og sent okkur. Síðan sjáum við um að þú fáir blaðið sent um hæl. Flóknara er það ekki. Eiðfaxi er mánaðarrit um hesta og hestamennsku. Vandað blað að frágangi, prýtt fjölda mynda. v- - -----------------------:>€- E Pósthólf /P.O.Box 887. Lágmúla 5.105. Reykjavik lceland Sími/Phone 91-85316. Eg undirritaður/undirrituð oska að gerast askrifandi að Eiðfaxa Það »em til ar bloðum frá upphafi. frá aramotum 81/82 fra og með næsta tolublaði. PÓSINUMEB iXISISIOil Eidfaxi hóf gongu sina 1977 og hefur komið út mánaðariega sidan Hvert eintak af eldri blodum kostar nú 30 kr. Sidari hlvti 1962, júli - desember kostar 180 kr Klæðaburður sífellt batnandi Á SÍÐUSTU árum hafa orðið mikl- ar breytingar á klæðnaði knapa á hestamótum og hafa þær tvímæla- laust verið til batnaðar. Á lands- mótinu 1974 má segja að hafi orðið þáttaskil hvað þetta varðar. Félag- ar i Félagi tamningamanna riðu á vaðið í þessum efnum með bláu jökkunum og hvítu buxunum margumtöluðu. Síðan þetta var hafa hestamannafélögin hvert af öðru fengið sinn ákveðna félags- búning. Og á landsmótinu 1978 settu þessir búningar mjög skemmtilegan svip á hópreiðina. Hvert félag með sinn búning og félagsmerki. Þrátt fyrir þessar framfarir í klæðnaði er rétt að minna knapa á komandi landsmóti á að spara ekki betri fötin þó ekki séu þeir alltaf í sínum félagsbúningi. Er í þessu sambandi rétt að minna á að mikill fjöldi ljósmyndara verður á mótinu, bæði frá fjöl- miðlum og svo einnig þeir sem kallast áhugaljósmyndarar. Margar myndir verða birtar frá landsmótinu bæði þérlendis og erlendis og er því mikið atriði að knapar séu ávallt við því búnir að verið sé að taka myndir af þeim. Fátt er eins leiðinlegt og þegar góð mynd næst af hesti og knapinn kannski klæddur líkt og verið sé að leggja í haustleitir eða eitthvað í |>eim dúr. Einnig er ein hugmynd sem vert er að minnast á en það er að þegar gæðingar verða dæmdir og sýnd- ir að knapar séu í félagsbúningi þess félags sem hesturinn er frá. Má í þessu sambandi minna á sýningu Eyjólfs ísólfssonar á hestinum Hlyn frá Akureyri, en þá var Eyjólfur í búningi þeirra Léttismanna en Hlynur var full- trúi Léttis í B-flokki gæðinga. Er þessari hugmynd hér með komið á framfæri. VK Á Skógarhólum 1978 mættu félögin hvert í sínum félagsbúningi og er það í fyrsta skipti á landsmóti sem slíkt er gert. Eins og sjá má á fánanum eru það Léttismenn sem þarna eru á ferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.