Morgunblaðið - 03.07.1982, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.07.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 27 Uppgjöfín í Kompanískógi Viðreisnarfélagsins Eftir Pétur Pétursson þul „Ég hósta þegar mér sýnist," segir Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamannasam- bandsins, sem hvorki hefir heyrst frá hósti né stuna þótt vegið sé í knérunn hafnarverkamanna og annars verkalýðs nær daglega, að heita má, í æðisgenginni dýr- tíðarsveiflu seðlaskipta og sverð- dansi Vinnuveitendasambandsins. Hann er allur á kafi í Þjóðarköku- bransanum, Hnallþórutertunum og baráttu um virðingarsæti í Hafnarstjórn. Nema hvað? Ekki svo að skilja að „intelligensían", er Guðmundur nefnir svo, sé hætis hót betri. Eða hvað á að segja um yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar í helgarblaði Þjóðvilj- ans ...“ „Við verðum að vígbúa verka- lýðshreyfinguna," segir hann, for- ingi í flokki er lagt hefir megin- áherslu á að lama allan kraft og baráttuvilja verkalýðs á undan- förnúm árum. Hver á að vígbúa hvern gegn hverjum? Hafi nokkrir fetað dyggilega feril sósíaldemókrata innan verkalýðshreyfingarinnar þá eru það svokallaðir verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins. Enda segir Einar Olgeirsson í afmælisgrein um Ingólf Jónsson, aldinn bar- áttumann og brautryðjanda: „Ég gæti best trúað því að þær vesælu Kana-sálir, sem nú vaxa upp í íhaldsherbúðum, trúi því bara alls ekki að sú reisn, sem forðum í reynd í sósíalískri hreyf- ingu okkar hafi nokkurn tímann verið til, hvað þá þær háreistu framtíðarhallir fyrir íslands hönd, sem þá voru reistar í hug- arheimum vorum." ÖIl stéttvísi og samstaða al- þýðu, sigurvissa vinnandi stéttar, einföld sannindi er hvert manns- barn í röðum alþýðu kunni skil á áður fyrr, að vinnan ein skapaði auð og velsæld, og stefna bæri að Vegna gagnrýni Eftir Jóhann G. Jóhannsson Við lestur gagnrýni Valtýs Pét- urssonar er birtist í sunnudags- blaði Morgunblaðsins 20. júní um sýningu Björns Skaptasonar í Gallery Lækjartorgi, varð mér hugsað til þess, sem og oft áður, hvaða hvatir ráði því að starfandi myndlistarmaður tekur að sér að fella dóma um verk annarra myndlistarmanna? Er það vegna þess að hann á einhvern yfirnáttúrulegan hátt hefur komist yfir hina einu og sönnu mælistiku á hvað sé list og hvað ekki, og af einskærum gæð- um vilji hafa vit fyrir almenningi? Allavega, á vissan hátt, dáist ég að þeirri sannfæringu um eigið ágæti sem hlýtur að vera undirstaða þess að takast slíka ábyrgð á hendur. Samt segir sagan að gagnrýn- endum hafi oftlega orðið á hrap- alleg og dýr mistök. Engi að síður er ég á því að gagnrýni og umfjöllun sé lista- mönnum til góða, jafnvel þó neikvæð sé, því mótlæti er oft besti prófsteinninn á það sem að baki býr. Gallery Lækjartorg er ungt að árum, má segja að starfsemi þess hafi fyrst hafist sl. haust með sýn- ingu Hauks Halldórssonar teikn- ara og man ég ekki betur en Val- týr Pétursson hafi um þá sýningu skrifað jákvæða gagnrýni. Síðan kom samsýning í desem- ber: Richard Valtingojer, Björg Þorsteinsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Ingiberg Magnússon, Edda Jónsdóttir, Valgerður Bergsdóttir, Helga Weisshappel Foster, Sigurður örlygsson og Hreggviður Hreggviðsson. Þá einkasýning Ingibergs Magnús- sonar, samsýning Omars Stef- ánssonar og Óskars Thorarensen, einkasýning Þorsteins Eggerts- sonar, Guðmundar Björgvinsson- ar og nú síðast fyrsta einkasýning Björns Skaptasonar. Bragi Ásgeirsson hefur fjallað um flestar þessara sýninga á síð- um Morgunblaðsins, og að mínu mati af sanngirni, nú síðast um sýningu Guðmundar Björgvins- sonar, sem því miður birtist að sýningu lokinni. Að Valtýr Pétursson reynir að gera lítið úr starfsemi Gallery Lækjartorgs kemur mér því spánskt fyrir sjónir. Þær undirtektir sem GL hefur fengið hjá myndlistarmönnum og sýningargestum eru forstöðu- mönnum þess hvatning að halda áfram á sömu braut. Að lokum má geta þess að Gall- ery Lækjartorg er nú þegar bókað fram í mars 1983 og eru þar á meðal sýningar sem ég hygg að jafnvel Valtý Péturssyni muni þykja áhugaverðar. Með þökk fyrir birtinguna. Pétur Pétursson samvirku þjóðfélagi, þar sem hver og einn bæri úr býtum eftir þörf- um, en léti í té samkvæmt getu sinni, horfin í ómælisgeim tætings og þvættings ruglukolla og graut- argerðarmanna Möðruvellinga, Ölfusborgara og Garðarstrætis- Geira. Hryggðarmynd uppgjafar og undanhalds blasir við hverjum er hyggja vill að stöðu alþýðu í samningum við eigna- og umsvifa- stétt. Hver af öðrum hafa foringj- ar verkalýðs kiknað í hnjánum og meðtekið trúarjátningu auðvalds- ins og uppskrift að Þjóðarböku Ljómasmjörlíkis sem guðspjall og testamenti er eigi yrði vefengt. Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki, og hvað þeir heita, allar stofnanir yf- irstéttar er mata tölvur sam- kvæmt forskrift arðs og auðs- hyggj u hrópa véfréttir sínar um taprekstur og þverrandi þjóðar- hag. Alþýðu eru það engin tíðindi að Gróttarkvörn auðs og yfirstétt- ar krefjist æ fleiri fórna. Hitt skiptir meginmáli að fulltrúar þeir er veljast til forystu haldi vöku sinni og gangi eigi á hug- myndamála hjá yfirstéttinni, né sættist á falsaðan steðja hennar í kjaramálum. Engum kemur til hugar að krefjast þess af fulltrúum alþýðu að þeir komi auðvaldi á kné í þrætubókarlist um „afkomu" at- vinnuvega og hækkun grunnkaups í stundarsamningum. En undir- gefni og auðmýkt þeirra í skiptum við vinnukaupendur setur hroll að hverjum sæmilega hugsandi manni. Það var ömurlegt að hlýða á forystumann Alþýðusambands- ins í viðtali við fréttamenn út- varps og sjónvarps þá er hann greindi frá niðurstöðu samninga og miklaðist af árangri. Einna helst minnti viðtalsþátturinn á samtalsþátt Bjarts í Sumarhúsum og séra Guðmundar. Það var engu líkara en Ásmundur forseti ASI væri að tilkynna félögum sínum að hann hefði eignast kynbótahrút af séra Guðmundarkyni, svo borg- inmannlega bar hann sig þá er hann greindi frá samningsnið- urstöðu. Svo áttaði hann sig við spurningu fréttamanns. Já, það er alveg rétt, bætti hann við. Ég gleymdi að segja frá því að vísital- an skerðist um 2,9 prósent í haust þegar Sólarlandavíxlarnir falla. Semsagt. Hann gleymdi því, alveg eins og Bjartur, að eiginlega var hann kominn til þess að panta líkræðu, en ekki kynbótahrút af séra Guðmundarkyni. Það var hverjum manni ljóst að Ásmundur var á leið í Urðarselið með trússhesta ASÍ og allt sitt hafurtask. Bruni hafði sigrað í samningum nú sem fyrr, enda var Þorsteinn Pálsson léttur í máli. Margt ber að hafa í huga þá er gengið er til samninga um kaup og kjör. Meta ber vígstöðu hverju sinni og eigi tefla á tæpt vað. Ljóst er að keðja samtaka er háð veik- asta hlekknum hverju sinni. Hitt er svo annað mál, og sannast sagna kjarni: Að eigi sé hopað á hugmyndagrundvelli eilífra sann- inda. Nefnum það gjarnan Stóra- sannleik. Fyrir lítið kemur allt heimsins kapítal ef ekki er á vísan að róa um verkhyggni og dyggðug- ar hendur verkamanna og vinnu- lýðs til framleiðslu, þjónustu og sköpunar auðæfa. Hvað stoðar Midas konung allt veraldargull ef Gvendur á Eyrinni, Þórður sjóari, Bella símamær, Maja litla með ljósa hárið og allur verkalýður á sjó og landi er eigi reiðubúinn að breyta hans lúsuga og litla kapít- uli í framleiðsluvörur og verð- mæti, til sölu jafnt innanlands sem á erlendum markaði. Hopið á hæli, semjið um eftir- gjöf, berið skuldabakka, játið Olafs- og ólögum, og 3 prósent skerðingu að auki. Munið samt að Jóa í Veghúsum spurði Ólaf Kára- son Ljósvíking á Viðreisnar- stakkstæðinu: „Læturðu snúa þér við.“ hnúkagímaldiö fræga skoöaö. Verö. 100 kr. Létt ganga t. alla. Farið trá BSi, bensinsölu. Fritt f. börn m. fullorönum. Sjáumst. Þórsmörk um næstu helgi Sumarleyfisferöir: a. Hornstrandir I — 10 dagar. 9.—18. júli. Tjaldbækistöö i Hornvik. b. Hornstrandir II — 10 dagar. 9.—18. júlí. Aöalvík — Lóna- fjöröur — Hornvik, bakpoka- ferö. 1 hvíldardagur. c. Hornstrandir III — 10 dagar. 9.—18. júlf.Aöalvík — Lóna- fjöröur — Hornvík, bakpok- aferö. 1 hvíldardagur. d. Hornstrandir IV — 11 dagar. 23.7—2.8 Hornvík — Reykja- fjöröur. 3 dagar í Reykjafiröi. e. Eldgjá — Þórsmörk. 8 dagar. 26. júlí—2. ágúst. Ný bak- pokaferö. f. Hálendishringur — 11 dagar i águst. Uppl. og fars. á skrlfst. Lækjarg. 6a s. 14606. Sjáumst. Utivist. Elím Grettisgötu 62 Reykjavík Á morgun, sunnudag, veröur al- menn samkoma kl. 11.00. Athugiö breyttan samkomutima. Verið velkomin. FEROAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðír 4. júlí: 1. it.KI. 10.00: Höskuldavellir — Keilir — Driffell — Selsvellir — Vigdisarvellir Verö kr. 150.— Fararstjóri: Hjálmar Guðmundsson. 2. Kl. 13.00: Krisuvik — Hattur — Hetta — Vigdisarvellir. Verö kr. 150.— Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. Veriö meö í gönguferöum um Reykjanesfólkvang. Hvergi betra gönguland. Feröafélag islands. Filadeltía Sumarmótlö heldur áfram. Bænasamkoma kl. 10.30 Bibliu- lestur kl. 17.00. Samkoma i Tjaldinu í Breiöholli kl. 20.30. Heimatrúboöið, Óöinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun, sunnudag kl. 20.30. UPPLYSINGARum komu- og brottfarartíma flugvéla innanlandsflug millilandaflug 26011 27800 Vift bendum viöskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránní. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.