Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 28

Morgunblaðið - 03.07.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 Minning: Oddur Andrésson bóndi Neðra Hálsi Fæddur 24. hóvember 1912 Dáinn 21. júní 1982 í dag, laugardaginn 3. júlí, er til moldar borinn frá heimakirkju sinni Reynivöllum í Kjós, frændi okkar, hann Oddur á Neðra-Hálsi. Oddur Andrésson fæddist að Bæ í Kjós 24. nóvember 1912, einn af fjórtán börnum hjónanna Andrés- ar Ólafssonar og Ólafar Gests- dóttur sem síðar fluttust að Neðra-Hálsi í Kjós og hafa afkom- endur þeirra búið þar síðan. Eftir að faðir Odds andaðist árið 1931 kom það að miklu leyti í hlut Odds að standa fyrir búi á Neðra-Hálsi með móður sinni ásamt öðrum systkinum. Ekki draup smjör af hverju strái á kreppuárunum og reyndi þá á þrautseigju og æðru- leysi svo framfleyta mætti stóru heimili. Þá voru reistar byggingar fyrir búféð og ræktun aukin, þá var sú alúð lögð i búskapinn sem hann býr að í dag. Þó að á móti blési oft á tíðum var tekið á hlut- unum af öryggi og festu. Oddur var stórhuga í fram- kvæmdum og vann að því með framsýni og útsjónarsemi að búa vel í haginn. Skömmu eftir lát Andrésar Ólafssonar stofnaði einn bræðr- anna, Gestur Gísli, nýbýlið Háls útúr Neðra-Hálsi. Bjó hann þar ásamt konu sinni Ólafíu þar til þau fórust af slysförum skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari, þá stofnuðu bræðurnir Oddur og Gísli félagsbú á Neðra-Hálsi sem þeir bjuggu við allt til ársins 1977. Oddur og Gísli kvæntust systr- um frá Gemlufalli í Dýrafirði. Oddur kvæntist Elínu, en Gísli Ingibjörgu, Jónsdætrum og lifir Elín mann sinn. Það var því náinn skyldleiki milli barnanna sem uxu úr grasi á bænum. Þau eiginlega ólust upp sem ein fjölskylda og má segja að börnin gerðu lítinn greinarmun á, til hvers af foreldrunum var leitað með með ráð og spurningar um verkefni, það einfaldlega fór eftir því, hver var nærstaddur og hvert var styst að fara. Því verður seint gleymt hversu ljúflega Oddur leysti úr hverskonar vanda. Þar komu vel í ljós sérstakir eiginleik- ar Odds, ljúfmennska og mann- göfgi voru einhverjir hans ríkustu eðlisþættir. Oddur var öflugur félagsmála- maður, hann hafði unun af að vera innan um fólk og var ætíð hrókur alls fagnaðar. Hann hneigðist snemma til söngs eins og öll hans systkini, og vegna áhuga síns á söng auðnaðist honum að fá smá tilsögn í orgel- leik, fyrst hjá séra Halldóri Jóns- syni og síðan hjá Páli ísólfssyni. Á Neðra-Hálsi var löngum tekið lag- ið af hinum mörgu systkinum, og voru lögin þá stundum sungin rödduð, Oddur var þá söngstjórinn og var það upphafið að því að hann stofnaði Karlakór Kjósverja og stjórnaði, ennfremur fór hann um langan veg suður í Mosfells- sveit til að stjórna söng, stjórnaði hann m.a. karlakórnum Stefni. Fórst söngstjórnin Oddi mjög vel úr hendi. Hann reyndist vand- látur og smekkvís. Oddur var orgelleikari og kirkjukórstjórn- andi Reynivallakirkju um ára- tugaskeið og allt fram á síðasta dag. Ekki verða tíunduð öll þau störf sem Oddur vann í þágu sveitarinn- ar og samfélagsins í heild í þessari minningargrein enda of langt upp að telja, en þó er vert að geta þess sérstaklega að hann hafði sérstak- an áhuga á skógrækt og var hann öflugur Iiðsmaður til fegrunar og uppgræðslu á landinu. Minningin um fölskvalausan feril í störfum á þeim vettvangi sem öðrum, verður veganesti sem eftirlifendur geta tekið sér til fyrirmyndar. Oddur hafði ákveðna pólitíska lífsskoðun og fylgdi ætíð fram sinni sannfæringu. Hann var sjálfstæðismaður í húð og hár og verður því best lýst með hans eig- in orðum í minningargrein um Ólaf Thors fv. forsætisráðherra í Morgunblaðinu 5. janúar 1965 þar sem hann lýsir Ólafi og hver áhrif hann hafði sem stjórnmálamaður. „Einn sólfagran sumardag kom hann í hlað hér á Neðra-Hálsi hleypandi fannhvítum fjör gammi, stökk af baki stoltur og fimur áður en sprettinum linnti og kom hlaupandi við síðu hestsins síðustu sporin til okkar, nokkurra ungmenna, sem þar vorum að leik og heilsaði okkur með hlýlegri gamansemi. Ég varð alveg hug- fanginn af hestamennsku-íþrótt komumanns og allri framkomu. Þegar hann svo reyndist vera þingmaður kjördæmisins var mínu atkvæði ráðstafað löngu áð- ur en kosningaaldri var náð.“ Þrátt fyrir fastmótaðar per- sónulegar skoðanir var það engu síður hans sannfæring, að hafa ekki þvingandi áhrif á skoðana- myndun annarra. Meining hans var að sérhver einstaklingur ætti að fá að vaxa að viti og þroska, til þess að mynda sér sínar eigin skoðanir. Oddur og Elín eignuðust sex börn: Ágústu f. 22. maí ’47; Ólöfu f. 12. september ’48; Valborgu f. 19. febrúar ’50; Óiaf f. 26. júní ’51; Kristján f. 12. mars ’54 og Lilju f. 10. desember ’60. Síðustu árin hefur Oddur búið með Kristjáni syni sínum á Neðra- -Hálsi, en hann tók fyrir nokkru við búi þar. Nú er lokið göngu frænda vors í þessum heimi. Sú ganga var geng- in til góðs. Ætíð var hönd hans og hugur full hjálpfýsi og kærleika handa öðrum. Það sem hann fór á mis við, vildi hann að öðrum hlotnaðist. Slík hugsun hlýtur að skapa góðan ferðasjóð í ferðina löngu yfir móðuna miklu. Áð ferðalokum vottum við að- standendum samúð og biðjum föð- urnum blessunar guðs með orðum úr Ljúflings ljóðum. „Sofi, sofi sonur minn, sefur Nelur í sjó, svanur i báru már í hólmi þorskur í djúpi. Sofdu ég unni þér.“ Guömundur G. Halldór G. Oddur Andrésson, bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós, lést mánudag- inn 21. júní sl. Með honum er fall- inn í valinn litríkur persónuleiki, sem nú, um nær í fimmtíu ára skeið, hefir gegnt veigamiklu hlut- verki í menningar- og félagsmál- um í Kjalarnesþingi. Hann bjó búi sínu að Neðra-Hálsi fyrst í félagi við bróður sinn Gísla, en nú seinni árin með syni sínum Kristjáni, sem nýlega hefir tekið við búsfor- ráðum. Hér er góður maður geng- inn og skarð fyrir skildi. Trúnað- arstöður Odds voru margar er hann gengdi einkum fyrir bænda- stéttina, en sérstakan áhuga hafði hann á skógræktarmálum og var skógarvörður vestanlands um skeið. Söng- og tónlistarmál voru hon- um einkar hugleikin en hann sat einnig á Alþingi um tíma fyrir kjördæmi okkar. Sporaslóðir okkar Odds lágu fyrst saman er hann kom suður í Mosfellssveit haustið 1940 og stofnaði með okkur heimamönn- um þar „Söngfélagið Stefni" og gerðist kórstjóri þess. Oddur hafði þá um árabil verið stjórnandi karlakórs í Kjósinni og organisti við Reynivallakirkju. Oddur leiddi Stefni fyrstu sporin og var kosinn heiðursfélagi á fertugsafmæli hans 1980. Á árunum um og eftir 1960 sameinaði hann þessa tvo karlakóra og kom víða fram við góðan orðstý m.a. á fyrstu þjóð- hátíð í Mosfellssveit þann 17. júní 1964. Með þessari samkomu var brotið blað í hátíðahöldum er fólk úr héraðinu hætti að sækja þjóð- hátíð til Reykjavíkur. Sungið var við fjölmörg önnur tækifæri víða um landið m.a. á landsmóti Ung- mennafélaganna að Laugarvatni 1965. Samskipti mín við Odd Andrésson voru mér heilladrjúg einkum eftir að ég varð oddviti Mosfellshrepps. Þegar hann sat á alþingi tók hann okkar mál í sínar hendur, einkum á sviði heilbrigð- is- og skólamála. Hann gegndi formennsku í samstarfsnefnd læknishéraðisins frá upphafi eða nær 25 ár. Svo sem að líkum lætur voru þessir málafokkar erfiðir og yfirgripsmiklir í vaxandi sveitar- félagi eins og hér, en okkur tókst þó alltaf að hýsa nemendur sem áttu skólagöngurétt, enda þótt oft væri það erfitt. Þá vann Oddur stöðugt að velferð læknishéraðs- ins og öflun tækja og studdi ein- dregið þær hugmyndir á sínum tíma að ná samstarfi við Reykja- lund um aðsetur héraðslæknis þar, sem hefir eins og kunnugt er reynst hið mesta happaspor. Ymislegt fleira mætti hér nefna en verður ekki gert í þessari stuttu kveðju en að leiðarlokum viljum við vinir og samherjar þakka stuðning og gott samstarf um margvísleg menningar- og fram- faramál og kveðjum nú góðan vin með hlýjum huga. Oddur var fæddur að Bæ í Kjósarhreppi þann 24. nóvember 1912, en for- eldrar hans voru þau hjón Ólöf Gestsdóttir og Andrés Olafsson, en bjuggu þar til ársins 1922, er fjölskyldan fluttist að Neðra- Hálsi og bjó þar síðan. Oddur kvæntist Elínu Jónsdóttur frá Gemlufalli, og eignuðust þau sex börn sem öll eru á lífi. Menntun Odds var að mestu heimafengin en að sama skapi notadrjúg. Æskuheimili hans var vítt rómað fyrir myndar- og menningarbrag. Þegar skörp greind og sterk skaphöfn fer sam- an er eins og menntunargráðum nútímans dugi ekki að keppa við það veganesti sem er heimafengið og á eigin rammleik tekið í önn dagsins. Ættingjum er vottuð samúð en minningin lifir. Jón H. Guðmundsson „Strjáll er enn vor stóri gróður, stendur hann engum fyrir sól.“ Þessum ljóðlínum skaut upp í huga mínum er ég frétti lát Odds Andréssonar. Með honum féll í valinn einn af máttarviðum ís- lenskrar skógræktar, en á fáum árum hefur dauðinn gerst ærið stórhöggur í framvarðasveit ís- lenskra skógarmanna. Með okkur Oddi tókust ekki ná- in kynni fyrr en við vorum báðir á miðjum aldri. En ég hafði lengi heyrt hans getið sem frammá- manns í sinni sveit þegar hann tók sæti í, varastjórn Skógræktarfé- lags íslands 1964. Frá 1968 var hann í aðalstjórn félagsins til dánardægurs og varaformaður frá 1972 til 1981. Þá var hann einnig formaður Landgræðslusjóðs frá 1977. Innan stjórnar reyndist Oddur bæði tillögu- og úrræðagóð- ur, og hann kom því til leiðar er hann sat á Alþingi 1966, að sam- þykktur var viðauki við lög um skógrækt varðandi skjólbelti. Var það hin þarfasta lagasetning þótt ræktun skjólbelta hafi dregist nokkuð á langinn, en sá dráttur er annarra sök en hans. Sakir fjarlægðar og strjálbýlis voru Vestfirðir allmjög útundan í öllu, sem að skógrækt laut. Þó höfðu nokkrir reitir komist á fót um og upp úr 1940 fyrir dugnað og atorku fárra manna. Af vexti og þroska einstöku trjátegunda á nokkrum stöðum þótti sýnt að vert væri að fjölga trjáreitum svo að dæma mætti um gróðurskilyrði miklu víðar. Guðmundur Sveins- son frá Sveinseyri í Tálknafirði vann að þessu um allmörg ár af natni og alúð, en þegar hann féll frá um miðjan sjöunda áratuginn var enginn fús til að taka upp verkin hans. Varð það úr að Oddur gerðist eftirlitsmaður og verk- stjóri fyrir Skógrækt ríkisins á Vestfjörðum árið 1968 og hafði hann það starf með höndum um 10 ára skeið. Þar vann hann mikið og þarft verk, bætti gamlar girð- ingar, reisti nýjar, plantaði trjám og hlynnti að ungviði á fjölda staða. Flest af því hefur borið góð- an árangur og sumstaðar langt fram úr öllum vonum. Oddi líkaði þessi starfi vel þótt hann væri oft ærið erfiður og fann ég það glöggt á ferðum okkar um firðina. Oddur Andrésson var mikið prúðmenni til orðs og æðis. Hann var með hærri mönnum, mikill að vallarsýn, Ijós yfirlitum og góð- mannlegur. Honum fylgdi jafnan birta og ylur hvar sem hann kom. Hann var mjög félagslyndur, sinnti fjölda mála bæði innan sveitar sem utan af áhuga en ekki til að auðgast af. Veit ég ekki betri kveðjuorð til hans en þau, sem Grímur Thomsen orti um löngu látinn heiðursmann, þar eð þau gætu alveg eins verið nærfærin lýsing á Oddi: „Við það beNt hann ætíð undi, .sem öðrum bætti heill í garði, og farHælaNta fróðleikspundi fjrir aðra helNt hann varði. Yiðmótsprúður geði glöðu gekk hann fram í blíðu og stríðu ha fur fyrir hærri stöðu hann var sinnar stéttar prýði.“ Hákon Bjarnason Við lát Odds á Neðra Hálsi er genginn merkur samferðamaður, sem af ósérhlífni vann sveit sinni og héraði á sviði félags- og menn- ingarmála. Ég varð þess aðnjót- andi, að starfa með honum og þá gjarnan undir hans forystu. Nú er skarð fyrir skildi, og er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans. Hrepparnir þrír, Kjósar-, Kjal- arnes- og Mosfellshreppur, hafa tekið á sig mynd heildar-héraðs, þar kemur til aukið samstarf á ýmsum sviðum, svo sem heilsu- gæslu, skólamála, samgangna- og menningarmála. Engan veit ég hafa unnið af meiri bjartsýni og einurð að þessu samstarfi, en Odd á Neðra Hálsi. Þar kemur til uppruni hans, en á Neðri Hálsi hefur lengi staðið mikið menningarheimili, þar sem unnið var markvisst að ræktun lýðs og lands. Oddur á Hálsi var fjölhæfur maður. Hann varð organisti í Reynivallakirkju ungur að árum og stýrði kirkjusöng til dauðadags. Hann stofnsetti og stjórnaði ýmsum kórum í heima- sveit sinni og sýslu. Hann var skógræktarmaður og vann mikið starf í landssamtökum þeirra. Hann var forystumaður í skólamálum heimasveitar sinnar og héraðsins, með setu um langt árabil í skólanefnd Gagnfræða- skólans í Mosfellssveit. Þá var hann frumkvöðull að samstarfi Álafosslæknishéraðs og Vinnuheimilis SÍBS að Reykja- lundi, um flutning aðseturs héraðslæknis að Reykjalundi og síðar uppbyggingu heilsugæslu- stöðvar þar, sem mun raunar fyrirmynd að byggingu heilsu- gæslustöðva um land allt. Hann var í forystuliði sjálf- stæðismanna í héraðinu og gegndi formennsku í sjálfstæðisfél. Þorsteinn Ingólfsson og fulltrúa- ráði Sjálfstæðisfélaganna í Kjós- arsýslu. Þá var hann lengi vara- þingmaður Reyknesinga. Síðast en ekki síst, átti hann fyrir barnmörgu heimili að sjá, hann var góður faðir, sem hvatti börn sín til mennta. Oddur var ekki maður mála- lenginga, hann flutti mál sitt hnitmiðað, og fundir, sem hann stýrði stóðu ekki lengi. Var hann skjótur til ákvarðana, og þótti á stundum einráður, ef seint gekk að koma málum áfram. En hollráður var hann og leitaðist við að koma málum áfram með persónulegum kynnum við menn. Sakir þessa sakna hans nú margir. Þeir bræður Gísli og Oddur bjuggu lengi félagsbúi að Hálsi. Þegar kom að því, að synir þeirra gerðust aðilar að búrekstrinum, skiptu þeir jörðinni. Þá hóf Oddur, ásamt Kristjáni syni sínum upp- byggingu nýtísku búpeningshúsa. Þar stendur því eftir blómlegt bú, til sóma fyrir þá feðga. Þannig lauk Oddur á Hálsi lífsverki sínu af miklum framfarahug og trún- aði. Honum fylgja þakkir Kjalnes- inga fyrir gott samstarf og stuðn- ing. Sjálfur þakka ég Oddi lær- dómsríkt og drengilegt samstarf. Börnum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þeim verður föð- urminningin ljúf. Jón Olafsson Með nokkrum orðum langar mig til þess að kveðja vin minn og samstarfsmann Odd Andrésson. Við áttum náið og gott samstarf um málefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi um nokkurt árabil. Kynntist ég þá vel þessum prúða, ósérhlífna, sístarfandi áhugamanni, sem Oddur var. Ávallt reiðubúinn að vinna fyrir landið sitt og flokkinn er hann fylgdi allt frá unga aldri. Ræktun lands og lýðs, áhuginn frá ungmennafélögunum, var enn sívakandi í öllum hans störfum. Þess vegna átti skógræktin og reyndar öll ræktunarstörf — jarð- rækt og mannrækt, svo rík ítök í huga hans og verkum. Ég tel það mikla gæfu að hafa fengið að starfa með Oddi og njóta handleiðslu hans sem formanns kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjaneskjördæmi og kynn- ast áhugamálum hans svo náið sem ég fékk tækifæri til í sam- starfi okkar. Að vegferðarlokum færi ég vini mínum þakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir margar ánægjulegur stundir. Biessuð sé minning Odds And- réssonar. Jóhann Petersen Við Oddur Andrésson hittumst fyrst fyrir tíu árum. Tilefnið var að skógræktarfélögin í Kópavogi og Kjósarsýslu voru að vinna að því að kaupa jörðina Fossá í Kjós. Það tókst að festa kaup á jörðinni og þar með voru félögin búin að eignast það sem skógræktar- mönnum er dýrmætast — land. Það er ekki auðvelt fyrir eignalaus félög að kaupa jörð í nágrenni Reykjavíkur og eru þar fleiri vandamál en þau fjárhagslegu. Öll þessi vandamál átti Oddur mestan þátt í að leysa. Árlegir aðalfundir Skógræktar- félags Islands eru jafnframt árs- hátíð skógræktarmanna og hafa verið haldnir mjög víða um land. Þar var Oddur jafnan söngstjóri og hrókur alls fagnaðar, þó annars kæmi hann mér fyrir sjónir sem alvörumaður. Það var líka notalegt að koma til hans að Hálsi. Hann var til- gerðarlaus héraðshöfðingi. Á heimili hans var hljóðfæri, og margar bækur. Þar var einnig mannbætandi útsýni út um glugg- ana yfir hans fögru sveit. Ég vil á þessari kveðjustund láta í ljós mínar bestu þakkir fyrir samstarfið og margar ánægju- legar samverustundir og sérstakar þakkir frá Skógræktarfélagi Kópavogs. Aðstandendum votta ég samúð mína. Leó Guðlaugsson í dag verður til moldar borinn Oddur Andrésson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, en hann lést þann 21. júní sl. tæplega sjötugur að aldri. Ég mun ekki rekja hér ættir eða lífshlaup Odds Andréssonar, það munu aðrir gera mér færari, en ég vil aðeins drepa niður penna til að þakka gott samstarf í Osta- og smjörsölunni sf., en hann átti sæti í stjórn hennar um árabil, eða frá því að fyrirtækið var endurskipu- lagt árið 1977. Við hjá Osta- og smjörsölunni munum ávallt minnast Odds sem góðs félaga. Hann var áhugasam-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.