Morgunblaðið - 03.07.1982, Page 33

Morgunblaðið - 03.07.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 33 félk í fréttum Pam segir kær- astanum upp + Victoria Principal, sem leik- ur Pamelu Ewing í Dallas- þáttunum, er búin að losa sig við sambýlismann sinn, Andy Gibb, sem var átta árum yngri en hún. Þau bjuggu saman í eitt ár og litu út fyrir að vera geislandi af ást og hamingju. Vinir þeirra segja að það sem hafi farið með alla ástina var að Andy elti Victoriu hvert sem hún fór og gerði ekki nokkurt lát á ástarjátningum sínum. Meira að segja var ekki hægt að taka upp Dall- as-þættina án þess að hann væri þar líka mænandi á Vict- oriu. Það sauð þó fyrst upp úr í New York þegar Andy klapp- aði Victoriu ástúðlega á boss- ann í augsýn fjölda manns. Þá fuðraði Victoria upp eins og þurrt skógarlauf og yfirgaf Andy fyrir fullt og allt Victoria Principal og Andy Gibb meðan að allt lék í lyndi. Marcello Mastroianni og Eleonora Giorgi við töku nýrrar myndar eftir Liliönu Cavani í Marokkó. + Liliana Cavani er kvikmynda- gerðarkona sem varð á sínum tíma fræg fyrir myndina „Dyra- vörðurinn". Hún er nú að gera mynd sem gerist í Marokkó og á að fjalla um nokkra Evrópumenn sem eru einangraðir í Norður- Afríku. Myndin á að fjalla um stjórnmálamann sem situr í fang- elsi fyrir morð en hefur takmark- að ferðafrelsi. Upphefst nú náið samband milli þessa manns og ungrar konu sem er e.t.v. dóttir hans. Liliana Cavani vill ekkert meira af myndinni segja enn sem komið er og hún er ekki búin að fastákveða nafn myndarinnar enn þá, en til greina kemur að hún muni heita „Á bak við dyrnar". Aðalhlutverk myndarinnar leika Marcello Mastroianni sem leikur fangelsaða stjórnmála- manninn, og Eleonora Giorgi sem leikur ungu konuna sem e.t.v. er dóttir hans. Eleonora Giorgi er nýtt nafn í kvikmyndaheiminum, hún er með ljóst hár og blá augu. Þykir hún einna helst minna á Marlene Dietrich. Hlutverk Marcello Mastroianni í þessari kvikmynd er mjög ólíkt þeim sem hann hefur áður leikið. Oftast hefur hann leikið lata suð- ræna flagara og hefur það sett sinn svip á hann. í þetta sinn hef- ur hann allt aðra ímynd. Hann er magur, illa rakaður, með fanga- klippingu, óhreinn og með þján- ingarsvip, og segir Marcello Mastroianni að þessi ímynd sé miklu meira í ætt við hann sjálfan en hin. COSPER COSPER. 6993 «PI» 05? VHJ* En það líkist einmitt blettinum á veggnum sem við ætl- uðum að skyla. Ný mynd eftir Liliönu Cavani Báta eldavélar Bjóðum nú þessar frábæru finnsku báta eldavélar á hagstæöu verði. Benco Bolholti 4, Reykjavík. Getum boðiö International 630 beltagröfu á hagstæöu veröi. Þyngd Hestöfl Skóflustærð Verö kr. 15000 kg. 101 800 I 1.198.000,- Sýningarvél á staðnum. Kynniö ykkur verö og skilmála. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 BLAÐBURÐARFOLK ÓSKAST Vesturbær Skerjafjöröur sunnan flugvallar II. Kópavogur Fagrabrekka Hjallahverfi T f Upplýsingar i sima 35408

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.