Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 3

Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 3 Geithellnahreppur: Kosninga- kæru vísað frá í hrepps- nefndinni HREPPSNEFND Geithellnahrepps hefur nú vísað frá kosningakæru, sem fram kom frá fjórum aðilum innan hreppsins, vegna síðustu hreppsnefnd- arkosninga. Á hinn bóginn telur hreppsnefndin eðlilegt að atkvæði verði talin að nýju vegna þess hve jafnt atkvæði féllu. Verður það ventanlega gert mjög fljótlega og undir umsjón sýslumanns Suður-Múlasýslu. Að sögn Ragnars Eiðssonar, oddvita hreppsnefndarinnar, var kæran í tvennu lagi. Annars vegar var kært vegna þess, aö atkvæði voru talin fyrir lokuðum dyrum og þar skírskotað til 103. greinar kosn- ingalaga um alþingiskosningar. Taldi hreppsnefndin að sú grein kæmi ekki hreppsnefndarkosningum við, þar sem þær væru óhlutbundn- ar, en alþingiskosningar ekki. Taldi hreppsnefndin að 12. grein laganna ætti við þessar kosningar, en þar er ekkert tekið fram um það hvort talið skuli fyrir lokuðum dyrum eða ekki. Þá tók hreppsnefndin til greina skýrslu kjörstjórnar, þar sem þess var getið, að þegar talning hefði haf- izt, hefði ekki þótt fært annað en að telja atkvæði fyrir luktum dyrum vegna óláta úti fyrir. Þá gat Ragnar þess, að frá því 1962 hefði ætíð verið talið fyrir luktum dyrum. Hins vegar var einnig kært vegna þess hvernig dregið var um röð manna, sem hlutu jafnmörg at- kvæði. Hreppsnefnd taldi ekkert at- hugavert við þann hátt, sem hafður var á og vísaði því báðum atriðum kærunnar frá. Brugðið var á leik í vinnuskóla Hafnarfjarðar í gær. Keppt var í ýmsum reinum, þar á meðal kassabílaakstri. Hér má sjá sigurvegarann, Jón lafsson, bruna í mark, en í 2. og 3. sæti urðu Ríkharður Magnússon og Jón Kr. Kristjánsson. Hverjum ökumanni var heimilt að hafa „hjálpar- vél“, sem ýta mátti bílnum 5 skref. „Vél“ sigurvegarans var Halldóra Olafsdóttir. MorcunhlaAió KÖE Ráðning vitavarða við Galtarvita: Samgönguráðherra réð aðra umsækj- endur en Vitamálastjórn mælti með Athugasemd í FRÉTTAFRÁSÖGN í Morgun hlaöinu í ger var með óviðeig- andi hetti fjallað um þaö, hvað kynni að hafa gerzt við stjórn vél- arinnar, sem fórst í Esjunni á dögunum. Þær vangaveltur áttu hvorki heima í þessari frétta- frásögn né annars staðar í blaðinu og biður Morgunblaðið afsökunar á þeim mistökum. „Við mæltum með Stefáni Stef- ánssyni, vélstjóra, og konu hans Sólveigu H. Jónsdóttur, hjúkrun- arfræðingi. Ástæður þess að við mæltum með þeim eru þær, að þetta starf er fyrst og fremst vél- gæsla og hann virtist hafa mjög góða þekkingu i þá áttina, hefur unnið hjá Landhelgisgæslunni og fengið mjög góð meðmæli. Einnig er erfitt um alla læknisþjónustu þarna og þar af leiðandi töldum við að kostur væri að hjúkrunar- kona væri á staðnum líka og hún hafði einnig fengið mjög góð með- mæli.“ V es tmanney ingar í sumarfríi í ágúst Síðasti löndunardagur er 29. júlí ÖLL frystihús og fiskvinnslustöðvar í Vestmannaeyjum verða lokuð tím- abilið 9. til 29. agúst næstkomandi. Þcnnan tíma verða Vestmannaey- ingar almcnnt i sumarfríi og er þetta þriðja árið í röð, sem öllum vinnslu- stöðvunum í Eyjum er lokað í ákveð- inn tíma yfir sumariö á meðan starfsfólk fer í sumarfrí. Arnar Sigmundsson hjá Sam- frosti hf. í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Morgunblaðið, að komin væri góð reynsla á þetta fyrirkomulag og í sama streng tók Jón Kjartansson, formaður verka- lýðsfélagsins. Arnar sagði þegar rætt var við hann, að síðasti löndunardagur í Eyjum fyrir þjóðhátið væri 29. júlí næstkomandi og síðan yrði ekki tekið á móti neinum fiski fyrr en mánudaginn 30. ágúst. Á meðan sumarfrí Vestmanney- inga stendur, verða margir Eyja- bátar teknir í slipp, en þeir sem ekki þarf að mála eða lagfæra á annan hátt verða annaðhvort bundnir við bryggju eða þeir munu fiska fyrir erlendan mark- að. Þá verður unnið að viðhaldi og ýmsum breytingum í fiskvinnslu- stöðvunum í sumarfríinu. Jón Kjartansson sagði, að hann teldi það mjög gott fyrir almenn- ing að fyrirtækin lokuðu öll í einu vegna sumarfría og ýtti þetta fyrirkomulag undir fólk í þá veru að það tæki sér frí. Þetta var svar Aðalsteins Júlíussonar, vita- og hafna- málastjóra, þegar hann var spurður um afgreiðslu vita- málastjórnar á umsóknum um störf tveggja vitavarða við Galtarvita. Umsóknir um þessi störf voru 17 og mælti vita- málastjóri með Stefáni og Sól- veigu, en Steingrímur Her- mannsson, samgöngumálaráð- herra tók þá ákvörðun að ráða Kjartan G. Karlsson, skipstjóra úr Súðavík og konu hans Sal- björgu Þorbergsdóttur, handa- vinnukennara. Stefán og Sólveig rita grein sem birtist á bls. 8 í Morgun- blaðinu í gær, þar sem þau segja frá reynslu sinni af þess- ari starfsumsókn. í greininni segja Stefán og Sólveig meðal annars: „Eftir athugun vita- málastjórnar á umsóknum, mælti hún með okkur til sam- gönguráðuneytisins sem gefur „lokastimpil" á ráðningu til slíkra starfa. Undir eðlilegum kringumstæðum skilst okkur að ráðuneytið samþykki slíka pappíra tilfæringalítið, þeir eru jú komnir frá þeim embættis- mönnum, sem kunnugastir eru viðkomandi málefnum. En slík varð ekki raunin á í þessu til- viki. Okkur var vikið til hliðar og störfin fengu skipstjórahjón að vestan." Seinna í greininni segja þau: „En eins og starfs- greinum og kröfum í þeim er varið í dag, héldum við þó, að í heiðri væru haldnar aðrar og fastari reglur heillavænlegri á jafnaðargrundvelli. Við nefnum þetta því að á umræddum vita er talsverður véla- og tækja- búnaður sem lýtur að öryggi sæfarenda með meiru. Staður- inn er mjög afskekktur og erfitt um samgöngur í misjöfnum veðrum. Því mætti ætla að áríð- andi væri að hafa á staðnum sem hæfasta aðila til úrlausnar á því sem úrskeiðis gæti farið. Ekki aðeins öryggisins vegna heldur og pyngju skattborgar- anna vegna. Það er kostnaðar- samt að gera út viðgerðarmenn á slíka staði og ekki síður lækna ef þarf. Það er okkar álit að yf- irvöldum beri að sýna fordæmi í svona vali fremur en hið gagn- stæða. Það eru nú einu sinni þeir, sem setja reglugerðirnar." Mbl. reyndi að ná í samgöngu- ráðherra í gær en án árangurs. RockaU-deilan: Viðræður fóru fram í London GUÐMUNDUR Eiríksson, þjóðrétt- arfræðingur utanríkisráðuneytisins, átti nýlega fund með Berman, þjéð- réttarfræðingi bresku ríkisstjórnar- innar, um Rockall-svæðið. Guðmundur sagði, að í apríl síð- astliðnum hefði Olafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra, skýrt frá því í skýrslu sinni til Alþingis að hann hefði á fundi með þáverandi utanríkisráðherra Breta lagt til, að tveir þjóðréttarfræðingar sett- ust niður og könnuðu öll efnisat- riði Rockall-deilunnar og undir- byggju frekari viðræður. Bretar féllust á þessa tillögu og fundur- inn sem Guðmundur sat, og var haldinn í London 9. júlí síðastlið- inn, var haldinn í framhaldi af þessu samkomulagi á milli land- anna sem fyrsta skrefið í að kanna þessi mál. Guðmundur sagði, að það hefði orðið að samkomulagi að skýra ekki frá efnisatriðum fyrr en að þessum viðræðum loknum eða ríkisstjórnirnar kæmu sér saman um annað. Stjórn SH: Lýsir stuðningi við sovézka samninginn MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun, sem gerð var á stjórnarfundi SH hinn 21. júlí sl.: Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í tilefni undirritunar efnahagssamnings milli Sovét- ríkjanna og Islands vill stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna taka fram: Allt frá árinu 1953 hefur SH átt umfangsmestu viðskipti allra íslenskra fyrirtækja við Sovét- ríkin. Stjórn SH: Viðskipti þessi hafa reynst traust og hagkvæm fyrir Islend- inga og þótt við höfum sótt á um að úr þessum viðskiptum yrði, hafa þau ávallt verið gerð án pólitískra skilyrða, enda aldrei upp á slíku bryddað af hálfu við- semjenda okkar. Að fenginni Þ 'ssari reynslu lýsir stjórn Si .umiðstöðvarinnar fullum stuðningi við þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að undir- rita nýgerðan efnahagssamning við Sovétríkin. Vill sjálfstætt við- skiptaráðuneyti Lýsir trausti á Þórhall Ásgeirson MORGUNBLAÐINU hefur enn- fremur borizt svofelld ályktun, sem gerð var á sama stjórnarfundi: Að gefnu tilefni telur stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna að íslendingar, sem eiga afkomu sína svo mjög undir út- flutningsverslun, hljóti að hafa sitt sjálfstæða viðskiptaráðu- neyti, sem rætt geti við erlend viðskiptaráðuneyti á jafnræðis- grundvelli. Því verður að telja óheppilegt að sameina viðskipta- ráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Þá vill SH lýsa fullum stuðn- ingi sínum við störf Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra, sem á löngum starfsferli hefir leyst, á erlendum vettvangi, fjölda erfiðra verkefna til hags- bóta fyrir íslenska útflutnings- atvinnuvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.