Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 24. JÚLI1982 15 Rut Ingólfsdóttir konsertmeistari gefur eiginhandaráritanir í hófi, sem borgarstjórn Nerja hélt Pólýfónkórnum eftir tónleíkana þar. Nerja Og þá var kominn sunnudagur, þriðji dagur þessa söngferðalags. Um kvöldið átti að syngja í Nerja. Það var að vanda hvíld fram að hádegi, en stundvíslega kl. 14.00 mættu rúturnar á hótelin og hald- ið var sem leið lá meðfram strönd- inni til austurs um dæmigert spænskt landslag og þorp. Bíl- stjórarnir voru snillingar. Þeir þræddu þröngar göturnar á þess- um stóru rútum og oft munaði sentímetrum ef ekki millímetrum að þeir rækju bílana utan í. Okkur þótti þeir full kærulausir en það voru þeir ekki. Ef það hefði komið rispa á rúturnar hefðu þeir verið reknir á stundinni því nóg var af góðum bílstjórum til að taka við af þeim. Antonio hét sá, sem var með okkar rútu og honum förlað- ist hvergi, jafnvel við verstu að- stæður þar sem hann þurfti að bakka heillangan spöl upp þrönga götu með bíla á báðar hendur og að framan og aftan upp að hótel El Remo. Það var eins og hann væri að keyra hjólbörur. Samt var starfið í veði. Nerja er dæmigerð andalúsísk borg, frægust fyrir stærstu kalksteinshella veraldar. Hljóm- leikarnir áttu í fyrstu að vera haldnir í þessum hellum, en ekk- ert varð af því. Þess í stað voru þeir skoðaðir fyrir tónleikana, sem haldnir voru í kirkju í miðbæ Nerja. Það voru fimm strákar, sem fundu hellana. Það var árið 1959. Þeir voru að leika sér í hlíð- unum fyrir ofan bæinn, sem þá var ekki stór, átta til tíu þúsund manna bær. Strákarnir voru að veiða leðurblökur og eltu þær upp í kletta þar sem þær hurfu inn. Það varð fyrir þeim kalksteins- veggur, sem þeir brutu gat á en það var kolniðamyrkur og þeir sáu ekki neitt. Þeir náðu því í kennar- Juan Domingo Moyano. Hann fór tvisvar á tónleika Pólýfónkórsins og vildi gjarna fara í þriðja skiptiö en hann gat þaö ekki. Hann var stór- hrifin af kórnum. ann sinn, sem fór með þeim þarna upp og hann komst að raun um að þetta væri gríðarstór hellir, sem þeir höfðu fundið. Þetta fór eins og eldur í sinu um Nerja en engum datt í hug hvar inngangurinn í hellana gæti verið þangað til ein- hver fann það ráð að grafa í gaml- ar skriður í hlíðinni og þar var inngangurinn. Það var þegar kallað á allra handa sérfræðinga, sem mættu á staðinn og gerðu sínar athuganir, sem enn standa yfir. Hellarnir voru opnaðir almenningi 1960 eða ári eftir fund þeirra og þá höfðu verið gerðir gangstígar um þá alla, en þeir eru þrír, sem opnir eru almenningi. Fleiri eru innar, sem enn er verið að rannsaka. Ef marka má bein þau og leirkera- brot, sem fundist hafa í hellunum hefur verið búið í þeim fyrir um 3000 árum, en síðan hafa þeir gleymst. Talið er að Cromagnon- maðurinn hafi lifað í þeim og segja sumir að þeir nái undir Miðjarðarhafið yfir til Afríku. Gerðar hafa verið bergmálsmæl- ingar í hellunum en ekkert kom fram á mælunum, sem draga 20 kílómetra. Sagt er að hellarnir hafi myndast þegar ísöld rann. Þá leystist upp kalksteinsjarðvegur- inn á þessu svæði og þegar þiðnaði aftur urðu eftir þykk kalksteins- lög eins og risastór grýlukerti í hellunum. Það er endalaust hægt að virða fyrir sér kynjamyndir sem hægt er að sjá úr kalksteininum í hell- unum. Grýlukertin hafa brotnað á alla vegu og ljós, sem komið hefur verið fyrir auka enn á margbreyti- leika kalksteinsins. Kórinn skipti um föt á lögreglu- stöðinni í Nerja en hún er stutt frá kirkjunni. Ekki mátti selja að- gang í kirkjuna eins og fleiri kirkjum á Spáni og er farið eftir eldgömlum lögum í því sambandi. Kirkjan fylltist fljótlega af fólki, óbrotnum þorpsbúum, sem komu til þess eins að hlýða á kirkjutón- listina, sem kórinn hafði að bjóða. Dauðaþögn ríkti í kirkjunni á meðan á tónleikunum stóð en eftir þá reis fólk úr sætum og dynjandi lófatakið fyllti kirkjuna. Því ætl- aði seint að linna. Sérstaklega var Þórhalli Birgissyni einleikara klappað lof í lófa en hann hafði leikið einleik i verki G. Tartini, onsert fyrir fiðlu og strengi í d- moll. Borgarstjórn Nerja hélt Pólý- fónkórnum hóf á hótel Balcon de Europa og eftir það var haldið til Malaga. Var mikið rætt um hve yndislegur hljómburðurinn hafi verið í kirkjunni. Eins og áður vakti það mikla athygli þegar hóp- ur tónlistarfólksins gekk úr kirkj- unni og í rúturnar sem biðu. Um- ferð stöðvaðist og menn fengu hálsríg og tak í bakið. Höröur Áskelsson organisti við annað af tveimur orgeium í dómkirkjunni í Granada. John Snyders frá Belgíu sagöi þegar hann var spurður álits á tónleikum Pólýfón- kórsins í Nerja: „It's fant- astic." Vildi fara á tónleik- ana í þriðja sinn Ég ræddi við nokkra áheyrend- ur að loknum tónleikunum í Nerja. Sá fyrsti var Belgi, Jan Snyders að nafni. Hann kom frá Antwerpen. „It's fantastic," sagði hann um tónleikana. „Mér þótti mjög gam- an á þeim. Efnisskráin er mjög góð og vel valin. í henni er alls konar tónlist, sem mér féll mjög vel í geð. Einleikararnir og ein- sðngvararnir voru mjög góðir, sér- staklega Nancy Argenta sópran- söngkonan og þá var Þórhallur Birgisson fiðluleikari hreint stórkostlegur," sagði Snyders. Juan Domingo Moyano hitti ég næstan að máli. Hann hafði greinilega mjög gaman af að hlýða á Pólýfónkórinn því hann hafði farið á tónleikana í Malaga og síð- an ekið 50 kílómetra leið yfir til Nerja að hlýða aftur á kórinn. Hann sagði. „Ég fann streyma um mig kulda og fegurð norðursins þegar kórinn flutti kaflana úr verki Jóns Leifs, Eddu-oratoríuna. Það var stórkostlegt að heyra það, eins og reyndar allt annað á efn- SJÁ BLAÐSÍÐU 28. Þórhallur Birgisson einleikari qerði mikla lukku f Nerja f verki íbúar Nerja voru sérstaklega áhugasamir um tónleikana. Þessir vildu vita hvort María Ingólfs- G. Tartini, konsert fyrir fiðlu og strengi i d-moll. dóttir yrði líka eftir hlé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.