Morgunblaðið - 24.07.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 24.07.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982 17 JíeUrJJorkShnejí Fyrir skömmu var Zail Singh kjörinn forseti Indlands. Ýmsum þótti nóg um húsbóndahollustu hans, er hann sagði fyrr í þessum mánuði, að hann myndi glaður hafa tekið að sér að sópa gólf fyrir frú Indiru Gandhi forsætis- ráðherra, hefði hún beðið hann um það. Hinn nýi forseti Indlands er 66 ára að aldri. Embætti hans er umfram allt táknræn tignarstaða. Hann mun veita viðtöku erlend- um leiðtogum, heilsa þjóðinni á hinum árlega þjóðhátíðardegi og undirrita tilskipanir, sem ríkis- stjórnin gefur út. Einu sinni á ári hverju mun hann ávarpa samein- að þing, en aðstoðarmenn frú Gandhi skrifa fyrir hann ræðurn- ar. Forseti Indlands er mjög valdalítill í raun, enda þótt sumir fyrri þjóðhöfðingjar landsins hafi notið álits og virðingar fyrir ráðgjöf. Að nafninu til er forsetinn einnig yfirmaður herafla landsins. Samkvæmt stjórnarskránni á forsetinn að fara að ráðum for- sætisráðherra. — Frú Gandhi mun fá hvað sem er undirritað, jafnvel Zail Singh eftir kjör hans sem forseta Indlands. Gandhi greiðir atkvæði um nýjan forseta landsins. Myndi glaður sópa gólf fyrir Indiru Gandhi... punktalínur, segir mikilsmet- inn stjórnarandstöðuþingmað- ur, sem þekkt hefur Singh í ald- arfjórðung. Hann er ekki einn um að álíta, að frúin hafi kosið þennan Sikha-leiðtoga umfram allt vegna þeirrar ósveigjan- legu hollustu, sem hann hefur sýnt á löngum ferli. Þessi maður, sem nú á næst- unni tekur sér bólfestu í glæstri forsetahöllinni, sem Sir Edward Luytens byggði fyrir brezku varakonungana, er ef til vill síðasti þátttakandi í frels- isbaráttu Indverja, sem þar mun búa. Jafnframt er hann fyrstur úr hópi Sikha til að hreppa æðsta embætti lands- ins, en Sikhar eru sérstakur trúflokkur á Indlandi. Singh bar sigurorð af keppi- naut sínum, Hans Raj Khanna, og fékk hann rúmlega 470.000 fleiri atkvæði. Hann ætlar að sverja embættiseið sinn 25. júlí, en þá mun núverandi forseti, Neekam Sanjiva Reddy, láta af embætti eftir að hafa gegnt því 5 ára kjörtímabil. Singh fæddist í þorpinu Sandhwan í ríkinu Punjab árið 1916. Hann er kunnur fyrir, að vera ekki ávallt sjálfum sér samkvæmur. Er hann gegndi embætti innanríkisráðherra reitti hann þingheim til reiði vegna lofgjörðar um Adolf Hitler. Hann lét af embætti innanríkisráðherra, eftir að ríkisstjórnarflokkarnir höfðu útnefnt hann sem forsetaefni. Leiðtogar stjórnar og stjórnar- andstöðu knúðu hann til að taka aftur fyrri ummæli sín og forseti þingsins lét þurrka þau út af segulbandi. Singh stærir sig af því, að vera vandlátur um klæðaburð sinn. Hann klæðist oft síðum frökkum og þröngum buxum. Hann ber einnig túrban og skegg samkvæmt trúarsiðum Sikha. Singh leit dagsins ljós í leir- kofa. Hann þótti fremur kæru- laus í skóla, en tókst að ljúka námi og fékk atvinnu við að lesa „Sikha-handrit“. Við það starfaði hann, er frelsishreyf- ingin undir forystu Mohandas K. Gandhi barst til heimahaga hans. Singh tók þá að gefa sig að stjórnmálabaráttu, og stofn- aði eins konar útibú frá Kon- gressflokki Gandhis Faridkot- héraði. Vakti hann með því reiði héraðshöfðingjans, sem lét dæma hann í 5 ára fangelsi. — Það var hundalíf, — sagði Singh nýlega. Þegar hér var komið sögu beindist athygli hans að Jawa- harlal Nehru, föður frú Indiru Gandhi. Nehru varð fyrsti for- seti Indlands, eftir að landið hlaut sjálfstæði 1947. Singh gegndi mörgum ráðherraemb- ættum í Punjab til ársins 1972, er hann varð aðalráðherra eða æðsti kjörinn embættismaður. Punjab-ríki tók stöðugum framförum undir forystu hans bæði í þróun landbúnaöar og iðnaðar. Mikil ólga var ríkjandi í Ind- landi, er efnt var til almennra kosninga árið 1977. Úrslit urðu á þá lund, að frú Gandhi og flokkur hennar hrökkluðust frá völdum í sambandsstjórn og allmörgum ríkjum. Singh beið ósigur, en næstu þrjú árin hélt hann uppi vörnum fyrir forsæt- isráðherrann og hinn umdeilda son hennar, Sanjay. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar og átti hún að sanna ákærur á hendur Singh um spillingu og gerræðislega stjórnarhætti. Að mati nefnd- arinnar reyndist hann aðeins sekur um nokkur minniháttar stjórnunarafglöp. Þegar frú Indira Gandhi komst aftur til valda árið 1980 eftir þriggja ára stjórnarand- stöðu launaði hún Singh holl- ustu við sig með því að skipa hann í embætti innanríkisráð- herra Indlands. Singh er kvæntur og hefur þeim hjónum orðið fjögurra barna auðið. Sonur þeirra rek- ur búgarð fjölskyldunnar í Fardkot, en dæturnar eru þrjár, og tvær þeirra læknar. Eiginkona Singhs heitir Pradh- an Kaur. Hún býr ekki í Nýju Delhí, heldur hefur hún haldið kyrru fyrir á heimaslóðum fjöl- skyldunnar. Samkvæmt læknis- ráði Magga Kjartans Hljóm- plotur Árni Johnsen „ÞETTA eru lög sem hafa verið í kring um mig í nokkurn tíma og standa mér nærri af ýmsum ástæðum," sagði Magnús Kjart- ansson hljómlistarmaður um lagavalið á plötu sinni, Sam- kvæmt læknisráði og það er ekk- ert undarlegt að Magga séu þessi lög hugléikin, þau eru hugleikin flestum sem njóta og unna tón- list sem byggist á lagvissu og hljómfögru tónfalli. Það ber vott um gamansemi Magga Kjartans að hann velur plötunni nafnið Samkvæmt iæknisráði, því ef mönnum lærist að hlusta á og meta góða tónlist þýðir það í raun minna álag á taugakerfi manna og jafnvel taugadeildir spítalanna. Upptaka Jónasar R. Jónssonar færir listamanninn að áheyrandanum þannig að maður hefur frekar á tilfinningunni að Maggi sitji við hljóðfæri sitt í seilingu fremur en að sótt sé í föng á hljómplötur. Það kemur einnig skemmti- lega í ljós á þessari plötu hvað mörg kunn dægurlög njóta sín vel án texta og söngs og má þar sérstaklega nefna lagið Sölvi Helgason. Á þessari plötu er það píanó Magga sem syngur flest lögin og útsetningar hans eru gullfallegar. Auk laga eftir Magnús eru á plötunni lög eftir Magnús Ei- ríksson, Jóhann Helgason, Ragnhildi Gísladóttur, Gunnar Þórðarson og Gylfa Ægisson, lagið Elsku hjartans anginn minn, sem er eitt af hugljúfari lögum Gylfa. Þá er vert að geta mjög fallegrar útsetningar á lagi Magnúsar Kjartanssonar, To be grateful. Samkvæmt læknisráði er óvenjulega fýsilegt til inntöku og svo bíðum við aðeins eftir nýrri resept Maggi. V Vestfrost FHVSDKISrUR eru DÖNSKgœðavara má éT ,>i — LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DÝPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING kg. 15 23 30 30 ÖRKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh. 1,2 1,4 1,6 1,9 201. Itr. 271. Itr. 396. Itr. 506. Itr. kr. 5.824.00 kr. 6.931.00 kr. 7.262.00 kr. 8.469.00 VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli meö inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar i Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundará Norðurlöndum. - V 'jf (/•'C'S. Siðumúla 32 Simi 38000 Affsláttarverð vegna útlltsgalla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.