Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 19

Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 19 París: PLO-foringi lætur lífið l’arís, 23. júlí. AP. ANNAR helsti leiðtogi PLO í Krakklandi var sprengdur í loft upp fyrir utan heimili sitt í morgun, en hann hafði nú nýverið hafnaö lögregluvernd, að því er haft er eftir yfirmanni skrifstofu PLO í París. Fadel el Dani, 37 ára að aldri, var næstæðsti yfirmaður PLO- skrifstofunnar sem opnaði í París fyrir sjö árum. Hann lést sam- stundis er bíll hans sprakk, aðeins örfáum augnablikum eftir að hann sté einn síns liðs inn í hann. Japan: Margir látnir vegna flóða Tókýo, 23. júlí. AP. AÐ MINNSTA kosti 18 manns létu lífið, 147 grófust undir aurskriðum og 54 eru enn ófundnir eftir gífurleg- ar rigningar og flóð i Suður-Naga- saki í dag, segja fréttir frá lögregl- unni. Lögreglan segir að ekki sé enn vitað hvort þeir 147 sem urðu und- ir aurskriðunum séu lífs eða liðn- ir. Regnið mældist 448 millimetrar á miðnætti í nótt í bænum Naga- saki, sem er u.þ.b. 900 kílómetra suð-vestur af Tókíó og enn eru sem fyrr segir ekki öll kurl komin til grafar varðandi tölu látinna. Enginn annar slasaðist í sprengingunni, sem er ein af mörgum sem hafa ógnað yfir- mönnum PLO í Frakklandi á und- anförnum tíu árum. Ekki hefur verið unnt að fá nákvæmar upplýsingar um sprenginguna, þar sem sjónarvott- um ber ekki saman um það hvort sprengjan var til staðar í bílnum er hann ók af stað eða henni hafi verið kastað úr bíl sem keyrði framhjá. Yfirmaður skrifstofu PLO í París sagði, að Dani hefði nýlega tilkynnt lögreglunni að hann kærði sig ekki framar um gæslu hennar, en hann vildi ekki segja hvenær þeirri gæslu hefði verið hætt. PLO telur að Israelar standi að baki þessu morði sem og því er PLO-yfirmaður í Róm var drepinn 17. júní síðastliðinn. Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir tilræðinu, en það átti sér stað árla í morgun í 13. hverfi Parísarborgar. Þessi sprenging í morgun veldur mörgum ugg, þar sem einungis þrír dagar eru liðnir síðan 16 manns slösuðust í sprengingu við Notre Dame-kirkjuna í París og óttast menn nú að ný sprengju- alda sé ef til vill að ganga yfir Frakkland. Veður víða um heim Akureyri 15 skýjaö Amsterdam 21 skýjaö Aþena 35 heióskírt Barcelona vantar Berlín 26 skýjaó BrUssel 22 skýjaö Chicago 26 heióskírt Dyftinni 22 heiösklrt Feneyjar vantar Frankfurt 21 akýjaó Genf 26 heiöskiri Helsinki 19 skýjaö Hong Kong 31 heiðskirt Jerúsalem 26 heiöskirt Jóhannesarborg 19 heióskírt Kairó 35 heiðsklrt Kaupmannahöfn 24 heiðskfrt Laa Palmaa vantar Ussabon vantar London 19 akýjað Lo* Angeles 32 heiöskirt Madrid 31 heíóskírt Malaga 37 heiöskírt Mallorca 34 lóttskýjað Miami 31 skýjaö Mexíkóborg 25 akýjað Moakva 26 skýjað Nýja Delhi 33 skýjaö New York 32 heiöskírt Osló 24 heiöskfrt Paris 21 skýjaö Perth 18 heiðskírt Rio de Janeiro 31 heiöskírt Reykjavík 10 súld Rómaborg 33 heiðskírt San Francisco 16 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiöskírt Sydney 17 rigning Tel Aviv 30 heiöskírt Tókýó 28 heiöskirt Vancouver 17 skýjaö Vínarborg 29 heiöskírt Þórshöfn 13 alakýjaó Bandaríkin: Flugvél snú- ið til Kúbu Miami, 23. júlí. AP. FLUGVÉL frá flugfélaginu Air Florida sem var í áætlunarfhigi milli Key West og Miami var rænt í gærkvöldi og snúið til Kúbu. Ræningjarnir voru tveir, en um borð í flugvélinni voru 12 manns, samkvæmt heimildum frá bandarískum flugmálayfirvöldum. Vélin sneri aftur til Key West í morgun með öllum um borð nema ræningjunum tveimur sem voru í haldi í Kúbu hjá þarlendum yfir- völdum. Enginn mun hafa særst. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem flugvél frá Air Florida er rænt í áætlunarflugi milli Key West og Miami. Hið fyrra var 2. febrúar síðastliðinn er 72-manna vél var snúið til Havana, en hún kom til Key West fjórum klukku- stundum síðar með alla innan- borðs nema ræningjann, sem kúb- önsk yfirvöld tilkynntu að þau myndu sækja ti) saka. Ekki er enn ljóst hvernig flug- ræningjunum tókst að ógna áhöfninni, en talið er að það hafi verið með einhvers konar gastækj- um. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, kannar nú málið, og ekkert verður upp gefið fyrr en að skýrslu hennar fenginni. ERLENT Gyðingaskólum í Teheran lokað Tel Aviv, fsrael, 23. júli. AP. SKÓLABÖRN af gyðingaættum í Teheran hafa verið neydd til að ganga í gulum búningum til að þau séu auðþekkjanleg frá öðrum, samkvæmt heimildum frá leiðtoga iranskra innflytjenda af gyðinga- ættum í ísrael. Hann segir að írönsk yfirvöld hafi lokað skólum og samkundu- húsum gyðinga í Teheran og skipað nemendunum að skrá sig í skóla múhameðstrúarmanna. Þessar upplýsingar kveðst hann hafa fengið símieiðis frá íran, en hann neitaði að gefa upp heimildarmann sinn. Stórviðburður hestamanna Færustu knapar landsins leiða saman hesta sína á Víöivöllum (Fáksvelli), kl. 2 í dag. Nú gefst öllum kostur á aö sjá beztu hesta landsins, sérstaklega þá sem ekki komust á Vindheimamela. w Keppt verður í hestaíþróttum, 150 og 200 m skeiöi. Von á Islandsmeti íþróttadeild Fáks og Haröar ASKUR sér um veítingarnar á staðnum. Ásfune SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Austurveri, Háaleitisbraut 68. Sími: 84240. Hestaleigan LAXNESI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.