Morgunblaðið - 24.07.1982, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
„Pr6fessorinn“! Sjallanum:
„Leiðindapúki er sá,
sem hefur ekkért að
segja, en segir það“
„l'ETTA er eiginlega stæröfræðileg
ævisaga prófessors í gamansomum tón,
fjallar um samskipti prófessorsins við
eiginkonu sína, dóttur og vinnukonu
og eru þau mestmegnis á stærðfræði-
sviðinu. Prófesorinn hefur komið viða
við, en hann ætlaði sér alltaf að verða
töframaður og þvi ber ævi hans nokk-
urn keim af því. Hann hefur ýmis
spakmæli á reiðum höndum, aðallega
sem svar við málflaumi konu sinnar og
má þar nefna: „Aðalorsök hjónaskiln-
aða eru hjónabönd", eða: „Leiðinda-
púki er sá, sem hefur ekkert að segja,
en segir það.“ Dóttur hans er einnig
margt til lista lagt og hefur hún mikinn
áhuga á gjörningum," segja hjónin
Lilja (luðrún Þorvaldsdóttir og Aðal-
steinn Bergdal, sem nú eru að hefja
sýningar á skemmtiþættinum „Próf-
essorinn" eftir Baldur Georgs, sem
betur er þekktur sem „Baldur og
Konni".
Þau Lilja og Aðalsteinn hefja sýn-
ingar á „Prófessornum" í Sjallanum
á Akureyri næstkomandi sunnudag,
þann 25. þessa mánaðar, og verða
tvær sýningar á viku, fimmtudaga
og sunnudaga. Verður sýningunum
þannig háttað, að efnisskránni er
skipt í tvennt, þannig að ekki verður
sama efnið bæði kvöldin. Sýningar í
Sjálfstæðishúsinu verða út ágúst-
mánuð, en einnig hyggjast þau hjón-
in ferðast með „Prófessorinn" víða
um Norðuríand og gefa síðan öðrum
landsmönnum kost á að sjá verkið
síðar.
„Þetta er eins og hálfs tíma sýn-
ing, en þannig byggð upp að henni
má auðveldlega skipta niður ! marga
stutta þætti. Leikmyndin er mjög
einföld, ein tafla og eitt blóm og er
því mjög fyrirferðarlítil og auðveld í
uppsetningu. Vegna þessa er mögu-
legt að fara með „Prófessorinn" nán-
ast hvert sem er og sýna hann hvar
sem er, enda höfum við ákveðið að
sýna þetta þeim, sem áhuga hafa á
því.
Baldur Georgs hefur gengið með
þetta verk í maganum um árabil og
meðal annars verið með það í ritvél-
inni í hálft ár. Þetta small svo sam-
an hjá honum eftir að hann samdi
„Galdraland", en þar lék Aðalsteinn
trúðinn „Skralla". Baldur sá þá ým-
islegt í fari hans, sem hann taldi
falla vel að „Prófessornum" og þó
hann hefði ætlað sjálfum sér hlut-
verkið yfirfærði hann það á okkur
Aðalstein.
Þetta hefur verið mjög erfitt hjá
okkur að undanförnu, við höfum æft
þetta heima i stofu og aðallega á
nóttunni og þá hefur það komið sér
vel að við erum hjón. Með þessu ætl-
um við að reyna að lífga upp á
skemmtanalífið fyrir norðan og von-
um að Akureyringar og nágrannar
kunni vel að meta þetta framtak for-
ráðamanna Sjallans," sagði Lilja.
Þau Lilja og Aðalsteinn eru tví-
mælalaust kunn flestu áhugafólki
um leiklist. Aðalsteinn hóf leikferil
sinn á Akureyri með þátttöku í
revíusýningu í Sjálfstæðishúsinu
1968. Nokkru síðar lá leiðin til
Reykjavíkur og þar hefur hann leik-
ið hjá öllum atvinnuleikhúsunum
siðan. Lilja útskrifaðist úr leiklist-
arskólanum 1978 og hefur leikið víða
síðan og í vetur var hún hjá Þjóð-
leikhúsinu.
Aðalsteinn leikur prófessorinn, en
Lilja leikur alla kvenmennina, eig-
inkonuna, dótturina og vinnukon-
una. Guðrún Þorvarðardóttir hjá
Leikfélagi Reykjavíkur hefur veitt
þeim ráðleggingar varðandi búninga
og hárkollur.
„Okkar á milli“ frumsýnd 14. ágúst
NYJASTA kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar, „Okkar á milli — í hita
og þunga dagsins", verður frumsýnd
samtímis í Háskólabíó og Laugar-
ásbió, laugardaginn 14. ágúst næst-
komandi.
Hrafn Gunnlaugsson er hvort
tveggja leikstjóri og höfundur efn-
is. Með aðalhlutverk fer Benedikt
Árnason, en með önnur aðalhlut-
verk fara Sirrý Geirs, Júlíus
Hjörleifsson, Andrea Oddsteins-
dóttir, María Ellingsen, Margrét
Gunnlaugsdóttir, Valgarður Guð-
jónsson og Þorvaldur S. Þor-
valdsson. Egill Ólafsson stjórnar
tónlist, en höfundar hennar eru
Jóhann Helgason, Magnús Ei-
ríksson og Fræbbblarnir. Kvik-
myndataka er í umsjá Karls
Óskarssonar og Jóns Axels Egils-
sonar. Hljóðstjóri er Gunnar
Smári Helgason.
Sýning myndarinnar tekur hálf-
an annan tíma.
Sýning
á sumar-
bústöðum
TRÉSMIÐJA Magnúsar og
Tryggva sýnir í dag, á morgun
og mánudag frá klukkan 13—17
45 fermetra sumarbústaði að
Melabraut 24, Hvaleyrarholti,
Hafnarfirði.
Bústaðirnir eru íslenzk smíði
og hönnun, teiknaðir af Gunnari
G. Einarssyni, arkitekt.
Líknarstörf
gegn gjaldi
Richard Gere sem hinn bandaríski blíðusali, í örmum laganna varða
Kvíkmyndír
Sæbjörn Valdimarsson ■
Háskólabíó: Atvinnumaður í ást-
um — Ameriran Gigolo.
Leikstjórn og handrit: Paul
Schrader. Kvikmyndataka: John
Baily. Tónlist: Giorgio Moroder.
Aðalhlutverk: Richard Gere,
Lauren Hutton, Hector Eliz-
ondo, Nina Van Pallandt, Bill
Duke. Bandari.sk, frá Para-
mount, gerð 1980.
Paul Schrader hefur vakið á
sér nokkra athylgi á siðustu ár-
um sem frumlegur handritahöf-
undur og leikstjóri. í myndum
eins og TAXI DRIVER, (hand-
rit), BLUE COLLAR og HARD-
CORE, (handr. og leikstj.), og nú
í AMERICAN GIGOLO, dregur
hann fram í dagsbirtuna sívax-
andi andlega hnignun i banda-
rísku þjóðlífi.
Aðalsöguhetjan er að þessu
sinni Julian Kay (-R. Gere), karl-
hóra í lúxusklassa. í anda há-
stéttargleðikvenna austrænnar
menningar, leggur hann mjög
hart að sér að standa sig sem
best í stykkinu. Heldur sér í
strangri, líkamlegri þjálfun,
neytir vart áfengis, klæðir sig
smekklega og kann fjölda tungu-
mála.
Þorri viðskiptavinanna eru
stútungskerlingar, sem ekki
hafa notið samfarablossa (þetta
er eitt af þeim ömurlegu orð-
skrípum sem maður tæpast
hvergi heyrir né sér utan kvik-
myndatexta — sem betur fer) í
áravís. Lítur Julian á það sem
markmið sitt að fullnægja kerl-
ingaröngunum. Álítur sjálfan
sig einskonar líknarengil — á
hálaunum.
En Adam er ekki lengi í Para-
dís. Tvennt bar við sem gjör-
breytir vanaföstu lífsmunstri
vændismannsins. Hann er
bendlaður við morð með hjálp
falssannanna og verður auk þess
ástfanginn af einum viðskipta-
vininum, hinni ungu og fögru
Michelle, þingmannsfrú.
Nú eru góð ráð dýr. Julian ger-
ir allt sem hann getur til að
hreinsa af sér gruninn, en allt
kemur fyrir ekki. Hann á í höggi
við ofjarla sina og það er aðeins
á færi einnar manneskju að
bjarga honum úr fanglesinu ...
í ATVINNUMAÐUR í ÁST-
UM, er tekið fyrir óvenjulegt
efni, óneitanlega forvit.nílegt.
Persóna Lauren Hutton nýtur sín
einkar vel í Atvinnumaóur í ástum
Schrader bendir örvum sínum að
spillingu þjóðfélagsins sem fyrr.
Þar sem jafnt háir sem lágir
eiga þátt i rotnuninni sem á sér
stað undir yfirborðinu. Og ekki
síst þar sem það er hvað fágað-
ast. Dæmigert er að morði er
komið á söguhetjuna sem hann á
engan möguleika að hreinsa sig
af af sjálfsdáðum, hinsvegar
vænir hann enginn um morð sem
hann fremur með köldu blóði.
Mannlífið er ljótt og rotið.
Julian álítur sig einskonar frels-
ara, en geldur fyrir það. Og í
siðferðispredikun Schraders er
aðeins að finna eina trúa og
hjartahreina sál, en hún fær líka
„réttlætinu" framgengt.
Þessi nýjasta þjóðfélagsádeila
Schraders er fallega unnin og
hittir ágætlega í mark i skástu
köflunum. Hún færir áhorfand-
ann inni fjarræna veröld sem er
honum forvitnileg í hnignun
sinni. AíÁ er dálagleg afþreying
en boðskapurinn hefur skolast
mikið til niður, ekki síst sökum
óhóflegrar lengdar — á köflum
er myndin slítandi langdregin.
Frásagnarstíll Schraders í
máli og myndum virkar fjarri
raunveruleikanum. Atburðirnir
og persónurnar snerta mann
nánast. Áhrif AíÁ eru ekki
nægilega jarðnesk, hér gerist
flest, a.m.k. framan af, sem ofar
skýjum. Stíllinn er bland
draums og veruleika.
AíÁ er ásjáleg mynd, tækni-
lega. Laglega tekin og klippt og
hin vinsæla tónlist Moroders,
sem m.a. er flutt af Blondie, fell-
ur vel að framandi „glamour"-
veröld kvikmyndaborgarinnar.
Leikurinn er upp og ofan en
leikaravalið gott. Það er helst að
Hector Elizondo sýni umtalsverð
tilþrif. Gere er á köflum stirður
en er vel á sig kominn likamlega,
í hlutverkið ... Þessi vasklegi
náungi er á mörkum þess að „slá
í gegn“, framtíðin ærið tvísýn.
Ninu van Pallandt bregður fyrir
í hlutverki mellumömmu og
ferst það einkar vel. Þá er
ónefnd fyrrum ein vinsælasta
tískusýningarstúlka vestur-
heims, Lauren Hutton. Hún er
ein örfárra starfssystra sinna
sem getið hafa sér orðstírs í
kvikmyndum. Heillandi jarð-
bundin fegurð hennar og fram-
koma er ómissandi fastur punkt-
ur í annars reikulli myndgerð.