Morgunblaðið - 24.07.1982, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sunnuhlíð
Hjúkrunarheimili aldraöra í Kópavogi.
Hjúkrunarfræöingar og sjúkraliöar óskast nú
þegar.
Upplýsingar í síma 45550.
Hjúkrunarforstjóri.
Hjúkrunarfræðingur
Sjúkrahúsiö á Patreksfirði óskar aö ráöa
hjúkrunarfræðing til starfa sem fyrst.
íbúö á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 94-1329 eöa 94-1386.
Framkvæmdastjóri
Iðnaöar- og heildsölufyrirtæki í Garöabæ
óskar aö ráöa framkvæmdastjóra. Ensku-
kunnátta nauðsynleg. Nákvæmni og reglu-
semi skilyröi. Fyrirspurnir ásamt uppl. um
aldur, menntun og starfsreynslu sendist
augl.deild Mbl. fyrir 3. ágúst merkt: „Iðnaður
— 2398“.
Bankastofnun óskar aö ráöa
starfsmenn
verslunarmenntun æskileg. Umsóknir skilist
á augl.deild Mbl. fyrir 27. júlí nk. merkt:
„Banki — 2349“.
Kennarar óskast
aö grunnskólanum í Súöavík. Gott húsnæöi í
boði. Frekari upplýsingar veitir formaður
skólanefndar, Heiöar Guðbrandsson, í síma
94-6954.
Skólanefndin.
St. Fransiskus-sjúkrahúsiö í Stykkishólmi
vill ráöa
hjúkrunarfræðing
og sjúkraliða
til starfa á sjúkrahúsinu hið allra fyrsta.
Uppl. hjá forstööukonu sjúkrahússins annaö
hvort bréflega eöa í síma 93-8128.
St. Fransiskus-sjúkrahúsiö í Stykkishólmi.
Fjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri
vill ráöa
iðjuþjálfa
í Vt starf viö Geödeild sjúkrahússins. Hand-
menntakennari kæmi einnig til greina.
Starfiö er laust p. 1. okt. nk. Hjúkrunarfor-
stjóri sjúkrahússins veitir upplýsingar og tek-
ur á móti umsóknum. Sími 96-22100.
ísafjörður —
kennarar
Kennarastööur viö barnaskóla ísafjaröar eru
lausar til umsóknar meö umsóknarfresti til
27. júlí nk.
Uppl. um ofangreindar stööur veitir Björgvin
Sighvatsson skólastjóri í síma 3064.
Kennarastööur við gagnfræöaskólann á ísa-
firði eru lausar til umsóknar meö umsóknar-
fresti til 27. júlí nk.
Uppl. veitir skólastjórinn Kjartan Sigurjóns-
son í síma 3875.
Skólanefnd Grunnskólans á ísafiröi.
Fóstra óskast
á dagheimiliö Hlíðarenda frá 1. sept.
Upplýsingar í síma 37911.
Stýrimaður
meö skipstjórareynslu af skuttogara, óskar
eftir stýrimannsplássi á skuttogara af minni
gerö. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 3.
ágúst merkt: „Vanur — 2350“.
Kennarar
Kennara vantar aö Grenivíkurskóla. Almenn
kennsla í 1.—7. bekk. Til greina kemur aö
ráða íþróttakennara sem gæti tekið aö sér
einhverja almenna kennslu með íþrótta-
kennslu. Nýr skóli. Gott húsnæöi.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skóla-
stjóri, sími 96-33131.
Skólanefnd Grýtubakkaskólahverfis.
Leikskólinn
á Sauðárkróki
Starfsfólk vantar aö leikskólanum viö Víði-
grund í sept. og fram til 1. júní 1983.
Umsóknir berist til forstööumanns leikskól-
ans fyrir 28. júlí.
Einnig veröa gefnar nánari uppl. í síma 5496.
Félagsmálaráö.
Kennarar
Kennara vantar viö grunnskóla Eyrarsveitar,
Grundarfirði. kennslugreinar: Eölisfræði,
efnafræði, líffræöi og stærðfræöi.
Uppl. veita Jón Egill Egilsson skólastjóri, sími
91-18770, og Hauður Kristinsdóttir yfirkenn-
ari, sími 93-8843.
Matvöruverslun
Matvöruverslun óskar að ráöa starfskraft til
afgreiðslustarfa, (hálfsdagsvinna).
Umsóknir sendist Auglýsingadeild Morgun-
blaðsins merkt: „Hálfsdagsvinna — 2394“,
fyrir miövikudag 28. júlí.
Bílstjóri
Óskum eftir aö ráöa bílstjóra meö meirapróf
strax.
Uppl. hjá Ingvari Benediktssyni í síma 29400
eöa 29559.
ísbjörninn hf.
Skrifstofustarf
Innflutningsfyrirtæki óskar aö ráöa í starf
fulltrúa til aö annast bankaviöskipti, bókhald,
og skyld störf. Stúdentsmenntun æskileg.
Umsóknir sendist Augl.deild Mbl. merktar
„Dugleg — 1645“, fyrir 28. júlí.
Meiraprófs-bílstjóri
Óskum aö ráða vanan meiraprófs-bílstjóra.
Hér er um framtíðarvinnu aö ræöa.
Uppl. á staönum milli kl. 4—6 næstu daga
eöa í síma 51422 á kvöldin.
Sandur SF., Dugguvogi 6.
Revíuflokkur og hljóm-
sveit á ferð um landið
REVÍUFLOKKURINN „Úllen dúll
en dofr* og hljómsveit Björgvins
Halldórssonar, leggur upp í leikfor
um landið nú um verslunarmanna-
helgina og verður Dokkurinn þó
helgi í Borgarnesi. A dagskrá er
revíusýning, popp-hljómleikar af ís-
lensku tagi og dansleikjahald og eru
25 sýningar fyrirhugaöar í ferðinni,
sem lýkur í september.
Revían „Úllen dúllen doff“ er
leiksýning með tónlistarívafi, sem
er að hluta til byggð á Kabarett
Þjóðleikhússins, „Kjallarakvöldi",
sem sýnt var við góðar undirtektir
á litla sviðinu í Leikhúskjallaran-
um í vetur, en sýningin hefur verið
löguð til með ferðalagið í huga.
Revían er samin og flutt af leik-
urunum og höfundunum Eddu
Björgvinsdóttur, Randver Þor-
lákssyni, Sigurði Sigurjónssyni og
Gísla Rúnari Jónssyni, sem jafn-
framt er leikstjóri, en þessir aðil-
ar hafa staðið að nokkrum vinsæl-
um skemmtidagskrám í útvarpi og
sjónvarpi undanfarin misseri auk
þess sem þau hafa skilað fjöl-
mörgum hlutverkum hjá hinum
ýmsu leikfélögum á undanförnum
árum.
Hljómsveit Björgvins Hall-
dórssonar er skipuð valinkunnum
tónlistarmönnum, en auk Björg-
vins er þar félagi hans úr Brimkló,
Magnús Kjartansson, Svíarnir
Hans Rolin, trommuleikari, og
Mikael Berglund, bassaleikari, og
svo íslendingarnir Hjörtur Hows-
er, hljómborðsleikari og fyrrum
Fræbbblari, og Björn Thoroddsen,
sem nýkominn er frá námi í gít-
arleik í Bandaríkjunum.
Fyrirkomulag . á sýningum
revíuflokksins verður með tvenn-
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
l'lllen dúllen doff-revíuflokkurinn, frí vinstri: Randver Þorláksson, Sigurður
Sigurjónsson, Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir.
um hætti, annars vegar revía og
dansleikur á eftir en hins vegar
revíukvöld, þ.e. revíusýning án
dansleikjar á eftir. í fréttatil-
kynningu frá revíuhópnum, er
þess getið, að á skemmtunum
þessum gefist fólki kostur á að
kynnast ýmsum litríkum persónu-
leikum, svo sem frú Túrhillu Jú-
hansson, eldverja frá færeyska
logadreparafélaginu, Dolla og
Dodda, Flygli ólafssyni söngvara í
Skussum og kynni sönglagakepþni
sjónvarps og mörgum fleirum.