Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JULI 1982
uð eftir helgum grunntölum, getur
ekki verið rétt.“
Eftir Einar Pálsson
Hinn 16. maí sl. hélt ég útvarps-
erindi er hlaut nafnið „Þögn sem
baráttuaðferð". Var í því erindi
sjwrt um skyldur háskólans.
Orökstuddir sleggjudómar nokk-
urra aðila um ritsafnið Rætur ís-
lenskrar menningar ollu miklu um
umræðuefnið. Var vonazt til þess,
að þeir sem að baki stæðu gengju
fram og tæmdu hugarfylgsni sín á
prenti fremur en í skúmaskotum.
Þar sem háskóla ber skylda til að
halda sér að efnisatriðum og niðra
aldrei persónu einstaklings í um-
ræðum, var þetta talið óhætt.
Meginspurning erindisins varðaði
þögn — hvernig varizt yrði róg-
burði, sem aldrei væri formlega
fram settur, en læddist með veggj-
um án ábyrgðar.
í Tímanum 13. júlí 1982 gengur
loks fram bókmenntamaður og
doktor úr heimspekideild, Ey-
steinn Sigurðsson ritstjóri, og
kveðst hann svara sem einn úr
hópi „íslenzkufræðinga", er
hann svo nefnir. Má telja grein
Eysteins eins konar uppgjör hans
— og annarra er líkt hugsa — við
ritsafn það sem þeir telja sig ekki
fá skilið. Segir Eysteinn umbúða-
laust, að skýringar þeirra ís-
lenskufræðinga „liggi nokkuð á
lausu". Hafa þær þó ekki verið
höfundi ritsafnsins aðgengilegri
en svo, að Eysteinn er sá fyrsti
þeirra félaga, sem opinberlega
gengst við þeim. En, að sjálfsögðu,
höfðu ýmis skrýtin ummæli —
ekki ætíð feðruð — borizt frá
hópnum. Hefðu kyndugar athuga-
semdir e.t.v. átt rétt á sér eftir
rökræður og fræðilegar athuganir,
t.d. við háskólann íslenzka, en slík
umfjöllun var ekki leyfð á sinni
tíð. Það sem eftir óvildarmönnum
ritsafnsins RIM hefur verið haft
undir borðum og að hurðabaki,
hefur því sjaldan reynzt bitastætt.
Eðli gagnrýninnar
Ekki er ósennilegt, að einhverj-
um þyki það ofdirfska af fræði-
manni að espa á prent tugi harðra
andstæðinga, sem e.t.v. kynnu að
halda uppi persónuníði gegn hon-
um um langan tíma. Því er til að
svara, að þótt viðbrögð heimspeki-
deildar hafi komið á óvart — ein-
staklingi verið niðrað í stað þess
tekizt væri á við rök hans — hef
ég fulla trú á íslenzkufræðingum
sem stétt þ.e.a.s. fái þeir í hendur
réttar upplýsingar. Að auki er
vandinn svo djúpur, að hann ber
að leysa fyrir næstu kynslóðir.
Skárra er, að einn verði fyrir öllu
aðkastinu, en hitt, að hér dafni
háskóli sem ungar út „mennta-
mönnum“ er skortir heilindi
mennta — siðferðilegan kvarða á
verk sín. Því hef ég látið persónu-
lega hagsmuni lönd og leið. Er það
raunar á vissan hátt sjálfgert:
bindin sex standa nú í margri
bókahillunni og storka íslending-
um, hvað sem líður árásum á þann
einstakling sem niðurstöðunum
skilaði. Yfir þann múr verður að
klífa, og nægir ekkert persónuníð í
þeirri þraut.
Með Eysteini stígur fram á rit-
völlinn maður sem treystist til að
standa við gagnrýni hörðustu teg-
undar á prenti. Mun ekki ástæða
til ætla, að honum gangi annað til
en að verja skoðanir íslenzkufræð-
inga eftir ádrepuna. Tel ég Ey-
stein því fyrirfram lausan við per-
sónuiegan illvilja í garð þess
fræðimanns sem hann leggur til
atlögu við. Ég snýst gegn honum á
velli sem manni með hreinan
skjöld. Spurningin er hins vegar,
hvort Eysteinn hefur sjálfur
gaumgæft verju sína og stöðu á
hólminum. Orðið „rógburð" skyldi
enginn nota af léttúð, rógburður
nefnist það, þegar manni er ómak-
lega niðrað og svo frá honum og
verki hans greint, að hann hlýtur
af óverðskuldaða hneisu.
Og þó er þetta helzta einkenni á
grein Eysteins.
Tuskan blauta
Sennilega einkennist tónninn í
grein Eysteins af deilum þeim sem
nú geisa, honum rennur blóðið til
skyldunnar. Eins og á stendur
birtist framlag hans því — þrátt
fyrir allt — ekki sem yfirvegaður
dómur um ritverk, heldur sem
árás á þann aðilann sem aldrei
fékk að verja sig við heimspeki-
deild. Hefði Eysteinn átt að gæta
varfærni; það er hann sem greiðir
höggið fyrir hópinn.
Að sögn Eysteins varð vanþókn-
un hans á ritsafninu RÍM strax
ijós, þá er hann las fyrsta bindið,
Baksvið Njálu. Segir hann, að eftir
lestur bókarinnar hafi sér liðið
„rétt eins og (sér) hefði verið rétt-
ur vænn löðrungur með blautri
tusku — og hann harður". Fá
væntanlega allir samúð með
manni sem svo er útleikinn. En
Eysteinn gleymir því, að svo fer
öllum fræðimönnum, þegar settar
eru fram kenningar, er stangast
gjörsamlega á við allt sem þeir
trúðu áður. Hvernig heldur Ey-
steinn að mér hafi orðið við sjálf-
um, þegar ég var að uppgötva, að
flest sem ég hafði lært fyrrum í
þessum efnum var byggt á skökk-
um ályktunum? Þetta er sú
áhætta sem þeir taka er kanna ný
svið. Hér bætir Eysteinn hins veg-
ar við athugasemd, sem betur
hefði verið ósögð: „heimildameð-
ferð (Einars) og niðurstöður þóttu
mér vægast sagt fyrir neðan allar
hellur."
Að vísu setur Eysteinn þann
fyrirvara, að sér hafi „þótt“ þetta
svona, þannig að fullyrðing verður
það vart talin. Hins vegar er þessu
svo hampað í dagblaði — af manni
með doktorstitil — að engu líkist
öðru en harðri fordæmingu. Þarna
er mér skapi næst að væna Ey-
stein um óheilindi: heimildameð-
ferð ritsafnsins er mér vitanlega
hvergi röng — og niðurstöðurnar
hafa reynzt réttar í öllum megin-
atriðum.
Þetta mun skýrast hér á eftir,
og e.t.v. erum við nú komin að
kjarna málsins: svo barnalegar
fordæmingar eru venjulega af-
greiddar á hálftíma við hring-
borðsumræður í háskólum; ritað
mál er óþarft til að viðra vanþekk-
ingu sína. Slæma heimildameð-
ferð má rökræða — greiða úr mis-
skilningi og skeggræða niðurstöð-
ur — án þess til þurfi að koma
hörð ummæli á prenti byggð á
skilningsleysi. Sem fyri-rsögn í
dagblaði — eins og á stendur, þeg-
ar ólíklegustu vopnum eru beitt til
að niðra einstaklingi í stað þess að
glíma við rök hans — er þetta
högg undir beltisstað.
Njála
Sem bókmenntamaður virðist
Eysteinn hafa meiri áhuga á Njáls
sögu en hugmyndafræði í ritverk-
inu RÍM. Er orðalag hans þó óljóst:
„(Einar) notar þar hugmyndir
sínar um að Islendingar að fornu
hafi búið yfir áður óþekktri kunn-
áttu á sviði goðsagna og flatar-
málsfræði í því skyni að reyna að
sýna fram á að Njáluhöfundur
hafi samið sögu sína sem einhvers
konar stærðfræðilegt lykilverk,
byggt á aðfengnum formúlum og
geómetrískum forsendum".
Eysteinn snýr þarna rökleiðsl-
unni við: Rannsóknir sýndu, að
engin leið var að skýra notkun
táknmáls í Njálu sem tilviljun.
Spurningin var, hvernig á því stóð.
því hefur nú verið svarað: greini-
lega er Njáls saga miðaldaverk
byggt á svipuðum forsendum og
þekktustu miðaldaverk Evrópu
um „Leitina að Skapkerinu"
(Graal). Hugmyndir þær sem við
loða voru einatt nefndar nýplatón-
ismi á síðmiðöldum. Eru tengslin
við Graal-sagnirnar skýrðar í Arfi
Kelta sem út kom 1980. Þarna var
alls ekki um það að ræða, að fyrir-
framhugmyndir hefðu verið not-
aðar til að klemma íslenzkt rit-
verk í stakk — heldur öfugt: rit-
verkið krafðist miklu dýpri rann-
sóknar en áður hafði tíðkazt.
Flestir íslenzkufræðingar höfðu
fram til þessa tíma rætt Njálu
sem eins konar nútímaskáldsögu í
19. aldar stíl, byggða á sagnfræði-
legum grunni. Slík hugmynd er að
sjálfsögðu ótæk, ef unnt er að
finna aðra, sem sýnir, að miðalda-
ritun hafi búið að baki. Tilgátur
um baksviðið hafa nú verið lagðar
fram. I fyrstu átti ritið Baksvið
Njálu að heita „Heimsmynd Ketils
hængs", en hitt nafnið þótti for-
vitnilegra. Undan skilgreiningu á
slíku efni gátu íslenzkir bók-
menntafræðingar vart skotið sér.
Hitt var líklegra að ef ritið væri
sett fram sem hrein hugmynda-
fræði, fengi höfundur ekki að
verja aðferðir sínar og niðurstöð-
ur. Þetta reyndist óskhyggja, því
fór sem fór. Baksvið Njálu stæði
enn óhaggað, þótt aldrei hefði ver-
ið á Njálu minnzt. Meginatriði
verksins er ekki íslenzk bók rituð
um '1280 heldur hugmyndafræði
goðaveldisins.
Mörkun landa
Eysteinn kveðst skilja ritið
Baksvið Njálu svo, að „Njáluhöf-
undur hafi byrjað verk sitt með
því að setjast niður með herfor-
ingjaráðskort yfir Suðurland fyrir
framan sig, og með sirkil og reglu-
striku [svo ritað] í hendi. Síðan
hefði hann merkt út strik og
hringi á kortið, valið sér bæi sem
þessi strik runnu gegnum fyrir
sögustaði í bók sína, búið til úr
þessu forskrift og samið sögu sína
eftir henni.“
I þetta sýnist manni einungis
vanta, að höfundurinn hafi keypt
herforingjaráðskortið hjá Ey-
mundssen. Hafa þeir löngum sýnt
kurteisi í þeirri verzlun, einkum
höfundum skáldsagna.
Það sem Eysteinn reynir að
skýra þarna er, að bein samsvörun
fannst með tiltekinni miðaldageó-
metríu, tölvísi, kennileitum og
Njáls sögu. Spurningin var alls
ekki hvort þetta var svo, heldur
hvernig í ósköpunum á því stóð.
Andstætt aðdróttun Eysteins
hafði mér aldrei dottið þetta í hug,
þegar ég tók að veita því athygli.
Liggur svarið nú vonandi lj'óst
fyrir hverjum þeim sem treystist
til að lesa ritsafnið RÍM.
En þarna hefði Eysteinn átt að
bæta því við, að niðurstaðan hefur
nú verið staðfest. Hinn 23. nóv.
1968 flutti ég fyrirlestur við
Moesgárden, fornleifasetur há-
skólans í Árósum, og sýndi þar
með litskyggnum niðurstöður
mínar um Hjól Rangárhverfis —
og sem beina hliðstæðu (út reikn-
aða eftir kerfinu íslenzka) — Hjól
konungssetranna í Svíþjóð og
Danmörku. Eins og Eysteinn töldu
fornleifafræðingarnir sig vafa-
laust slegna með blautri tusku —
en meginatriðið í Danmörku var
þó, að frjáls hugsun var leyfð,
fræðimanni var ekki bannað að
skýra verk sín, enda þótt þau
stönguðust með öllu á við það sem
haft var fyrir satt. Er mér nær að
„Erindið umdeilda hef-
ur að lokum skilað
niðurstöðum. Menn vita
nú hvernig heimspeki-
deild og sumir „ísl-
enskufræðingar“ snúast
við örðugum gátum
rannsókna. Þar virðist
sú stefna í fyrirrúmi að
ómerkja persónu manns
í stað þess að glíma við
rök hans.“
Einar I’álsson
ætla, að ekki einn einasti forn-
leifafræðinganna hafi talið niður-
stöðurnar réttar.
Viðbrögð Dana
Það var Halfdan Siiger, prófess-
or í trúarbragðasögu, sem stóð
upp á eftir fyrir hönd háskólans
og hélt stutta ræðu. Fjallaði hann
aðeins um þá hlið málsins sem
hann skildi — kvað flest í niður-
stöðunum koma heim við kosmos
fornaldar og Veraldartréð að
Miðju heims — en fornleifafræð-
ingarnir voru fámæltir. Ole
Klindt-Jensen þakkaði af þeirra
hálfu fyrir þetta „fantasirige fore-
drag“, en glöggt var, að þeir félag-
ar voru ekki aðeins vantrúaðir á
niðurstöðurnar, heldur og sjálft
verklagið: að beita goðsögnum og
táknmáli til skilnings á staðsetn-
ingu konungssetra. Hefur afstaða
þeirra vafalaust jaðrað við afstöðu
íslenzkufræðinga. Vantrúin ein
nægir þó engum, og sé unnt að
draga saman helztu viðbárurnar
eftir samtöl og einhliða yfirlýs-
ingar nokkurra manna, mætti
orða þær svo:
„1. Engin staðfesting hefur
fengizt á því, að norrænir menn
víkingaaldar hafi kunnaði neitt í
stærðfræði, hiutföllum og mæl-
ingum, 2. Norrænir menn þekktu
aldrei helztu stuðla í töluvísi
Pýþagórea, 3. Engir hringir, sízt
Hjól með „teinum" sem ná yfir til-
tölulega stór landsvæði, hafa
fundizt við rannsóknir fornleifa-
fræðinga, 4. Línur, dregnar um
landsvæði sem var margra kíló-
metra langt hafa aldrei fundizt í
Danmörku og 5. Engin sönnun er
til fyrir því, að norrænir menn
hafi þekkt Heimsaldrana svo-
nefndu, sem skiptust á eftir stór-
árum. Að heimsmynd Dana, auk
Islendinga og Svía, sem út var
reiknuð í samræmi við slíkar
talnaforsendur, geti samsvarað
heimsmynd Forn-Egypta, fær
þannig ekki staðizt heldur. Af öllu
þessu leiðir, að staðsetning
danskra og sænskra konungssetra
að Miðju Hjóla, sem út voru reikn-
Norræn stærðfræði
og Hjólið sænska
Svo vill til, að fyrstu viðbárunni
var eiginlega hrundið brott um
líkt leyti og fyrirlesturinn í Árhus
var haldinn. Er örlítið vikið að
þessu í Steinkrossi k. 66. Eftir
könnun á fjórum víkingaborgum
Danmerkur er nú ljóst, að Danir
víkingaaldar kunnu talsvert fyrir
sér í stærðfræði og mælingum.
Hefur fornleifafræðingurinn Aks-
el E. Christensen einkum sýnt
fram á þetta — og sem ég sit við
þessar skriftir kemur inn úr dyr-
unum rit Akademisk Arkitektfor-
ening í Danmörku, 17. hefti 1981,
þar sem sýnt er með glöggum
myndum hversu mikið Forn-Danir
kunnu i beitingu hlutfalla. Má
ætla, að staða þessa máls sé gjör-
breytt frá árinu 1968. En, eins og
þeir vita, sem séð hafa myndir af
víkingaborgunum, eru hringir
mikilvægir í grunninum.
Sjálfur hef ég sýnt fram á, að
önnur viðbáran stenzt ekki: rót
norrænna konungsætta var talan
27 (tala ættliða), sem var beint
tengd speki Pýþagórea — og ver-
aldartré. Þetta má t.d. lesa í Arfi
Kelta k. 12,13 o.fl.
Þriðja viðbáran féll árið 1978. Á
hundrað ára afmæli Stokkhólms-
háskóla var birt niðurstaða dr.
Marianne Ráberg þjóðminjavarð-
ar um upphaflegt grunn-plan
Stokkhólmsborgar. Hafa þær nið-
urstöður vafalaust minnt á tusk-
una blautu: samkvæmt þeim lá
Hjól að baki hinni fyrstu Stokk-
hólmsborg — með konungssetur
að Miðju. Svo lík er teikning
Ráberg tilgátunni í Baksviði
Njálu, að einhver kynni að ætla,
að þaðan væri hugmyndin runnin.
En svo er ekki, niðurstaða Ráberg
er óháð hinum íslenzku rannsókn-
um. Var frá þessu skýrt í Lesbók
Mbl. 24. okt. 1981, og afstöðu-
myndir sýndar. Meginröksemd
fornleifafræðinga gegn tilgátunni
— sú, að konungssetur norrænna
manna hafi aldrei fundizt sem
hugmyndafræðileg Miðja afmark-
aðs Hjóls, er þannig brott fallin.
En minna ber á, að hið sænska
Hjól frumrannsókna RÍM var út-
reiknað eftir Hjóli Rangárhverfis,
sem tilgátur voru fram settar um í
Baksviði Njálu.
Markleiðirnar
Athugasemd Eysteins Sigurðs-
sonar um Hjól Rangárhverfis í
Baksviði Njálu er með ólíkindum:
hann kveðst ekkert taka tillit „til
þeirrar söguskekkju sem hvert
barn sér, að Suðurland var enn
ókortlagt á 13. öld, þegar Njála
varð til.“ Athugasemdir í þessa
veru lýta mjög grein Eysteins;
ekki er ljóst af þeim, hvort hann
ætlar fólki að trúa mér til barna-
skapar þessarar tegundar, ellegar
hvort hann er að gera sér upp
aulahátt. Engum hefur, mér vit-
anlega, komið til hugar, að Suður-
land hafi verið kortlagt á 13. öld.
Hins vegar kom út í London 1970
ritið „The Old Straight Track" eft-
ir Alfred Watkins (endurútgefið,
fyrst kom það út 1925, en var nær
„týnt“), þar sem sýnt er fram á
fjölda svonefndra „markleiða"
(lays) sem liggja um þverar og
endilangar Bretlandseyjar. Sumar
þeirra eru margir tugir kílómetra
að lengd. Hefur fjöldi „nýrra“
markleiða fundizt síðari árin.
Svipar þessum markleiðum Breta
svo mjög til þeirra sem ég veitti
athygli hér, að sennilega er um
sama fyrirbæri að ræða. Þessu er
náið lýst í Steinkrossi, sem út kom
1976. En sagnfræðingurinn Palle
Lauring og fleiri hafa nú komið
auga á svipaðar línur í Danmörku,
svo að netið þenst óðum út. Má
þannig telja fjórðu viðbáruna
fallna. Ætti vart að þurfa að segja
Eysteini, að herforingjaráðskort
af Bretlandseyjum og Danmörku
voru ekki til árið 1500 fyrir Krists
burð.
Heimsmynd Egypta
Hjól hins danska konungdæmis