Morgunblaðið - 24.07.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
27
er sýnt í Baksviði Njálu nr. 64.
Stendur þar, að það komi heim við
tölvísi Indverja, Súmera og
Egypta allt frá því á Síðsteinöld. I
Arhus (og síðar í Toronto og U. of
Rochester) skýrði ég frá því, að
heimsmynd norrænna manna
hefði búið að baki konungssetrun-
um að Uppsölum og Jalangri —
gerð í samræmi við heimsmynd
Forn-Egypta. Lágu til þessa rök, sem
skýrð eru í ritsafninu RÍM. Ef til-
gátan stæðist, væri kvarðinn ná-
kvæmur, eða 1:432000.
Svo vill til, að stærðfræðingar
undir forystu L.C. Stecchini frá
Massachusetts Institute of Techn-
ology höfðu staðið að rannsóknum
á máli, vog og vegalengdum Forn-
Egyptaoí 20 ár, þegar fyrirlestur-
inn í Arhus var haldinn. Birti
Stecchini niðurstöður sínar 1971
— þeirra á meðal um heimsmynd
Egypta (norðurhvel heims). Og
hver var mælikvarðinn? Sá sem
lesandinn sér í Baksviði Njálu,
sem út var gefin 1969! Er þetta
einnig skýrt í Steinkrossi. Fimmta
og síðasta viðbáran var fallin.
Enn er fáum kunnugt um þetta,
en þeim sem af vita þykir það
vægast sagt athyglisvert. Getur
Eysteinn flett upp Tímanum 23.
sept. 1975, þar sem Buckminster
Fuller, einn virtasti og þekktasti
vísindamaður nútímans er spurð-
ur um það, hvað honum þyki
merkilegast á íslandi. Nefnir hann
þar í fimm dálka fyrirsögn notkun
bárujárns — þar sem önnur bygg-
ingarefni voru torfengin — í húsa-
gerðarlist — og kenningar þær sem
Eysteinn sailar nú niður í tilefni
deilunnar við háskólann. Kveður
Fuller þetta „áhugaverðast á ís-
landi“. Var honum þá kunnugt um
samsvörun heimsmyndanna í
framangreindum kvarða. Þótti
honum svo merkilegt, að unnt
skyldi að reikna slíkt út hérlendis
við skrifborð — það sama og MIT
hafði eytt í miklum tíma og stórfé
— að hann ræddi um lengi dags.
Eysteinn kýs hinsvegar að láta
eins og höfundur tilgátunnar sé
fáráðlingur.
Mörkun Alþingis
og Njáluhöfundur
Önnur athugasemd Eysteins er
álíka barnaleg: „Mikil skáld setj-
ast einfaldlega ekki niður og búa
sér til formúlur með reglustriku
[sic] og sirkli, og skrifa síðan
meistaraverk út frá þeim.“
Svo vitlaus er þessi athuga-
semd, að maður veltir því fyrir
sér, hvort Eysteinn hafi yfirleitt
nokkuð lesið í því ritsafni, sem
hann kveðst vera að vega og meta
af réttsýni vísindamanns. Ekki er
mér kunnugt um nokkurn mann,
sem hefur látið sér detta í hug, að
höfundur Njálu hafi staðið að
mörkun Alþingis. Er Eysteini
ókunnugt um það, að Alþingi er
talið stofnað árið 930? Og að allar
líkur benda til hærri aldurs mörk-
unarinnar, eða allt frá landnámi
Ketils hængs og Skalla-Gríms?
Þetta er margtekið fram í ritun-
um, vandlega skýrt. Og samt held-
ur Eysteinn áfram svo:
„Af þessum sökum er það að
mér var skapi næst að afskrifa all-
ar kenningar og hugmyndir Ein-
ars Pálssonar með öllu, út af því
hversu foráttumikla vanvirðu mér
þótti hann sýna einum mesta rit-
höfundi sem samið hefur á ís-
lenzku."
Oft hef ég komið lesendum mín-
um á óvart, en aldrei með því, að
ég ætlaði Njáluhöfund um fjögur
hundruð ára, þá er hann settist að
verki sínu. Ymislegt hefur mér
dottið í hug, en ekki þetta. Ber allt
að sama brunni: Er Eysteinn enn
að gera sér upp aulahátt, eða á að
koma lesendum til að trúa hálf-
vitahættinum á mig? Ef um „for-
áttumikla vanvirðu" er að ræða í
þessu dæmi, þá felst hún ekki ein-
asta í því ódrenglyndi, sem Ey-
steinn sýnir mér, heldur einnig í
þeim vitnisburði er hann ber vís-
indamennsku heimspekideildar
sem ól hann. E.t.v. á Eysteinn við
hin fyrstu viðbrögð sín, en lesand-
inn skiiur hann ekki svo. Lesand-
inn tekur þetta sem gagnrýni
manns með doktorspróf árið 1982.
Er þetta e.t.v. enn eitt dæmið um
brjóstvörn heimspekideildar, sem
dæmir rit — án þess að hafa lesið
það?
Vísindaleg
vinnuaðferð
Einna verst fer Eysteinn þó út
úr bollaleggingum sínum um
vinnuaðferðir í vísindum. Þykir
mér rétt að birta kaflann heilan:
„En það sem kannski skiptir
mestu hér er hitt að mér hefur
virst að umræddar kenningar Ein-
ars Pálssonar væru allnokkuð af
öðru sauðahúsi en það sem löngum
hefur verið talin góð latína á með-
al þeirra manna sem verið hafa að
bögglast við að fleyta íslenzkum
fræðum áfram í átt til heillegri
myndar á liðnum árum. Þar hefur
að mínu mati gilt nokkuð strang-
iega sú harða regla allra vísinda
að frumskylda hvers vísinda-
manns sé að lesa ekki meira út úr
heimildum sínum en þær raun-
verulega leyfa. Þar hefur verið
fylgt þeirri reglu að við vísinda-
störf eigi menn að byrja á því að
safna saman efniviði sínum, síðan
eigi þeir að flokka hann, vega
hann, meta og skilgreina, og loks
eigi þeir að draga af honum þær
ályktanir einar saman sem hann
leyfir, en alls ekki fleiri. í fræði-
ritum eigi menn síðan að leggja
heimildirnar á borðið með þeim
hætti að aðrir fræðimenn geti
skoðað þær og lagt dóm á umfjöll-
un og niðurstöður á óháðan
hátt...“
„Svo ég haldi mér áfram við
bókina um Baksvið Njálu, þá var
mér lífsins ómögulegt að sjá ann-
að en að þar þverbryti höfundur
einmitt þessar reglur. Eg gat ekki
með nokkru móti komið þar auga
á greinargerð fyrir þeim heimild-
um — trúlega af erlendum toga —
sem leyfðu honum þær djarflegu
ályktanir um hugmyndaheim
Njálssögu sem þar eru settar
fram. í stuttu máli þá gerði hann
þar enga grein fyrir heimildum
sínum sem til dæmis gæti gert
venjulegum íslenzkufræðingi það
mögulegt að mynda sér sjálfstæða
skoðun um það hvort þær hefðu
yfirleitt nokkuð gildi. Eg sá ekki
betur en að hann gerði þar í raun-
inni kröfu til þess að lesendur
tryðu sér og boðskap sínum án
þess að fyrir honum væru færð
haldbær rök. Með þeim hætti gat
ég ekki betur séð en bókin bæri í
raun meiri svip af trúboði en vís-
indalegri umræðu.
(Tilv. lýkur.)
1140 athugagreinar
Þessi yfirlýsing Eysteins Sig-
urðssonar er svo sérstæð, að
hliðstæður munu torfundnar. í
Baksviði Njálu var frá því greint,
að hvorki meira né minna en 1140
rannsóknargreinar lægju að baki
efniviðnum. Rannsóknargrein ef
alls ekki tilbúin til útgáfu — einna
eðlilegast er að líkja henni við
fornleifauppgröft eða hugmynda-
banka, þar sem mál eru skoðuð frá
öllum hliðum — en fjöldinn var
slíkur, að engin leið var að gefa út.
Því var þeirri aðferð beitt, að
birta fyrst niðurstöðu, skýra efnið í
síðari bindum. í Baksviði Njálu
var alls ekki lesið meir út úr heim-
ildum en þær leyfðu. Fremur væri
að orða þetta öfugt: þar var aðeins
lítið brot — beinagrind — lesin úr
firnamiklum efniviði. En brotið
nægði — enn hefur því ekki verið
haggað. Ummæli Eysteins þess
efnis, að ég hafi ekki safnað áður
efniviði, metið hann og skilgreint,
er þannig svo fjarri veruleikanum,
að líkja mætti við háskóladraug.
Ég fór þess á leit að fá að skýra
þetta hér við heimspekideild, en
var neitað. Til samanburðar má
nefna vísindamenn í Toronto, sem
höfðu slíkan áhuga á þessu, er
Baksvið Njálu kom út, að þeir fóru
fram á lista yfir athugagreinarnar
á ensku. Var sá gerður og reyndist
22 síður þéttskrifaðar (nöfn at-
hugagreinanna ein saman). Einn
fræðimanna þeirra var svo látinn
rannsaka í heilan mánuð þann
hluta málsins sem þeir höfðu
einkum áhuga á. Að ég hafi
þverbrotið reglur þarna er þannig
út í hött. í Baksviði Njálu stóð
aldrei til að gera grein fyrir heim-
ildum.
Að leita að greinargerð fyrir
heimildum í bók sem lýsir því yfir,
að þar sé ekki slíka greinargerð að
finna, er ekki sú lestraraðferð sem
viturlegust hefur þótt við háskóla.
Aöferð
tilgátunnar
Sú leið sem farin var í Baksviði
Njálu er kennd við „hypótesu"-
tilgátu. Hún felst í því að engu er
haldið fram. Yfirlýsing Eysteins
þess efnis, að hann hafi ekki betur
séð en ég gerði kröfu til þess að
lesendur tryðu mér og boðskap
mínum gengur þannig þvert á
sannleikann. Og að ég hafi sjálfur
verið með „trúboð" er svo fjarri
öllu viti, að jafnvel þeir sem hafa
rangfærslur að atvinnu hljóta að
rumska.
Eysteinn Sigurðsson
Aðferð tilgátunnar felst í því, að
birtar eru meginsetningar, sem
krufðar skulu, gagnrýndar og próf-
aðar. Því ákveðnari, skarpari og
afdráttarlausari sem tilgátan er,
þeim mun betri telst hún. Af þeim
sökum þykja tölur svo heppileg
tæki þar sem þeim verður við
komið. Tölum verður ekki breytt,
þær má alltaf prófa.
Hverju fræðimaðurinn trúir
sjálfur um efnið er tilgátunni
óviðkomandi. Oft eru tilgátur
beinlínis settar fram til að unnt sé
að fella þær og snúa sér að næsta
möguleika. Þannig verður enginn
verri af að setja fram vísindalega
tilgátu. Ef unnt væri að spotta
mann fyrir að setja tilgátur fram
til prófunar kæmust vísindin ekk-
ert áleiðis. Engin leið yrði að
prófa örðugustu tilvikin, flóknustu
gáturnar. Hér er einmitt um slík
tilvik, slíkar gátur, að ræða. Til-
gáta fellur því aðeins, að hún
reynist ekki koma heim við rann-
sóknarefnið, ellegar að unnt sé að
finna einfaldari tilgátu sem skýrir
fleira á einfaldari hátt.
Orðabók Websters skýrir til-
gátu svo:
„1: A tentative assumption
made in order to draw out and test
its logical or empirical cwise-
quences 2a: an assumption or con-
cession made for the sake of arg-
ument b: an interpretation of a
practical situation or condition
taken as the ground for action."
Tilgáturnar 64
Allir fræðimenn, sem nokkuð
kunna til vísinda, og þetta mál
hefur verið borið undir, hafa sam-
þykkt vinnuaðferðina. Er mér ekki
kunnugt um einn einasta slíkra,
sem henni hefur hafnað. „Tilgáta"
merkir einmitt, að fræðimaðurget-
ur ekki lesið meira úr heimildum en
þær leyfa. En jafnframt getur
hann látið þær ná yfir svið, sem
óvinnandi vegur væri að kanna að
öðrum kosti. Því fleira sem fellur
undir skilgreininguna í hverju til-
viki, því mikilvægari telst hún.
í Baksviði Njálu er sviðið svo
vítt, að ýmsir munu eiga örðugt
um skilning. Tilgáturnar 64 skulu
prófaðar með eftirfarandi í huga:
Koma þær heim við vísindi forn-
aldar? Koma þær heim við keltn-
eska kristni? Hugmyndafræði
konungdæmis? Goðsagnir land-
náms? Mörkun lands? Erlendar
hliðstæður? Ritun miðaldasagna?
Njáls saga er aðeins eitt atriði af
fjölmörgum. En eins og öllum
hlýtur að vera ljóst, sem lesa rit-
safnið RIM, hefur engin kenning
um tilurð Njálu nokkurn tíma
jafnazt á við þá að sennileika, að
hún hafi byggzt á hugmyndafræði
miðalda, goðmyndum, stjarn-
myndum og arfi Kelta. Er mér
nær að halda, að Eysteinn hafi
ekki einu sinni séð ritið Arf Kelta,
ef hann heldur öðru fram.
Ritúal-
kenningakerfi
í Baksviði Njálu er ráð fyrir því
gert, að eins konar messubók, rit-
úal eða kenningakerfi keltneskrar
kristni hafi verið sameinað þekk-
ingu heiðni — þannig, að hvor
tveggja fylkingin, sú kristna og
hin heiðna, mætti standa að mörk-
un Alþingis. Eru tilgáturnar sett-
ar fram líkt og miðaldamaður
segði nútímamanni frá þeim á
nútíðarmáli. Greindi ég þó frá því
við háskólann í Toronto, að sumar
væru tilgáturnar gerðar enn ein-
faldari, svo að hver lesandi mætti
skilja. Miðaldaskýringunni var
ekki haldið til streitu, t.d. í tilgátu
64 um Hjól konungdæmanna, sem
nú hefur verið staðfest. En það er
önnur saga.
Hitt mun engan undra, að ritúal
eða trúarkerfi — jafnvel þótt
tengt sé vísindum miðalda — beri
svip af trúboði. En að bera slíkt
trúboð upp á þann fræðimann,
sem er að reyna að greina í hverju
kenningakerfið fólst, er svona
álíka og að telja lækni með sýfílis,
af þeirri einföldu ástæðu, að hann
er að rannsaka kynsjúkdóma.
Afstaða heim-
spekideildar
Sótt var um leyfi til að skýra
þessi mál við heimspekideild
löngu áður en framsetningin í
Baksviði Njálu var endanlega
ákveðin. Það var þannig ekki sú
bók sem slík — og aðferð tilgát-
unnar — sem hafnað var af há-
skólanum. En með eftirfarandi yf-
irlýsingu reisir Eysteinn sér og
sálufélögum sínum þann bauta-
stein, er lengi mun standa:
„Ef skoða á þessa bók sem
fræðilega ritgerð, þá hefði þannig
að mínu viti alls ekki getað komið
til greina að taka hana gilda sem
slíka við nokkra æðri mennta-
stofnun. Ég hefði orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum með heimspeki-
deild Háskólans, ef hún hefði tekið
þannig unnið verk til fræðilegrar
umfjöllunar. Sjálfur mundi ég
aldrei hleypa manni í gegnum próf
af nokkru tagi út á ritgerð af þess-
ari tegund, ef til minna kasta
kæmi.
Og þarna er að mínu viti komið
að kjarna málsins varðandi sam-
bandsleysi milli Einars Pálssonar
og okkar íslenzkufræðinganna.
Sannleikurinn er sá að hann beitir
í raun og veru allt öðrum vinnu-
brögðum en við, sýnir vísinda-
legum þankagangi óvirðingu sem
við leyfum okkur ekki — hann tal-
ar í rauninni annað tungumál en
við, ef ég má komast svo að orði.“
(Tilv. lýkur.)
Dómur sér-
fræðinganna
Ekki vefst lítilræðið fyrir heim-
spekideildarmönnum. Tveir sér-
fræðingar í þeim málum sem hér
um ræðir buðust til að votta vís-
indalegan frágang efnis árið 1968.
Tækifærið var einstakt, báðir
dvöldust hérlendis um langt skeið.
Báðir kynntu þeir sér rannsókn-
irnar eftir megni. Annar þeirra,
Arthur Gibson, var lengi forseti
trúarbragðarannsóknardeildar St.
Michaels-háskólans í Toronto,
hinn, Frederik Bredahl-Petersen,
er mannfræðingur, sem hér var til
ráðuneytis um stofnun félagsvís-
indadeildar. í bréfi sem fylgdi um-
sókninni til heimspekideildar
varðandi erindaflutning og rök-
ræður, komst Gibson svo að orði,
að vinnuaðferðin að baki væri „en-
tirely satisfactory to the most
demanding expert." Og vottorði
mannfræðingsins lauk svo: „The
beauty of symbols and structure
which has been exposed by this
study can only amaze and delight
the reader. It is strongly recom-
mended to all who have an inter-
est in the life of early Norse soci-
ety.“
En þessi orð sérfræðinganna
voru, sem sagt, ekki tekin gild.
Sögunni er þó ekki lokið. Ritið
Baksvið Njálu var lagt fram við
háskólann í Toronto í nóv. 1969.
Dómnefnd frá þrem háskólum
(colleges) fjallaði um efni bókar-
innar. Var ég krafinn skýringa á
fjölmörgum atriðum og svaraði
eftir beztu getu. Eftir margra
daga munnlega prófun frá 10—12
að morgni og 2—4 síðdegis barst
mér bréf frá J.K. Kelly, forseta St.
Michaels-háskólans, dagsett 8.
des. 1969, þar sem hann kveðst
hafa í höndum umsögn frá „the
Combined Religious Studies De-
partment" (þ.e. sameinaðri trú-
arbragðarannsóknadeild allra há-
skólanna). Kveður hann nefndina
leggja til, að mér verði boðin próf-
essorsstaða við háskólann. Vona
ég, að lesandinn fyrirgefi, þótt ég
segi frá þessu sjálfur, en það er
nauðsynlegt til skilnings á um-
ræðuefninu.
Einróma ákvördun
Samkvæmt bréfi forseta St.
Michaels-háskólans var þarna um
„unanimous decision" (einróma
ákvörðun) að ræða. Það merkir, að
enginn hinna þriggja háskóla and-
mælti. Skal það fram tekið, til að
fyrirbyggja misskilning, að ein-
ungis einn þessara háskóla er kaþ-
ólskur, annar er á vegum ensku
biskupakirkjunnar og sá þriðji á
vegum mótmælenda. Kaþólsk sér-
viðhorf voru dómnefndinni þannig
óviðkomandi. (Háskólarnir sem
mynda U. of Toronto eru alls sjö,
þessir þrír sjá um þátt trúar-
bragðarannsókna.)
En auk vottorða hinna tveggja
sérfræðinga sem staddir voru á Is-
landi og fulltrúa hinna þriggja há-
skóla í Toronto, eru til á vissan
hátt enn áhugaverðari ummæli
sérfræðings Miðaldastofnunar
Páfastóls í 11. öldinni — öld
kristnunar Islands — Flahiffs
kardínála, Pococks erkibiskups,
kanslara Miðaldastofnunarinnar
og Shook, forseta Miðaldastofnun-
arinnar um rannsóknir þessar.
Slík gögn hefði háskólinn að
minnsta kosti getað hugleitt.
Að sjálfsögðu má segja, að öll-
um kunni þessum mönnum að
skjátlast um sérfræði sín. Við
heimspekideild HÍ séu notaðar
þær einu aðferðir sem mark sé á
takandi. En hefði ekki einhver
hugsað sig um? Eða finnst mörg-
um það sennilegast einkenni á
manni, sem svo er tekið af sér-
fræðingum, að hann sýni „vísinda-
legum þankagangi óvirðingu" sem
kennarar heimspekideTIdar ekki
leyfa sér? Maðurinn sem svo er
opinberlega dæmdur af doktor í
dagblaði bauðst til — en var bann-
að — að skýra mál sín við heim-
spekideildina. Væntanlega lýsir
Eysteinn því þarna raunverulegri
afstöðu heimspekideildar til nýrra
rannsóknarleiða:
Óþarft er að athuga þær, sjálf-
sagt að fordæma þærT*
Þetta hygg ég sjálfa undimit
rógburðarins.
Þröngsýnin
•ii
eyna v
Hin hrikalega staðreyncT’Við
ummæli Eysteins er súT aí> fremur
skal blindri útskúfun beitt
heimspekideild en að manríi sé
leyft að skýra mál sín. Að vísu
SJÁ NÆSTU SÍðI^