Morgunblaðið - 24.07.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.07.1982, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982 PÓLÝFÓNKÓRINN Á SPÁNI isskránni. Kórinn hefur góðan hljóm, sem nýtur sín betur í minni kirkjum eins og þessari þar sem hljómburðurinn er ekki eins gríð- arlegur og í þessum stóru kirkjum. Þórhallur Birgisson var mjög góður á fiðluna, en það. var líka María Ingólfsdóttir í Malaga. Besti hluti efnisskrárinnar finnst mér vera kaflar úr Eddu Jóns Leifs. Það er eins og saga íslands komi fram í því verki, eins og maður getur ímyndað sér hana. Og það var eins og flutningur verksins kæmi frá hjartanu, frá þjóðinni. Það var stórkostlegur flutningur og ef þetta yrði gefið út á plötu er ég viss um að þær myndu rjúka út.“ Þetta sagði Moy- ano og bætti því við að ef hann hefði átt frí daginn eftir þá myndi hann hafa farið til Granada til að heyra kórinn syngja í þriðja skipt- Íð: Fugladansinn í Loja Það var vaknað snemma daginn eftir, á mánudaginn, því fyrir höndum var fjögurra tíma akstur til borgarinnar Granada þar sem átti að halda fjórðu tónleikana. Lagt var af stað kl. 9. Það var steikjandi hiti þegar komið var frá ströndinni og inn í landið. Fólk talaði um 40 gráður. Það var áð einu sinni á leiðinni til Granada til að fá hressingu og anda að sér lofti. Það var í litlum bæ, sem heitir Loja og er miðja vegu milli Malaga og Granada. Það er sagt að frá Loja komi fegurstu gleði- konur Spánar. Einhver hafði á orði að þær hefðu sennilega flutt í burtu þegar þær heyrðu af íslend- ingum í nágrenninu. í greiðaskál- anum var gamall Spánverji sem spilaði á átta strengja tangó- banjo og sá fylgdist aldeilis með því sem gerðist í poppheiminum því hann tók þegar upp á því að leika Fugladansinn á hljóðfærið sitt. Síðan gekk hann á milli með peningaskál og vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð. Granada Svo var komið til Granada. Það er ein sögufrægasta borg Spánar því þar var Spánn sameinaður í eitt konungsríki árið 1492 þegar Isabella og F'erdinand unnu loka- sigur á Márum. Það er sagt að aldrei hafi Spánn verið undir betri stjórn en þegar útlendingar stjórnuðu, fyrst Rómverjar og síð- an Márar. Bæði þau tímabil var Spánn í sem mestum blóma. Granada er kannski frægust fyrir hina forkunnarfögru Aihambra- höll, sem Márar reistu á 13du öld. Höllin eða virkið var reist á hæð einni á vinstri bakka Darro- árinnar, þar sem vel sést yfir ná- læg héruð. Það tekur marga daga að skoða virkið almennilega. Höllin er um- kringd háum veggjum en fyrir innan þá áttu sér stað ófáir blóð- ugir bardagarnir, sem skráðir eru í sögu Granadaborgar. Alhambra þýðir rauða húsið og eru tvær út- gáfur til af nafngiftinni. Annars vegar að nafnið sé til komið að því að virkið var ætíð endurbyggt eft- ir bardaga á næturnar við rauð- leitt ljósið frá logandi kyndlum. Hins vegar, sem er sennilegri skýring, er sagt að nafnið sé til- komið af því að roða slær á járn- Manuel Martin rikan jarðveginn, sem virkið er byggt á. Þegar veldi Mára leið undir lok gleymdist Alhambra-höllinn fljótt en þar settust að sígaunar og varð höllin að illræmdu bæli þeirra. Það var ekki fyrr en bandarískur blaðamaður og sagnfræðingur Wasington Irving að nafni kom til Granada snemma á nítjándu öld- inni til að skoða Alhambra-höll- ina, að menn fengu áhuga á henni aftur. Irving bjó í nokkurn tíma með sigaununum í höllinni og skrifaði síðan sögu hennar. Þá loks tóku Spánverjar við sér og hófu að byggja upp þessa frægu höll og garðana sem hana um- kringdu. En það er margt fleira en Alhambra-höllin, sem vert er að Fararstjórar Pólýfónkórsins og Ingólfur. Frá vinstri: Æsa Sig- urjónsdóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurlaug Lövdahl, Sig- rún Gissurardóttir, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Ingólfur Guó- brandsson og Gréta M. Pálmadóttir. Á myndina vantar Pétur Jónasson. _ Rafael Rodriquez eyða tíma sínum í að skoða. Eitt er dómkirkjan í Granada þar sem Pólýfónkórinn hélt sína tónleika. Hún er talin vera með þeim feg- urstu á Spáni. Smíði hennar hófst árið 1518. í fyrstu átti að byggja hana í gotneskum stíl en horfið var frá því þegar leið á byggingu hennar og hún byggð í endurreisn- arstíl. Þegar stigið er inn í kirkj- una fær maður það á tilfinning- una að á slíkum stöðum gerast kraftaverkin. Allt er hvítt innan- dyra og ber hvíti liturinn við gyll- inguna í aðalkapellunni, en kirkj- an er samsett úr alls fimm smærri kapellum, skreyttum af frægustu listamönnum Spánar m.a. Pedro de Mena þeim hinum sama og skar út 1500 andlit úr Biblíunni í kórn- Maria José Ninerola um í dómkirkjunni í Malaga. Er þessi de Mena hálfgerður Rík- harður Jónsson þeirra Spánverja. Þegar komið var til Granada var ekið beint á gististaðina, hljómsveitin á hótel Guadalupe en kórinn á hótel Melia Granada. Strax við komuna var borðaður hádegisverður en að honum lokn- um var hvíld til kl. 15.00. Hvíld sem margir notuðu til að versla og skoða sig um í borginni. Þá var stutt kynnisferð um borgina en henni lauk við þessa stórkostlegu dómkirkju Granada-borgar þar sem tónleikarnir voru haldnir seinna um kvöldið. Allar aðstæður voru athugaðar þarna. Kirkjan tekur 1.500 manns í sæti og er enda í enda rétt eins og meðal fótboltavöllur að lengd og eins á breidd. Hæst er um 80 fet upp í þakið. Þegar kirkjan hafði verið skoðuð var farið aftur niður á hót- el tii að skipta um föt og búa sig undir tónleikana. í Granada stóð yfir ein af merkustu tónlistarhá- tíðum Evrópu, 31. tónlistarhátíð borgarinnar. Aldrei verið á stórkostlegri tónleikum Samkvæmt gömlum lögum, sem margar kirkjur á Spáni fara eftir er ekki leyfilegt að selja aðgang að kirkjunum. Svo var um kirkjuna í Nerja og einnig í dómkirkjunni í Granada. Kl. sjö um kvöldið hélt kór og hljómsveit til kirkjunnar þar sem haldin var smáæfing fyrir tónleikana, sem hófust á mínút- unni átta. Hvert sæti varð fljót- lega setið svo fólk tók að hópast saman hvar sem það komst sem næst Pólýfónkórnum og stóð í stórum hópum á meðan á tónleik- unum stóð. Má segja að um 3.000 manns hafi hlýtt á tónleikana þeg- ar mest var enda var tónlistar- fólkinu fagnað geysilega vel að þeim loknum. Kórinn fyllti þessa gríðarstóru dómkirkju tónum sín- um að því er virtist fullkomlega áreynslulaust. Af spjalli við nokkra áheyrend- ur að loknum tónleikunum í Granada mátti ráða að þeir hafi verið meiriháttar viðburður í borginni. Manuel Martin sagði: „Ég var á orgeltónleikum hérna í gærkvöldi og á þá var líka ókeypis en þar var ekki helmingurinn af þessum fjölda sem nú er. Ég held að þessir tónleikar séu þeir bestu sem ég hef farið á á þessari tón- listarhátíð, sem'nú stendur yfir og er að ljúka. Edda-oratoría Jóns Leifs þótti mér mjög fallegt verk og vel flutt af kór og hljómsveit en þó held ég að ég sé hrifnastur af verki Bachs þar sem María Ing- ólfsdóttir er einleikari." Rafael Rodriquez sagði í sam- tali við blm.: „Þetta voru stórkost- legir tónleikar. Magnificent. I þrjátíu og eitt ár hef ég sótt tón- leika á hátíðinni hér í Granada, en ég hef aldrei verið á stórkostlegri tónleikum og efast um að verða á öðrum slikum. Kórinn og ein- söngvarar heilluðu mig og verk Jóns Leifs þótti mér mjög gott. Og María Ingólfsdóttir þótti mér hreint fantastic. Ég held að þetta hafi verið best sótta atriðið á tón- listarhátíðinni." Maria José Ninerola sagðist hafa verið hrifnust af Mariu Ing- ólfsdóttur en best af öllu þótti henni þó einsöngur Nancy Arg- enta. „Af verkunum sem flutt voru var ég hvað hrifnust af Hallelujah eftir Hándel. Ég hef talað við mik- ið af fólki hér á tónleikunum og það er á einu máli um að það séu mörg ár síðan svona góðir tónleik- ar hafa verið haldnir hér í Gran- ada. Sjálf vissi ég ekki hvað tím- anum leið á þessum tónleikum." Frh. Uppgjörið talar Eysteinn fyrir eigin reikn- ing, en hann virðist samnefnari þeirra, sem veitzt hafa á sem harkalegastan hátt að ritsafninu RÍM. Að fá afstöðuna vottaða svo á prenti, er meir en unnt var að vonast eftír. En nú stendur hún þarna, í Tímanum 13. júlí 1982 síðu 9. Hver sem er getur flett þessu upp. Eðlileg afstaða hefði verið a) að leyfa fræðimanni að skýra mál sín b) hringborðsumræður, fyrst heimspekideildartnenn skildu ekki vinnuaðferðina og c) saman- burður á vinnuaðferðum heim- spekideildar og annarra þeirra er t stunda rannsóknarstörf. Það sem Eysteinn í rauninni er að segja, er eitthvað á þessa leið: „Við sem lesið höfum bókmenntir og íslenzku við heimspekideild skiljum ekki viðurkenndar vís- indaaðferðir helztu háskóla. Við skiljum einungis tiltölulega þrönga vinnuaðferð, sem beitt er í okkar fagi. Þar sem við viðurkenn- um ekki vísindaaðferðir annarra, þýðir ekkert við okkur að tala.“ Einfalt mái Til að kóróna grein sína kveður Eysteinn upp úr með það, að hann sjái ekki að málið sé flókið, ekki séu nema „þrjú atriði sem hin hefðbundnu islenzku fræði eða fulltrúar þeirra, þurfi að fá svar við frá Einari Pálssyni, til þess að samræðugrundvöllur sé fenginn." Siðan rekur hann þrjár megin- spurningar í mörgum liðum, sem öllum hefur verið ítarlega svarað í ritsafninu RÍM. Líkt er sem Eysteinn botni hvorki upp né niður í þvi, hví „ís- lenzkufræðingar" liggja nú undir ámæli. Það er einmitt vegna þess, að aldrei fékkst leyfi til að skýra atriðin þrjú, eða annað sem máli skipti. Arnór Hannibalsson skorar á mig í viturlegri grein í Mbl. 14. júlí „að taka höndum saman við (þá) sem starfa í (heimspeki)deild- inni“ í stað þess að gagnrýna þá á prenti. Arnór er vammlaus maður, sem þekkir ekki sögu framan- greindra viðskipta. Ekkert hefði ég fremur viljað á sinni tíð, en að fá leyfi til að standa með öðrum fræðimönnum háskólans í baráttu fyrir betri rannsóknarskilyrðum. En sú leið kom aldrei til greina. Eini vegurinn sem vísaður var, lá til útlegðar. Sjálfum hefur mér aldrei fund- izt þetta mál einfalt. Því óskaði ég að fá að skýra það. En þyki þeim Eysteini og félögum ekkert flókið í dæminu, er þeim hér með bent á að lesa ritin, sem um rannsóknirn- ar fjalla. Af grein Eysteins fæ ég nefnilega ekki séð, að hann hafi iitið í annað af RÍM en Baksvið Njálu — með þoku íslenzkufræð- innar fyrir báðum augum. Að sjálfsögðu er þess ekki að vænta, að menn sem stunda íslenzkunám sérstaklega, kunni meir í miðalda- fræðum en aðrir. En þess hefði verið að vænta, að þeir reyndu að kynna sér þau. Fræðileg um- fjöllun eða níð? Erindið umdeilda hefur að lok- um skilað niðurstöðum. Menn vita nú, hvernig heimspekideild og sumir „íslenzkufræðingar" snúast við örðugum gátum rannsókna. ’ Þar virðist sú stefna í fyrirrúmi að ómerkja persónu manns í stað þess að glíma við rök hans. Það lærdómsríkasta við ritsmí^ hins lærða doktors úr heimspekideild í Tímanum er þannig, að þótt talað sé undir yfirskini sanngirni, flokk- ast ummæli hans fremur undir níð en fræðilega umfjöllun. Lesendur treysta háskólamanni með dokt- orsgráðu — þá órar vart fyrir þeirri þröngsýni, er í greininni felst. Er ekki að furða þótt minni spámennirnir þori að taka ýmis- legt upp í sig, fyrst svo er um predikun æðstu prestanna. En dr. Eysteinn Sigurðsson hef- ur — eins og dr. Gunnar Karlsson á undan honum — gert íslenzkum fræðum greiða. íslendingar skilja nú við hverja þeir eiga. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.