Morgunblaðið - 24.07.1982, Side 29

Morgunblaðið - 24.07.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 29 Guðni við orgelið sem hann fékk sér i fyrrahaust. „Kirkjusókn fer vaxandi" Litið við hjá Guðna í Bakkakoti, bónda og kirkjuorganista „ÉG BYRJAÐI að fikta við hljóð- færaleik sem smádrengur," sagði Guðni Runólfsson í Bakkakoti í Meðallandi, en meðfram búskap er hann organisti Langholtskirkju þar í sveit. „Kirkjan okkar er rösklega hundrað ára gömul, byggð 1863. Þá voru um fjögur hundruð manns hér í Meðallandi, en nú erum við innan við hundraðið. Fólkið fór héðan vegna sandfoks á ofanverðri síðustu öld og í byrj- un jtessarar. Eg fór ungur að læra hjá Sig- urði Birkis, sem þá var söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, og fyrir fermingu var ég farinn að leika hér í kirkjunni," sagði Guðni, en eins og lög gera ráð fyrir stjórnar hann, organistinn, kirkjukórnum. „Við erum ellefu í kórnum hér. Eftir að Hanna María Péturs- dóttir tók við, hefur kirkjusókn farið vaxandi, enda er hún fyrir- taks prestur og söfnuðurinn frek- ar trúrækinn." — g.sv. t Bróöir okkar, JÓNMUNDUR (JOH) SÖLVASON, andaðist að heimili sínu i Kaupmannahöfn 20. þ.m. Guðmundur Sölvason, Ragnheiður Sölvadóttir, Ellert Sölvason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jaröarför eiginkónu minnar, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Siguröur B. Magnússon. t INGIMUNDUR M. STEINSSON, verkstjóri, Laugarbraut 11, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju, þriöjudaginn 27. júlí kl. 14.30. Þökkum öllum fjær og nær auösýnda samúö og biöjum þá, sem vilja minnast hans aö láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Gróa Steinsdóttir, Ólöf Steinsdóttir. t Viö þökkum innilega öllum þeim sem hafa sýnt okkur vlnáttu sina og stuöning viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ODDS ANDRÉSSONAR, bónda, Neöra-Hálsi, Kjós. Við viljum sérstaklega þakka söngfólkinu, samstarfsmönnum f skógrækt og starfsfólki á handlæknisdeild nr. 3, II G, á Landspít- alanum, og einnig öllum þeim fjöldamörgu sem lögöu okkur liö og sýndu okkur samúö meö nærveru slnnl, vlnnu, blómum eða sam- úöarskeytum. Þakkarkort veröa ekki send. I staö þess hefur minningargjöf verið afhent Landgræöslusjóöi. Ágústa Oddsdóttir, Ólöf Oddsdóttir, Ólafur Oddsaon, Kristján Oddsson, Lilja Oddsdóttir, Sæbjörn Kristjónsson, Valborg Oddsdóttir, Þórunn Siguröardóttir, Jóhann Kristjánsaon barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.