Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 38

Morgunblaðið - 24.07.1982, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 Knattspyrnan um helgina: Heil umferð í 1. deildinni og fjoldi annarra leikja HEIL IIMFERÐ verður leikin í 1. deildinni í knalLspyrnu um helgina og þar af eru fjórir leikir í dag. Þrir leikir fara fram í 2. deild í dag, og einn verður í þeirri deild á morgun. Fjöldi leikja verður einnig í 3. og 4. deild um helgina. Leikir 1. deildar í dag eru þessir: KR-ÍBV, ÍBÍ—Víkingur, ÍA-KA og ÍBK—UBK. Hefjast allir þessi leikir kl. 14.00, nema leikurinn á Akranesi sem hefst hálftíma síð- ar. Annaö kvöld leika síðan Fram og Valur í Laugardalnum og hefst sá leikur kl. 20.00. Allir þessir leikir ættu að geta orðið spennandi. KR-ingar sigruðu Vestmannaeyinga í Eyjum fyrr á þessu keppnistímabili, og verður fróðlegt að sjá hvort þeir ná að leggja þá aftur að velli, eða hvort leikmönnum ÍBV tekst að hefna ófaranna. Ekki er leikurinn á ísafirði síð- ur spennandi. ísfirðingar komu vægast verulega á óvart er þeir sigruðu Islandsmeistarana í fyrri leiknum með þremur mörkum gegn tveimur í Reykjavík. Vík- ingar eru örugglega staðráðnir í að tapa ekki öðrum 2 stigum til Isfirðinga, og þeir sjálfir væntan- lega jafn ákveðnir í að taka bæði stigin aftur. Verður því um hörku- viðureign að ræða. Á Akranesi leika heimamenn við KA frá Akureyri. Fyrri leikur þeirra endaði með markalausu jafntefli í vor. Akurnesingar slóu Breiöablik út úr bikarnum í síð- asta leik sínum en KA tapaði aft- ur á móti bikarleiknum við Víking fyrir norðan. Skagamenn eru með níu stig eftir 11 leiki í deildinni og KA þremur stigum meira þar sem þeir sigruðu í kærumálinu á hend- ur Val, sem dæmt var í í fyrra- kvöld. Leikmenn ÍBK voru í banastuði í síðasta leik er þeir slógu Fram- ara örugglega út úr bikarnum. Sigruðu þeir í þeim leik 3—0, og nú fá þeir Breiðablik í heimsókn. Blikarnir eru úr leik í bikarnum eftir tapið gegn ÍA, en eru í þriðja sæti deildarinnar. ÍBK aftur á móti í því næstneðsta, en allt get- ur samt sem áður gerst. Leikurinn á morgun er, eins og allir hinir, mjög þýðingarmikill. Valsarar hafa nú tapað fjórum stigum á síðustu dögum vegna Al- bertsmálsins, og því komnir í neðsta sæti deildarinnar með átta stig. Deildin er þó mjög jöfn og spennandi, og öll lið eiga enn fræðilega möguleika á toppsæti. 2. deild. Leikirnir í 2. deild í dag hefjast allir kl. 14.00. Þór Akur- eyri fær Þrótt Neskaupstað í heimsókn, Skallagrímur og Fylkir leika í Borgarnesi og Völsungur fer til Vopnafjarðar og leikur þar við Einherja. Á sama tíma á morgun leika síðan Reynir og FH í Sandgerði. Eins og áður sagði verða einnig margir leikir í 3. og 4. deild og þá er mikill fjöldi ieikja á dagskrá í yngri flokkunum. — SH. • Skagamennirnir Július P. Ingólfsson, Árni Sveinsson og Sigþór Ómarsson stilla sér hér upp í varnarvegg í bikarleiknum gegn UBK í Kópavogi á miðvikudaginn. I dag mæta þeir KA frá Akureyri í 1. deiidinni á Skaganum. IITCmini r Allan Simonsen frá Barcelona? ALLT bendir nú til þess að danski landsliðsmaöurinn Allan Simonsen muni yfirgefa spánska stórliðið Barrelona áður en langt um líður. Liðið keypti nýlega Diego Maradona sem kunnugt er og aðeins er leyfi- legt að nota tvo erlenda leikmenn á Spáni. Fyrir voru Simonsen og Þjóð- verjinn Bernd Schuster. Schuster hefur átt við meiðsli að stríða nokkuð lengi, og lék ekki með landsliðinu í HM-keppninni á Spáni. Fyrir nokkrum dögum gáfu læknar Barcelona út þá yfirlýs- ingu, að Schuster væri það mikið meiddur að hann kæmi ekki til með leika næsta hálfa árið. Var ekki reiknað með að hann yrði til- Allt um knatt- spyrnu komiö út 2. tölublað tímaritsins Allt um knatLspyrnu er komið út. Meðal efn- is er viðtal við Arnór Guðjohnsen, spádóm'ar leikmanna 2. deildar, punktar um knattspyrnu í Suður— Ameríku teknir saman af Heimi Bergssyni, myndir og frásögn frá knattspyrnuskólum félaganna og frá HM á Spáni. Einnig eru birt úrslit leikja í öll- um flokkum frá íslandsmótinu og í opnu eru litmyndir af 1. deildar- liðum ÍBV og KR Aðalljósmyndari blaðsins er Guðbjartur Krist- jánsson og á hann meðal annars heiðurinn af forsíðumyndinni. Blaðið er 32 síður og kostar 25 krónur í lausasölu. Áskrifendur blaðsins eru nú að nálgast eitt þúsund. búinn að spila fyrr en seinni hluti keppnistímabilsins á Spáni hefst, í janúar. Nú er hins vegar komið upp úr dúrnum að Schuster hefur farið geysilega fram undanfarið og síð- ustu yfirlýsingar lækna félagsins benda til þess að hann verði jafn- vel leikfær strax í sumar, áður en keppnistímabilið hefst 5. septem- ber. Aðeins er rúmlega einn og hálf- ur mánuður síðan Simonsen skrif- aði undir nýjan samning við Barcelona og í honum kemur fram að Simonsen verði laus allra mála við félagið, nái það ekki fram vilja sínum í sambandi við það að leyfa þrjá erlenda leikmenn hjá hverju liði á komandi keppnistímabili, eða að hann verði tvisvar látinn sitja á varamannabekknum. Vitað er að lið í Frakklandi hafa áhuga á Simonsen en ekkert er sem sagt ákveðið um framtíð þótt flest bendi til þess að hann muni fara. • Allan Simonsen (t.v.) og Bernd Schuster eru hér í búningi Barcelona. Allt bendir nú til þess að Daninn yfírgefi félagið á næstunni. Valur tapaði kærunni líka á Akurevri I G/ER var loksins dæmt i Alberts- málinu á Akureyri, þ.e. kæru KA- manna á hendur Val fyrír að nota Albert Guðmundsson í leik gegn þeim 16. júni í vor. Eins og við var að búist féll dómur þannig að Valur tapaði kærunni, eins og fór um kæru ísfirðinga vegna þessa máls á dögunum. Er blm. spjallaði við Björn Jós- ep Arnviðarson, formann dóm- stóls KRA, í gærkvöldi kom það fram að úrskurður dómsins var ekki byggður á nákvæmlega sömu forsendum og um daginn. „Við rökstyðjum okkar niður- stöðu á örlítið annan hátt en dómstóll KRR gerði," sagði Björn Jósep. „Við byggjum okkar niður- stöðu fyrst og fremst á því að • Albert GuAnnmdason ákvæði 2. greinar knattspyrnulaga KSÍ um félagaskipti hefur ekki verið uppfyllt. í 12. grein, 1. máls- grein þessara laga segir, að ekkert samband megi gefa út keppnis- leyfi til leikmanns, án þess að vera með félagaskipti í höndunum frá hinu knattspyrnusambandinu. KSI fékk þau gögn frá bandaríska sambandinu ekki í hendurnar fyrr en 21. júní.“ —SH. Lopez öruggur FRANSKI varnarmaðurinn (’hristi- an Lopez, leikmaður með St. Eti- enne í heimalandi sínu, var mjög öruggur um að franska landsliðið kæmist í undanúrslit heimsmeistara- keppninnar. Leikmönnum liðsins hafði verið lofað rúmlega einni milljón ís- lenskra króna ef þeir næðu þeim áfanga, og fyrir leikinn gegn Norður-írum í milliriðlinum keypti Lopez sér nýjan og glæsi- legan Porsche-bíl fyrir peningana. Frakkarnir sigruðu örugglega í leiknum og komust í undanúrslit- in, eins og menn muna, og var það eins gott fyrir Lopez. • Franski landsliðsmaðurínn Christian Lopez. Knattspyrnufélagið Fram: Fyrsta skóflustungan að nýju félagsheimili Fyrsta skóflustungan að nýju félags- heimili knattspyrnufélagsins Fram við Safamýri var tekin á FRAM- daginn 18. júlí sl. Skóflustunguna tók formaður fé- lagsins, Hilmar Guðlaugsson, ásamt þremur drengjum úr yngsta keppnis- flokki félagsins í knattpyrnu. Þeir heita Guðmundur Gíslason, Sævar Guðjónsson og Ómar Sigtryggsson. Félagsheimilið verður rúmlega 600 fermetrar, sem verður á 2 hæð- um. Vonir standa til, að fram- kvæmdir hefjist fíjótlega, enda full þörf á að mati Framara. • Hilmar Guð- laugsson sést hér taka fyrstu skófíu- stunguna að nýja Framheimilinu í Safamýri. Með hon- um eru þrír strákar úr yngsta knattspyrnuflokki félagsins. Skóflu- stungan var tekin á FRAM-daginn 18. júlí síðastliðinn. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.