Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 1
 48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 167. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Síberíuleiðslan: Bretar ganga í berhögg við stefnu Reagans Lundúnum, 3. ágÚMt. AP. ÁKVÖRÐUN brezku stjórnarinnar um að beina því til fjögurra brezkra fyrirtækja ad hafa að engu bann Reagans Bandaríkjaforseta við því að bandarískri tækni sé beitt við lagningu gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til V-Evrópu hef- ur verið illa tekið í Washington. Stundu eftir yfirlýsingu brezku stjórnarinnar lýsti stærsta brezka fyrirtækið sem í hlut á, John Brown, þvi yfir, að í lok ágúst yrðu, i'ins og upphaflega var ráðgert, af- greiddar sex gasdælur í þetta mikla mannvirki sem byrjar að dæla sovézku jarðgasi til V-Evrópu árið 1984. Með þessari ráðstöfun hefur brezka stjórnin gengið í lið með Frökkum gegn Reagan og þeirri stefnu hans að stöðva fram- kvæmdir við gasleiðsluna í því skyni að refsa Sovétmönnum fyrir kúgun þeirra á Pólverjum. V-Þýzk og ítölsk fyrirtæki hafa látið á sér skilja að þau muni halda áfram að afgreiða dælur og annan útbúnað í gasleiðsluna. Afganistan: Hart gengið fram í því að efla stjórn- arherinn N vju Delhi. 3. «Kusl. AP. LEPPSTJÓRN Sovétmanna í Kabúl hifiir framlengt herskyldu flestra hermanna í stjórnarhern- um, og kallað út aukalið, að því er segir í fregnum frá höfuðborg Af- ganistans. Ganga sendiboðar stjórnarinnar hart fram í því að afla nýrra liðsmanna, m.a. með því að ganga hús úr húsi og velja úr mannsöfmiði á torgum og gatna- mótum. Kabúl-útvarpið tilkynnti í dag að stjórnin hefði ákveðið að lengja herskyldu úr tveimur ár- um í þrjú, auk þess sem allir hermenn, sem hefðu verið leyst- ir undan herþjónustu síðustu fjögur ár og væru undir 35 ára aldri, skyldu nú koma til starfa að nýju og gegna herþjónustu næstu tvö árin. Þótt þessar aðferðir stjórnar- innar séu ekki nýnæmi telja kunnugir að aðgerðir hennar nú séu óvenju harkalegar, og hefur komið til blóðsúthellinga þegar reynt hefur verið að neyða menn til innlimunar í stjórnarherinn. Áður en innrás Sovétmanna í Afganistan hófst í árslok 1979 er talið að um 90 þúsund manns hafi verið í afganska hernum, en þar sem mjög hefur saxazt á lið- ið vegna liðhlaups og átaka við frelsissveitirnar í landinu er tal- ið að í hernum séu vart yfir 35 þúsund manns. Verzlunarmannahelgin fór hið bezta fram Landsmenn allir nutu náðar veðurguðanna um helgina. Umferð var meiri um þessa mestu ferða- helgi ársins en dæmi eru um áður, og var hún að mestu án óhappa. Þá þótti framkoma gesta á stærstu mótsstöðunum mt'ð al- bezta móti. Þessar hressu stúlkur voru að Úlfljots- vatni um helgina og skemmtu sér hið bezta. Helgarfréttirnar eru á bls. 16,17,18 og 19. Morgunblaðið/^unnlaugur. Beirút* Palestínumenn reiðubúnir til brottfarar undir vernd Beirút, 3. á|{úíit. AP. MEÐ 35 þúsund ísraelska hermenn og 300 skriðdreka í árásarstöðu við herkví Palestínumanna í Beirút lýsti yfirstjórn PLO því formlega yfir í dag, að samtökin væru reiðubúin að yfirgefa borgina undir vernd alþjóð- legs gæzluliðs. Stóraukinn vígbúnað- ur ísraela í miðborginni siðasta sól- arhring hefur aukið á ótta manna um að lokairásin á vígið sé skammt undan, en áætlað er að Palestínu- mennirnir þar séu um 8 þúsund að tölu. I'rail fyrir vopnaskipti og sprengjuárásir á víxl hefur níunda vopnahléinu í borginni á átta vikum ekki verið aflýst. Leiðtogar PLO og vinstri sinn- aðra Líbana höfnuðu í dag mála- miðlunartillögu Habibs, hins bandaríska sáttasemjara, um að Palestínumennirnir yrðu fluttir á brott í tveimur áföngum, um leið og fjölþjóðlegu gæzluliði yrði komið fyrir í V-Beirút, þar sem þeir töldu tillöguna gloppótta og m.a. fela í sér hættu á því að ísra- elar geri atlögu að liði Palestínu- manna á leið út úr Beirút áður en gæzluliðinu hafi gefizt tími til að taka sér stöðu. I dag hafa Palestínumenn gert ítrekaðar árásir á ísraela á Beir- út-flugvelli, en vellinum náðu ísraelar á sitt vald að loknum miklum átökum á sunnudaginn var. Öryggisráð SÞ hefur setið á rökstólum um Líbanonsmálið í dag en sl. sunnudag samþykkti það einróma áskorun um að vopnahlé yrði virt, um leið og framkvæmdastjóra samtakanna væri heimilt að senda eftirlits- menn á vegum Sameinuðu þjóð- anna til að fylgjast með því að vopnahlé yrði haldið. Áframhaldandi árásir á Samstöðu í Póllandi \ arsjá, 3. ígúsi. AF. TRYBUNA Ludu, málgagn pólska kommúnistaflokksins, hélt í dag áfram árásum sínum á Samstöðu, en ýmislegt bendir til þess að leiðtogar hinna óháðu verkalýssamtaka greini í vaxandi mæli á um hvernig haga skuli starf- semi þeirra á meðan herlög eru í gildi í landinu. Samstöðumenn í Gdansk-skipa- smíðastöðinni birtu í dag orðsend- ingu, þar sem skorað var á menn að forðast „mótmæli og aðgerðir sem gætu orsakað ólgu", en þessi yfirlýsing stangast algjörlega á við áskorun helztu leiðtoga hreyf- ingarinnar um að hefja skyldi skipulögð mótmæli, sem næðu há- marki með fjöldaaðgerðum hinn 31. ágúst, en þá eru liðin tvö ár síðan verkfðllin miklu í skipa- smíðastöðinni hófust. I greininni í Trybuna Ludu er því spáð að dagar Samstöðu verði senn taldir, enda þótt öfgamenn í hreyfingunni haldi áfram „fjand- samlegaum aðgerðum" og virðist enga lærdóma hafa dregið af setn- ingu herlaganna sem hafi orðið til að leysa upp hreyfinguna hinn 13. desember sl. Blaðið segir að hver svo sem verði endalok Samstöðu beri nauðsyn til þess að koma á fót öflftigum samtökum sem geti barizt fyrir og varið hagsmuni verkalýðs- ins, en slík samtök verða því að- eins raunhæf ef þau viðurkpnni forystuhlutverk kommúnista- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.